Þjóðin - 05.12.1914, Blaðsíða 2

Þjóðin - 05.12.1914, Blaðsíða 2
2 þ jÓÐIN Þ JÓÐIN kemur út hvern laugatdag. Verð árgangsins kr. 2,50 auk pós*burðar- gjalds. Útg.: Fjelagið Þjóðiii. Ri'stj.: Einar Gunnarsson. Áfgreiðslan í Austurstræti, opin virka daga kl. 10—10 I Pósthólf A. 26. Sími 77. .Lífið í tunglinu. þegar verið er að tala um gróð- ur. og jafnvel dýralíf, sem kunni að vera í tunglinu, þá virðist þó fyrst rétt að athuga hitastigið þar að því, er næst verður komist, því það virðist þó vera eitt af aðalatriðum þeim, er koma til greina, þegar spurt er um líf eða gróður hvar sem er. — Oft er talað um hið „kalda ljós“ mán- ans og er það jafnvel þjóðtrú sumstaðar að tunglsljósið láti vor- gróðurinn kala. — Auðvitað eru það þó ekki mánageislarnir sem frostinu valda, heldur heiðríkjan sem þeim er samfara. Hitageisl- un er nefnilega miklu meiri út frá jörð og lofti í heiðríku veðri en þegar skýjað er. Enda munu allir hafa tekið eftir því að það er að jafnaði kaldara í heiðviðri, hvort sem tunglsljós er eða ekki. þó verður ekki sagt, að mikill hiti sje samfara tunglsljósinu, og sjest það best á því, að þótt geislunum væri safnað með geisi- stórum holspeglum og brenni- glerjum, þá væri lengi vel ekki hægt að sjá minstu stigbreytingu á nákvæmasta hitamæli. þó tókst að búa til verkfæri sem netnt er „bolometer", svo næmt, að það sýnir hitabreytingu þótt hún nemi ekki meira en hundrað-þúsund- asta parti úr einu stigi á Celsí- usmæli. Er rafmagn notað við þenna mæli. Með honum er hægt að komast acS raun um að túíigláú geislarnir eru ekki með öllu hita- lausir og um leið hefur tekist að ,mæla útgeislun hitans frá tungl- inu í hitastigum, og af því reikna .fit þann hita, sem er á yfirborði ,þess á ýmsum tímum. Amerískur stjarnfræðingur, einn Frank Very, hefur reiknað út yfirborðshita tunglsins, sem er mjög misjafn eftir því hvað hátt sólin er á lofti þar. Samkvæmt þessum útreikningí, þá er kuldinn á tunglinu fyrir sólaruppkomu eins og nann get- ur mestur orðið, þ. e. 273 stig. Er þetta stig kallað allsherjar- húllpunktur, því að meiri kuldi þekkist ekki. þrátt fyrir þennan afskaplega kulda á þeim svæðum tunglsins íem sólin skín ekki á, þá er engan vegin loku skotið fyrir það, að lægstu jurtategundir gætu þolað hann án þess að glata frjó- magni sínu. það hafa tilraunir oftsinnis staðfest. En jafnskjótt og sólin kemur upp, þá stígur yfirborðshiti tungslins afarfl jótt, og þegar sólin er komin 10 gráð- ur upp yfir sjóndeildarhringinn, hefur frostið þegar minkað um 227 stig, og þegar sólin er stig- jn um 20 gr., þá er kominn 19 stiga hiti, þ. e. þægilegur sumar- hiti og gæti þá gróðurinn farið að lifna við og vaxa ef önnur lífsskilýrði væru fyrir hendi. En nú fer hitinn að verða óþolandi. þegar sólin er komin á miðja leið frá sjónbaug að hvirfilpunkti er ’ítomið alt upp í suðuhita. Eyðinierkurljöllin við miðjarðar- línuna hjer á jörðunni munu ná líkum hita þar sem heitast er, og er það aðalorsök þess, ab alt líf forðast þau. þegar sólin er í hvlrfilpunkti er hitinn orðinn hjerumbil 180 stig og bráðna reyndar hvorki steinar nje málm- ar við þann hita, en öllu lífi er hann óbærilegur. Og nærri því ofan í 30° hefur sólin lækkað áðurgen kotnið er úr suðuhita og við sólarlag er 75 stigum meiri hiti (minna frost) heldur en við sólaruppkomu. Munurinn á mesta hita og mesta tculda á tunglinu er eftir þessu yfir 450 stig og er vel skiljanlegt að hicinn nái að verka sterkar á yfirborð tungls- ins en jarðarinnar, því að á tungl- ið skín sólin samfleytt 14 daga á sama staðinn í senn, og þar mæta geislarnir engri mótstöðu við það að fara í gegn um loft eins og á jörðunni. Nú er spurningin sú, hvort nokkurt líf geti þróast á tungl- inu hitans vegns, því þ2Ö er víst, að ekkert líf þolir 180 stiga hita. En þá er það að athuga, að þessi mikli hiti er auðvitað ekki nema í hitabelti tunglsins, um og beggja megin við mið- baug tunglsins. Eftir því sem nær færist mánapólunum eftir því verður kaldara og auðvitað hefur þá tunglið sitt tempraða belti. Einnig í hitabelti tunglsins hlýtur hitinn að vera nokkuð misjafn, eftir því hvernig landslagið er. þar eru t. d. geysistór hringfjöll með dalbotnum í miðju og skugg- um víða hjer og þar, og gæti vatn safnast á slíka staði, ef það væri til. Að loft eða gufuhvolf sje ekki í tunglinu að neinu ráði í saman- burði við lofthjúpinn utan um jörðina og ýmsar plánetur sem menn þekkja, — það þykjast menn hafa rekið sig úr skugga um- Ef lofthjúpur væri utan um tunglið, mundi það sjást óðara á geislabroti því, er myndast þegar tunglið gengur fyrir stjörnu á himninum. En vegna þess að menn hafa ekki rekið sig á nein slík merki, hafa menn alyktað, að ef annars væri nokkurt loft á tunglinu, þá væri það afarlítið og þunt, og væri vart merkjan- legt, nema máske niðri í dalbotn- um og neðanjarðarfylgsnum. — Að rennandi vatn hefur heldur ekki leikið um yfirborð tungls- ins er auðsjeð á öllu. En þar með er þó ekki sagt, að vatn sje þar ekki til, -- því þótt það væri til, þá mundi það ekki koma fyrir að neinum mun í fljótandi formi, heldur einkum sem ís eða vatnsgufa. — Hvað fjöllin í tungl- inu eru hvít, gefur einmitt ástæðu til að ætla að þau sjeu að miklu leyti ísi þakin. þegar sólin síðan kemur með sína sterku geisla, þá leysist ísinn sundur að meira eða minna leyti. En vegna loft leysisins mun hann að mestu gufa upp, en máske eitthvert lítilræði síga niður í holur og fylgsni. Vatnsgufan breiðir sig jafnt yfir alt og verður aftur að hrími þeg- ar kólnar. Tilraunir hafa sýnt, að í loftlausu rúmi gufar ísinn upp löngu áður en hitastigið nær bræðslumarkinu, og þarf ekki loftlaust rúm til, því reynslan sýnir að snjór og föl rýrnar smámsaman í frostvindi, og að þvottur geti þornað i frosti. — Aftur *á móti gufar ísinn ekki upp þegar hann verður mjög kaldur, og við algjörðan kulda (273°), eins og er á tunglinu næst- an hálfa mánuð sem nóttin varir í hvert skifti, þá verða yfirleytt engar efna- eða formbreytingar. ísinn verður þá eins og nokk- urs konar steinn óbreyttur allan timann og fer ekki að gufa upp fyr en nokkrum tíma eftir að sólin er komin upp yfir sjón- baug. Vatnsgufan myndar nú lágt gufuhvolf af gagnsærri gufu, sem vjer ekki sjáum, því ský eða þoku myndar hún ekki nema því að eins, að hún sje blönduð öðrum lofttegundum, svo sem andrúmslofti. Annars hafa menn stundum orðið varir við lítilshátt- ar þokumyndun á tunglinu á þeim stöðum, þar sem sólin er komin upp fyrirnokkru. Liggur sú þoka mjög lágt niðri á láglendi, en á hærra liggjandi stöðum sjest hún ekki. — Eins og áður er sagt mun vatnið ekki vera mikið í fljótandi formi nema máske þeg- ar það bráðnar mjög ört, því það gufar afarfljótt upp. þó virð- ist vel mögulegt, að jarðvegurinn sjúgi í sig talsvert af vatni, þar sem föl eða hrím bráðnar, og að jarðvegurinn geti með öðrum orðum haldið í sjer allmikilli vætu, sem auðvitað beinfrýs þegar kólnar. — Menn hafa tekið eftir því, að dalbotnar skifta lit á tunglinu og dökkna, er sólin hefur skinið á þá um stund, og ætla menn, að þetta geti einmitt komið af því, að klaki sje að þiðna, og jarð- vegurinn blotni. — Einkum héfur orðið vart við þessi ummerki í dalbotnum hínna miklu hring- fjalla og álíta menn, að sú gufa, er þar myndast, tempri nokkuð bruna sólargeislanna og geti þá myndast skilyrði fyrir ýmsan, jurtagróður, sem þó hljóti að vera af allra lægstu tegund. þesa má líka geta, að orðið hefur vart við grænan lit á ýmsum slíkum lág- lendum stöðum. Væri hugsan- legt, að hann stafaði frá einhverj- um gróðri. Auðvitað eru allar tilgátur um þessi efni miðaðar við það, sem menn þekkja hjer úr náttúruríki jarðarinnar, og er slíkt auðvitað ekki fullnægjandi til þess að gera ábyggilegar ályktanir, þar sem öðruvísi er ástatt. (Eftir þýsicu riti). T a f í a s . „Blakka kyngi — sagðirðuþað?“ „já“, var andað til svars, úti við dyrnar, sem voru þær einu á litla herberginu og lágu út til gangsins. þær voru alt af harð- læstar þegar búist var við þeim, sem svaraði. Myrkrið lá hlýtt og þelmjúkt um þau öll; og þó braust Ijós- þoka í gegnum það — óstöðug og hverful eins og ópalmóða. þeir sátu allir þrír saman, fast hverað öðrum — en h ú n var ekki sjálf í herberginu nema af og til. Tafías dró ekki andan, en piltarn- ir önduðu djúpt, þungt og ekki jafnt. „Blakka kyngi varð þess "ald- andi, að jeg tældist til þess að beita því sem jeg átti til, en hafði ekki leyfi----“ Orðin urðu ekki heyranleg. Ragnhildur var farin aftur ogtitr- ingur, eins og af fjarlægri en þó skaðvænlegri elding, streymdí gegnum líkamina, sem voru að byggja einn hug saman af þremur. Myrkrið var aftur almáttugt ut- anum nianngervin og þó ljósí hefði nú verið brugðið upp hefðu að eins þrír unglingar á fyrstu þroskaárum sést í stofunni — auk hennar, sem var nú ekki við. Hún lá föl og kyr á slitnum, fremur fátæklegum lr- íbekkí einu horn- inu, og var i./orki dauð né lif- andi. Svo kom snöggur kippur í þá, sem fundu til, og Ragnhildur tal- aði aftur í iágum, hreimhreinum róm. „Segðu okkur söguna. Nú get eg skilið hana — já, nú skil eg“. —„Eldbylgjan hafði drukknað und- ir holskeflunni miklu. Flestum öndum hinna framliðnu var hald- ið föstum, vitundarlausum, til dómsins; en nokkrir voldugir og vonlausir andar komu hingað“. Ljósið um Tafias og frá hon- um varð að veikri skímu, sem var svo að segja til einskis nema þéss að láta myrkrið sjást. Titring- urinn fór gegnuni hann í mjúkum, löngum sveiflum. „Jeg varð fyrir einum þeirra. Snorraríki var þá ekki til, en jeg hafðist við þar sem þórsmörk er. Hann hratt mér niður á við, næst- um því svo langt sem jeg gat komist. Og freistingin sigraði m>g- Jeg brá hans eigin vopni og sveið á mjer vængina, sem voru að vaxa og áttu að bera og hefðu getað borið mig yfir um. Langt og hálfkæft vein skalf í taugum hennar og náði til þeirra — en bylgjurnar í ljóshjúpnum urðu dýpri og þyngri. „Segðu söguna", skipaði hún í sterkari róm. „ já, þú getur skipað af því jeg fjell. Hefði jeg þolað ranglætið þá væri jeg nú ofar þínum boð- um. En þegar þú kallaðir var mjer lö?Ö sú skylda á herðar að svara. Atlantisvofan var óvenjulega máttug og eins og okkur marga hafði grunað þegar holskeílan reis, var fjöldinn allur, auk hans, sem sóttu yfir sundið. Jeg hafði dáið í friði en var ekki hreinn, Próf- skeiðið var byrjað og guðdómleg von var að gagntaka mig. Vofan frá sokna landinu vissi að eitt hið versta verk var unnið með því að freista mín af þeim, sem sveimuðu hér í kringum sín eigin bein. — j En annara var freistað af öðrum i og margir Ijellu en sumir risu — því, að verða fyrir móðgun og mæta henni rétt, er gæfa allra þeirra sem eru ekki fullhólpnir“. „Söguna“, var kallað frá legu- bekknum. Hún reis upp á oln- bogann með opnum, ósjáancli aug- um. „Meðal vor er þekt það efni l sem streymir gegnum Ijósvakann. j Jeg hrærist sjálfur í þessu efni — en gegnum mig fer aftur annar straumur, sem jeg má ekki rann saka. Jeg brá blæjunni að eins örlírið frá og öðlaðist afl, sem jeg beitti á móti draugnum frá Atl- antis. Hann var ekki hreinsaður af þeim efnum, sem myndast í andrúmsloftinu og hann hrökk undan mjer út í ystu myrkur — og dró mig með sjer út fjær og fjær að merkjalínunni, sem grein- ir okkur frá glötuninni. Með þessum hætti varð jeg enn þá jarðbundnari en fyr og jeg sveimaði nú nær og nær þeim stöðvum, sem Jeg var hugFestur við þegar jeg dó. þá rann fag- urt fljót, slétt eins og spegill ná- lægt núverandi farvegi þverár. það hjet Kharja eftir elsta land- námsmanninum, sem kunnugt var um að komið hafði hingað yfir Atiantis — af ókunnum uppruna. Á Kharjabökkum fljettuðu ang- andi viðir saman greinar og ræt- ur og brugðu skuggum og glampa- skiptum yfir þessa lygnu, breiðu móðu, sem bar og ól óteljandi mergðir fugla og fiska. Á vestri bakkanum var heimili mitt, það efsta í bygðinni og þar var jeg oftast nálægur, ósýnilegur öllum en vitandi um flest sem gerðist bæði innra og ytra hjá mönnun- um. — Jeg hafði tekið eftir því mörg- um manns öldrum áður en atvik- ið fór fram sem jeg segi hjer frá — að ein ætt á Suðurnesjum, sem nú eru kölluð svo — var að byggja upp illsku, glæpsemi og fjölkyngisgáfu í niðjum sínum. þetta gerðist alt á svo skömmum tíma (eftir tímatali sem mjer er bannað að skýra fyrir ykkur) að svo að segja áður en mig varði stóð fullgerður illvirki og galdra- maður úti fyrir einni verbúðinni þar syðra og taldi fiskana á fjærsta djúpmiðinu, áður en hann reri. Hugur minn flaug fram og aft- ur í tíma og geymi með öllu því frelsi og allri þeirri ábyrgð, sem var veiti mjer og öðrum á sama stigi. Og jeg sá nú vaxa upp forkunnar fagurt blóm í meyjar- mynd saklaust og hreint, eins og jarðarloftið getur ýtrast leyft — og svo sá jeg stálsterkan, vamm- lausan viljaþrótt, sem komið hafði óvenjuhraða og beina ferð frá kristallinum, gegnum frumlur jurta og dýra, upp í mannhelma.— þau unnust á bökkum Kharja. Mærin var stjúpdóttir miðaldra manns, sem lagði ákafar ástir 4 hana. þá voru sifjalög öll önnur hjer í landi og var þessi ástríða ekki glæpsamleg, en þó andstyggi- leg í augum hinna ódauðlegu. Jeg skyggndist djúpt inn í hugstjúp- ans og fann hatrið magnast hjá honum á móti fagra, einbeitta og svipsterka sveininum, því hann átti einn allan kærleik meyjarinn- ar óskiftann. Og jeg sá að stjúp- inn bruggaði banaráð — og jeg vissi að frægi galdramaðurinn syðra mundi verða beðinn ráða. Svo kom eitrið í skál með dökk- leytri blöndu af berjalegi sem var þá almennur svaladrykkur hjer.Jeg sá sveiflurnar banvænu og hvern- ig þær menguðu allan vökvann og jeg taldi þær. — Jeg stillti afl mitt saman við þær og rjett þeg- ar sveinninn var að bera skálina a munninn þá sendi jeg strattm í gegnum drykkinn og breytti hon- um í einu augnabliki í hressandi, heilnæmt vín. Galdramaðurinn vissi svo mik- ið að hann fann að hjer átti hann við ofurefli — og hann skreið inn í skímaskot blökku kynnginnar og jeg varð hans ekki var á þess- um stöðvum síðar. En þetta atvik reisti mig við og gaf mjer nýja lífsvon. Fögnuður- inn streymdi að mjer og um mig en ekki í gegnum mig, því mjer var ehki fyrir gefið til fulls. En mikil, sterk og djúp hugsun leið gegnum alla aflhnúta þessa kerfis sem ber mitt persónulega eilífa eðli. Jeg átti að bæta fyrir það í m a n n h e i m i með hvítagaldri, sem jeg hafði brotið meðal and- anna með hinni- öfugu, ljóshnísnu listinni og þá fa n jeg að síðar, löngu síðar, eftir ykkar tímatali, mundi verða kallað á mig — og jeg beið þess um allar aldirnar, en kom ókallaður á meðan, hvar sem jeg gat. í þessu aldabili hafa auðnir íslands raunar tafið mig mik- ið — en jeg hef stígið, stígið í átt- ina þangað sem jeg stóð þegar vofan brá mjer, en þó er ennþá svo langt eftir, að jeg þ u r f t i þín, þú sem kaltar þig Ragnhildi, og holdgaðist fyrst t mannsmynd þcgar F^inverjar nof&u hjcr aö- setur, og jafnframt stóð jeg ekki hærra en svo að þú gatst náð til mín. — — —* Ljóshjúpurinn varð smátt og smátt samlitur myrkrinu, og eftir stund kveikti titrandi hönd á litl- um olíulampa. „þey, þey, Gvendur; bíddu við", sagði Jón á mjúku Reykja- víkurmáli. „Já‘, sagði Sigurður, við skul- um þegja — og bíða. Og svo var ljósið slökt aftur. Vesíeinn. Sænsk saga. Hann Jóhann Pjeturs á Búi gat brailað og braukað sem lysti, sem fólksins fyrsti og fremsti „Kólfur*, sem þar var kallað. Hann gekk þá sem ekkill, er gerðist sagan og gáði að fljóði, og gullkeðjan glóði gild og skínandi yfir magann. — Á Vindfellsengi var dansað einn daginn. þar drakk hann með öllum kunnugum körlum og kleip og hnipti í drósasæginn. þær litu örvandi augum á Kólfínn. „Við auð og við forða að bekkjast og borða á Búi — það var að fá upp tólfin. Víst fláði’ hann og kvaldi fólkið með okri og flækti og batt það og sagt var það satt, að öll sóknin var þess vegna í basli og hokri". Og víst hafði’ hann níðst á Níels á Velli. í neyð varlhann þjáður uns húsviltur, hrjáður hann hrekst nú á lánlausum drykkjumanns ferli. En Kólfur á Búi var burgeis þann daginn. Við blíðskap og unan flaut brennivínsbunan. Hann belgdi sig út svo að tútnaði maginn. Og stúlkan hans Níelsar Níelssonar var náðugast klipin; og snjóföl á svipinn hún sá sig arfborna húsfrú — scm vonar. En Kólfur var ekki kominn að veiðast. Hann kunni að selja og virða og velja og vissi um margar, sem til mundu leiðast. Svo tók hann í makind- um meyjarnar taki um mittið utan — en knefann um kutann krepti Níels, drukkinn, að baki. Hann greipaði og kreysti’ hann með hamslausum höndum við hnakkann og sló hann, og hnífinum hjó hann á hol, svo að Kólfurinn steyptist til jarðar. „Já, góndu nú, okrari, seinasta sinní. Sjáðu og heyrðu, þú dattst — og nú deyrðu. Hann drap þig, hann Níels, sem bar þig í minni. Og aftur á kverkina vóg hann. Svo vattst hann sinn veg gegnum hóplnn. En hásstafa hrópin heyrðust frá þernunum: ,TokiÍ hann fasian". . Á hylinum röktu þeir hinsta sporið. þar hafði sem þekt er drápsmaður drekt sjer. -- þeir drógu hann upp, þegar kom fram á vorlft. þeir lögðu’ hann í kyrþey í óvígða eyðið; en enginn, þeir segja, vill fara og fleygja, sem fólksvenjan heimtar — steini á leiðið. þeir dæma: Sje rekið rjettar og skyldu er ranglátt að víta. þess gröf skal ei grýta, sem gerði hvað aðrir ei þorðu — en vildu. Fröhdlng. Lúðurinn sem þagnaði. Viðburður úr bardaganum vlS Aisne-fljótiö. Eftir tveggja daga skothríð tókst Frökkum loks að þagga niður í fallbyssum óvinanna yflr á hæð- unum við Pompelle — að minsts kosti um stund. Fótgönguliðið, sem nauðugt hafði orðið að halda kyrru fyrir um langa hrið, bjóst nú til að hefja áhlaup á varnarlið fjand- mannanna. Fyrirskipanir, köll og skotmerkl gjalla gegnum skógana. Sólin skín um Aisne-dalinn ogdátarnir hlaupa fram um ryðrauða sljett- una, fylking eftir fylking. Rauðu buxurnar þeirra síðu líta út eins og smáblossar skoppi fram um grundirnar. — Áfram! — byssu- stingirnir glampa í sólargeislun- um — vopnakliðurinn berst um dalinn, brak og brestir heyrast

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.