Þjóðstefna - 15.03.1917, Side 2
þjÓÐSTEFNA
galantes,“ en slepti auðvitað at-
hugasemdum þeim, sem hinn
ungi Voltaire hafði í bræði sinni
og fyrirlitningu fyrir henni, notað
um hana sjálfa. þegar maður
athugar, að upphaf allrar þessarar
hörðu meðferðar á nýtján ára
gömlum ungling, var hræðsla
sendiherrans við það, að hinn
eitraði penni þessarar móður,
mundi koma á stað hneyksli,
sem lenti á frakkneska sendi-
herradæminu, þá verður ekki
annað sagt, en að hún hafi sjálf
með framkomu sinni sannað það,
að öll hræðsla við pað, sem hún
væri vís til að gera, væri rétt-
mæt.
IV.
það er lán, að bréf þessi eru
ekki undir lok liðin, því einung-
is í þeim getum við öðlast þekk-
ingu á hinum unga Voltaire sem
elskanda, og þess utan hve barna-
legur og einfaldur hann er í ást
sinni, þar sem hann alls ekki
efast um það, að ást þessi muni
vara meðan hann lifi. það, sem
þar að auki hrífur mann, er það,
að hin unga kona, sem hann elsk-
ar svo heitt, er jafn ástfangin
og hann og jafn örvæntingarfull
yfir hinum hræðilega skilnaði, sem
yfir þeim vofir. Hvaða þýðingu
hefur það fyrir oss að þessi æsku-
ást gat ekki lifað lengur heldur
en valdboðinn misskilningur?
þessi bréf hafa því meira gildi,
sem þau eru einu ástarbréfin frá
Voltaire, sem til eru. Madame
Chátelet hafði á sínum tíma ekki
minna en átta kvartbindi af bréf-
um frá Voltaire, sem hann hafði
skrifað hennl. Eftir því, sem á-
bótinn frá Voisenon segir (Oeu-
vres) IV 181) getur varla leikið
nokkur vafi á því, að Saint-Lam-
bert hefur brent þessi bréf eftir
dauða hennar af afbrýðissemi —
eins og hann seinna brenndi bréf-
in frá Jean Jacques Rousseau.
það er auðséð, hvernig ólgar
og sýður í heila hins unga elsk-
anda 1713 fyrstu nóttina eftir að
hann hefur tekið á móti óham-
ingjuboðskapnum. Hann þarf
að fá þrjú meðmælingarbréf frá
Olympe, eitt til föður hennar,
annað til föðurbróður hennar og
hið þriðja til systur hennar, sem
var gipt; og einkum finnst honum,
sem það bréf sé með öllu ómiss-
andi. Skósmiðurinn í húsinu á að
vera bréfberinn, og á hann að vera
með skómót í hendinni til þess
að gera grein fyrir komu sinni og
látast eiga að gera við skó hins
unga manns. þar að auki á mað-
ur þessi að hafa meðferðis bréf-
miða til hans sjálfs og loks mynd-
ina af henni. Hún á að sjá um
að móðir hennar láti þetta af
hendi. Hann lítur svo á, að þetta
sé betur geymt í sínum höndum,
heldur en móður hennar, sem er
þeim svo óvinveitt. þjónninn, sem
hann sendir til hennar segir hann,
að sé sér trúr og hollur. Til þess
að geta hitt móður hennar, á
þjónninn að látast vera verk-
smiðjumaður, sem fáist við að
smíða tóbaksdósir, hann er frá
Normandi og mun leika hlutverk
sitt ágætlega. þegar Francois nú
neyðist til að kveðja hana, þá sver
hann þess dýran eið, að sýna
henni alla þá ást, sem hún verð-
skuldi. Hann kveðst vel vita, að
jafnvel hinir ótryggustu unnustar
láti sér slík orð um munn fara,
en ást þelrra sé ekki eins og
hans, byggð á fullkominni virð-
ingu.
„Vertu sæl, ennþá einu sinni,
elskan mín! Hugsaðu dálítið um
hinn óhamingjusama elskhuga
þinn, en hugsaðu ekki svo mikið
um hann, að þú verðir þunglynd,
verndaðu heilsu þína, ef þú villt
að eg haldi heilsu. Vertu mjög
gætin, brenndu bréf mitt og öll
þau bréf, sem þú framvegis færð
frá mér. það er betra, að þú
hugsir meira um sjálfa þig en
mig. Við skulum hugga okkur
við vonina um, að við sjáumst
bráðlega aftur, og látum okkur
svo elska hvort annað meðan líf-
ið endist.
V.
það dregst nokkuð, að Voltaire
leggi af stað, því að ekki var
strax hægt að útvega hæfilegt
föruneyti, sem næga umsjón hefði
með hinum unga manni; en hann
er fangi sendiherrans í nafni kon-
ungsins. Daginn eftir vill hann
reyna að sjá Olympe. það er
hægt að svifta hann lífinu en ekki
ástinni, sem hann ber til hennar.
„já, mín aðdáunarverða unnusta,
eg ætla að sjá þig í kvöld, þó það
aldrei nema kosti líf mitt“. Hann
gerir ráð fyrir að læðast dul-
klæddur út úr húsinu, hann ætl-
ar að hafa með sér vagn. þau
eiga að hittast í tunglsljósinu og
þjóta eins og hvirfilvindur til
Scheveling.
Ekkert varð þó úr þessari ráða-
gerð því beggja var allt oí vand-
lega gætt til þess. En daginn
eftir kemur hann með nýja uppá-
stungu. Hann ætlar að fara út
um gluggann um miðnætti; á sama
tíma á Olympe að fara úr rúm-
inu frá móður sinni, (hún var svo
óhamingjusöm, að hún svaf hjá
móðurinni) undir því yfirskyni,
að hún þurfi að vera ein, og hann
ætlar sjálfur að tiltaka staðinn,
sem þau hittist á. En úr þessu
varð heldur ekki neitt.
Daginn eftir er hann búinn að
finna upp nýtt snjallræði. Hún
á að senda Lisette til hans klukk-
an þrjú. þá ætlar hann að vera
búinn að útbúa böggul með
karlmannsfötum í. Ef hún hef-
ur nóg af meðaumkvun til þess
að vilja sjá vesalings fanga, sem
tilbiður hana, þá á hún að koma
í rökkrinu til hallar sendiherrans
og hann vonast eftir að fá að sjá
hana í hinu litla herbergi sínu.
Hamingjan við það að vera þræll
hennar mun þá fá hann til að
gleyma fangelsisvistinni. Og fyr-
ir öllu hefur hann hugsað; þar
eð föt hans þekkjast, mega þau
ekki sjást, og þess vegna sendir
hann með þeim kápu, sem hún
getur bæði hulið frakkann með
og svo andlit sitt. Hún á að tor-
tryggja alla, móður sína og jafn-
vel sjálfa sig, en hún á jafnframt
að reiða sig á hann hiklaust og
efunariaust. Hann mun draga
hana upp úr þeim afgrunni, sem
hún er í o. s. frv.
þetta ráð heppnaðist, og næsta
bréf hans er fullt af gleði, hrifn-
ingu og ofsakæti eins og eftir
fund tveggja ungra elskanda í
gamanleik eftir Shakspeare. þau
gleyma bæði hættunni og hinum
yfirvofandi skilnaði fyrir þeirri
sælu að mega kyssast og faðm-
ast eftir vild með algerðri leynd.
»Eg veit ekki hvort eg á að
kalla þig herra eða dömu, ef þú
ert töfrandi í kvennbúnaði, þá
ertu ektci síður aðdáanlega elsku-
leg í karlmannsbúningi, og dyra-
vörðurinn, sem ekki er ástfang-
inn í þér, álítur að þú sért ljóm-
andi fallegur, ungur piltur. Næst
þegar þú kemur, mun hann taka
mjög vel á móti þér. þú hafðir
reyndar jafnhræðilegt eins og
elskulegt útlit, og eg er nærri
því hræddur um, að þú hafir
brugðið sverðinu á götunni til
þess að ekki skyldi vanta neitt á,
að þú værir ungur karlmaður“.
það minnir mann á hin'a dul-
klæddu Vola í „Helligtrekong-
ersaften". Og í gleði sinni fer
hinn hamingjusami elskhugi svo
að tala í goðfræðilegum ljóðum
eins og þá tíðkaðist.
Og hann talar illa til guðanna
og gyðjanna, aðeins til þess að
sýna hve langt Olympe standi
fyrir ofan þau.
þetta kvöld ætlar hann að
stökkva út um gluggann og verða
þar sem hún veit í rökkrinu. —
þjónninn hans á að koma klukk-
an fjögur og sækja klæði hans.
„Bíddu mín þar klukkan fimm.
Ef eg ekki er þar, þá er það af
því, að eg er hindraður frá að
koma“.
Nei, hann sigraði allar tálmanir,
hann kom, og þau sáust ennþá
einu sinni.
Bréf hans daginn eftir skýrir
frá þeim leiðindum, að líklegt sé,
að menn hafi komist að því, að
þau fundust daginn áður. Hr. de
La Bruyére hafi verið hjá móður
hennar og líklega sagt frá öllu. Nú
er honum því allsendis ómögulegt
að sjá hana áður en hann fer, af
umhyggju fyrir mannorði hennar.
Hér eftir verður hann því að láta
sér nægja með að skrifa henni.
En hann ætlar líka að skrifa henni
með hverjum pósti undir gerfi-
nafni. Hin eiginlega utanáskrift
hans er: A. Mr. Arouet, chez M,
Aronet, Tresorier de la chambre
des comptes, cour du Palais a
Paris. Svo kemur heil röð af
ráðum, sem hann gefur Olympe
um það, hvernig hún eigi að
koma fram við móður sína; hún
skuli reyna að milda hana, aldrei
nefna hann á nafn við hana, og
leitast við að halda henni rólegri
þangað til frelisdagurinn renni
upp: „Elskaða Pimpette, fylgdu
ráðum mínum í þetta sinn og þú
skalt fá allt mitt líf að launum.
Eg lofa því að hlýða þér alltaf“.
En öll von er ekki úti enn.
Fréttirnar, sem Francois Arouet
hefur fengið, reynast ósannar.
það sjáum vér af því eina bréfi
frá ástmey hans, sem til er:
í þeirri óvissu, sem eg er í
um það, hvort eg fái að njóta
þeirrar ánægju að sjá þig í kvöld,
læt eg þig hér með vita, að það
var ekki hr. de La Bruyére, sem
var hjá okkur í gær. það var mis-
skilningur skósmiðskonunnar,sem
truflaði okkur mjög óþægilega að
ástæðulausu. Móðir mín veit
ekki, að eg hefi talað við þig, og
guði sé lof! hún heldur, að þú
sért farinn. Eg vil ekki tala um
heilsu mína við þig, því um hana
hugsa eg ekkert; eg hugsa alltof
mikið um þig til þess að eg hafi
nokkurn tíma til að hugsa um
sjálfa mig. Eg get fullvissað þig
um það, elsku hjartað mitt, að
ef eg hefði minnsta efa um ást
þína, þá mundi eg gleðjast yfir
því að vera veik; já, elsku barn-
ið mitt, lífið mundi verða mér
óbærilegt, ef eg ekki hefði þá
sælu von, að vera elskuð af þeim,
sem er mér allra kærastur í þess-
um heimi.
Gerðu það, sem þú getur til
þess, að eg fái að sjá þig í kvöld.
þú þarft ekki annað en ganga
niour í eldhús skósmiðsins, og
eg skal ábyrgjast, að þú þarft
ekkert að óttast, því Quintessens-
höfundurinn heldur, að þú sért
þegar kominn á leið til Parisar.
Jæja, ef þú villt, þá get eg feng-
ið að njóta þeirrar ánægju að sjá
þig í kvöld; og ef það ekki get-
ur orðið, þá lofaðu mér að vera
við messu í sendiherrahótelinu.
þá ætla eg að biðja herra La
Bruyére um að sýna mér bæn-
húsið; kvennfólkið er alltaf for-
vitið, og ætla eg því að spyrja
hann eins og ekkert sé um að
vera, hvort ekkert hafi heyrst af
þér enn, og hvenær þú hafir lagt
af stað. Neitaðu mér ekki um
þessa náð, elskulegi Arouet minn;
eg bið þig um þetta í nafni allra
ástúðlegustu viðkvæmninnar,
nefnilega í nafni ástarinnar, sem
eg ber til þín. Vertu sæll, elsku-
lega barn! eg tilbið þig og sver
það, að ást mín skal endast með-
an eg lifi.
Dunoyer.
Eins og sjá má af þessu bréfi,
lætur Olympe svo sem væri hún
eldri en hann; en það er þó
ekki rétt. það er auðséð, að
hún er afar ákveðin og að ást
hennar er sönn.
VI.
þau sáust ennþá einu sinni,
hinn 17. december 1713, en æ!
það var líka í síðasta sinni, sem
þau sáust á æfinni.
Að vísu eru enn þá til mjög
ástþrungin bréf frá honum til
Pimpette, meðan hann var á leið-
inni til Parisar, og vitanlegt er
það einnig, hve mikið hinn ungi
Voltaire lagði á sig, eftir að hann
kom til Parísar til þess að ná
Olympe frá móður hennar og
koma henni heim til föðursins.
En hve lítið megnar ekki nýtján
ára gamall unglingur, sem þarað
auki er öðrum háður. Og hversu
litlu fékk hann ekki áorkað und-
ir föðurvaldi og réttarfari þeirra
tíma.
Áður en hinn ungi Francois
kom tii Parisar, var svo ofsa-
fengið bréf komið á undan hon-
um frá markgreifanum frá Cha-
teauneuf, að menn mundu „ekki
leyfa sér að skrifa þannig um
stórglæpamann". þegar bréf
þetta barst föður hans, missti
hann alla stjórn á sjálfum sér og
kom því til leiðar, að gefin var
út skipun um að setja soninn í
fangelsi (lettre de cachet). Hann
varð því að fela sig þangað til
vinum hans gæti heppnast að
sefa mesta skapofsann í föður
hans. En eftir því, sem hann
skrifar Olympe, heldur hann sjálf-
ur, að faðir sinn muni fyrst senda
sig til Eyjanna (Antillerne), og að
því búnu muni gamli maðurinn
fyrst átta sig. En vinum hans
reyndist ómögulegt að fá föður
hans til að falla frá þeirri hótun
sinni að gera hann arflausan.
Meðan þessu fór fram, átti O-
lympe ekki um annað að hugsa
en að fara burtu frá Haag, jafn-
skjótt sem skipun um það kæmi
frá föður hennar: „þú elskar
mig, hjartkæra Olympe mín, og
þú veizt hve mjög eg ann þér;
vissulega verðskuldar ást mín, að
hún sé endurgoldin. . . . Ef þér
færist svo ómannlega að láta mig
missa ávöxtinn af allri minni ó-
hamingju og værir svo harð-
brjósta að verða kyr í Hollandi,
þá lofa eg þér því, að eg mundi
áreiðanlega svipta mig lífi jafn-
skjótt sem eg fengi vitneskju um
það.
VII.
Hinn harðlyndi faðir hans gerði
skjótan enda á þessu öllu saman
með því að setja þenna skáldlega
og ástfangna son sinn á mál-
færzlumannsskrifstofu. Mr Main
hafði skrifstofu sína t Rue Pavée-
Saint-Bernard, nálægt Place Mau-
bert. Bréfunum, sem komu frá
Olympe, stal hinn gamli Arouet,
en bréfum þeim, sem frá Francois
komu, stal móðir Olympe í Haag.
Unglingarnir skrifuðust enn á um
nokkra mánuði undir gerfinöfn-
um. En svo endaði hin mikla á-
stríða frá kvennhöndinni með
snöggum brest. Hún varð allt t
einu ástfangin í barnungum, að-
eins seytján ára gömlum Frakka
í Haag, sem hét Guyot de Mer-
ville, og sem varð svo þungt
haldinn af afbrýðissemi gagnvart
Voltaire, að hann tuttugu árum
síðar varð einn af hinum æstustu
ofsóknarmönnum hans.
Merville var engu hæfari til að
verða eiginmaður en Arouet.
Madame Dunoyer lagði nú þess-
vegna fram allan dugnað sinn til
þess að gipta dóttur sína. Og
áður en langt um leið, heppnað-
ist henni það, og Olympe varð
greifainna Winterfeld. En þar eð
það var einungis metnaðargirni
móðurinnar, en ckki hjarta dótt-
urinnar, sem réð giptingunni, þá
skildi hin unga greifainna bráð-
lega við mann sinn, og hvarf
aftur heim til móður sinnar, af
því að hún hafði ekkert athvarf
annarstaðar. Skörnmu síðar dó
móðir hennar 1719. Greifainna
Winterfeld yfirgaf þá Holland og
fór á fund ættingja sinna á Frakk-
landi.
því fór svo fjarri, að Voltaire
bæri nokkurn kala til hinnar
svikulu unnustu sinnar, að hann
jafnvel hjálpaði hqnni með leynd
árið 1721, þegar hann fékk vitn-
eskju um það, að hún væri í
peningavandræðum. Ailstaðar þar
sem hann síðar í bréfum sínum
minnist hennar, þá gerir hann
það jafnan með virðingu og hita.
Kringumstæður hennar bötn-
uðu síðar. Reyndar léí faðir
hennar ekki annað eftir sig en
skuldir, en föðurbróðir hennar
var aftur á inóti vellauðugur mað-
ur, og þegar liann deyði, erfði
hún hið fagra skrauthýsi hans í
Faubourg, St. Antoine og keypti
sér þar að auki jörð.
í „Viðbætinum við öld Lúð-
víks fjórtánda“ segir Voltaire, í
tilefni af baknagi La Beaumellés
um hana:
„Hún nýtur styrks frá kon-
unginum og dvelur vanalega á
sveitabýli sínu og annast þar fá-
tæklinga héraðsins. Aldur henn-
ar, hinn heiðarlegi æfiferill henn-
ar, mannkostir hennar, hin göf-
uga og fjöimenna ætt hennar og
hinir tignu menn, sem hún er
tengd ætti að vera henni nægi-