Þjóðstefna - 20.04.1916, Side 4
þJÓÐSTEFNA
ráða yfir málum þjóðarinnar,
með staðlausum rangfærslum,
fláttskap og ýmsu ofbeldi — þá
á að verða friður í landinu. þá
eiga mótstöðumennirnir að sýna
þjóðrækni sína r því, að láta alt
heita gott og gilt, og menningar-
lausa úrþvættiskenningin um
„samkomulag" (!) á grundvelli
ranglætis og yfirgangs er básún-
uð út til þess að valdhafarnir
hafi næði á jötunni.
Meinleysi þjóðarinnar hér gagn-
vart aiskonar aðförum þeirrat er
hafa gjört sér stjórnmálaafskiftiað
fjárþúfu og lífeyri fyrir sig 'og
sína, er svo ríkt og óslítandi út
yfir öll takmörk að óvinum fán-
ans blöskraði ekkert í sínu eigin
athæfi og þorðu að bjóða al-
menningi hvað sem var. En í
þessu máli sérstaklega hefir þó
kveðið svo ramt að með ófyrir-
leitni og hlutdrægni þeirra, er
áttu að láta þjóðina sjálfráða um
fánagerð sína, að ekki er ólíklegt
að straumhvörf verði hér í land-
^ inu og að með þessu sé ef jil
vill einmitt lagt það korn til, sem
fyllir mælinn.
Islendingar vilja ekki og hafa
ekki viljað sjá rauða krossinn í
fána sínum. þeir sem tefldu
honum þar inn og báru ranglega
fyrir sig konungs vilja í því efni,
einmitt um ieið og konungur
sjálfur lét atkvæði landsmanna
frjálst, hafa með bífræfni sinni
og frekju, er soðin var upp úr
fánahatrinu gamla,stofnað til þess,
að þjóðin láti rauða krossinn
verða ímynd als þess, er fyrst og
fremst ber að hreinsa úr almennu
þjóðlífi voru, þannig að viðreisn
vor í stjórnmálum og löggjöf, frá
niðurlægingu og spillingu, stofn-
ist og sæki fram með kröfunni
um hreinsun fánans. H. •
»Með Botníu* (frá útlöndum í
gær) var sagt um baeinn að komið
hefði frétt um náiægan frið. Til-
hæfan var sú, að þetta hafði heyrst
áður frá þýzku ræðismannsskrifstof-
unni eftir bréfum með »Flóru«.
! Eátækramálið.
(Ritgerð sú, sem hér fer á eftir, er framhald af greininni í 48. og 50. tbl.
»Ingólfs« 1914, eftir Einar Benediktsson. þar sem vikið er að því fyrst með
nokkrum almennum athugasemdum, hverju óréttlæti og tjóni menn verða fyrir
á ýmsan hátt, af fátækralöggjöf íslands, einkanlega vegna þess, að minkun og
réttinda missir fylgir vítalausri þurfamensku).
Til þess að’ gera það ljósara, að hve miklu leyti framkvæm-
anlegt er að hrinda fátækramálinu í það horf, að þurfamenn standi
í beinu sambandi við þjóðarheildina, er hentugt að liða fyrst skýrt
sundur meginorsakir þurfamenzkunnar.
Fátækralögin 10. nóv. 19?5, sýna í þessu atriði þegar í byrjun
vanhugsun og óglöggleik, þar'sem þau telja „fátækt, vanheilsu eða
atvinmuskort", meginástæður sveitarstyrks. „Aðrar orsakir“, sem
fyrsta gr. laganna telur síða&t gefa enga bendingu um aðgreining
sem bygt verði neitt á. Lögin áttu fyrst og fremst að gera eina
meginskifting milli öreiga og nauðstaddra, með öðrum orðum milli
viðvarandi fátæktar og stundarskorts. Hitt er beinlínis villandi, að
telja fátæktina sem eina af orsökum þurfamenzku, því fátæktin er
einmitt það ástand sjálft, sem á að ráða bót á. Hvorki vanheilsa
né atvinnuskortur, né neinar aðrar ástæður geta hér komið til greina
gagnvart þeim sem á efni — nema um stundarskort sé að ræða og
við hann er alls ekki átt í upptalningu styrksorsakanna í 1 gr.
þeir sem vilja komast að skynsamlegri niðurstöðu, um það,
hvað réttlátt er í fátækralöggjöf, verða vandlega að athuga, hinn mikla
mismun orsakanna til fátæktarinnar. En óhætt er að segja, að hin
nýja fátækralöggjöf vor, ríður í þessú efni svo illa og flausturslega
úr hlaði, sem unt er að hugsa sér. Menn kunna í fljótu bragði að
álíta, að fyrirmælin sjálf um skyldu og rétt þjarfa o. s. frv., geti
verið hagkvæm og viturleg, þó sundurliðunin sé ekki fullkomin í
upphafi laganna, en þegar betur er aðgætt, þá munu menn komast
að raun um, að sá löggjafi, sem ekki kann að nefna ástand né þarf-
ir fátækra réttu nafni, getur ekki séð réttri sjón, hvernig bæta á
úr þörfinni.
Nauðs faddir menn eiga heimting á hjálp þjóðfélagsins, þó þeir
séu vel efnaðir, ef þeir geta ekki notið efna sinna til lífsframfærslu,
hjúkrunar eða annara nauðsynlegrar hjálpar. ÍJtlendingar eða ferða-
menn, sem verða fyrir farartálma, slysum ö. s. frv., eiga rétt til
framlags til bráðabyrgða og þarf ekki að fara út í það hér, að öðru
leyti en því, að hin næstu stjórnarvöld eiga auðvitað að veíta slíka
hjálp fyrir þjóðfélagsins hönd.
Hinn annar flokkur hjáíparþurfanna, sem sé öreigarnir, skiftir
máli hér, og er þá að líta á, hvernig félagsvaldið stendur gagnvart
hinum ýmsu orsökum fátæktarinnarjTen sjálf verður fátæktin ekki
talin þar sem orsök, eins og þegar “er. sagt. það er hugmynda-
bringlun sem átti ekki að þurfa að koma fram í lögum vorra síð-
ustu tíma, er samin höfðu verið með svo miklum kostnaði og undir-
búningi.
Méginorsök fátæktarinnar, aldurinn (æska og elli) er ekki talin
í 1. gr. laganna. þar næst mun mega telja hér á landi vanheilsuna
og síðan sjálfsvítin. En seinast af almennustu orsökum fátæktar-
innar mun mega telja atvinnuskortinn hér í landi, því það mun fá-
gætt að fullvinnandi heilbrigður maðúr eða kona, sem vill vinna
geti ekki aflað sér viðurværis á íslandi. Að vísu eru margir þeir,
sem óvanir eru likamlegum störfum og aTHir hafa verið upp til em-
bætta eða andlegra starfa einatt bágstaddir hér, vegna þess að þeim
TUXHAM-motora
Og
beztu smurningsolíurnar
selur
LEMENTZ & CO
Þingholtsstræti 5. Reykjavík.
Skrifstofutími 10—2 og 5—7. Sími 575.
Ff
1
þykir minkun að því að ganga til algengrar vinnu, en frá laganna
sjónarmiði verður það naumast tekið til greina.
Allar aðrar orsakir fátæktarinnar heldur en sjálfsvíti, eiga eftir
reglum mannúðarinnar að veita öreigum hjálparheimild, án þess að
hann missi að neinu leyti virðing eða mannrétt í þjóðfélaginu. Með
hinni óljósu og vanhugsuðu sundurliðun í 1. gr. gildandi fátækra-
laga er svo að segja dregin slæða yfir þessa grundvallarsetning, og
veldur það ranglæti gegnum lögin endilög, sem þingmenn hafa sam-
ið án þess að skilja, hvað þeir voru að gjöra. Frh.
Pjóðstefnan.
Frh. frá 1. síðu.
Vér viljum afnema aurasýting-
inn um kostnaðinn við löggjöfina.
Slíkt er til sannarlegs niðurdreps.
Vér viljum að þingið sitji hér svo
lengi sem hagsmunir lands-
i n s heimta. Málefni vor eru í
kalda koli. Nýtt þing með nýj-
um mönnum getur gjört Islandi
þann arð með einu lagaboði sniönu
eftir þörfum landsins að kostn-
aðurinn við margra ára stöðuga
þingsetu væri ekki nefnandi.
Um afstöðu Islands nú eins og
er til annara lánda viljum vér
þegar taka það sérstaklega fram,
að vér álítum hvern þann sýna
fjandskap við Island sem leggur
til að snúast nú að skilnaðar-
stefnu frá Danmörku.
þá merking á þjóðstefna ekki
að hafa. Vér viljum halda vin-
áttu og samvinnu við Dani og
sýna konungi vorum hollustu
í öllum greinum. — En að því vilj-
um vér að þjóðin stefni, að vinna
almannafylgi meðal Dana fyrir
Iþví, að Island megi með fúsu
samþykki þeirra stig afstigi vaxa
svo að þjóð vor geti staðið sem
mest straum af málefnum sín-
um.
Hyggjum vér það að sá dagur
sé heldur ekki fjarlægur er Dan-
ir sjálfir ó s k i þessa og kemst
þá fyrst eðlileg rás á framsókn
lslendinga til menningar jafnhliða
samþegnum vorum, Dönum.
Blaðið mun gjöra nánar grein
fyrir stefnu sinni í öðrum meg-
inmálefnum landsins í næstu tölu-
blöðum.
. Þjóðstef na“
eign félags í Reykjavík, kemur út viku-
lega á fimtudögum. Verð fyrir áskrif-
endur og lausasölu hið sama (5 aur.
tölubl.) - Qjaldagi fyrir áskrifendur
ákveðst af félagsstjórn. Þó verður al-
drei krafist borgunar tyrirfram fyrir
neinn liluta árgangs, Þeir sem vilja
geta án verðhækkunar fengið blaðið
sent heim til sín innan og utan Reykja-
víkur, Adr. »Þjóðstefna« Reykjavík.
Box 374. Sími 546.
Abyrgðarmaður:
Páll Jónsson, yfirdómslögm.
PretUsm. Þ. Þ. Clemenlz — 1916
4
undir kveld hlaðnir af fiski og hvorugur mintist neítt
á það sem borið hafði við í bátnum á fiskiróðrinum.
Jóni var boðið til sætis í baðstofunni í Hlíð með
vinnufólkinu. Meira var ekki haft við hann. En öll-
um þótti gaman að honum þegar hann vildi vera kátur.
þetta kvöld var hann fremur þögull og yrti ekki á
neinn að fyrrabragði.
Heimasætan í Hlíð, Helga þórðardóttir, var fegursta
mærin í —firði. þó Hlíð stæði nokkurn spöl fyrir
ofan bæinn sjálfan gengu heimamenn þaðan stöóuglega
um kaupstaðinn og allir dáðust að Helgu, hvar sem
hún fór. Hún var há og grönn og fremur fölleit en
hraustleg og hafði þetta mjúka snið í fasi og göngu-
lagi sem kemur fram af náttúrlegu jafnvægi allra lima.
„Hvernig stendur á því að hann Jón er svona þögull
í kvöld“, sagði hún, svo hann heyrði, við föður sinn,
sem sat og gjörði við skipsblökk á einum rúmstokkn-
um. Helga leit með hálfgerðum alvörusvip á gestinn,
eins og hún hefði talað til hans sjálfs.
„Góða Helga mín, þú veist að eg er ekki altaf
jafn kátur“, sagaði Jón, áður en bóndinn gat svarað.
„Manstu ekki þegar eg var að leika mér með þér
stundum, áður en þú varðst stór stúlka, hvað þú kvart-
aðir oft yfir því að eg væri leiðinlegur ?“
„Jú, eg man það vel. Eg man svo margt og margt
sem að þú hefir sagt mér og sem þú hefir gjört. Mér
finst oft að þú sért einsog utan við heiminn®.
„Já, þá ættu menn nú ekki að treysta því vel, að
eg sé eftirtektarlaus, þegar erég í því horninu“, sagði
Jóa og hálfbrosti við.
5
Helga þagnaði við og leit á sjóinn, gegnum stór-
an giugga á baðstofugaflinum. Höfnin blasti við og
kvöldgeislarnir lituðu allan voginn í blóði og glóð. Fá-
ein þiiskip stóðu grafkyr eins og steingjörðir nökkvar
- blæjalogninu. En einn og einn smábátur iðaði á leg-
unni. það var þögn á öllum í baðstofunni. — Skugg-
i nn af sviplegum atburði, sem gat ekki gleymst, læddist
ósýnilegur milli alls þessa fólks sem fyrir stundu hafði
talað saman frá rúmi til rúms.
Helga dró andann djúpt og leit til þorbjarnar, sem
hnýtti þveng á annan fótinn og laut niður fyrir sig.
Augu hennar glömpuðu, líkast því sem henni lægi við
að tárast. Sve leit hún snögt á Jón og mætti augum
hans; hann stóð upp og gekk út, yfir pallinn og nið-
ur stiga sem lá fram í bæjargöngin.
Jón Vaski hafði fyrir langa löngu fengið viður-
nefni sitt. Hann var þá hálfiærður húsasmiður í Reykja-
vík og var að reisa grind að allstóru húsi í efri bæn-
um. Hann var vanur að hlaupa yfir bita á annari hæð
og klifra það sem aðrir hlííðu sér við að fara, og þetta
sinn gekk hann út á einn af efri bitunum og lét sig
detta beint niður, en brá um leið öxinni á bitann,
hékk á henni og vó sig síðan upp aftur. „þetta var
vasklega gjört“, sagði yfirmaðurinn, meistari Jóns,
rámur og rangeygður karl, sem margir gárungar meðal
trésmiða hermdu eftir. Upp frá þessum degi fylgdi
auknefnið Jóni jafnan. En hann gekk úr náminu áður
en hann hafði lokið því að fullu.
Hafdýrðin dró Jón út undan þökunum. Hann
gekk spölkorn austur frá bænum; þar hækkaði landið
6
nokkuð á kafla og myndaði höfða sem skýldi höfninnl
á einn veg. Jón lagðist niður í brekkunni rétt frammi
við hamrana og var einn með sínum eigin hugsunum.
þannig lá hann lengi með höndurnar spentar aftur
fyrir hnakkann. Stundum lokaði hann augunum —
stundum lét hann þau hvíla á kveldloftinu sem var
óðum að verða purpurarautt á fjallshlíðinni fyrir ofan
kaupstaðinn.
Minningarnar sóttu á hann nú sem oftar og hann
varð þá ómannblendinn og fór sfnar egin leiðir. Ör-
skamt skólaskeið á lærða veginum hafði veitt honum
ofmikla þekkingu til þess að vera ánægður jafningi
þeirra sem hann átti daglega að sælda saman við. En
hann hafði ekki náð því stigi að líta niður á þekking-
una og meta hjartalagið mest.
Og þó var Jón að upplagi einmitt einn af þeim
sem eru hneygðir til að sjá það sanna, mannlega gildi
undir lánsfjöðrum þess lærdóms sem hefir ekki sam-
lagast insta eðli mannsins.
Hann var vafalaust einn af þeim sem mundu kall-
ast ólánssamir á almanna tungu. Hann eirði, illa lang-
dvölum á sama stað. Hann var nokkuð mislyndur og
eignaðist aldrei vini heldur aðeins kunningja og fjand-
menn. Hann var fljóttekinn í ytra viðmóti en of seinn
til þess sjálfur að gefa neinum vinfengi sitt. Yfirleitt
var hann að mörgu ógóður sínum eigin hugsunum,
bæði andlega og efnalega.
Jón var bláfátækur. Fé festist aldrei við hann og
hann var mjög óstöðugur að fastri vinnu. þó var hann
listfengur á alt sem hann lagði hönd að, hagur bæði
x