Þjóðstefna


Þjóðstefna - 15.03.1917, Síða 1

Þjóðstefna - 15.03.1917, Síða 1
46. tölublað Reykjavík fimtudaginn, 15. marz 19 17 Fyrsta ást Volíaires. Sýnlshorn af „Francois de Volt- aire“, sem er ritverk eftir Ge- org Brandes, og byrjaði að koma út 18. okt. s. 1. I. Kiausturstjórinn var yngri bróð- ir hins fræga herstjóra, Duc de Vendðme, sem Saint Simon hef- ur annálað fyrir hina nöpruhæðni, sem honum var lagin, og sem jatnvel hefur náð inn í þjóðmála- glamur Holbergs, sem ásakar hann fyrir að hafa brennt og brælt „allstaðar í sínu eigin landi“. Vinir og félagar klausturstjór- ans söfnuðust ennþá saman í húsi hans umhverfis hið léttlynda kendarljóbskáld, ábótann af Chau- lieu, sem var leiðtogi þeirra í andlegu tllliti. Sjálfur bjó Chau- lieu í „Le Temple", og þangað var það sem Voltaire kom með föður sínum, þegar hann var tólf ára að aldri. Var faðir Chaulieu ábóti í Chateauneuf. í kvöldsamsætum þessara manna var óstjórnlegt drykkju- svall. þar stjórnaði Bakkus, og þokkagyðjurnar voru þar um- burðarlyndar, og þar var það, að hinum holdgranna unglingi með híð sárbeitta augnaráð fanst mik- ið til þess koma að vera með reyndum mönnumogekki óreynd- um konum. þarna sat hann nú, sem var nýskroppinn út úr skól- anum meðal prinsa og hinna hátt- settustu aðalsmanna Frakklands og töfraði þá með fyndni slnni, kringilegum hugmyndum og hinu óþreytandi glaðlyndi sínu og glettni, sem enginn þeirra átti nema hann, og hagaði sér að öllu leyti gagnvart þeim, sem væri hann jafningi þeirra. Eins og Napoleon og bræður hans, því nær hundrað árum síðar, sett- ust í hásæti Norðurálfunnar sem væru þeir til þess bornir. þann- ig umgekkst Valtaire, sem var aðeins hálfvaxinn drengur — á þessu stéttaskiftingatímabili — hina ættgöfgustu aðalsmenn Frakk- lands eins og engin spurning gæti verið um það, að hann væri jafnoki þeirra. Allir þessir aðaismenn, sem hinn ungi Voltaire var með, hlyntu að hinni meðfæddu fyrirlitningu hans á öllu því, sem ekki var í samræmi við skynsemina, óbeit hans á meinlætalifnaðinum og vel- líðunartýsn hans. Samkvæmt eðlisfari sínu hneygðist hann ekki til munaðarlífs með félögum sín- um. þessir gömlu menn, sem upphaflega höfðu safnast s^man í „Le Temple" hjá prinsinum af Vendöme, heyrðu til þeim tíma, þegar það var talið sjálfsagt að drekka hið freyöandi vín þangað til menn ultu undir borðið. það þótti engin vansæmd meðal þeirra að ganga drukkinn til sængur á hverju kvöldi. þeir tilheyrðu hinu glaða og léttúðuga föruneyti vínguðsins. Voltaire, sem sat meðal þeirra og var vígður af þeim í freyð- andi kampavíni, sem átti vel við fyndnina og glaðværðina í hinni gáskafullu unglingssál hans, var fulltrúi hinnar yngri kynslóðar, meðal þeirra, sem ekki lengur sótti andagift sína til vínsins, og ekki leitaði til þess til að styrkja eða skerpa hugsanir sínar. Hans drykkur var ekki vín heldur kaffi, sem styrkir heilann í stað þess að lina hann, kaffið, sem ekki framleiðir óákveðna drauma, held- ur hvassa sjón, sem sannleikur- inn getur ekki dulist fyrfr. Með Voltaire byrjaði samtalslistin, og fyndni hans vakti eftirtekt þegar hún heyrðist í fyrsta sinn á hin- um nýstofnuðu kaffihúsum. í Englandi voru kaffihúsin opn- uð 1669, en í Frakklandi 1671. þau þrifust aldrei á Englandi, en öðru máli var að gegna með þau á Frakklandi, því árið 1720 voru þrjú hundruð kaffihús í Paris og jafnmörg að tiltölu í öðrum frönsk- um borgum. Kaffihúsin eyði- lögðu gömlu veitingahúsin þar sem menn höfðu fyrst drukkið sig fulla og síðan lent í áflogum. Á kaffihúsunum þreifst fyndn- in, skilningurinn og sá hlátur, sem var tákn andlegra yfirburða, sem hitti, felldi og hafði áhrif á aðra, en ekki hinn hávaðasami ölæðishlátur. það hefur verið sagt um Vol- taire, að hann hafi drukkið fimm- tíu bolla af kaffi á dag til að lifa og dáið at þessum fimmtíu kaffi- bollum, sem hann drakk daglega. Að líkindum hefur lofræða sú, sem Friðrik mikli samdi um hann, eftir að hann var andaður, gefið tilefni til þessara orða, þar sem hann taiar um hve mikla fyrirhöfn hann hafi lagt á sigvið hinn síðasta harmleik sinn: „Hann vakti heilar nætur við að gjör- breyta harmieiknum, og hvort sem það nú hefur verið til þess að verjast svefni eða til þess að skerpa gáfurnar, þá drakk hann kaffi hóflaust. Fimmtíu bollar af kaffi á dag dugðu honum varla. þessi misskilningur Friðriks mikla er sprottinn af því, að þeg- ar Voltaire, skömmu fyrir dauða sinn las upp uppkast að orða- bók í hinu frakkneska vísinda- mannafélagi, þá drakk hann fimm sinnum tvo og hálfan bolla af kaffi meðan á upplestrinum stóð. En víst er um það, að kaffið var uppáhaldsdrykkur Voltaires, en ekki vín, og því síður öl. II. það er auðvelt að hugsa sér hvað hinn vandaði og heiðarlegi faðir, Arouet, hinn fyrverandi skjalaritari og núverandi háem- bætrismaður sagði um þetta iðju- lausa og ráðlausa líf sonar síns, með skáldum og höfðingjum. í stað þess að lesa lög, og búa sig undir framtíðina, fór hann að heiman fyrir hádegi og kom ekki heim fyrr en undir morgun. Yfir höfuð að tala, hagaði hann sér eins og hinn- tapaði sonur. Smásaga, sem yfir höfuð að tala, er óáreiðanleg, virðist þó hafa þann sannleika að geima, að þeg- ar hinn ungi Voltaire hafði einu sinni fengið hundrað louisdora fyrir ritsmíðar (sem hann þá á- leit mikið fé), þá var verið að halda uppboð þar sem hann gekk fram hjá. Kom hann þá auga á vagn, tvo hesta og nokkra þjón- ustusveinsbúninga. Hann keypti þetta allt saman, leigði sér þjóna, sem voru mátuiegir í búningana, lét spenna hestana fyrir vagninn, keyrði um allt nágrennið, sýndí vinum sínum sjálfan sig í allri sinni dýrð og lifði sælu lífi um daginn, unz vagninn valt um koll um kvöldið við Rue du Long- Pont. Daginn eftir varð hann að láta þjónana fara og selja vagn- eiganda vagninn og hestana fyrir helming þeirrar upphæðar, sem hann hafði keypt þetta fyrir dag- inn áður. Önnur smásaga, sem er alveg sönn, skýrir frá því, að einn dag skipaði faðir hans — sem var orðinn leiður á útivist sonar síns um nætur — að loka götudyrunum um kvöldið og af- henda sér sjálfum lykilinn. Hinn ungi maður kemur undir morg- uninn heim úr glaðværum féiags- skap, og finnur, að hurðin er harðlæst. Dyravörðurinn getur ekki gefið honum neitt betra ráð en að leita húsaskjóls með því að skríða inn í burðarstól, sem stóð í garðinum. Hann lætur sér það að kenningu verða og býr eins vel um sig og unt er á burðarstólsdýnunum, og fellur strax í svefn. Um morguninn fara tveir ungir þingmenn þar fram hjá, og koma þeir auga á Voltaire, kannast undir eins við hann, og láta, sér til skemtunar, tvo burðarsveina bera hann til kaffihússins La Croix de Malte, þar sem hann vaknar við hina lélegu fyndni gestanna og þjón- anna. III. það eru engin undur, þó gamli maðurinn að lokum ekki sæji önnur ráð til þess að losa son sinn við alia þessa æskulétt- úð en að koma honum burt úr Paris. Hann bað því hinn fyr- nefnda markgreifa frá Chateau- neuf, sem var bróðir hins fram- liðna ábóta, og hann þekkti frá fornu fari, að taka son sinn með sér sem aðstoðarmann eða fylgi- svein, þar eð svo stóð á, að markgreifinn ætlaði einmitt þáað fara sem sendiherra til ríkisþings- ins í Haag. Áður hafði hann sent þenna óstýriláta son sinn til reynzlu til Cain í Normandi, og þar hafði orðrómurinn, sem fór af honum, sem ungu skáldi, þeg- ar í stað, veitt honum aðgang, að þeim bezta félagsskap, sem sá bær gat boðið. Eftir að hann hafði dvalið þar nokkra mánuði, fór hann áleiðis til Haag. Var hann þá átján ára að aldri. í Haag var fullt af frakknesk- um flóttamönnum. það voru Huguenottar, sem höfðu flúið út fyrir landamærin til þess að kom- ast hjá trúarofsóknunum. Meðal þeirra var Madame Dunoyer, sem hafði stokkið frá manni sínum, eftir að hafa gert hann stöðulaus- an með ráðleysi sínu, og hafði hún tvær dætur sínar með sér. Dunoyer hafði verið kafteinn í hernum, þingmaður og loks yfir- umsjónarmaður yfir fljótum og skógum ríkisins t Languedoc. Madame Dunoyer var ekki ,nein fríðleikskona, en hún var ásta- gjörn, gefin fyrir æfintýri, góð- um gáfum gædd, framtakssöm og ofsafengin í skapsmunum. Hún hafði fyrst lifað nokkra hríð á Englandi af styrk, sem hún hafði náð sér í; nú reyndi hún að hafa ofan af fyrir sér í Hollandi með því, að gefa út flugrit, sem nefndist La Quintessence, og flutti svokallaðar sögur frá Paris og hirðinni. í þeim var naumast nokkurt orð satt, heldur úði þar og grúði af skrítlum, slúðursög- um og hneykslisatburðum. Elztu dóttur sína hafði hún gipt göml- um manni, en yngri dóttur stna sem hét Olympe, en hún kallaði Pimpette, hafði hún ennþá hjá sér. Olympe hafði verið óheppin t ástasökum. Einn af uppreistar- fyrirliðunum, Jean Cavalies,1 sem hafði verið yfirunninn af mar- skálknum frá Villors, hafði orðið fyrir giæsilegum viðtökum, þegar hann kom til London, og meðal annars komst hann-í kynni við Madame Dunoyer, og þegar hún komst að því, að hann ekki að- eins var peningalaus, heldur jafn- vel í miklum skuldum, þá hafði hún seit demanta þá, er hún hafði tekið með sér, þegar hún hljóp frá manni sínum, til þess að hann gæti borgað liðsforingj- unum í herfylki sínu aftur þá peninga, er þeir höfðu lánað honum. Hann trúlofaðist því næst Olympe og fékk móðurinni undirskrifað hjúskaparloforð. En þegar þau höfðu verið harðtrú- lofuð í tvö ár, hvarf unnustinn einn góðan veðurdag til Englands þar sem honum buðust betri kjör. Hinn ungi Arouet komst brátt, eftir komu sína til Haag, í kynni við Madame Dunoyer, og varð þar í fyrsta sinn ástfanginn. Und- ir eins og hann og Olympe höfðu hittst urðu þau jafn hrifin hvort af öðru, og hún lét ekki elsk- huga sinn ganga eftir sér. þau voru saman dag hvern og nutu ástarsælunnar í ríkum mæli. En hin reynda móðir hennar sá það fljótt, að hinn nítján ára gamli maður, sem þar að auki var bæði stöðulaus og tekjulaus var ekki hæfur til að verða eig- inmaður Pimpette, og samband við hann mundi aðeins verða henni til skaða og standa í vegi fyrir góðri giptingu. Jafnskjótt sem hún komst að raun um, að þau voru trúlofuð sín á milli, fór hún því tafarlaust á fund sendi- herrans, og bað hann að gera enda á þeirn kvöium, sem hinar tíðu heimsóknir aðstoðarmanns hans hefðu í för með sér fyrir dóttur sína. Markgreifinn frá Cháteauneuf afréð að gera skjótan enda á þessu máli, sumpart vegna þess, að hann óttaðist hneykslisgreinar í La Quintessence, og sumpart vegna þess, að hann var hrædd- ur um, að ríkisþingið kynni að líta svo á, að ákafi hins katólska aðstoðarmanns í því, að bindast kopu af mótmælendaflokkinum væri tilraun til heimildarlausrar trúarumvendingar; sérstaklega þar sem það var alkunna, að herra Dun- oyer var mjög umhugað um, að dóttir stn hyrfi aítur í skaut rómversku kirkjunnar. þegar hinn ungi Francois Arouet kom heim um kvöldið, var honum tilkynnt, að sendi- herrann óskaði að fá að tala við hann undireins, og tók hann þá al- veg óviðbúinn á móti þeim þrumu- boðskap, að hann ætti undir eins að snúa heim til Frakklands. það var með naumindum, að hann fékk að dvclja einum degi leng- ur í Haag, þó með því skilyrði, að hann ekki stígi fæti sínum út fyrir húsdyrnar. þrátt fyrir þetta reiðarslag, myndaðist sá ásetningur undir- eins í hans frjósama heila, að gefast ekki upp. Alla nóttina var hann að hugsa ráð sitt, og gat ekki fundið neitt betra en það, að skrifa Pimpette og stynga upp á því við hana, að þau flýðu bæði til herra Dunoyer, sem var í Frakklandi. Fyrst og fremst var allt undir því komið að tryggja sér það, að bréf gætu gengið á milli elskendanna, þenna stutta tíma, sem þau höfðu ráð á. Af sérstökum ástæðum, eru ennþá til fjórtán af bréfum þeim, sem hinn ungi maður skrifaði Olympe Dunoyer, ef til vill öll þau bréf, sem hann, yfir höfuð að tala, hefur skrifað, og þó var það innileg bæn hans, að þau yrðu brend undir eins. Móðir O- lympe, sem varsem sé bæði ágjörn og ófeilin, gerði allt, sem í henn- ar valdi stóð til að aðskilja hina ungu elskendur, og þegar bréfin voru komin í hennar hendur, af- réð hún að gera sér matúrþeim og árið 1720, eða sjö árum síð- ar, gaf hún þau út í flmta bindi safns síns „Lettres historigues et

x

Þjóðstefna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.