Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 2

Fósturjörðin - 01.07.1911, Blaðsíða 2
2 FOSTUKJÓRÐIN »FósturJ6rðín«, er nafn það sem vér .veijum þessu Haði voru. Oss virðist það fagurt nafn, um leið og það á að mirina á tilgafig blaðsins, sem er sá, að vinna fósturjörðinni alment gagn, eri ekki aðeins eða aðal- lega neinum vissum, fámennum stjórnmálafokki. Stærð blaðsins, er ætlast til að verði alt að 52 tölublcð í þessu broti, u árið, eða meira, ef vel gengur.— Og verð þess, 3 kr. árgangurinn (hver 52 tölublöð) innanlands, en 4 kr. erlendis. Þó fá meðlimir félags vors blaðið fyrir 2 kr. árstillag sitt, hversu stórt og dýrt sem blað vort kann að verða í framtíðinni. Aðgang að félaginu hafa allir, konur sem karlar, 15 ára ög eldri, um alt þetta land, með sömu skyldum og réttindum, ef þeir unna tilgangi þess af alhug og einlægni, og eru ekki því háðari stjórnmála- flokkunum hér. Hver, sem sendir oss áritun sína, fær blaðið til sín sent reglulega, gegn loforði um að borga það á réttum tíma, eða fyrir 31. desember ár hvert. Uppsögn bundin við árgangamót (og skilvísa borgun), en tilkynnist með 3. inánaða fyrirvara. Hver sem vill verða meðlimur félags vors, eða vill vinna að útbreiðslu þess og blaðs vors, geri svo vel, að senda oss íilkynningu um það sem allra fyrst. Einnig er oss kært, að fá vel samdar greinar um aimenn mál, til byrtingar í blaðinu; og viljum vér borga sanngjörn ritlaun fyrir slíkar greinar, svo fljótt sem efnahagur vor (það er, biaðsins) leyfir það. Þessi blaðstofnun, er með leyfi að segja, sú fyrsta og eina, sem hefir átt sér stað hér á landi, með þessari, eða þessu líkri stefnu. Flest eða öll blöðin hér, hafa auðvitað verið stofnuð í góðu skyni, — »til skemtunar og fróðleiks« etc., hversu sem þau hafa reynst; og ýmislegt má eflaust segja gott um þau öll, með gildum ástæðum. Og mörg hafa þau, ýmist bar- ist, eða látist berjast, fyrir þjóðrétti vorum gegn Dönum, eða fyrir jafnrétti voru við Dani. Og árangurinn er þegar mikill og þakka verðúr í heild sinni, þótt hann sé fremur lítill nú síðustu árin, til móts við tilkostnaðinn ; með því, að sú svo kallaða frelsisbarátta vor, hefir ekki ávalt verið nógu einlæg og óeigingjörn, þó útyfir taki nú hin síðustu árin. En að svo rriklu leyti, sem sú frelsisbarátta vor, hefir annars verið réttmæt, þá hefir hún þó ávalt verið aðeins útávið, en alls ekkf innávið. — Aðeins gegn útlenda vald- inu (sem nú er að mestu leyti úr sögunni, og að miklu leyti fyrir áhrif oss óviðkomandi viðburða); — en alls ekki gegn innlenda valdinu, sem þó get- ur orðið ekki síður hættulegt en það útlenda. Því að, sé það satt sem skáldið segir, »að enginn verði frjáls, þótt fari feikna hring í tjóðurbandi,« þávirðistauðsæt;,að stytting tjóðurbandsins sé næsta lítils vert frelsis-skilyði. Enginn taki þo orð vor svo, að vér ömumst við innlenda valdinu löo-- gjafarvaídi alþingis, eða þjóðfulltrúa vorra, né framkvæmdavaldi landstjórn- i arinnar, nema að því leyti, sem því valdi er misbreitt, gegn vilja og hags- munum þjóðarinnar almenní. Og hvar eru takinörkin fyrir misbeiting þess | valds, e.ftir því sem áhorfist nú, og verið hefir; á meðan þjóðin sjálf, setur í því valdi engin takmörk, hefir engan sameiginlegan, þroskaðan vilja, néheimt- ar neina tiltekna stefnu í aðalmálunum? Sú trygging er auðvitað engin, og enn síst á meðan að fulltrúa valið, miðast aðallaga eða eingöngu við flokka- | rig, eða ofsafullan ágreining um þau ein mál, sem varða hag þjóðarinnar | úiávið aðeins, og á meðan ekkert er gert til þess, að vekja og hvetja þjóð- ina, til að láta það ástand til sín taka frekar en hingað til. Allir ættu því að sjá, að þessi biaðstofnunar- og félagsstofnunar tilraun vor, er ekki aðeins : í íuilri heimild gerð, heldur er hún beinlínis lífsskilyrði þjóðarinnar, eins j og hér stendur á. Hún er að voru áliti, það skylduverk, sem enginn íslend- ! ingur iná leiða hjá sér að styðja með alhug og einlægni. Jafrirétíi og menning alnienning",, er liugtak, sem hefir vald yfir oss, og vér unnum því af hjarta, og viljuin fá alia til að unna því með oss, því aó vér þykjumst vita, að það leiði til farsældar fyrir alla. Oss fullnægir ekki að sjá og vita, að aðeins fáir séu frjálsir og sælir, vér viljum að þeir séu sem flestir og helst allir. Og þótt vér vissum fyrir víst, að vér áork- uðum litlu í því efni, þá mundi það ekki hindra oss að heldur, með því þá líka að vér vitum það, »að ávalt vinnst eitthvað þá að er verið.« - »En þó að vér komumst ei hálfa leið heim, þá heilsum vér glaðir vagn- inum þeim, sem eitthvað í áttina líður.« Jafnrétti og menning, er því aðal markmið stefnu vorrar. Ekki úrelt og einhæf þulufræðsla, innan fjögurra veggja fyrir utan lífið; heidur sönn menning, lifandi, siðleg og framkvæmdarsöm, almenn menning, sem sam- rýmist almennri nauðsyn, og gagnast verulega öllum, og í öllum lifsins kringumstæðum, til þess að geta lifað sómasamlegu lífi, á eigin ábyrgð og á eigin kostnað. Slíka tegund almennrar menningar viljum vér hefja, með þessu fyrirtæki voru, samhliða jafnrétti - og jafnaðar kenningunni. - Að gera daglega lífið, eða samvinnusvið aiþýðunnrr, að öflugum, almennum og ódýrum, menta- eða menningarskóla, þar sem allir megi, með sameiginleg- um skyldum og réttindum, starfa og njóta og lifa. Vér erum sannfærðir um, og trúum því af hjarta, að betra málefni en þetta, hafi aldrei komið til orða á þessu landi; og þessvegna er það, að vér treystum hjartanlegri og altnennri hluttöku landsmanna, til stuðnings þessu alþjóðar fyrirtæki voru. ,JóstttY\«?axxtttt«. Samkvæmt tilgangi Menningarfélagsins (3. gr,), sem er útgefandi blaðsins »Fósturjörðin,« þá skal stefna þess blaðs vera á þessa leið: 1. Að reyna til, að hefja stjórnmála- meðferð landsins, til sæmdar ogdreng- skapar, uppúr foræði flokkadráttar og svívirðingar, svo að hún spilli ekki eðli þjóðarinnar, eða valdi því, að hún hætti að bera virðingu fyrir lögum og löggjöfum landsins. 2. Að reyna til, að breyta stjórnmála- stefnu og fjármálastefnu landsins, með nokkurri takmörkun fulltrúa- valdsins, af hálfu alþýðunnar, í það horf, sem best tryggi eftir atvikum, jafnrétti almennings og framtíðarvel- ferð þjóðarinnar í landinu, bæði menningarlega, fjárhagslega og sið- ferðilega; eftir þeirri meginreglu, að allir menn hafi af hendi náttúr- unnar, meðfæddan sama rétt til lífs- ins gæða á þessari jörðu, með því eina skilyrði, að þeir geri skyldu sína hver í sínum verkahring, eftir ýtrasta megni. — — Og, að þrátt fyrir hinn óendanlega mismun mann- anna, að því er snertir andlegt og líkamlegt atgerfi, — sem þó gæti, með samræmilegu og menmlegra uppeldi, verið minni en hann er, — þá beri þó öllum, hinn sami rétt r til að ráða yfir sjálfum sér og | sínum sérstöku eignum, og að ! réttri tiltölu, yfir sínum sameiginlegu j málum og eignum, með því sjálf- sagða skilyrði, að ásælast ekki né j skerða samskonar réttindi annara ; manna í neinu. En þó með þeim takmörkunum, sem ómótmælanlega j eru nauðsynleg, fyrir sameiginlega j velferð viðkomandi mannfélags eða i þjóðfélagsheildar, samkvæmt óháðu I áliti og vilja, öflugs meiri hluta heild- j ar þeirrar sem hlut á að máli. 3. Að reyna til, að vekja og hvetja þjóð- ina alment, til hugsunar og samræmi- legra afskifta, um sín sameiginlegu mál. Og að innræta henni virðingu fyrir sinum eigin borgaralegu rétt- indum; ogfyrirsameiginlegum mann- réttindum, eða jafnréttis kenning- unni, svo í löggjöfinni og stjórnar- ; farinu, sem í daglegri sameign og viðskiftum. 4. Að vinna að því, að fresta öllu þrasi um persónusamband eða skilnað við Dani, og hið fyrirliggjandi sambands- lagatrumparp, fyrst um sinn, En, að vera við því búin, að sæta hent- ugu tækifæri til þess síðar, með Ijúf legri samvinnu á báðar hliðar, að tryggja bróðursamband vort við Dani, með nýjum sambandslögum, er þjóð vor, eftir rólaga og nægi- leg langa íhugun, geti, æsingaiaust fællist á, með miklum meiri hluta; er samin sé á jafnréttis grundvelli, og sem tryggi oss, ót víræðlega, sögu- leg og náttúrlegsérréttindi vor, til sjós og lands.— Og,ístað þess, að þreyta lengur deilur, uppá svo óvissan og fjarlægan árangur, sem þar getur kom- ið til gnina, þá leggjum fram- vegis, aðal-áhersluna á inn- lendu málin; og hagnýtum oss fengið frelsi, til að efla andlegar, líkamlegar og fjárhagslegar framfarir vorar, eftir föngum. — Vonandi, að flokkarnir geti þá mæzt á röksemd- anna grundvelli, þegar þrætueplið er af þeim tekið. Nýar kröfur. Fyrsta málið á dagskránni er val fulltrúanna og takmörkun valds þeirra. Það sem fyrst liggur fyrir, og leggja verður aðal áherzluna á nú þegar, er að ráða, að svo miklu leyti sem mögu- legt er, úrslitum alþingis kosninganna næsta haust. Það er óhjákvæmilegt, sem það allra fyrsta og helsta af öllu því nauðsynlega. í því, verðum vér allir að vera einhuga og samtaka, ef duga skal. Og í því verður þjóðin helst öll, að vera samtaka, að svo miklu leyti sem hún vill fallast á réttmæti stefnu vorrar, og gera skyldu sína; sem ekki ætti að þurfa að efast um. Þjóðin mun líka vera sannfærð orðin um, að stjórnmála- flokkunum hér, sé alls ekki treystandi fyrir svo ótakmörkuðu valdi yfir lög- gjöf og fjármálum landsins, sem þeir hafa haft með höndum til þessa; þó flestir trúi öðrum, hinum fremur. Enda er óþarft og rangt, að veita nokkurum mönnum svo takmarkalaust einveldi, þótt valdir séu, og talsvert betri, en samsvar- ar þeim vitnisdurði, sem flokkarnir gefa hvor öðrum; — samanber sögurnar um »Kjötpottinn« og »Hvalfjöruna miklu* o. fl. á hvora hliðina sem er. Og þó að sumt, sé ef til vill ýkt og rangfært í siíkum sögum, þá er þó því miður, alt of mik; att í þeim, auk alls þess, af líku tag', sem þar er ótalið. Það er því sannarlega full gild ástæða til þess, fyrir þjóðina að setja valdhöf- um sínum þau takmörk, sem föng éru á, og nauðsynleg eru til þess að afstýra slíku gjörræði og glæfra bralli í fram- tíðinni. — Um það eru líklega flestir samdóma. Út í það skal ekki farið hér, að dæma á milli þesaara stjórnmála 'lokka vorra, þótt þeir séu talsvert ólíkir að ýmsu leyti; meðal annars af því, að þeim er einmitt svo margt sameiginlegt sem mið- ur fer. í þess stað, verður aðalviðfangs- efni vort í þetta sinn, að vera það, að ^ framsetja kröfur vorar um hin nauðsyn- legu takniörk, öldungis alment, án tillits til allra flokka og alls, nema aðeins þess, sem tryggir velferð þjóðarinnar. En þær kröfur vorar eru á þessa leið

x

Fósturjörðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.