Þjóðstefna - 12.04.1917, Blaðsíða 3
KÍÍÓÐS.TEFNA
nm aifliitia komvöru og smjörlíli.
Samkvæmt heimild í lögum 1, febrúar 1917, um heimild fyrir
iandsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru
hér með sett eftirfarandi ákvæði:
1. gr.
Alian rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrís-
grjón, völsuð hafragrjón, haframjöl og smjöilíki, sem til landsins er
flutt héreftir, tekur landsstjórnin til umráða og setur reglur um sölu
á vörunum og ráðstöfun á þeim að öðru leyti.
2. gr.
Þeim, sem fá eða von eiga á slíkum vörum frá öðrum lönd-
um, ber í tœkan tíma að senda stjórnarráðinu tilkynningu um það,
svo það geti gert ráðstafanir viðvíkjandi vörunum, sem við þykir
eiga í hvert skifti. í tilkynningunni skal nákvæmlega tiltaka vöru-
tegundirnar og vörumagnið.
3. gr.
Lögreglustjórum bera aö brýna fyrir skipstjórum og afgreiðslu-
mönnum skipa, sem fiytja hingað vörur þær, er getur f 1. gr., að
eigi megi afhenda slíkar vörur móttakendum fyr en stjórnarráðið
hefir gert ráðstafanir viðvíkjandi þeim í þá átt, er að framan greinir.
4. gr.
Brot á móti ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt að
5000 kr. og fer með mál út af þeim sem um önnur lögreglumál.
5. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli.
í stjórnarráði íslands, 11. apríl 1917.
Sigurður Jónsson,
Jón Hermannsson.
’y.taísíuxJUtslióUwn et á 'y.verjisgötu W
Nærfatnaður
mikið úrval
fyrir karla og konur.
Síurla Jónsson.
„Þjóðstefna"
eign félags í Reykjavík, kemur út viku-
lega á fimtudögum. Verð fyrir áskrif-
endur og lausasölu hið sama (5 aur.
tölubl.) - Gjalddagi fyrir áskrifendur
ákveðst af félagsstjóm. Þó verður al-
drei krafist borgunar fyrirfram fyrir
neinn hluta árgangs, Þeir sem vilja
geta án ve-ðhækkunar fengið blaðið
sent heitn til sin innan og utan Reykja-
vikur. Adr. -Þjóðstefna* Reykjavík.
Box 374. Sími 546.
Alklæði
margar tegundir.
Sturla Jónsson.
Auglýsinffar
í „Þjóðstefnu“ breiðast
út til helstu heimila um
allt Island.
Utbreiðsia Þjóðstefnu
íer stöðugt vaxandi
bess vegna er hún á-
gætt auglýsingablað.
Fjerde Söforsikringselskab
er áreiðanleiðanlega það öflugasta og ábyggilegasta sjóvátryggingar
félag, sem starfar hér á íslandi.
það tekur að sér allskonar Sjóvátryggingar gegn vana
legri haettu á sjó. þegar þér þurfið að senda vörur sjóleiðis
á miili hafna á Islandi, þá vátryggið hjá þessu félagi.
það tekur einnig að sér allskonar Stríðsvátryggingar
gegn strfðshættu, Ef þér þurfið að senda vörur til útlanda þá
gleymið ekki að vátryggja hjá þessu félagi. Ef þér þurfið að senda
skip, þá vátryggið skipið, farminn og mennina.
Sönnunina fyrir því, að yður sé óhætt að vátryggja hjá þessu
félagi, hafið þér með því að vita, að þetta félag er eitt af
stærstu sjóvátryggingarfélögum í Danmörku og öfl-
ugustu í peningalegu tilliti.
Islandsbanki hér gefur félaginu beztu
meðmæli, sem sé að það sé mjög gott
og ábyggilegt (sotid) ogöllum sé tryggt
að skifta við það.
fvcSuv vattvav^vtv^ í ^slatvðLv.
Löggiltur umboðsmaður félagsins hér á íslandi er
Þorvaldur Pálsson, læknir,
Bankastræti 10, Reykjavík. Sími 334.
Alnavara.
Landsins sfærsta bezta
og ódýrasta úrval.
Sturla jónsson
17
svo ágæt meðmæli og virtist leggjá svo mikið á sig
ttl að gegna skyldum sínum, og að bæði húsbóndi
hans og æðsti presturinn voru farnir að fá traust á
honum og álitu hann góða viðbót við heimafólkið.
„Fyrirgefið*, sagði æðsti presturinn, um leið og
hann gekk fram að dyrunum, dró hið þunga dyratjald
til hliðar þar sem Arnos Negrusz var nýgenginn út,
staðnæmdist þar lítið eitt og hlustaði, „eg skal undir-
eins gefa ykkur skýringu*.
Klosstock leit spyrjandi til dóttur sinnar, sem tók
í hendina á honum; hann kysti hana og hún hallaði
höfðinu á öxl hans.
„þessi Arnos fellur mér ekki í geð“, sagði æðsti
presturinn í lágum hljóðum.
„Ekki mér heldur“, bætti Ferrari við.
„Nú, hvað hefir vesalings pilturinn gert*, spurði
Klosstock. „þú hefir altaf, sonur minn, álitið hann
bæði góðan og nýtan mann“.
„Já, það hefi eg gert“, svaraði æðsti presturinn.
„það var fyrst í dag að eg hef fengið vantraust á hon-
um og fyrst í kveld sem eg hefi orðið hræddur við
hann“.
„Hræddur við hann“, hrópaði Klosstock, „get eg
trúað eyrum mínum?“
„Hvaðan er hann“, spurði ítalski maðurinn.
„Frá Elisabethgrad“, svaraði Klosstock.
„Hefir nokkur áreiðanlegur maður mælt með
honum?“
„Já, svo er víst“, svaraði Klosstock. — „það hefir
Chane kaupmaður g*rt“.
18
„Datt mér ekki í hug“, sagði Ferrari. „þekkir
þú Chane kaupmann?“
„Eg hefii aldrei talað við hann“, sagði Klosstock,
„en af orðróm veit eg það, að hann er einn af þeim,
sem maður getur reitt sig á, og hann er mjög vel efn-
um búinn*.
ítalinn sagði ekkert en gekk fram og aftur um
gólfið unz hann staðnæmdist við dyrnar eins og hann
væri að hlusta eftir fótataki.
„þekkir þú hann“, spurði æðsti presturinn.
»Já“.
„Eg er hræddur um að skýin séu farin að dragast
saman yfir okkur“, sagði æðsti presturinn, „en ef við
erum varkárir, getur verið að óveðrið skelli langt frá
okkur. Eg hef verið varkár í orðum i kvöld til þess
að þjónn þinn fengi ekki veður af viðvörunum, sem
eg hef fengið frá áreiðanlegum vini í St. Pétursborg
fyrir fáeinum klukkustundum*.
„Eru þær viðvíkjandi hinum nýja landstjóra*, tók
Ferrari fram í fyrir honum.
»Já“, sagði æðsti presturinn.
»Já* eg get ekki annað en staðfest þær. Og eg
hef lika verið svo varkár í orðum vegna þess að eg
hef haldið að þessi Arnos væri annar en hann sýnist
vera“.
„það er ætíð gott að vera aðvaraður í tíma“, sagði
æðsti presturinn. „Nýi landstjórinn er á leið tii Czar-
ovina. það cr ekki ómögulegt, að við getum gert
hann hlyntan okkur. Eg veit, að það stendur í bans
valdi að gera tilveru okkar aumlega eins og bræðra
19
okkar í Kiev. Að óveðrið hefir ekki skollið á okkur
enn, er sérstökum ástæðum að þakka. Hönd ofsókn-
anna hvílir þungt á bræðrum vorum alt umhverfis oss“.
„það er bræðrum vorum að miklu leyti sjálfum
að kenna. þeir eru dýrir á vörum sínum, og nota sér
neyð kristinna manna; þeir gjöra engum gott fyrir ut-
an takmörk gyðingahverfisins; þeir gleyma því, að guð
hefur skapað okkur alla.“
„þeir muna,“ sagði Ferrari, „að kristnir menn hafa
troðið þá undir fótum, þeir muna, að *þeir hafa öldum
saman verið ofsóttir með báli og brandi af kristnum
mönnum, og að þeir jafnvel á vorum tímum, sem eru
þó taldir mannúðlegir og menningarríkari, og sérstak-
ega í ríki Czarsins, er enn þá fórnardýr harðstjóralög-
gjafar, sviptir frelsi og réttlæti og dæmdir til að kyssa
á vöndinn, sein þeir eru barðir með. Nei, faðir minn
álasaðu þeim ekki þótt þeir hefni sín.“
„Eg álasa þeim samt sem áður, sonur minn,“ sagði
Klosstoch, „og eg vil benda bæði þeim og þér á Czar-
ovna, sem sönnun þess hve mikið gott sprettur af um-
burðarlyndinu.*
„Umburðarlyndinu!" hrópaði ítalinn í hásum róm.
„Chane kaupmaður er víst umburðarlyndur maður? —
En þey — við gerum vora góðu ungu húsmóðir
hrædd.“
„Eg hefi þegar sagt Önnu nokkuð af þessu öllu
saman,“ sagði æðsti presturinn, „við erum vön að tala
frjálslega saman um margt, sem annars liggur fyrir ut-
an hið kvennlega svæði.“
Anna hallaði sér fastar upp að föður sínum og