Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.04.1916, Page 1

Þjóðstefna - 20.04.1916, Page 1
I. tölublað Reykjavík, fimtudaginn Þjóðstefnan, Alþingi íslendinga hefir fyrir- gjört rétti sínum til þess að heimta, á grundvelli stöðulaga og stjórnarskrár, skilnað sérmálanna út úr ríkisráðinu. Að þessum málalokum endur- skoðunarbaráítunnar hefir verið unnið stöðugt á þinginu síðan Valtýskan kom þar fram, en það var samtímis því að umboðsmað- ur dönsku stjórnarinnar hér var orðinn fylgjandi kröfu íslensku þjóðarinnar um aðgreining sér- málanna frá hinni dönsku grund- vallarlagastofnun. Enda þótt tillögur Valtýs yrðu ekki löglega samþyktar á þing- inu, vegna þeirrar megnu óvild- ar, sem ráðagerðir hans mættu hjá þjóðinni, tók ekki betravið þegar Alberti var hleypt að því, að skipa fyrir um afstöðu sér- málanna til ríkisráðsins. Eins og öllum er kunnugt, tók þingið þá við hreinni og beinni yfirlýsing um ríkisráðssetuna, sem Valtýsk- unni var t'undið til foráttu að þeigja um. Að vísu var þessu ákvæði smeygt inn hjá íslendingum með yfirdrepskap og röngum stað- hæfingum um lagalega stöðu ís- lenzka ráðherrans gagnvart danska ráðaneytinu. Og er enginn efi á því, að hefði það mál 'veriö sótt vel af þinginu síðar, þegar opin- bert varð öllum, hvernig gangur sérmálanna er í ríkisráðinu, þá hefðu íslendingar átt sterkar varn- ir gegn réttargildi hinnar marg- umræddu „innlimunar 1903“. En í stað þess að reyna að ráða bót á tiltækinu 1903 á þeim grundvelli, að íslenzka þjóðin hefði verið dulin þess sanna í málinu, var gripið til þess, að reyna samninga við Dani um sam- bandið milli landanna, og kemur það að vísu ekki máli voru við hér, hver áhrif sú tilraun var ætl- uð til að hafa á stöðu Islands í ríkinu fyrir utan sérmálasvæðið. Hér nægir að taka það fram, að sambandsmálið virðist að mestu vera sprottið af þeim rótum, að fela fyrir íslendingum eða láta þá gleyma hvernig þeir voru blektir 1903. Næsta spor þingsins er sala sjálfdæmis í hendur Danastjórn um framburð sérmálanna fyrir konungi og mun óhætt að full- yrða að alþjóð á íslandi mun nú líta svo á sem það úrræði þings- ins sé hið óviturlegasta sem kom- ið hefir fram af hálfu Alþingis í þessu máli, enda er ekki auðgert fyrir neinn, sem lítur óháðum augum á það mál, að skilja, hver bót getur verið í því, að selja andstæðingi sínum sjálfdæmi í þrætumáli. Svo kom úrskurður konungs, eins og búast mátti við, og þar horfði þingið framan í sitt eigið verk. Konungur vildi ekki leyfa það, að Islendingar væru duldir neins í málinu og það var hon- um að þakka, að þjóðin fékk að vita hið sanna opinberlega, um réttarstöðu Islandsráðherra í rík- isráðinu, og er oss skylt að heiðra konung vorn fyrir það, þó þing- ið hafi fleygt frá sér því tækifæri sem því gafst 1914, til þess að gera upp reikningana um flátt- skap Albertis 1903. þingið hefir rekið rembihnút- inn á tjóðurband sérmálaráðherr- ans við ríkisráðið, með endur- samþykt nýju stjórnarskrárinnar. Ákvæðlð um ríkisráðsetuna er orðið stjórnskipulegur þáttur af grundvallarlögum þingsins. Fyr- irslátturinn sem þingið kemur fram með, hefir hvorki verið ætl- aður til þess á Alþingi, né held- ur orðið til þess eftir þing, að breyta neinu orði í boðskap konungsins, heldur hefir honum að eins verið haldið fram til þess að reyna að fóðra fyrir þjóðinni hvað gert var í raun og veru. Af þeim tveim ráðherrum sem fóru með málið til konungs eftir þing, fór annar fram á ómögu- lega sameiningu á neitun og ját- un konungs um sama efni, og krafðist þess sjálfstæðis fyrir Is- landsmál innan ríkisráðsins, sem er grundvöllurinn undir „tillögu Valtýskunnar". Hinn ber málið fyrir konung eins og ætlast var til innan Alþingisins sjálfs 1914, þótt utanað komandi áhrif knýðu hinn fyrri ráðherra, eftir lok þings- ins, til þess að bera málið öðru vísi fram. Hér er með örfáum orðúm sýnt, hvernig þingið hefir stig al stigi horfið frá frelsiskröfum lands- ins á grundvelli þess stjórnar- skipunarvalds, sem Alþingi var veitt 1874. En þótt þingið hafi þannig slegið vopn úr sinni eigin hendi, verða aliir Islendingar að muna það vel, að þjóðin á enn óút- kljáð mál um réttindi sín til sjálf- stæðis samkv. óskertum lands- réttindum Islands frá elztu tímum. það réttarsvæði, sem útgáfa stjórn- arskrárinnar á þjóðhátiðarárínu átti ekki að taka til, það réttar- svæði sem Danir sjálfir hafa marg- játað að væri ekki lögskipað með grundvallarlögunum dönsku — og málaleitun þeirra um landasam- bandið sýnir seinast, að þeir vildu leggja undir einföld lög ríkis- þingsins — það er enn háð vilja Islendinga sjálfra utan Alþingis—. „þjóðstefnan" merkir fyrst og fremst það, að vér viijum stefna þekki sitt eigið vald utan þess takmarkaða réttarsvæðis, sem Al- þingi er stofnað á. þetta vald þjóðarinnar snýr í tvær áttir, aðra gagnvart hinum ytri málum, sem ekki falla undir stöðulögin 1871, og hina gagnvart afskiftum Alþingis af þeim mál- 20. apríl. um sem kállast sérmál landsins. Hið fyrra liggur ekki fyrir, svo lengi sem þjóðin gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum með því að setja Alþingi í það sæti sem því ber með réttu og hreinsa úr þinginu þá menn, sem vinna ekki fyrir hagsmuni Islands. „þjóðstefna" mun því fyrst og fremst snúa sér að því, að sýna fram á, hvernig beina má þing- inu á rétta leið í ýmsum málefnum vorum innanlands. En þar er hið allra og bráðnauðsynlegasta að láta þingið hætta knattspyrn- uninni um stjórnarskipunarmálið, að því leyti sem sá leikur er gerður að þjóðinni forspurðri. Einungis virðist það rétt á næsta Alþingi að láta halda reikn- ingsskap um aðgerðirnar í þessu máli irtilli þinga, þannig að lög- lega komi fram fyrir þjóðina all- ar upplýsingar um það á hverju núverandi stjórn byggir um gildi fyrirvaragerðarinnar # í rikisráði. þær upplýsingar eiga að vera til þegar þjóðin hefur máls að nýju um stjórnskipulag Islands, hvern- ig svo sem það verður gert, hvort heldur á þjóðfundi eða með sér- stöku fyrirlagi þjóðarinnar tií alþingis. Menn sjá hve mikilvægt þetta atriði er. Tíma þings og þjóðar hefir hingað til verið varið að mestu leyti í það, að láta svo sýnast, sem þingið væri að frelsa almenning hér á landi frá of- beldi og andróðri Dana — ein- mitt meðan Alþingi hefir staðið fastast að þeirri yðju, ótilkvatt og af sjálfsdáðum, að leiða allskonar ólög yfir Island. — Gegn þessu v e r ð u r þjóðin að taka í taum- ana fyrst af öllu; annars er hér engin viðreisnar von. En „þjóðstefna“ merkir einn- ig það annað, að vér viljum setja hugsjónir um Varðveizlu og fram- þróun þjóðernis vors hátt yfir öll önnur málefni, með því að vér álítum, að sú hugsjón, sem eins og kunnugt er, hefír leitt allan siðaðan heim til menningar og framfara, sé einnig hjá oss óhjákvæmilega nauðsynlegt leið- arljós til hamingju og þjóðar- þroska. I innanlandsmálum viijum vér því að menn snúi sér fyrst og fremst og aðallega að þeim stór- málelnum er mestu varða og í mestu ólagi eru, auk þess sem teknar séu til greina k r ö f u r t í m a n s, sem hljóta að koma yfir Island eins og önnur Norðurálfulönd. Sá sem neitar því, að jafnað- menskan muni rísa hér upp fyr- ir alvöru er annað hvort blindur eða vill ekki sjá. Sú stefna er í raun réttri mið allrar löggjafar og hlýtur að sigra, að því leyti sem skilyrði hennar finnast í þjóð og landi. Hér verður að gæta þess, í hverju og að hve miklu 1916. leyti ástand þjóðarinnar og lands- ins sé þroskað fyrir lög á grund- velli þessarar stjórnmálastefnu og sú hugsun á meðfram ognú þegar að ráða því, að hverjum stórmálum næsta þing snýr sér. Að voru áliti hlýtur b a n k a - m á 1 i ð að setjast efst á dagskrá innanlandsmálefna, vegna þess að þar mætast hagsmunir allra stjórn- málaflokka, sem vilja efla þjóð- búnað íslendinga. því næst hyggj- um vér að skipa eigi á bekk f á- tækramálinu, sem hlýtur að vera lífsáhugamál allra sem vilja efla velferð einstaklingsins í þessu landi. Og hið þriðja meginmál hyggjum vér eigi að vera hið almenna g j a 1 d a m á 1 sem vér ætlum að sé hér í því herfileg- asta og óhæfilegasta ólagi, en kem- ur þó við hagsmuni allra lands- manna. Frh. á 4. síðu. Snorramiimi. —0— þar sem hringar heims er unninn hljóðu inni i frœðaranni andans riki óð er háð, orðiög skipuð goði og manni. — Una af skugga á Ijósa grunninn letrar þjóða og alda ráð, merkir svip á mál og dáð, mótar hvaðan æð er runnin. Stagur hans er Islands eigin, aldagleymdu kveðinn lagi. Flutt er drápan höfughend — hljóðaskáld var ekkí Bragi; ódýr strengur aldrei sleginn, úð ei blandin lágri kennd, málsins glóð i minnið brennd, máttur orðs og hugar veginn.— Mæni yfir myrkrin spenna málsins grip, sem Snorri kunni. Brú til lifs um hvolfin hálf heitin er á barnsins munni. Höfin sig við himin kenna, hof sig býr um klettsins álf. Tunga fslands yrkir sjálf — ættar saman hugi tvenna. Stilling Ijóðs sem byrgður bjarmi boð um sefans ríki hermir. Tryggust máli, trúust vin taug við dulin kurl sig vermir. þögult undir hlátri og harmi hœtti telur Braga kyn. — Dýpsta rót ber hœstan hlyn. Heitt slær negg þó lypli ei barmi. Heiðnidygð skin Jians af kveldi: — Hjartanssökskal varúðgjaldast Höndin réttist. Heitið gefst. Hljótt er brjóst - enfestar haldast. þá er reynd og vit að veldi; Véum munans skipað efst. Ástasagan aldna hefst arinvígð, að földum eldi. Trúnað manns mun veitast vapdi vega fram þar Snorri endi. Hver cr sá sem guðs um geym glöggar mensku auga rendí? Aldrei hóf sig hœrra i landi hjartagreind á siðum tveim. Seint mun faðma himnaheim hugartökum stœrri andi. — Handan lofts ogelds og unna, innar skynjun jarðarmanna, skáldatungan námi nœr — nefnir sér, hvað augu ei kanna. Yfir grendir alls hins kunna orðsins helgi málið slær, lyptist hœrra en lifið grær, leitar undir dauðans grunna. — Visni hvel og veröld þrotni, viti sjálft til bana hitni, yst á þremi eldforn svör Eddu bera himnum vitni. þegar fyrir dauða og drotni dvina mannleg orð á vör nemur hinsta norrœn ör næst, að andans drómar broini. Kringum hvilur liafs og jarðar hróðrarmálin standa á verði. Aldrei Sturlungs œttarblóð arfinn dýra lœgi og skerði. Verpist sandar, grói garðar, geymast nöfn hjá fslands þjóð. Yfir málms og moldar hlfóð máttkir hcfjast orðsins varðar. Þjóðaróðs nú eyðast hlekkir, eins og vaxi brjóst frá stakki. — Áður hér er öld var frjáls orðin bundu sveinn og sprakki. Glumdu af stefjum gylfa bekkir Gunnar kvað að boði Njáls. Snilldin fylgir Snorra máls Snœlands barni, er sjálft sig þekkir. Dýrðarminnig. Dárarsaga. Dómur lífs í Norðurhögum; œsku vorrar vöggugjöf —, vernd vors nafns i þjóðalögum. Ljómi hátt til hinstu daga höggin rún á tímans gröf, þar sem eyþjóð yst við höf, erfði konung máls og braga. Öllum röddum köllun kemur. Knýjum gýgjur öldnum hljómi. Gangi drótt til dómahrings, drepi á streng og lyfti rómi. Ásgarðs heilög hirð hún semur hugarmenning íslendings. Stigi frarn á þrepum þings þjóð, sem málið endurnemur. Einar Benediktsson.

x

Þjóðstefna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.