Fósturjörðin - 01.07.1911, Síða 1

Fósturjörðin - 01.07.1911, Síða 1
Ur. 1. Reykjavík, 1. júlí 1911. 1. árg. Blaðfyrirtœki þetta, er tileinkað minningu JÓNS SIGURÐSSONAR forseta og föðurlandsvlnar; og er til þess stofnað á 100 ára afmælisdegi hanns þann 17.júníl9U. Hann ávann þjóðinni frelsið. Vér viijum hvetja hana til að njóta þess alment. ■ ————■. ................................................................- ' ............— ■■ ■■ ----1 I-L.Í--1— J!!-U-i!gggW Fón Siqurðsson J *J er viðurkendur að hafa verið, sómi íslands, sverð þess og skjöldur. Hann varði lífi sínu til þess, að frelsa T þjóð sína úr útlendri einveldis-ánauð; til þess að hún gæti verið frjáls og mentuð og sæl og sjálfstæð þjóð, — í heild sinni, farsœl þjóð. — En ekki til þess, að hún misbeitti frels- inu né vanrækti það, til þess að stofn- setja innlendan aðal úr minni hlut- anum, til þess að kúga meiri hlutann, eftir rússneskri fyrirmynd. er lífsins óhjákvæmilega skilyrði. Án frelsis, getur engin framkvæmd, engin sönn menning eða lífs unaður átt sér s að. En jafnframterfrelsiðsvo viðkvæmt, og hættulegt í meðferðinni, að það bæði deyðir og deyr; þegar því er mis- beitt. - Þegar það fer út yfir sín réttu takmörk, — siðferðis- og mannúðar- takmörkin. — Þegar það fjarlægist jafnréttistakmarkið, á hvora hlið- ina sem er Frelsi, bundið jafnréttis takmörkun, er öllum mönnum heimilt og nauðsynlegt.— F.n ótakmarkað frelsi er voði, sem hefir engan rétt á sér. jffœru landsmenn, konur og karlar! Þannig ávarpar yður, hin íslenska þjóð, lítill hópur alþýðumanna og kvenna, í og umhverfis Reykjavík, sem kallar sig Menningarfélagið . Um tilgang þess má lesa hér á öðrum stað. Hér með birtist yður nýtt blað, í viðbót við þau tiltölulega mörgu sem fyrir eru í landinu. Vér ætlumst til að það verði, svo sem föng eru fram- ast til, gott og siðlegt og þarflegt blað, og vér treystum öllu góðu fólki til þess, að styðja að því eftir mætti, að svo megi verða. Tilgangur þessarar blaðstofnunar er ekki sá, »að krækja alla hlykki á almanna leið«, eftir því aðeins, hvaðan vindurinn blæs; né heldur sá, að trufla og æsa fólkið, til fylgis við fáeina valdaþyrsta klikkuhöfðingja, með rógí, lygum og rangfærslum, í þeirri lúalegu trú, að fólkið sé nógu heimskt og þekkingarlaust til þess að láta leiðast í blindni, með slíkum meðölum, eins og skynlausar skepnur, til þess að fela vissum mönnum, öllum öðrum fremur, en skilyrðalaust þó, takmarkalaust umboð til að fara með löggjafarvald og fjármálavald þjóðarinnar, eftir þeirra óháða eigingjarna vilja. En þar á móti er tilgangur blaðs þessa sá, að ræða almenn mál þjóðar vorrar, á sannleikans og jafnréttisins grundvelli, með menning, réttindi og hagsmuni almennings fyrir augum, eftir ákveðinni stefnuskrá, sem lesa má í þessu fyrsta númeri blaðs vors. Vér lítum svo á, að eins og takmarkað vald er óhjákvæmilegt til allra framkvæmda, og getur verið hættulaust, séu takmörkin rétt, svo sé ótakmarkað vald eða einveldi, vanalega hættulegt; og eins og hér stendur á, einnig óþarft, svo framarlega, að þjóðin sé nú þegar á því menningarstigi, að hermi beri nokkurt borgaralegt vald yfir sínum eigin sameiginlegu málum, sem vér viljum ekki efa. En ótakmarkað umboð er einveldi. Takmörkum því einveldi þjóðfulltrúa vorra, svo að þeirgeri oss ekki skaða og óvirðingu, en vinni þjóðarheildinni það gagn, sem þeir geta. Til þessa, hafa stjórnmálaleg réttindi þjóðarinnar alment, komið aðallega, og að heita má eingöngu, fram, í valinu um nöfn manna og flokka, eftir skoð- unum þeirra um einstök sameiginleg mál vor við Dani; — rétt eins og skoð- anir manna, svo þingmannanna sem annara, um al-innlendu málin, hafi enga þýðingu og komi almenningi ekkert við. — Er ekki slíkt einkennileg | pólitík? — Jú, líklega alveg einstakleg fyrir oss, svo tiltölulega stjórnfrjálsa þjóð sem vér erum nú, að því er snertir samband vort við Dani. Afleið- ingarnar eru nú þegar komnar á daginn, og það enda fyrir löngu, þó mest beri á þeim nú i síðustu tíð. — Og hvar eru takmörkin, fyrir skaðræðis afleiðingum af slíkum stjórnmála-barnaskap í framtíðinni, ef ekkert verður aðgert nú þegar, til að afstýra því? — Það er víssulega orðið alt of seint. En betra seint en aldrei. Og skoðun vor er sú, að þjóðina varði mikið meira um það, hvað valdhafar hennar gera, heldur en það, hvað þelr helta; og að þjóðin hafi ekki að eins rétt, heldur einnig skyldu, til að setja gjörðum þeirra þau takmörk, sem nauðsynleg eru fyrir sameiginlega heill þjóðfélagsins. Fyrsta mál á dagskrá vorri verður því: Takmðrkun einveldislns. — Takmörkun fulltrúavaldsins, er vér köllum einveldi, af því að fulltrú- arnir (eða meiri hluti þingsins), ráða einir lögum og lofum þjóðarinnar, sem einn maður; að mestu leyti, án tillits til vilja almennings, og án viðleitni til að vita um vilja hans svo að segja í nokkuru.

x

Fósturjörðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.