Þjóðstefna


Þjóðstefna - 15.03.1917, Qupperneq 4

Þjóðstefna - 15.03.1917, Qupperneq 4
þ J ÓÐ'S T E FN A Hráolmmótorinn ,Vesta‘ er sérlega góð mótortegund, sem er grandgæfilega reynd, og sem vinnur eftir „2-Takt Systemet". Mótorinn „ Vestaa þarf eriga vatnsinnsprautingu. Mótorinn „ Vesta“ hefur rólegri, reglulegri og jafnari gang, en nokkur annar mótor. Mótorinn „Vestaa eyðir minna en allir aðrir bátamótorar. Mótorinn „ Vestaa getur um lengri tíma verið í gangi án þess að vinna, og án þess að glóðarhausnum sé haldið heitum af lampa og sótar ekki. Mótornum , Vesta' fylgir 2 ára ábyrgð og er það helmingi lengra en nokkur önnur mótorverksmiðja hefur. Mótor- ana útvegar verkstriiðjan með 3 mánaða fyrirvara. Umboðsm. fyrir ísland: Magnús Guðmundsson, skipasmiður. Skipasmíðastöðin. Siærstu og fjölbreyttustu birgðir á landinu af málningarvörum — þurrir og olíurifnir og tilbúnir litir. — Allskonar lökk á hús og skip. Allskonar málningarverkfær frá þeim allra fínustu til þeirra grófustu. Distemper utan og innan húss, margir litir. Ennfremur birgðir af blakkfernis, karbolineum, tjöru stálblki, tjöruhamp (værk). Botnfarfi (á járn- og tréskip og mótorbát). Lestarrúmsmálning, (Ships Ohite Enamel). Maskínuolía, mótor-, sylinder- og lagerolía, smurningsfeiti. Segldúkur á opin skip^og mótorbáta. Mótorbátaofnar, margar stærðir, motorbátablakkir og margt fleira til mótorbátarigginga. Bátasaumur og rær, stifti og pappasaumur, allar stærðir. — Galv. slétt járn. — Logg, logglínur, áragafflar, skrúflása m. m. Globuspumpur á mótorbáta og kúttera. Lóðarbelgir, önglar og öngultaumar. Sjóföt allskonar o. m. fl. til sjávarútvegs. Allt fyrsta flokks vörur, hentugar til notkunar hér og verðið sanngiarnt Pantanir út um land afgreiddar um hæl. O. ELLINGSEN. Sími 597. Símnefni: Ellingsen Reykjavík. Prentsm. Þ. Þ. Cletnentz — 1916. VetYo-xwoVo þessi ágæti, alkunni mó- tor, sem smíðaður er í einni hinni allra elstu og helstu verksmiðju Bandartkjanna fæst af öllum stærðum (frá 3—25 hestöfl), getur verið hafður bæði innan- borðs og uianborðs og brennir bæði benzíni og steinolíu. Útgerðarmenn «* bátaeigendur! Sparið yður 200°|o á mótorkaupum yðar. Eg undirskrifaður gef ailar ókeypis- upp'ýstngar um þessa afbragðs hentugu og góðkunnu mótora Eg er aðalumboðsmaður Ferró-mótorsins á Islandi. Snúið yður munnlega eða skriflsga til mín á Lindargötu 2, Reykjavík. og þér munuð fá svar tatarlaust með öllum skýrslum sem þér óskið eftir, um verðlag pöntunarfrest, borgunarkjör og ending vélanna eftir lengri reynslu o. s. frv. o. s. frv. % Virðingarfylst. S. Kjartansson. Guitar til sölu í Vonarítræti 2. Abyrgðarmaður: Páll Jóns6on, yfirdómslögm. Gott Píanó fyrir 675 kr. frá Sören Jensen Khöfn. tekið á móti pöntunum og gefnar upplýsingar í Vöruh ísinu. L. Jensen-Bjerg. Einkasala fyrir ísland. Regnkápur fyrir karla og konur Sturla Jónsson 5 aðgreining gyðingahverfisins að miklu leytí horfin. Borgarstjórinn í hinum litla bæ vildi gjarna hafa hylli hershöfðingjans, sem hafði aðsetur sitt í gamalli hölj í efri hluta bæjarins, og svo leit út sem hann hefði samúð með hinum mildu og mannúðlegu tilskipunum hershöfðingjans. Mestur hluti bæjarins var ein löng og breið gata með húsum og sölubúðum í undarlega sundurleitri samblöndun; þar var fögur kirkja og ein höll, sem var farin að fá á sig ellimörk; í henni bjó landstjór- inn, sem jafnframt stjórnaði héraðinu umhverfis, og hermannaskýli, sem venjulega var í ein hersveit af léttvopnuðu riddaraliði. í norðurhluta bæjarins, sem lá í hallanum niður að fljótinu, var gyðingahverfið. Jafnvel í þessu hverfi, sem var þó undantekning frá aðalreglunni, álitu menn nauðsynlegt til þess að vera í samræmi við erfikenninguna, að hverfið hefði á sér fátæktarblæ, sem þó að mörgu leyti sýndi hið gagn- stæða hjá þeim gyðingum, sem ekki óttuðust, að þeir yrðu fyrir ránum. Hús Móses Gríinstein var til dæmis eins að ytra útliti og það lézt vera, nefnilega bústaður og vöru- birgðahús fyrir kaupmann, sem væri á framfaraskeiði, en sem þó ætti erfitt með að komast af. En í raun og veru var það höll með neðanjarðarbyggingum, sem var eitt af leyndardómum Czarowna og sérstakur leyndardómur eigandans, Nathan Klosstock gerði aftnr á móti Iítið til að leyna velgengni sinni, því honum datt ekki í hug, að neinn mundi öfunda sig af henni, þar eð hann varði 6 auð sínum vel og var jafn göfuglyndur og hver krist- inn maður — já, meira að segja, gekk fram úr flestum þeirra í því efni. Maður, sem er borinn og barnfæddur í ofviðra- beltinu, venst hættunni eins og menn búa óttalausir í forsælu Vesúvíusar. Sérhver maður trúir því, að allir eigi að deyja nema hann. það hafði verið allóróasamt í öllum öðrum bæjum á Suður-Rússlandi, en Nathan Klosstoch áleit altaf, að í Gzaroona væri öllu óhætt. Alt er vani og menn venjast öllu. Hamingjan finnst oft aðeins með saman- burði. Fangi, sem situr einmana i fangelsi vaknar einn morgun við það, að hundurinn hans er kominn til hans. Framvegis fær hann svo leyfi til að hafa hjá sér bækur, blómakrukka er sett inn í klefann hans, hann fær að fara út og anda að sér hreinu lofti, og hann á ekki lengur að vinna stritvinnu. Slíkum manni finnsf hann vera hamingjusamastur allra manna í heim- inum. þrátt fyrir það þó landstjórinn væri vingjarniegur við Nathan Klosstock, varð hann þó að beygja sig fyrir hinum stærri gósseigendum, og þorði ekki að láta í ljósi reiði sína þó hinir háttvirtu verndarar hans litu djarflega til Önnu dóttur hans og væru stundum nærgöngulli í orðum við hana en honum fannst við eiga. Síðari árin höfðu fáeinir gyðingar dirfst, að fengnu leyfi, að búa í hinum eiginlega bæ og í útjöðrum hans, þar sem þeir gátu séð himininn og stundað ýmsar at- vinnugreinir. Við og við urðu skærur meðal þeirra, 7 því að landstjórinn hafði leyft þeim að hafa vínstofur og veitingahús, og það var í raun og veru ekki ástæðu- laust, að leiguliðar þeir, sem lítt voru efnum búnir kvörtuðu yfir því, að gyðingarnir, sem hefðu lánað hinum vesölu Mujikum peninga, ginntu þá til að eyða lánsfénu í drykkjuskap. En hvenær sem þannig lag- aðar deilur komu upp, var Nathan Klosstoch gert við- vart og jafnaði hann þá undir eins þræturnar. Hann hafði ennfremur haft lag á því að ná hylli þeirra fáu aðalsmanna og efnaðri bænda þar í grendinni með því að hjálpa þeim á ærlegan hátt um peningalán með hæfilegum vöxtum. Hann var aðalkaupmaður alls héraðsins og verzl- aði með allskonar vörur. Hann var skipaumboðs- maður og flutti inn vörur frá því nær öllum löndum heimsins. Hann var viðkunnanlegur, hjartagóður, heiðarlegur og vel upp alinn maður, og hatði komið því til leiðar, að hinn ungi gyðingaprestur, sem hét Marcus Losinski fluttist frá St. Pétursborg og tók sér bólfestu í Czarovna, sem æðsti prestur gyöinganna þar. Hús Klosstocks var nokkurskonar Mekka fyrir far- andsala, stúdenta og betlara. Hann var þekktur hvar- vetna þar sem gyðingar búa. Kona hans, sem varð skammlíf, hafði verið samboðin honum, og Anna dótt- ir hans var fullkomin ímynd Semsniðjafegurðarinnar og hin unaðslega framkoma hennar svaraði fyllilega til nafnsins, sem hún bar. Klosstock bjó alveg við inn- ganginn í Gyðingahverfið þar sem hurðirnar fyrrum, sem lokuðu hinum þröngu,;^þtum þessa fyrirlitna þjóð- flokks, kvöld og morguíi höfðu snúist á hjörunum

x

Þjóðstefna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.