Þjóðin - 05.12.1914, Blaðsíða 3

Þjóðin - 05.12.1914, Blaðsíða 3
þJÓÐIN 3 hvaðanæfa eins og eldibrandar falli — áfram! — Fyrir þeim öllum hleypur liðs- foringi Linné. Fyrirskipanir hans heyrast háar og greinilegar gegn- um tært haustloftið og sólar- glampinn sýnist hrynja í ótal krist- alskærum dropum frá fagurgljá- andi sverðinu, þegar hann held- ur því á lofti. Hann lítur ofurlítið til vinstri, án þess þó að missa sjónar á takmarkinu framundan og kallar glaðlega til lúðursveinsins við hlið sjer: „Jæja, Jean litli, blástu nú fyrir okkur langa lagið þitt, sem þú fer svo vel með“. Jean litli er næstum barn að aldri — tæpra sextán ára, en þrátt fyrir það er hann orðinn lúðurþeytari við fyrstu herdeild hins fræga fertugasta herfylkis. þess vegna ræður hann sjer ekki fyrir gleði. Hann setur lúðurinn fyrir munn sjer og blæs hið gjallandi heróp: „Áfram fyrir Frakkland!“ Hann hefir sjálfur bætt við lagið og hann notar það við þetta tækifæri, þó það sje ekki alveg eins og það á að vera. Og hljóm- urinn gleði þrunginn og skær berst út um dalinn, sem baðar sig í morgundögginni. Jean litla finst sjálfum að sjer hafi aldrei tekist jafnvel, ekki einu sinni við skrúðfylkinguna í sumar. Hann verður hrifinn af hljómn- um og kreppir hendina utan um lúðurinn sinn. það er eins og hann sje að reyna að kreista sig- urinn út úr honum með hönd- um og munni. Tónarnir byltast í bylgjum úr gljáandi lúðrinum — yfir fjelaga hans til allra hliða og syngja í þá krafta, hreysti og dug. Og hann þeytir lúðurinn með eldlegum áhuga af öllum sínum ungu kröftum. Frá hæðunum við Pompelle ómar bergmálið, eins og tónarnir hefðu flýtt sjer þangað á undan til að vekja ótta og skelfingu í liði óvinanna. þetta er tilkomumesta stundin, sem Jean litli man eftir að hafa lifað. Og hann þreytist ekki vitund, þó hann geri bæði að þeyta lúð- urinn og hlaupa, því það er um að gera, að komast áfram — á- fram! sigurinn hvellur í lúðrin- um hans . . • Hann hleypur fast við hlið liðs- foringja Linné, sem smám sam- an lítur til hans og kinkar kolli. þeir eru bestu vinir — sjerstak- lega siðan liðsforinginn komst í kynni við systur hans, Súsönnu, sem er nokkrum árum eldri. Henni þykir víst líka dálítið vænt um liðsforingjann, enda er hann bæði fríður sýnum og besti drengur. Jean ætlar að reyna að líkjast honum sem mest, og Súsönnu finst það þjóðráð. Hún elskar alt, sem að hernaði lýtur, og þykist vita, að Jean muni geta orðið enn þá meira en liðsfor- ingi, fyrst hann byrji svona ungur. Jean litli veit vel, að það get- ur ekki orðið nærri strax, og ekki heldur þó hann verði með að vinna á þjóðverjanum, en seinna meir, máske að nokkrum árum liðnum. í þetta sinn verður hann að láta sjer nægja, að fá ein- hverja litla viðurkenningu. — þó hann berðist ekki eins og hinir hleypur hann þó fremstur og finnur ekki minstu vitund til hræðslu, en eggjar hina og hug- hreystir með lúðrinum sínum. Einu sinni hafði hann þó unnið fána — það var við Soisson; þó reyndar einum hinna væri þakk- að að hann vanst. En hvað um það. — Jean var ekki lengi að brjóta heilann um það, sem liðið var og skeð. Hann hafði allan hugann við það, sem átti að ske innan stundar, á- hlaupið, sem gera átti á hæðirn- ar fram undan þeim; hann sjer í huganum óvinina víkja ofan hæðirnar hinum megin og alla leið ofan í fljótið. Hann veit, að þaðan koma þeir aldrei lifandi upp aftur. Og þindarlaust hleypur hann við hlið liðsforingjans. Langar leiðir, til beggja handa, sjer hann glampa á byssusting- ina og liðsforingjana fara fyrir, með sverðin á lofti. Fyrirskip- anir þeirra heyrast greinilega um alla fylkinguna. Bak við þá, innan úr skógin- um, heyrist trumbusláttur og há- vaði. — það er eins og harður hnefi sje keyrður í hrygg dát- anna og áhrifin snerta hverja taug. Óstöðvandi streyma þeir áfram; niðurtroðnir akrarnir með rauð- leitu hörplöntunum liggja að baki þessara mörgu þúsunda. Fjar- lægðin milli fjandmannanna mink- ar óðum — ekkert hljóð rýfur þögnina í herbúðum þjóðverja — en það varir skamma stund — einungis nokkra metra hlaupa þeir enn óáreittir — þá dynur á fyrsta skothríðin. það verkar eins og snöggur skellur á fylkingarnar — högg, sem snertir alla í einu — einn og einn maður fellur til jarðar, og ryðrauðu flekkirnir verða ljós- ari á pörtum. En áhrifin vara einungis eitt augnablik, varla svo lengi, að hægt sje að greinaþau, og svo áfram á ný. Skotsending- arnar hvi«* í loftinu og falla nið- ur, grastorfan lyftist upp fyrir fót- um dátanna, þeir hrasa, en kom- ast fljótlega upp á að stökkva yfir hana; mold og sandur þyrl- ast framan í þá. Liðsforingi Linné fær skot í hægri hendina, en tekur sverðið í þá vinstri og hleypur áfram, örfandi menn sína hárri og skærri röddu. Jean litli er enn í fararbroddi. Augun tindra, knúarnir hvítna af átakinu um lúðurinn. Hvert sinn, sem hann hefur blásið her- ópið, veifar hann lúðrinum yfir höfði sjer, svo dúsKarnir blakta eins og fáni á stöng. Hann er frá sjer numinn — gagntekinn guð- móði, ræður sjer ekki, en hróp- ar í sífellu: „lifi Frakkland!“ án þess að vita af því sjálfur. Há- vaðinn í dátunum, sem hlaupa, vopnakliðurinn, drunurnar í fall- byssunum, hvinurinn í kúlunum, alt þetta stígur honum til höfuðs- ins, og púðurreykurinn þyrlast til og frá um sljettuna, grágulur og geigvænlegur fyrir augum hans. það er eins og hann sje úti í koldimmri hríð, þar sem tónarnir úr lúðrinum hans leiftra eins og fagrar eldingar. það er dýrðlegt! Jean litli elskar glaum og há- vaða! Elskar hermennina — hann er sjálfur hermannssonur. Hann elskar söng og hljóðfæraslátt. það má svo að orði kveða, að hann hafi drukkið í sig hersöngvana með móðurmjólkinni heima hjá setuliðinu í Laon. Næstum frá blautu barnsbeini hefir hann hlaupið með dátunum langar leiðir, þegar þeir höfðu heræfingar, og alt af var hann á undan með hljóðfærasveitinni. þegar hann fór fyrst að reyna að leika á hljóðfæri var hann tæpra sex ára, og nú getur hann leikið á hvaða hljóðfæri sem vera skal. Sjálfur veit hann ekki, hvaðan hann hefir það; hvert lag getur hann leikið eftir að hafa heyrt það einu sinni; stundum finst honum, að hann þurfi alls ekki að heyra þau til að kunna þau utan að. það er fleira en her- ópið og þess háttar, sem hann getur leikið á lúðurinn sinn. Sálma kann hann líka. — það hefur meira að segja komið fyrir, að hann hefur blásið í básúnu við kirkjusönginn, þar sem ann- ars alcbcei voru hafðir neinir byrj- endur. Almúgasöngva getur hann blásið á hljóðpípu svo vel, að fuglarnir stöðva flugið í loftinu til að hlusta á og blómin beygja höfuðin í auðmýkt. Hann ætlar að leika eitthvað af þessu fyrir hermennina, því hann kann það líka á lúður. þegar þeir koma upp á hæðirnar, þá ætlar hann að staðnæmast og leika eitthvað — það er best að hafa það sálm . . . Hann kann einn, sem hann veit að dátarnir kannast allir við, — lagið er hrífandi, tónarnir hátíðlegir og blíðir. Oft hefur hann blásið iagið við her- göngurnar, því hljóðfallið er jafnt og þungt. Jean litli hefur oft gripið til þess, þegar fjelagar hans hafa verið að fram komnir af þreytu, og alt af setti sálmurinn í þá nýtt líf og krafta........... . . . Fylkingarnar eru nú komn- ar að hæðunum. Litla stund hefur verið hlje á skothríðinni frá óvinunum. En nú dynja skotin aftur ógurlegri og æðisgengnari en áður. Heilar fylkingar falla í einu; mennirnir rísa upp eins og brim- öldur við klettaströnd, en ryðj- ast svo fram — yfir lik fjelaga sinna, áframi, móti fjandmönnun- um, sem alt í einu gerðu óvænta mótatlögu. Með ógurlegum gný lendir her- sveitunum saman, og um stund er barist af óstjórnlegri grimd og æði. þá víkja óvinirnir og Frakk- ar hlaupa upp hæðirnar, vissir um sigurinn. Jean litli berst með straumn- um upp í móti. Hann er alt af við hlið liðsforingjans. En svo veit hann ekki fyr en hann stend- ur einn á dálítilli hæð, nokkrum fetum hærra en hinir. Alt i kringum hann er hamast og barist. Hver einasti vöðvi í litla líkam- anum titrar af æsing, varirnar skjálfa af ákafa við lúðurinn, sem hann þeytir í sífellu. tin það kemur fyrir ekki. Skamt frá sjer, sjer hann fjelaga sína byrja að víkja. Ósjálfrátt gríp- ur hann báðum höndum um lúður- inn og snýr sjer að þeim; svo fer hanu að blása sálminn, sem svo oft hefur vakið þá áður, há- tíðlega, hrífandi lagið, sigur- sálminn. „Mætumst öll við strauminn sterka!" í sama vetfangi líta þeir allir til hans; hann sjer æsing og á- kafa á hverju andliti — áhrif tón- anna grípa um sig eins og eld- ur í sinu. — Varla hefur hljómurinn náð þeim fyr en þeir sækja sig á ný og nú eru það fjandmennirnir, sem víkja. Liðsforingi Linné hrasar, en kemur aftur fyrir sig fótunum og berst nú í ákafa sem áður. Jean stekkur ofan af hæðinni og ryðst inn í þyrpinguna. Hann ber höfuðlð hátt, brýst djarflega fram og sigurinn fylgir honum hvar sem hann fer. En alt i einu hvín ömurlega í lúðrinum og hann þagnar. Jean þrífur hann frá munnin- um og horfir inn í hann óþolin- móður, — þar er ekkert að sjá, sem valdið geti þögninni. — Hann reynir aftur, en lúðurinn gefur ekkert hljóð frá sjer. Jean litli hristir hann, ber honum við knje sjer, en það fer á sömu j leið. Hvað getur þetta verið ? því ætli lúðurinn hans bregðist hon- um nú? Aldrei hafa tónarnir hans hljómað eins fagurlega eins og í dag. Drengurinn brýst áfram í þröng- inni þangað til hann nær í liðs- foringjann, sem er kominn góð- an spöl á undan honum. „Herra liðsforingi! Lúðurinn getur ekki meira!“ stamar hann og finnur um leið að hann er orðinn svo undarlega móður og hás. En liðsforinginn heyrir ekki til hans. Jean setur enn þá lúðurinn á munn sjer og blæs af öllum kröftum Nei, hann þegir! Dreng- urinn hristir hann og ber með báðum hnefum, svo hann dalast — hann stappar niður fótunum í örvæntingu, og þegar hann reynir enn einu sinni hrynja tárin ofan | í lúðurinn. Aftur brýst hann áfram til liðs- foringjans og getur sagt honum raunir sínar með grátstafinn í kverkunum. „Jeg get ekki náð neinu hljóði úr lúðrinum. Hvað á egaðgera? Hann er alt í einu orðinn alveg ónýtur“. „það gerir ekkert, drengurinn minn!“ svarar liðsforinginn og starir ofan að fljótinu á eftir ó- vinunum, sem era lagðir á flótta. „Lúðurinn þinn hefir gert skyldu sína, sigurinn er okkar megin!“ Svo sneri hann sjer við og leit brosandi ofan að Jean litla, sem stóð hjá honum með lúðurinn fyrlr munni sjer, náfölur og hálf- boginn. Hann reyndi enn einu sinni að ná hljóði úr lúðrinum sínum, en ekkert heyrðist annað en sama ömurlega vælið, eins og úr rifnum smiðjubelg. Svo duttu handleggirnir afl- lausir niður. „Hann getur ekki meira!“ hvíslar hann lágt — „aldrei framar — blessaður lúð- urinn minn!“ Alt í einu dettur hann niður, og blóðið streymir fram úr vit- unum. Liðsforinginn kraup niður vlð hlið drengsins og hnepti frá hon- um einkennisbúningnum. Hægra megin á brjóstinu var dálítið gat á skyrtunni með blóð- storku í kring. þegar liðsforinginn sá það skyldi hann hvernig í öllu lá. Kúlu hafði verið skotið í gegn- um lungað, alveg upp við öxlina, — þar hafði alt loftið komist út, þegar hann bljes. þannig vildi það til, að lúðurinn hans Jeans litla þagnaði. En í hjörtum fjelaga hans kvað lengi við eggjandi og örvandi sig- urhljómurlnn: „Mætumst öll við straumina sterka*. The Times History of War vikulega kostar, með burðareyri, 75 aura. The Great War kostar, með burðareyri, 70 aura. Bæöi eru rit þessi hlaðin ágætis myndum. The Times vikuútgáfa, kostar 12 krónur um árið. The Over-Seas Daily Mail (vikublað) kostar 4 krónur 75 aura. Rit þessi veröa send áskrifendum beint frá Londort# Pantanir og áskriftargjald sendist hingað sem fyrst* íslandsafgreiðslan Reykjavík. Lesið augiýsingar Sturlu Jónssonar á fjórðu sfðu. 4 hans, þó hann heyröi þaö ekki — til hans, Michel Gasparins, sem haföi svariö henni trygö sína. Hann ætlaöi aö hlýöa þessu þögula ákalli — já, þó lífið sjálft væri í veði og vægi þar á móti. Gasparin var kominn að skóginum og dýfði sér inn meðal undurgróðursins, sem stóð þétt- ur og samanvaxinn undir skógarviðunum. Hjálp! hjálp! Hann hafði búist við þessu hljóði, en samt féll það með öllu afli og óvænt yfir hann. Gasparin þurfti ekki langt að fara; því nær samstundis stóð hann augliti til auglitis við þá, sem hann var að leita að. Þegar hann braust fram og stúlkan heyrði til hans, hrökk hún saman. „Michel! Michel!“ stundi hún upp; það var eins og röddin væri ógreinileg af fögnuði og blygðun saman. „'Michel, eg vonaði svo fast til þess að þú kæmir.“ En Gasparin eyddi engum tíma i orð eða hót- anir; — hann ruddist af öllu sinu afli og þunga á þann, sem nær stóð og hratt honum aftur á bak. Maðurinn var óviðbúinn áhlaupinu, slepti takinu um úlnlið stúlkunnar og datt endilang- ur niður í runnann, en Gasparin sneri sjer þá aö félaga hans. Úr honum varð lítið. Hann sýndi sig vera ræfilsraggeit og var ófús á að berjast eða verja sjálfan sig. Hanrt rak upp óp af hræðslu og 5 reyndi að skjóta stúlkunni milli sín og hins, sem réðist á hann, en áður en hann gat það, hafði hann fengið háreitt og sterkt högg á vang- ann. Hann beið ekki eftir meiru. Með báðar hendur þrýstar að kjálkanum þaut þorparinn fram hjá Gasparin út úr rjóðrinu og á eftir honum félagi hans á fullri ferð þegar hann loks- ins var staðinn upp. Sigurvegarinn horfði á eftir þeim og andaði þungt eftir áreynsluna, en var stórglaður eft- ir þessa auðunnu orustu. í næsta augnabliki kom honum alt annað í hug og hann kraup á kné við hliðina á stúlkunni, sem ljet sig falla til jarðar og grúfði sig þar niður með hárið laust um axlirnar. „Colette — Colette.“ Gasparín talaöi lágt og hægt. Viltu augun svörtu voru orðin und- arlega mjúk og vinarleg. „Líttu upp, hjartað mitt, vertu ekki hrædd! Eg er hér til að verja þig.“ Stúlkan leit ekki upp né svaraði með einu orði; að eins hristust herðarnar eins og af miklum ekka. Gasparín lá á hnjánum við hlið Colette og lagði handlegginn utan um hana; en hún hrökk frá honum og stundi lágt við. Hann var hissa og sorgbitinn, en hjelt áfram að reyna að hugga hana þangað til alt í einu hún settist upp og ýtti honum frá sjer. Orðin dóu á vörum Gas- paríns þegar hann las náföla eymdina úr andliti hennar. Þessi vera var alveg ólík hlæjandi stúlk- 8 Dyrnar á skálanum voru opnar eins og hantt hafði skilið við þær. Hálf blindaður af svitanum sem rann niður eftir andlitinu og magnþrota af hitanum og flýtinum, var Gasparin nú kominn að inngang- inum á kofanum, staðnæmdist þar litla stund og greip fast utan um dyrustafinn. Dökku aug- un hans urðu stór og hann náfölnaði af skelf- ingu, er hann kom þar auga á likama Emils, dauðan við fætur sér. Það var þó ómögulegt að Emil væræi dáinn — Emil, sem var svo stór og sterkur og gat hlegið að öllu. Alt í einu bar skugga á andlit Emils, sem sólin hafði skinið á, og í sömu andránni voru hendur Gasparins gripnar og bundnar á bak aftur. Hann barðist ákaflega um til þess að reyna að losa sig; því næst leit hann við og sá þá báða mennina, sem fyrir svo stuttu höfðu flúið undan honum í skóginum. Nú, þegar þeir hjeldu honum þarna báðir, voru þeir algerlega óhræddir og óragir og hlógu að þessum árangurslausu tilraunum hans til þess að komast undan. Þegar maður sá þá svo ná- lægt, virtust þeir stórir og stæðilegir náungar meö æfðum hermannsbrag. Að lokum sagði annar þeirra á frakkneska tungu með ruddalegum og óviðfeldnum fram- burði: „Ilægur, hægur, vinur minn. Þessi ofsi er MEREIB. (Úr ensku). Michel Gasparin vatt sjer hratt frá litla glugg- anum á merkisstöðinni og kallaði hátt upp yf- ir sig um leið; „Emil! vaknaðu," sagði hann í rámum og sterkum róm. Hinn opnaði syfjuð augu. Hann var mikilt að vexti og góðmannlegur. „Hvað gengur á," tautaði hann. „í guðanna bænum vakna þú, vakna þú, heyf* irðu ekki og sérð, að jeg er ekki að gera að gamni mínu“ Nú fyrst leit Emil á yngra manninn, sem var æstur og ólíkur sjálfum sér. Hann settist upp á beknum með snöggu viðbragði. „Hvað gengur á,“ spurði hann aftur, en i þetta sinn var hann ósyfjaður. „Það er Colette." „Hvað er um hana?" „Eg var á verðinum, og sneri kíkinum á ýrnsa vegu; og eg sá tvo menn — sem héldu henni. Þeir drógu hana burtu —.“ „Hamingjan hjálpi henni! Aumingja stúlkan!" „Eg verð að fara til hennar. Þaö var npnns

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.