Þjóðstefna


Þjóðstefna - 20.04.1916, Síða 2

Þjóðstefna - 20.04.1916, Síða 2
þJÖÐSTEFNA Þjóðvaldið. Allur meginþorri íslendinga ját- ast undir þá sannfæring, að oss beri að halda til laga óskertum landsréttindum vorum frá elztu tímum. Að eins fáir menn, sem flækst hafa ýmislega við mót- sagnir og rangkenningar um þetta mál í flokkadeilunum að undan- anförnu, vilja rífa sig úr sínu eigin neti með því að andmæla rétti íslands. Af þessum fáu, er aftur einungis fáment brot, sem þorir að láta þetta uppi, og þarf því ekki að taka þessa þjóð- fjandsamlegu skoðun til greina, við umtalsefni vort hér. En komi til þess að kveða skýrt á um það, hver þessi elztu landsréttindi sé og að draga glögga línu milli þeirra og svo kallaðra sérmála á aðra hlið, þá munu flestir landsmenn vera í vafa. — þetta hugtak um landsréttindin var frá fyrsiu óljóst eftir þjóð- fundinn 1851, vegna þess að eng- inn vildi heimta alveldi um öll ytri og innri málefni íslendinga þá þegar, en á hinn bóginn vildi enginn láta neitt af þeim af hendi fyrir fult og alt til hins útlenda valds. Baráttan fyrir frelsi landsins undir forustu Jóns Sigurðssonar auðkendist mjög við þessar ó- skýru merkjalínur. Mönnum var óljóst hvert stjórnarfyrirkomulag mátti fara fram á í byrjun, og hvernig koma ætti fyrir því valdi að lögum, sem allir hlutu að játa að Danir urðu að fara með fyrst um sinn. í máli manna þá, var kröfunni um „frelsi" stöðugt hald- ið á lofti og það orð greip hugi þjóðarinnar, en vilja hennar var aldrei beitt að neinni ákveðinni skipun, sem fylgi hennar gæti safnast um að fá framgengt. þess vegna varð það, að Dan- ir sjálfir stíluðu oss í hendur til- lögur um umbætur á stjórnarfar- nu 1867 og var tilboð þeirra á þá leið, að Jón Sigurðsson sjálf- ur játaði á Alþingi, að „ekki væri hnífsbakka þykt á milli þess og hins er þjóðin vildi heimta 1851,“ En, eins og menn vita barðist Jón þó af öllu sínu afli á móti því, að réttarbót þessi kæmist á og er saga þess máls á Alþingi 1867 harla lærdómsrík, en út í það skal ekki farið frekar hér. Að eins skal þess getið, að meðferð stjórnarskrármálsins á því þingi virðist sýna það betur en nokk- uð annað, hve afar óskýr voru hugtaksmerkin hjá mörgum þeim er fremstir stóðu að málinu á hinu eldra tímabili stjórnarskrár- baráttunnar, sem vér teljum enda með stöðulögunum 1871 ogstjórn- arskránni 1874. Á næsta tímabili í þeirri bar- áttu, þegar endurskoðunarmálið stóð á dagskrá þjóðarinnar undir forustu Benedikts Sveinssonar, voru að sönnu vísindalega ákvörð- uð takmörk sérmálanna, eins og þau voru talin í stöðulögunum og með aðgreining þeirra frá ríkisráðinu danska, eins og Danir sjálfír höfðu ákveðið í stjórnar- skránni, þar sem þau voru lögð undir löggjöf og stjórn íslands #út af fyrir sig“. En þau mál- efni landsins, sem eftir verða fyr- ir utan landamæri sérmálastöð- unnar, komu ekki til ákvörðun- ar hjá endurskoðunarflokknum, vegna þess, á hverjum grund- velli var þá barist gagnvart út- lenda valdinu. þetta skal nánar skýrt með nokkrum orðum. Eins og menn munu minnast, álitu beztu menn landsins þá með fylgi als fjöldans úti um land, að Danir voru að vísu bundnir fyr- ir sitt leyti til þess, að láta af- skiftalaus sérmálaefni íslendinga, samkvæmt þeim ákvæðum, sem þeir létu konung sinn flytja oss í hendur á þjóðhátíðinni. En á hinn bóginn var litið svo á, að ísland væri óbundið um viður- kennig á valdi Dana að réttum þjóðarlögum, til þess, að úrskurða oss hið takmarkaða vald í hend- ur og þess vegna forðuðust end- urskoðunarmennirnir sem mest að minnast á hin önnur mál, er eftir voru geymd hjá samþegn- unum; þeir vissu sem var, að ógerlegt var að heimta þau af þeim þá þegar vegna vanmáttar landsins eftir aldakúgunina, en sannfæringin um rétt til þess að krefjast þeirra á sínum tíma var þó lifandi, bæði hjá þinginu og þjóðinni, á þessu stjórnarmáls- tímabili öllu, sem vér teljum enda nieð frumvörpum Valtýs og Al- bertís (1897—1903.) þessi ytri málefni íslands, sem nú voru nefnd, voru þá venjulega kölluð almennu málin, meðan vitrir og þjóðræknir íslendingar fóru með málstað vorn gegn Dönum, en síðan hafa þau ein- att verið nefnd ýmist sammál eða sambandsmál og felst í þeim orð- um báðum hætta á því að mönnum villist sjónir um eðli þessara málefna. Feður vorir á þjóðfundinum ætluðust ekki til annars en þess, að íslendingar einir með konungi sínum réðu þeim að síðustu til Iykta, og þess vegna ætti vel við að kalla þau almenn, í gagnsetning til sérmál- anna, eftir að tekið var við kon- ungsgjöfinni 1874. Orðið Sam- mál eða sameiginleg mál ættu þar á móti þau málefni ein að kallast, sem þegnavald beggja þjóðanna á atkvæði um. þessi samsteypa og ruglingur á hug- myndunum kemur enn þá sterk- legar fram þegar farið er að tala um „sambandsmálin“ og um þetta síðasta heiti málefnanna kveður það svo ríkt, að í upp- kastinu sæla er blaðinu snúið algerlega við og Danir einir látn- irráða yfir málunum án íhlutunar af hálfu íslendinga. — Með þessu seinasta bragði er því svo komið í lag, að íslend- ingar fari að telja sérmálin sjálf sameiginleg milli Dana og íslend- inga. Ákvarðað og ótvírætt vald þjóðarinnar samkvæmt lögunum 1871 er gjört að samningamáli og, eins og kunhugt er, að lok- um ákveðið í sambandsuppkast- inu að Danakonungur skuli vera einvaldur eftir ákveðið tímabil um þeghrétt Dana á lands- og sjávarsvæði voru. þetta nafnabrjál um æðstu rétt- indi íslendinga út á við hefir gjört þokuna enn þá dimmari fyrir augum landsmanna um rétt- ar hugtaksákvarðanir á frelsismál- inu, enda hefir eflaust verið til þess ætlast af nokkrum mönnum, sem teljast til þess fámennis hér í landi, er hatar þjóðerni vort.og landsréttindi, enda þó þeir þori ekki að láta það uppi fyrir al- menningi. En það er augljóst að hið fyrsta og nauðsynlegasta spor í áttina til þess, að koma ytri málum vorum á annann rekspöl er það, að horfast í augu við hlutinn eins og hann er og vaða ekki í neinni villu um það, hvað við meinum sjálfir þegar við segjum, að við eigum að halda óskertum landsréttindum vorum til laga. Og ef vér nú eigum að greina hér skýrt og skarpt milli mála, verður þá strax að geta þess, að almenna málasvæðið, eins og vér viljum réttnefna það, nær í framkvæmdinni og samkv. síðustu óheillaverkum Alþingis, sem eru þriðja tímabil stjórnmálasögu íslands frá þjóðfundinum að telja og ef til vill ekki á enda ennþá— langa leið inn á sérmálin, eins og góðir íslendingar hafa viljað halda því fram að það svæði væri á- kvarðað gagnvart Dönum af þeim sjálfum. það vald til óháðra yfir- ráða yfir innri málum vorum, ut- an afskifta frá ríkisráði Dana, sem heimtað var af endurskoðunar- flokknum, hefir Alþingi á þessu seinasta tímabili, að mestu leyti óbeðið af hálfu Dana, verið stöðugt stig af stigi að reyna að troða upp á Dani, og eru þrjár tröpp- ur niður á við á þeirri leið, fyrst launráð Valtýs 1897, samtökin við Alberti 1903, og loks sjálf- dæmið til Dana 1913—1914. — Séu almennu málin ákveðin sem öll þau málefni er ekki falla undir sérmálasvæðið, eins og það takmarkast nú í framkvæmdinni, og sé þess jafnframt gætt, að Al- þingi og landsstjórn vor eru ein- ungis sett yfir sérmálin, þá verð- ur það ljóst, hve vítt réttarsvæði það er, sem þjóðvaldið islenzka tekur yfir. í þessu verður svo enn að gera skilgrein þess valdsviðs, sem Alþingi hefir svo að segja hjálp- að Danastjórn til að vinna undir úlendu samþegnana, eftir að heitorðið var gefið um óháð yfir- ráð vor yfir öllum sérmálunum. Alþingi hefir þar án efa getað unnið íslandi mikið tjón í fram- sókn þess til fullfrelsis, en að því leyti sem þingið hefir teygt sig út yfir sérmálasvæðið gegn mál- stað íslendinga verður þess að minnast, að þingið þar er ómynd- ug stojnun um réttarafsal fyrir hönd þjóðarinnar. Við þetta kemur fram mjög einkenniieg afstaða Danmerkur og íslands hvors gagnvart öðru, að því er snertir hin almennu mál. f>ví eins og það er óhugsanlegt að nokkur þjóð sé frjáls út á við gagnvart öðru ríki, sem er ófrjáls um mál sín inn á við, eins er það augljóst, að hefði Alþingi verið myndugt til þess að binda málefni íslands undir yfirráð er- lendra samþegna og hefði réttar- grundvöllur sérmálanna verið alíslensk stjórnlagaskipun, þá hefði samþykt Alþingis um af- skifti ríkisráðsins á málum vor- um hlotið að leiða af sér algert afnám hinna svokölluðu lands- réttinda frá elztu tímum. Og jafn- vel þótt sérmálaþingið sé vitan- lega óbært um það, að semja við Dani um almennu málin, er staða þess þó svo gagnvart hinu óskip- aða þjóðvaldi á eina hlið og út- lenda valdinu á hina, að þingið getur rýrt og skaddað málstað íslendinga í alþjóða áliti. Alt þetta verður að yfirvegast nákvæmlega til þess að menn geti komist að réttri niðurstöðu um stöðu þjóðvaldsins á íslandi. Beinasta og einfaldasta aðferðin til þess, að gera sér ljóst hugtak þjóðvaldsins, virðist vera sú, að leggja til grundvallar kröfur þjóð- arinnar á fundinum 1851, og draga frá þeim kröfum það frelsi, sem viðurkent var af Dönum 1871 — 1874, en minnast þess þó jafn- framt, að þar á milli liggur spurn- ingin um afskifti ríkisráðsins af hinum upptöldu sérmálum ogtaka hvort af þeim 2 atriðum fyrir sig til íhugunar. þingið getur efalaust álitist bært um það að afsala sér gagnvart útlendu valdi yfirráðum yfír sér- málunum. En að því leyti, sem slíkt réttinda afsal hefir af hálfu Dana verið skoðað svo sem bind- andi fyrir þjóðvaldið á íslandi um hin ytri mál, þá verður samþykki þjóðarinnar sjálfrar einnig að kóma til, ef það á að vera gilt. Slíkt samþykki þjóðarinnar gæti hugsast að koma fram á tvennan hátt, annaðhvort þannig, að tillaga til réttarafsalsins lægi fyrir við almennar kosningar og væri fallist á það af meiri hluta landsmanna, eða þá þannig, að þjóðin geri út um málefnið á sérstöícum almannafundi. Fyrri aðferðin er fremur hæpin að byggja á sem grundvelli af hálfu útlenda valdsins, með því að boðunin til þingkosninganna er aðeins miðuð við meðferð sér- mála og því naumast réttlátt að heimta að almenningur geti áttað sig á því, þótt Alþingi fari fram yfir valdsvið sitt og feli í tillög- um sinum eða frumvörpum, ákvæði, sem eru hinu almenna frelsi út á við til tjóns. þess vegna verður lítið gjört úr því sem hefir verið laumað af þessu tagi inn á kjósendur landsins, svo sem t. d. kosningunum í nefnd til þess að ræða við rík- isþingið um réttarstöðu íslands gagnvart Danmörku, sem fóru hér fram út úr Sambandsmálinu. Flestir myndu að líkyndum álíta, að þjóðarsamkomu þyrfti til þess að skerða rétt landsins fyrir utan sérmálasvæðið. Af því sem að ofan er sagt í stuttu máli, má ráða það, hve miklu máli það gegnir að þjóðin sé vakandi á verði um sinn eig- in rétt, án þess að leggja traust sitt alt á Alþingi. Setjum til dæmis, að til þess komi að ís- lendingar væru heyrðir um til- lögur einhvers erlends valds í þá átt, að skipa þeim sæti í þjóðafélaginu— hvernig mætti þá búast við að oss mundi farnast ef sama sérmálaþingið og inn- lenda sérmálastjórnin ætti að gera tit um það, eins og sú er róið hefir öllum árum að því, nú um nærfelt 20 ár að endur- afsala til Dana því frelsi um vor innri mál, sem voru þó afhent oss að dönskum lögum og bind- andi fyrir Dani sjálfa á 1000 ára afmælinu ? þjóðin verður að vaka ogvera á verði, fyrst og allra fremst gegn sínu eigin sérmálaþingi, sem er fallið svo langt niður í trausti skynbærra og þjóðrækinna manna á landinu. Og þjóðvaldið íslenzka hefír haft og hefir enn eitt ráð til þess að láta heyra til sín: þjóðin getur sent menn á als- herjarfund og þingvellir eru enn þá í meðvitund íslendinga, sá löggjafarstaður, þar sem berast skulu fram og heyrast skulu frá kröfur um frelsi vort og rétt eft- ir elztu heimildum. Tímarnir eru á þann veg og aðfarir Alþingis hafa verið á þann veg, að þjóðvaldið á að láta heyra til sín sem öflugast og sem íyrst á þjóðfundi við Öxará. Ásgrimur. Velferð íslands er komin und- ir því, að notið verði velvildar Breta á þeim tímum sem tara í hönd. þess vegna varðar það almenning landsins að einstakir menn gjöri ekkert, hvorki í kaup- skap né öðru, sem geti móðgað þessa einu stórþjóð heimsins, sem hlýtur að valda mestu um það, hvort Islandi getur hvernig sem alt fer, orðið trygt hlutleysi og friður framvegis. Danastjórn hefir gjört alt sem í hennar valdi hefir staðið til þess að halda góðu vinfengi við Englendinga, en hér virðist svo, sem það hafi verið lagt einstak- lingunum á sjálfsvald og eigin ábyrgð hvort þeir kynnu að brjóta í bág við það sem Eng- lendingar vilja láta vera um kaup- skap vorn við útlönd. Sömuleiðis eru blöð Dana og Norðmanna mjög varkár í orðum um hernað Breta og skín nær því alstaðar í gegn vinarþel til flotaþjóðarinnar miklu sem ræð- ur heimshöfunum. En er hins sama gætt hér ? Er nokkurt eftirlit á verði um það að hér séu ekki settar fram vanhugsað- ar klausur og tilslettni um þá baráttu, sem er háð fyrir rétt og frelsi minni máttar þjóða í Ev- rópu ? það má telja víst með þeim nákvæmu njósnum, sem hafðar eru af öllu því sem gjört er og sagt í garð Englendinga á Norð- urlöndum, að alt komi héðan fyrir augu þeirra er ráða kunna síðar hver trygging verður veitt, jafnt vorri sem öðrum smáþjóð- um er flotaveldi þarf til að vernda. þetta er afar athugavert, enda láta stjórnir sig það mál skifta alstaðar á þessum hættulegu tímum. Markaður íslenzkra afurða hlýt- ur eftir hlutarins eðli að verða framvegis tengdur viðskiftum við Breta að langmestu leyti. Land- framleiðslan á þar tryggastan og beztan viðskiftanaut þegar hern- aðinum léttir af og óeðlilegt verð- lag fellur af útfluttum vörum. Beina sambandið við Vesturheim mun vafalaust vaxa og mikil verzlun blógvast hér af því á báða vegi, en jafnan mun þó drýgstur verða enski markaður- inn, einkanlega fyrir sveitabænd- ur og því drýgri sem landbúnaði vorum fer meira fram. þegar það er athugað, í hverj- um mæli Bretar leggja líf og eignir í sölurnar í heimsófriðn- um, virðist það eiga að vera auð- velt réttsýnum mönnum að átta sig á því, að vér sem engu fórn-

x

Þjóðstefna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.