Þjóðin - 16.01.1915, Blaðsíða 2

Þjóðin - 16.01.1915, Blaðsíða 2
2 þ JÓÐIN Þ JÓÐIN kemur út hvern laugardag. Verð árgangsins kr. 2,50 auk póstburðar- gjalds. Útg.: Fjelagið Þjóðin. Ritstj.: Einar Gunnarsson. Afgreiðslan í Austurstræti 14, uppi opin virka daga kl. 10—4. Pósthólf A. 26. Sími 77. Kirkjuhljómleikarnir. Sjaldan mun hafa verið öUu almennari aðsókn að hljómleik- um hjer, heldur en í síðara skift- ið, er þeir ljeku í kirkjunni bræð- urnir Eggert og þórarinn á 3. í nýári. Virtist kirkjan vera troð- fuli þá. Sýnir það, hvað orgel- hljómurinn með rjettu á vald á eyrum fólksins. Ber þetta vott um mjög heilbrigðan smekk, því að o r g e 1 i ð er álitið eitt hið göfugasta hljóðfæri, sem til er. Hjer á landi eru ekki til nema 2 eða 3 regluleg orgel, og þótt dómkirkjuorgelið sje þeirra skást, þá jafnast það auðvitað ekki við hin dýru orgel víða í kirkjum erlendis. En orgel er það nú samt og vel brúklegt, og er strax afarmikill munur á að heyra þar hljóð úr ekta orgel- pípum, heldur en úr fjöðrunum á venjulegum svokölluðum „orgel- harmoníum", þótt góð sjeu út af fyrir sig. það er ekki ofmælt, þótt sagt sje, að það sje miklu meiri munur á hljóðum í orgeli og harmoníi, heldur en í harmoníi og harmoniku. — Og E g g e r t Guðmundsson á með rjettu skilið alt það lof, sem hann hefur fengið bæði frá kennurum sín- um og öðrum, að hann er fyrir- taks organleikari, látlaus, ná- kvæmur og vandvirkur, eins og sæmir svo göfugri list. í síðara skiftið var skráin öllu fullkomn- ari en hið fyrra. þar voru t. d. með tveir seinni liðirnir á hinni fögru sónötu Guiimants, mjög stórfenglegar tónsetningar af laginu „Eaðir vor sem á himnum ert“ eftir Mendelsohn, að ógleymdri Fantazíunni og Fúg unni eftir kirkjusöngskonunginn Seb. Bach og geisihátíðlegri prelúdíu eftir F r . L i s z t. — Hafi fiðlan hjá þórarni nottð sín miður en skyldi á fyrri hljóm- leiknum i sumum lögunum, þá náði hún fullkomlega rjetti sínum á þeim seinni t. d. í sónötunni eftir T a r t í n í, en þó einkum í Romance Svendsens, sem var hreint og beint snildarlega leikið. Ýms fleiri lög ijek hann og ágætlega. — Væri æskilegt, ef framhald gæti orðið á góðum kirkjuhljómleikum, því að sú hljómlist er að vissu leyti göfugust allra og hefur sið- bætandi áhrif. En athugavert er það, að í raun og veru eru fastir hljómleika áheyrendur fremur fáir í þessum bæ, og það er af mjög eðlilegum ástæðum. Og þó er þessi áheyrendahópur máske til- tölulega stærri en víðast annars- suðar. Á hljómleika koma þó alment miklu fleiri en þeir, sem bafa nautn af því, og margir þar á meðal, sem viðurkenna, að það sje mest af forvitni, sem er Hjót- svalað, því að venjulega er ekki tii neins að sömu mennirnir haldi hjer oft hljómleika hvern eftir annan. Ástæðan til þessa er sú meðal annars, að jafnvel söng- næmir menn njóta hreint ekki jafot allrar hljómlistar, og til þess að skilja margt af því, sem hjer er leikið á hljómleikum, þart hreint og beint að setja sig inn í það. — þess vegna þyrfti að uka góð söngverk og kryfjaþau fyrir fólkið og beina athygliþess að ýmsum aöaldráttum í byggingu [jeirra, þvi að það er alls ekki æimtandi af neinum, þótt söng- næirur sje, að hann fylgist með flóknum dráttum í hljómlistinni strax í byrjun, og meira að segja einföld lög eru oft svo einkenni- leg, að menn finna hreint ekki púðrið í þeim fyr en seinna — i Virðist kirkjuhljómlist einna lík- legust til þess, að menn alment læri að meta hana, og það er vegna þess, að hvað sem því flóknara líður, þá hefur hljómur- inn sjálfur í sínu einfaldasta formi hrífandi áhrif á hugi flestra, sem annars hafa söngeyra og ekki loka hugskoti sínu fyrir verkun- um hans. — Eitt af aðalskilyrð- unum fyrir því, að menn trjenist ekki upp á því, að sækja góða hljómleika er, að þeir sjeu ódýrir. Hugsanlegt væri, að kirkjan feng- ■ ist með svo góbum kjörum, að j það borgaði sig að halda hljóm- ; leika með 35 aura inngangi eða jafnvel 25 au. það væri þá ó- dýrara en á Bíó. Auglýsingagjaid gæti minkað við það að hafa hijómleikana ákveðna fyrir fram t. d. fyrsta sunnudagskvöld í j hverjum mántiði. Svo mundu blöðin góðfúslega minna á þá. G. Sjöundármálin. (Að mestu tekið eftir handriti Ás- mundar kand. Sveinssonar, sem birt hefir verið áður í »Fjallkonunni«, með hliðsjón af málsskjölum, sem landsskjalasafnið á). Fyrir vestan Skor á Rauðasandi er bær, sem heitir Sjöundá. Það er austasti bær á Sandinum, og stendur nokkuð frá sjó í dalsmynni rétt vestan við Skorina, og liggur dalurinn til landnorðurs upp með Skorinni. Sjöundá er afskekt og nokkuð langt þaðan til annara bæja í sveitinni. Þar eru vetrarharðindi mikil, en ekki ósnoturt á sumrin. Sólargangur langur, enda blasir Rauðisandur við suðri. Um aldamótin síðustu var tvíbýli á bæ þessum, og bjuggu þar tvcnn hjón, sín á hvorum helmingi jarð- arinnar. Annar bóndinn hét Jón og var Þorgrírnsson og árti konu, er Steinunn hél, Sveinsdótlir. Hinn bóndinn hét Bjarni og var Bjarna- son og átti koriu, er Guörún hét, Egilsdóttir. Jón Þorgrímsson var meðalmaður á vöxt, fremur lítill iyrir manni, góðmenni, ráövandur og hversdagsgæfur. Smiðar var hann góður, einkunr á járn og silfur. Kona hans Steinunn, var fríð sýnurn og kvenskörungur mikill, bú- sýslukona hin mesta og skapstór, en frernur var hún köliuð léttiát, enda hafði hún gifsl ung. Var mælt, að hún heíði fremur átt Jón af því hana langaði til að gifíast, en af því að henni þætti maðurinn karlmannlegur eður við sitt hæft. Steinunn var líka greind vel, og svo vel að sér I kvenlegum hann- yrðum, að furðu þótti gegna um ótr.entaða, fátæka bóndadóttur á þeim tíma. Hún var meðalkona á hæð, grönn, hvítleit í andliti og skifti vel litum, með Ijósgult hár, sem náði í mittisstað. — Bjarna Bjarnasyni er svo lýst, að hann hafi verið freklega meðalmaður á hæð og þrekinn, enda var hann allmík- ið karlmenni. stórskorinn í andliti og íremur svipmikill. Guðrún kona hans var, þegar saga þessi gerðist, heldur heilsúlin, enda veikleg og ístöðulítil. Jón og Steinunn áttu 6 börn á líti, en Bjarni og Guðrún 2 Auk þetna, sem nú hafa verið taldir, voru á heimilinu: einn vinnumað ur, er Jón hét Bjarnason og vinnu- kona, er Málfríðut hét Jónsdóttir. Það var kvöld eitt á jólaföstu veturinn 1901 milli kvöldgjafa og mjalta, er fólk var að vinnu á bað- stofulofti á Sjöundá, en Steinunn eitthvað að sýsla frammi við, að Bjarni gekk ofan og framm, og dvaldist honum nokkuð. Steinunn húsfreyja kom heldur ekki inn. Guðrúnu konu Bjarna tók að lengja eftir bónda sínum, og með því ekki var trútt uin að hana grunaði, að hann hefði einhver mök við Steinunni húsfreyju, beiddi hún í hljóði vínnukonu sína að fara fram og út og vita, hvort hún yrði ekki Bjarna vör. Vínnnkonan fór og læddist, kom aítur og hvíslaði að Guðrúnu, að hún befði eigi heyrt betur, en að þau Bjarni og Stein- unu væru í búri Steiriunnar og töl- uðu hljóðskraf, en ekki kvaðst hún hafa heyrt orðaskil. Litlu siðar kom Bjarni inn og sá nokkra fæð á konu sinni, og þegar hún spurði, hví hann hefði verið svo lengi brottu, svaraði hann skætingi og kvað henni ekki koma það við, og kíttu þau hjónin nokkuð um þetta. Nú kom Steinunn innar mefi graut- artrog og setti frá sé' á loftskör- ina, og er hún heyrði viðræður þeirra Bjarna, þóttist hún skiija hvað um væri að vera, og gerðist þá fremur fasmikil. Kvað hún ekki sænra, hvorki Guðrúnu né bóuda sínum, Jóni, nokkuð óræmilegt, kvaðst mundi fara sinna ferða fyr ir þeim. Jóni bónda sinnaðist við þessi orð, og áminti konu sína, en hún bað hann þegja. Lítur svo út, sem þá hafi Jón farið að gruna, að kona hans mundi ekki vera hon- um trú. Eftir þettu ágeréist sam- dráttur þeirra Bjarna og Steinunn- ar, og þóttist alt heimilisfólkið vita, að þau hefðust citthvað ósæmilegt að. Sanibúðin milli beggja hjón- anna fór dagveisnandi, og mátti ekki orðinu halla, svo að þau Bjarni og Steinunn yrðu ekki uppi og hefðu alt á hornum sér. Hvað svo ramt að þessu, að á sjálfa jólanótt- ina skönimuðu þau Bjarni og Stein- unn Jón bónda svo, að hann stökk broltu og iá í fjárhúsi það sem eftir var nætur. Höfðu þau þá bæði í heitingum við hann, Leið svo veturinn fram i langaföstu, Var þá orðið svo kalt milli bænd- anna, að hver bar heiftarhug til annars, enda sparði Bjarni ekki að skaprauna Jóni, og lét hann oft skilja, að hann ætti allskostar við hann. Á Sjöundá er fjárbeit góð, og ráku bændur fé sitt vanalega snemrna dags á fjöru; fjárhúsin lágu saman og ráku þeir oftast jafnsnemma. Föstudagsmorguninn l.apríl 1902 varð allmikil rimma milli þeirra Jóns og Steinunnar og kvaðst Jón mundi ganga beint af heimitinu með 3 börnin, ef hún héldi upp- teknum hætti, en hún kvaðst ekki mundi gráía hann lengi, þótt hann færi fyr í dag en á morgun. Bar Bjarna þar að; tók hann máli Steinunnar og kvað hann djarfan að finna að háttsemi hennar, sem hann haíði aldrei verið verður að eiga fyrir konu. Jón stökk burt í bræði sinni og fór til húsa og lét út fé siíf. Bjami var þá og kom- inn til húsa sinna og lét út kindur sínar. Ráku þeir nú báðir féð til sjávar. Skömmu fyrir miðjan dag kom Bjarni heim aftur. Sagði hann Steinunni og konu sinni, að Jón hefði farið inn til Skorarhlíðar, aö vita, hvort ekki mundi vegna harðfennis verða náð þaðan heyi, sem báðir áttu. Kvaðst hann hafa léð honum staf sinn, er var sterkari en Jóns. Þeíta þótti trúlegt, en Bjarni kallaði Steinunni á eintal, og vissi enginn, hvað þau töluðu. Bjarni snæddi síðan mat sinn, og settist að því loknu að sjóbrókar- saumi. En er leið á daginn, lét Steinunn, sem sig væri fariö að lengja eftir manni sínum, og beiddi Guðrúnu að fá Bjarna til þess að, leiía hans. Bjarni var fús til þess, og beiddi Jón sinn mann að annast skepnur og lagði af stað með staf Jóns bónda í hendi. Um háttatíma kom Bjarni heim aftur og sagði þá konu sinni einslega, að hann væri sannfærður um, að Jón hefði hrapað til bana í Skorarhlíðum í sjó niður, og kvaðst hafa séð á svellbólstri líkt og far eftir óhreina dræsu fyrir ofan hamrabúnirnar. Þessi saga var alltrúleg, því Skorin og hlíð- arnar vestur af henni eru með hamrabeltum og grasgeirum brött- um í milli, alt neðan frá sjó og upp á fjallsbrún, og þegar harð- fenni leggur í rákirnar, er ekki ó- járnuðum mönnum fært að ganga þar. Þegar Guðrún heyrðí sögu þessa, setti að henni grát og fór hún til Steinunnar og sagði henni, hvernig komið væri. Stenunn lét sem sér yrði liverft við, og varð nokkuð fálátari en vandi var til nokkra daga eftir. En brátt tók hún aftur gleði sína og hélt hún áfram uppteknum hælti. Um veturinn akömmu eftir nýárið höfðu þeir Jón og Bjatni, hvor í sínu Iagi, slegið rúm við konur sínar, borið báðir fyrir lúa og þrengsli, og að þeir fengu ekki næga hvíld á nóttunni. En sitt gekk þó hvorutn til, Jóni það, að kona hans veitti honum svo þungar búsiíjar, að hann hélst ekki víð í rúminu, en Bjarna þótti hægra að læðast úr rúmi sínu til Síeinunnar, ef hann svæfi einn. Eng- in leit var geið eftír Jóni, og ekki rak heldur líkið, og þótti það kyn- legt. Urn vorið fundu drengir tveir á Sjöundá, Jón sonur Bjarna 8 ára og Sveinn sonur Steinunnar 9 ára, buxur þær, er Jón heit. hafði verið í, sjóreknar og báru heim. Tók Steinunn buxurnar ng eyðilagði þær, enda bönnuðu þau Bjarni og Steinunn drengjunum að segja nokkrum frá þeim fundi, Báru það fyrir, að fólk yrði hrætt um, að þær væru af dauðum manni, en það væri ekki svo, því að Jón hefði einu sinni mist þessar buxur fyrir borð í sjóróðri. Mjög voru þau saman um daga Bjarni og Stein- unn, og eftir að vmnuhjúin voru brott flutt um páskana í aðra sveit, sváfu þau saman á nóttunni. Guð- rtín kona Bjarna þorði þar ekkert um að tala, léti hún heyra nokkra óánægju á sér, hótuðu þau að drepa hana, eins ef hún léti nokkurn mann verða áskynja um athæfi þeirra. Ekki fékk húr, heldur að fara neitt út af heimilinu, og kæmi gestur að Sjöundá, höfuðsátu þau Bjarni og Steinunn svo Guðrúnu, að hún þorði aldrei að segja neitt; þeir sem þektu hana best gátu að eins ráðið í, að hún myndi eitthvað eiga bágt. Á þiiðjudagskvöldið annað í sumri, þegar Steinunn var í búri sínu að skamta graut, kom Guðrún innan frá baðstofu. Steinunn lauk upp búrhurðinni og kallaði til henn- ar, og býður henni vatnsgraut í ausu, en Guðrún varð því fegin, því að hún var óvön að fá spón eða bita auk venjulegs niatar, því hún var höfð í svelti. Át hún úr ausunni og bað guð að launa fyrir sig. En rétt á eftir varð hún fárveik, og lá með uppköstum alla nóttina. Beiddi hún um vatn, en enginn gengdi her.ni. Þóttist hún þá vita, að ólyfjan hafði verið í ausunni, en þorði ekki að láta á neinu bera. Henni skánaði aftuj- um morgun- inn, en brjóstverkur, sem hún áður hafði átt vanda til, ágerðist eftir þetta. Þó komst hún á fætur aftur, og hrestist smátt og smátt eftir því sem veður hlýnaði með vorinu. Um vorið rétt eftir fardaga, send- ir S^einunn eítir konu þar í sveit- inni með þeim erindum, að Guð- rún á Sjöundá er dáin, og biður Steinunn konuna að hjálpa sér til að kisluleggja hana, því Bjarni bær- ist svo illa af eftir konumissinn, að hann treysti sér ekki til þess. Lögðu þær Sleinunn líkið til, og sögðu þau Bjarni og hún að Guð- rún hefði orðið bráðkvödd þar á túninu, og þótti það ail sennilegt, þar sem menn vissu, að hún hafði verið heilsutæp. Var hún jarðsungin að Bæ, næsta sunnudag á eftir. Nú bjuggu þau Bjarni og Stein- unn saman um sumarið, og bar ekki á öðru, en mjög vel félli á með þeim. Steinunn var orðin þunguð af völdum Bjarna, og þegar á leið sumarið, kom þeim saman um að skilja þangað tii hún yrði léttari, þvf þau hugðu bæði, að það gæti borið svo brátt að, að Jón heitinn yrði talinn faðir að barninu. Að enduöum slætti flutti því Steinunn inn að Hrísnesi. Börnunum hafði verið komið fyrir hjá ýtnsum víðs- vegar um Rauðasand og Patreks- fjörð. Bjarni var eftir á Sjöundá og bjó þar einn með bústýru, er hann hafði fengið sér eftir brott- för Steinunnar. 15. sd. e. trinitatis var kvenmaður frá Melanesi á Rauðasandi á gangi meðfram sjónum og fann karimanns- lík sjórekið. Hún varð hrædd og hljóp til bæjar og sagði frá fund- inum. Var þá líkið sótt, en með því að það var mjög torkennilegt orðið þektist það ekki á öðru en 2 silfur- hnöppum í skyrtukraganum, sem voru með stöfunum J. Þ.; var það því Ijóst, að þetta var lík Jóns heitins Þorgrímssonar, hafði hann átt þessa hnappa og smíðað þá. I. íkið var að mestu óskaddaö nema höfuðið, en á brjóstinu var hola, eins og eftir digran nagla, en hvergi var það beinbrotið nema höfuðið, og furðaði menn það mjög um mann, sem hrapað liefir fyrir björg. Ekki gátu menn heldur skilið í, hvernig stæði á holunni á brjóstinu, af þessu gaus upp sá orðasveimur í sveiíinni, að Jón heitinn niundi ekki hrapað hafa, heidur verið myrtur, og styrktist þessi grunur mjög við það, er Guðrún heitin hafði látið á sér skilja um atlæti við sig á Sjöundaá, og ýmj atvik önnur, svo sem, hve líkið hafði vel haldið sér ef það hefði legið yfir missiri í sjó (eða frá 1. apríl til 25. sept). Guðmundur Scheving, faðir frú Herdísar Benediktssen, var um þetta leyti seftur sýslumaður í Barða- strandasýslu til aðstoðar móður- b.óður sínum, Davíð sýslumanni Scheving. Þeir bjuggu í Haga á Barðaströnd, Guðmundur var þá ungur og mjög framgjarn og hinn ötulasti maður. Honum barst orðsveimur sá, er gekk á Rauðasandi um hátta- lag þeirra Bjarna og Steinunnarog grunsemi þá, sem á þeim iá um fráfall Jóns heitins, en þó einkum um hið snöggva andlát Guðrúnar. Sýslumaður brá nú við og ritaði Jóni prófasti Ormssyni í Sauðlauks- dal og bauð honum að láta eigi jarða lík Jóns heitins fyr en 2 menn, er hann til kvaddi, hefðu skoðað það ; tók hann sér ferð á hendur vestur á Rauðasánd og var við skoðun á líkinu, lét grafa upp Guðrúnu heit. Egilsdóttur, og var lík hennar einnig skoðað, og fund- ust á því bláir blettir sumstaðar, en einkum var stór blettur ofan til við hægra viðbeinið og upp eftir háls- inum, en skoðunarmenn þorðu ekk- ert að álykta af þessum bletti, ann- að en, að Guðrún heitin hefði haft þar vetk áður en hún dó, enda var enginn læknisfróöur maður við hendina tii að skera úr þesau. Reið svo sýslumaöur heim, og var hon- um ekki vel rótt niðri fyrir, þar sem hann langaði mjög til að vinna sér til frægðar í einhverju stór- máli, en honum hinsvegar þótti hér bresta nægileg gögn ; rannsak- aði hann, hvert ekki mundi hægt að græða neitt á vitnisburðum, og komst laks seint í októbermánuði að þeirri niðurstöðu, að gerandi væri að byrja mál. Lét hann þá reka hvað annað; skipaði sækjanda og verjanda og bauð þeim að mæta tiltekinn dag í Sauðlauksdal, stefndi þangað Bjarna og Steinunni og 15 vitnum, 4 skoðunarmönnum, Jóni próf. Ormssyni, séra Eyjólfi Kol beinssyni aðstoðarpresti og mörg- um fleirum, Hinti 8. nóv. 1802 í dögun var stórkostlegt aukaþing sett að Sauð lauksdal og var þar tekið fyrir málið. Þar mættu yfir 20 manns, þar á meðai Bjarni og Ste'nunn. Voru þau yfirheyrð, Bjarni fyrst og Steinunn síðan, og meðgekk hvor- ugt neitt og þrættu harðlega. Voru svo 12 vitni leidd á einum degi, og styrktist mjög grunur manna við framburð þeirra. Bjarni var þá settur í járn og látinn vera í dimmu úthýsi um nætur, og var séra Eyj- ólfi aðstoðarprestl falið að fá hann með fortölum eða brögðum til að meðganga. Á fjórða degi lét Bjarni til leiðast, og játaði því eins- lega fyrir presti, að hann hefði myrt þau bæði, Jón og Guðrúnu, og að Steinuhn væri þunguð af sínum völdum. En með Steinunni var vægilegar farið, af því hún var vanfær, enda lét hún eigi undan, hvernig sem á hana var gengið. En er Bjarni hafði fyrir rétti játað brot sitt og borið Steinunni ófagra söguna í viðskiftum þeirra, kent henni um alt og sakað hana um að liafa átt tildrögin til illvirkjanna, en hann hefði verið hennar áeggjunar- fífl, var Steinunn inn leidd og borin saman við Bjarna; sagði Steinunn Bjarna Ijúga öllu af heimsku, en þegar deilan harðnaði milli þeirra, komu þó fram ýms atvik í viðræðu þeirra, sem sýndu, að hún var meðsek í morðunum, Tókst sýslumanni loks að fá hana til að meðganga ah. Sagði sýslumaður síðan, að Steinunn mund: aldrei hafa nieðgeugið neitt, ef Bjarni hefði ekki verið, svo var hún einörð og orðvör. í prófinu kom það greinilega fram með hverjum hætti morðin voru framin: Meðan þeir Bjarni ogjón heit. voru að reka fé sitt til sjávar I. april, hreyttust þeir illyrðum á, og dró Jón sig heldur aítur úr og vildi láta Bjarna ganga á undan. Peír höfðu sinn broddstafinn hvor í hendi, Jón grenistaf enn Bjarni eikarstaf. Enn er þeir voru komnir nær til sjávar harðnaði deilan á ný, og geiði Jón sig líklegan að leggja í Bjarna með staf sínum, enn er Bjarni sá það, vildi hann ekki verða seinni til og greiddi Jóni svo mikið högg utan á vangann með staf sín- um, að hann brotnaði í miðju, en Jón féll í rot á fönninn, enda höfðu broddfærin komið ofarlega á vang- ann vinstri og brotið hauskúpuna. Bjarni hugði þó Jón ekki hafa feng- nóg, svo hann velti Jóni upp í loft og keyrði broddinn á staf sínum í brjóst honum, svo hart, að inn úr gekk bringubeininu, dró hann síð- an líkið til sjávar og fleygði því af skörinni í sjóinn og brotunum af staf sínum á eftir. Jón hafði þenna dag verið svo búinn, að hann hafði bláa húfu á höfði, í útsaumuðum bol og í síðhempu svartri utan yf- ir, stuttbuxum úr eltiskinni, fornum og bættum, mórauðum sokkum með roðskó á fótum. Næst sér var hann í hvítri prjónaskyrtu með gyltum hálshnöppum, er voru festir saman með silfurhlekk. — Eítir hvarfjóns hafði Steinunn oft klifað á því við Bjarna, að þau gætu ekki átt Guð- rúnu yfir höfði sér og hótað hon- um jafnvel að koma upp morði hans á Jóni, ef hann sálgaði ekki kerlingunni líka. Áleit Bjarni best að gefa henni eitur, en það reynd* ist ekki nógu magnað. — Að eins í eitt skifti fékk Guðrún að fara út af heimilinu; var það á trinitatis* hátíð, og fór hún þá til kirkju með þeim Bjarna og Steinunni, en þau voru bæði til altaris. Það var 5. júní, að fé á Sjöundá var rekið heim til týingar, voru þau Bjarni og Steinunn tvö ein viö fjárrétt í túnjaðrinum; sjá þau þá hvar Guð- rún kemur frá bæuurn og stefnir til þeirra. Steinunn segir þá: »Taktu nú helvítis kerlinguna, því ekki mun síðar vænna«. Stökk Bjarni þá út úr réttinni og Steinunn á eftir, og hlupu þau á móti Guðrúnu, en hún tók á rás undan, því henni hefir víst ekki litist á blikuna, en Bjarni náði henni skamt frá bænum, og með því hann kom að baki henni greip hann annari hendi fyrir munn og nasir henni, en með hinni fleygði hann henni á grúfu. Sagði hún þá: »Ætlarðu nú að drepa mig«? »Það muntu nú fá að reyna«, sagði harin og héldu þau henni þar bæði, þar til þau höfðu kæft hana. Veittu henni nábjargirnar þarna í túninu. — Bjarni smíðaði sjálfur utan um líkið. Bjarni hafði fundið iík Jóns rek- iö af sjó viku eftir morðið; dysjaði hann það þá í gkafli og geymdi þannig þar til viku af sumri, er hann bar það aftur í sjóinn. Hinn 12 nóv. um dagsetur var loks máli þessu lokið, og var þá uppkveðinn dómur í því, er dæmdi Bjarna til að klípast tneð glóandj

x

Þjóðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin
https://timarit.is/publication/223

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.