Þjóðin - 09.01.1915, Blaðsíða 1

Þjóðin - 09.01.1915, Blaðsíða 1
!S= Stærsta stjórnmálablað hér á landi. BÞ PJOD Ódýrasta vlkublaðið á öllu landinu. =ÍS 1. árg, Reykjavfk laugaidaginrt 9. janúar 1915, f~. 4. *hl. Gamall kunningi.. Jeg var að lesa málgagn „Sjálf- stæðisins" hjerna á dögunum, og rak þá augun í grein nokkra (21. f. m.), þar sem því er -haldið fram, að íslendingar sjeu fúsir til þess að halda málum sínum í ríkisráðinu danska. þarna fanst mjer gamall kunn- inði „gægjast" fram. þegar „Valtýskan" sáluga var trúarjátning þessa sama málgagns, þá minnir mig ekki betur, held- ur en að það byggi um sig í tvcimur vígjum, sem þurfti að hrekja málgagnið úr, áður en það skifti um þá meiningu. Annað vígið hlóð málgagnið sjer til varnar með því að þræta fyrir það, að í þögn valtýska frv. uffl ríkisráðsframburðmn fæl- ist viðurkenning um það, að málin ættu að berast fram í ríkis- ráðinu. það vígi var skotið niður í rústir. Landshöfðinginn sjálfur tók þar í strenginn og þá þurfd að leita hælis í því næsta. það var bygt á þeirri fullyrðing, að sjermálín væru óháð dönskum yfirráðum / ríkisráðinu, og hjelst málgagnið alllengi við í því, en varð þó loks að flýgja þaðan — fyrir fordæmingardómi þeirra, sem vissu hvað ríkisráð er. En nú er Valtýskan aftur að koma fram á sviðið. Hún var málgagninu löngum hjartfólgin. Og eí'tir að hafa veriö í fylgd með Álberti fyrst og síðan hopp- að upp á háhest á Landvörn og lifað um stund á því, að „endur- snæða" þar sitt eigið góðgæti frá fyrri tíma snúningum á póli- tísku lykkjuleiðinni — þá heldur málgagnið að nú sje loksins kom- inn tíminn til þess að „vekja upp" þá þjóðfrægu stefnu sem bar er- indi Dana inn á alþingi 1897. Og ekki er nóg með þetta. það er fullyrt í sömu grein, að ráðherra Sig. Eggers fylgi því máli (að láta sjer nægja kröfuna um það „sjálfstæði"©, sem sjer- málin geta fengið í ríkisráðinu). Jeg hefi hvergi sjeð eða heyrt, að ráðherrann hafi borið þetta af sjer. En það er ekKi rjett af honum vegna þeirra sem unna honum alls góðs fyrir frammistöð- una á ríkisráðsfundinum. það eitt hefur hingað til orðið póli- tiskur bani hvers einasta stjórn- málamanns hjer á landi, að láta sjer nægja „skrifstofustöðuna" í ríkisráði fyrir íslandsmálin. Og að „heimta" sjermálastöðu þar, eftir íslenskumlögum, er aðeins tekið fyrir gott og gilt af Sig. Eggerz, að því leyti, að það varð fyrirsláttarhneykslinu til falls, og að þaö heldur lifandi þeirri skýr- ingu á þjóðarsamþykkinu um rík- isráðsákvæðið 1903, sem alþingi bygði á vegna tálþagnar Albertis á sínum tíma. En þar fram yfir er það ekki tekið gott nje gilt af neinum, nú eftir að öllum er orðin opinber málameðferðin í ríkisráðinu. Nú heimta allir góðir íslend- ingar, að Danir ómerki tálsamn- ing Albertis um ríkisráðssetuna, enda virðist svo sem konungur vor sjálfur vilji ekki byggja á honum um innlimun eða lögfest- ing sjermálanna í ríkisráðinu. Dani sjálfa virðist vanta nýj'a, hreinskilna viðurkenning um það, að vjer viljum hafa mál vor bor- jn fram í ;; c ni undir samráði Dana af íslensk- um „ríkisráðherra(I). Og þessa játning býður hið gamalkunna landstrygga múlgagn vel fram, fyrir sitt leyti. Hún er „valtýsk" enn þá. En er ráðherrann með því? Um það spyr jeg, og um það spyr þjóðin. Landvarnarmaður. I Drepinn Amundi Svo skal dreng lofa að Iasta ekki annan, Dr. Guðm. Finnbogason hefur skrifað mjög hjartnæma grein til stuðnings samskota héðan af Iandi ti! handa Belgum. Það er í sjálfu sjer göfugt verk að hvetja þá sem aflagsfærir eru til að gefa bágstöddum og það eins þó í fjarlægð séu og er jeg doktornum því þakklátur fyrir t i 1 g a n g greinar sinnar, en að öðru leiti virðist mér greinin nokkuð athugaverð. Sjái menn nú upphaf hennar. »Af öllum níð ngsverkum sem Sturlungasaga hermir frá, hefir mér jafnan verið minnisstæðast það, sem Þorvaldur Vatnsfirðingur lét vinna í einni atför sinni að Hrafni Svein- bjarnarsyni. Frá því segir svo: Kolbeinn hét Jylgdarmaður Þor- valds. Hann sendi Þorvaldr til fund- ar við einn fátækan bónda, er Ámundi hét; hann var ómagamaðr mikill ok þingmaðr Hrafns. Þorvaldr mælti svá við Kolbein ok hans förunauta, at þeir skytdi beiða Ámunda at fara með þeir ok vera í heimsókn með Þorvaidi til fundar við Hrafn; en ef hann vildi eigi þat, þá mælti Þor- valdr, at þeir skyldi taka hann af lífi. Þeir Kolbeinn fundu Ámunda á heyteig, þar er hann sló, en kona hans rakaði Ijá eítir honum, ok bar reifabarn á baki sér, þat er hon fæddi á brjósti. Þeir Kolbeinn beiddu Ámunda, at hann færi til Eyrar með þeim. Ámundi kveðsk í engi þeiri för mundu vera, er Hrafni væri til óþyktar. Þá vágu þeir Kolbeinn Ámunda, og fóru síðan t\l funuar við Þorvald ok sögðu honum vígit. (Sturlunga saga l, Rvík 1908, bls. 320). Varla var unt að hugsa sér átak- anlegri mynd: Öðrumegin auðmað- urinn, sem keppir um mannaforráð, en þykist aldrei hafa efni á því að halda orð né eiða, og gerist því níðingur, hvenær sem hann hyggur sér stundarhag í því. Hinumegin bláfátækur ómagamaður, sem hefir efni á því að láta lífið fyrirdreng- skap sinn. —« Þessa sögu vill doktorinn auð- sjáanlega heimfæra upp á viður- eign Þjóðverja og Belga, en það er mjög villandi. Þorvaldur gat ekki búist við nema afar litlum liðsstyrk af Á- munda, cg var nokkurn veginn jafnnær, hvort hann var með honum eða ekki, þess vegna er níðingsverkið slíkt sem það er. Þjóðverjum var I í f s n a u ð - syn að fara yfir Belgíu, og margt kemur hjer fleira til greina, sem gerir það að verkum, að dæmin eru alls ekki hliðstæð. Hinn mikli munur er svo auð- sær, að jeg ætla að ekki þurfi að eiða að þessu neinum orð- um. En það er illa farið, ef máls- metandi menn vorrar hlutlausu þjóðar gerast til þess að affæra svo mjög málstað strfðsþjóðar og kemur það hjer mjög ómak- lega niður á þeirri þjóðinni, er oss hefir verið einna vinveittust á ýmsa lund. Hitt atriðið, að Amundi sje drepinn er ekki eins sjaldgæft og doktorinn virðist álíta. Það er raunar svo, að breitt er að nokkru um aðferðina, því að nú á dög- um er sálin ekki skilin við líkam- ann svona samstundis, þar sem núgildandi lög gera vegandanum helst til þungar búsifjar eftir á, að hann vilji vinna slíkt til. En niðingsverkið er ekki fyrir það orðið mildara, heldur einmitt enn grimmarar- Alstaðar eru níðingarnir, sem sitja yfir sannfæringu manna, og hika ekki við að rógbera síór feldsega saklausa menn eða svifta þá atvinnu, er þeir hafa dreng- skap til að láía uppi skoðun sína, þeim andstæða, og koma þeir þannig drengskaparmönnum á vonarvöl með fjölskyldu sína. Minna má á, að meðan alþingis- kosningarnar voru hjer opin- berar, mátti þráfaldlega lesa í blöðum vorum um þessi níð- ingsverk. Það mun hver maður fulltíða þekkja til einhvers af þessu, og mjer er nær að halda, að doktorinn hafi sjálfur orðið fyrir einhverju smávegis í þáátt. Styrkjum Belgi og aðra bág- stadda, en verum þess ekki ó- minnugir, að Ámundi er drepinn hjer á landi á hverjum degi. Arnkell. Síðasta blað varð nokkuð með ððru móti en til stóð, sökum fjarveru rit- stjórans. Meðal annars höfðu þar fallið úr allar bæjarfréttirnar. þær verða ekki teknar upp hjer nema að litlu leyti, þar sem þær eru nú úreldar. Blaðamannafjelag íslanris. Á sunnudaginn var, stofnuðu 5 ritstjórar hjer í bæ fjelag með sjer, er þeir kölluðu Blaðamanna- fjelag íslands, og hafa síðan geng- ið í það nálega allir ritstjórar frjettablaðanna á íslandi, en það er einnig ætlast til, að ráðsmenn blaðanna geti verið í fjelaginu. Tilgangur fjelagsins er að efla samvinnu milli blaðanna og gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra. í stjórn fjelagsins eru Einar Ounnarssoa formaður, þorsteinn Gíslason gjaldkeri og Gunnar Sigurðsson ritari. f Björn Símonarson gullsmiður andaðist 26. f. m. á 62. aldursári (f. 26. apríl 1853). Foreldrar hans voru Símon Björns- son, er um eitt skeið bjó í Gröf í Mosfellssveit, en síðar í Laug- ardælum, og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Björn lærði gullsmíði hjer í bæ og síðan úrsmíði í Höfn. Hann dvaldi eftir það um L hríð á Akureyri og síðanáSauð- árkrók og stundaði þar iðn sína, en árið 1901 flutti hann hingað til bæjarins og rak hann hjer bak- araiðn ásamt handverki sínu. Hann kvæntist 1891 Kristínu Bjömsdóttur, ekkju Árna Björns- sonar fyrrum skrifara hjá Ó. Fin- sen póstmeistara hjer, og lifir hún hann ásamt tveim sonum þeirra: Árna Birni gullsmið og Björn- stjerne bakara. Sonur Kristínar frá fyrra hjónabandi er Haraldur Árnason verslunarstjóri. Björn heitinn var einstakt ljúf- menni, hjálpsamur við fátæka og hinn besti drengur, er hans því mjög saknað af öllum er nokkur kynni höfðu af honum. Jarðarförin fór fram á þriðju- daginn- Kristján Linnet cand. juris. er settur sýslumaður í Dala- sýslu, og heldur hann til sýslu sinnar á mánudaginn kemur. Nýtísku dansa kennir frú Stefanía Guðmunds- dóttir á Hótel Reykjavík tvo daga í viku, eru það one step, Tango Furlana o. fl. Námsmenn um 40. Skautasvell hefur verið hið ágætasta á tjörninni hjer síðustu dagana, en furðu lítið notuð. Sögu íslands afarstóra bók eða nær 100 arkir í stóru broti, er Jón dócent Jónsson að semja, og byrjar hún að koma út að sumri í mjög vandaðri útgáfu frá „Fjallkonu- útgáfunni". Munu margir hlakka til þeirrar bókar. Alþingistíðindin. það sem á milli bar skritstofu- stjóra Alþingis og afgreiðslum. þingtíðindanna um heftatöluna, þar sem annar sagði 14 hefti, en hinn 25 hefti, eins og lesendur þjóðarinnar hafa sjeð, það var skjalahlutinn, en hann er 11 hefti. Mænuveiki (Börnelammelse) er kominn upp á Akureyri og talin 6 til- felli á börnum. Fjögur barnanna eru mjög þungt haldin. þessi veiki gekk fyrir fám árumíDan- möiku og Svíþjóð og er hin versta viðfangs. Ráðherrasamsæti. Laugardaginn 2. í nýári stofn- aði stjórn Sjálfstæðisflokksins til samsætis á „Hótel Reykjavík" handa ráðherra Sig. Eggetz. Var þar samankomið fjölmenni allmikið, svo að varla gátu fleiri setið til borðs í stóra salnum. Bjarni Jónsson frá Vogi bauð menn velkomna, þá flutti Skúli ritstj. Thoroddsen skörulega ræðu fyrir minni ráðherra og þakkaði ráðh. hana Bjarni frá Vogi mælti fyrir minni ráðherrafrúarinnar, Sveinn Björnsson fyrir minni kvenna og var samsætið hið fjör- ugasta. Kvæði var sungið undir borð- um, er ort hafði Bjarni Jónsson frá Vogi. Er borð voru upptekin skemtu menn sjer við dans fram um kl. 2. Konur sóttu þetta samsæti allmargar. Bæjarbruni. Á gamlárskvöld brann bærinn að Grímsstöðum á Mýrum; var það timburhús nýlegt. Eldurinn kom upp uppi á lofti meðan verið var að lesa húslest- ur niðri og var þegar orðinn svo magnaður, er hans varð vart, að engin tiltök voru að slökkva hann. Aftur tókst að bjarga nokkru af innanstokksmunum. Skaðinn er metinn á 4. þúsund. Bóndinn á Grímsstöðum er Hallgrímur Níelsson, bróðir Har- aldar prófessors, Er þetta annað sinnið, sem eldsvoði verður hjá honum. Með „Pollux" fóru hjeðan á mánudagskvöldið Einar Benediktsson, Hallgrímur Benediktsson kaupm., Carl Olsen kaupm. og Th. S. Kjarval túlkur. Bankavextir hafa lækkað hjer við bankana nú um nýárið um V»%> voru ?% frá byrjun stríðsins, en eru nú 6V2%- Engey seld. Vigfús Guðmundsson bóndi í Engey hefur nýlega selt sinn hluta í eynni, sem eru % hennar, Lár- usi uppgjafapresti Benediktssyni fyrir 48 þúsund krónur. Lárus prestur seldi Vigfúsi um leið húsin nr. 5 við þingholts- stræti og . nr. 11 A við Berg- staðastræti. •f* Þórunn Stephensen, systir Magnúsar landshöfðingja, andaðist hjer á gamlársdag. Fór jarðarförin fram í gær. Hún var á 82. aldursári. Bifreiðarslys varð á Hafnarfjarðarveginum á þriðjudaginn. Rann þá bifreið, er Björgvin Jóhannsson stýrði, útaf veginum, þar sem hann var rúm- ar 3 stikur að hæð. Tveir far- þegar voru í bifreiðinni, karl og kona, og meiddust öll nokkuð, en ekki hættulega. Bifreiðarstjór- inn fór úr lið á öxlinni. Slysið var að kenna svellbunka miklum, er lá yfir ^eginn ogbif- reiðin gat ekki haldist á. Gamlárskveld var hjer ekki verulega við- burðaríkt. í dómkirkjunni messaði Har- aldur prófessor Níelsson. Hófst messan um kl. 11 l/j og stóð fram um kl. 1 um nóttina. Kirkjan var svo fullskipuð sem frekast mátti og lengi framan af stóð álíka mannsöfnuður fyrir utan og fyrir innan var. G.-T.fjelög nokkur gengu undir fánum í kirkjuna. þar var sunginn lofsöngur, er Guðm. skáld Guðmundsson hafði ort handa þessari viðhafnarmessu. „Hótel Reykjavík" var líka þjettskipað fram um miðnætti og mátti þaðan heyra glaum og gleði. Eflaust hafa menn drukkið þetta kveld með mesta móti, enda ekki séinna vænna, en hverg! varð vart við óspektir. Aftur var manna- ferð um göturnar allmikil nálega alla nýársnótt. Veðrið var líka mjög milt og tunglskin. Holger Wiche, danskur maður og góðkunnur hjer á landi, hefur sótt um að verða kennari hjer við háskólann í dönskum fræðum, á líkan hátt og hefur verið frakkneskur kenn- ari og átti að vera þýskur. í þessu skini hefur stjórn Dana tekið upp á fjárlagafrumvarp sitt 4000 kr. fjárveiting árlega í 5 ár. Wiche hefur góð meðmæli til stöðunnar, meðal annars frá há- skólaráðinu hjer, og er ekki ólík- legt, að fjárveitingin nái fram að ganga. Nýárssundið var þreytt hjer á nýársdags- morgun eins og vani er nú orð- inn. Tóku þátt í því 5 menn. Sundið er 50 stikur. Erlingur Pálsson var fljótastur eða 36 Vö sek., en næstur hon- um Sigurður Gíslasón 382/5 sek. Annars hefur hraði hins fljótasta yer'.ð þessi: 19i0 Stefán Ólafsson 46 sek. 1911 sami 42 — 1912 Erlingur Pálsson 37l/2 — 1913 sami 3SV4 — 1914 sami 33*/,- 1915 sami 361/,— í fyrra hlaut Erlingur til f'ullr- ar eignar bika'r þann er Guðjón Sigurðsson hafði gefið til sunds- ins. Nú hefur Guðjón gefið ann- an bikar, en látið það um mælt, að 5 sinnum verði sami maður að vinna í röð, til þess að eign- ast hann. Bjarni Jónsson frá Vogi afhenti Erlingi bikarinn nýja með snjallri ? ræðu. Samverjinn hefur sarfsemi sína fö^tudag- inn 15. þ. m. Sama forstöðu- nefnd og áður og sanii staður. Verður þegar farið að taka a móti gjöfum. Má ganga að því vísu, að þörfin verði meiri nú, en í fyrra. Bæjarstjórnarkosnlng er nýafstaðin á ísafirði og hlutu þessir kosningu: Karl Olgeirsson kaupm. 106atkv. Árni Gíslason fiskim.m. 86 — Arngr. Bjarnarson prent. 68 — Nýársræða. Á nýársdag kl. 2 síðd. flutti G u ð m . landlæknir B j ö r n s - son ræðu af svölum Alþingis- hússins í tilefni af því, að nú höfðu bannlögin náð fullu gildi. Ræða hans var hin sköruleg- asta. Rakti hann sögu bannmáls- ins og óskaði þjóðinni til ham- ingju með sigur bannvina. Stríðsfrjettahrafl. 1. jan. Óvinalaust f Serbíu. í hernaðarskýrslu ríkiserfingja Serba er þess getið, að nú sjeu engir óvinir í landinu. Skiptapi Breta. Flotamálastjórnin tilkynnir: í morgun sökk vígdrekkinn „Formidable" í Ermarsundi, óvíst hvort valdið hefur tundurdufl eða kafbátur. Breskt herskip bjarg- aði 71 manns. (Eftir opinberum tilkynningum frá bresku utanríkisstjórninni). Kristján Jónasson er verið hefur næturvörður fyrir kaupmenn hjer, er nú ráð- inn næturvörður bæjarins. Ábyrgðin heitir kvæði, sem Magnús Gísla- son hefur orkt og gefið út. Er það allsnoturt kvæði og efnið átakanlegt. Kverið, 16 síður að stærð, kostar aðeins 10 aura. Audacious sokkinn. Nadonal-Tidningen í Stokkholm skýrir frá því fyrir nokkru, að hinn mikli Superdreadnought Eng- lendinga, „Audacious", hafi sokk- ið við írlandsstrendur fyrir all- löngu. Vita menn ekki hvað slysinu hefur valdið, en líklega hefur skipið lent á tundurdufli eða verið skotið af kafbát þýsk- um. Ssenskt gufuskip „Olimpic" kom þar að sem skipið var að sökkva og var það beðið að flytja 250 manns af farþegjunum, en herskip ýms ensk tóku aðra. Með uppfestri auglýsingu var farþegjum á Olimpic bannað að segja frá slysinu á Englandi. Mörg blöð hafa flutt þessa fregn, en ensk blöð ekki, og ekki hefur fregnin þó verið borin aftur af Englendingum svo kunnugt sje. Audacious var 27 þús. smá- lestir að stærð, og gekk 22 míl- ur, hafði 10 fallbyssur 34,3 cm, og 16 byssur 10,2 cm. Áhöfnin var 1100 manns.

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.