Elding


Elding - 01.01.1901, Síða 4

Elding - 01.01.1901, Síða 4
4 ELDING. ból á þessu landi, sem varð höfuð- staðurinn, en ekki Þingvellir. I. Það var fyrst eftir að komið var fram á 18. öld að menn tóku alvar- lega að hugsa um að koma á fót kaupstöðum og stofna til höfuðstað- ar á íslandi. En það var ekki Reykjavík, sem mönnum varð fyrst fyrir að nefna, þegar um þetta mál var að ræða. Hugurinn stefndi í alt aðrar áttir. Þannig hentu sum- ir á Hafnarfjörð, t. d. Arni Magn- ússon og Páll Vídalin, líklega mest af því, að sá verzlunarstaður lá rótt undir handarjaðrinum á stiftamt- manninum, er sat _á Bessastöðum. Aðrir slóu upp á Oddeyri, t. d. Jón Jakobsson sýslumaður, faðir Jóns Espólíns. Það var heldur varla við að búast, að Reykjavík eða Hólmur- inn, sem verzlunarstaðurinn þá var kallaður, væri þar til nefndur, því hans gætti frernur lítið sem verzlun- arstaðar, og þjóðlífsstraumarnir höfðu valið sér aðra farvegi. IÞað varupp- haflega í raun og veru tilviljuninni að þakka, að þessum verzlunarstað óx svo fiskur um hrygg, að hann síðar þótti svo sem sjálfkjörinn til að vera höfuðstaður landsins. I byrjun 18. aldar var það engin tilkomumikil eða glæsileg sjón, sem blasti við áhorfandanum er hann leit ofan af Oskjuhlíð og niður til vík- urinnar. Nokkur léleg bæjarhús og óséleg kot til og frá á stangli nið- ur við sjóinn og uppi i kvosinni, með illa ræktuðum grasblettum umhverf- is, var alt, sem þar gat að líta. Þess- ir litlu gróðrarblettir voru umkringd- ir af berum holtum, blásnum mel- um og hálfgröfnum mýrum með mó- hraukum til og frá. Niðri í kvos- ínni, milli tjarnarinnar og sjávarins, stóð bærinn Reykjavík með 8 hjá- leigum í fylkingu umhverfis. Hjá- leigurnar voru Landakot, Götuhús, Grjóti, Melshús, Hjáleiga (nafnlaus, heima við bæinn), Stöölakot, Skálholts- kot og Hólakot. Grannbæirnir voru Arnarhóll, með hjáleigunni Litla Arnarhól, fyrir austan lækinn, og Hllðarhús, með hjáleigunni Ananaust- uui, og Sel fyrir vestan kvosina. Eyr- ir Hlíðarhúsalandi lá Orfirisey eða Effersey, er áður fyrri hafði verið á- föst við land, en um þessar mundir aðeins tengd við það um fjöru með grandanum eins og nú. Þar stóðu bæjarhús og 2 kot, og enn fremur verzlunarhúsin, sem voru alt annað en ásjáJeg. Höfðu þau endur fyrir löngu verið flutt þangað úr hólma þeim, er þau áður höfðu staðið, og kallaður var Grandhólmi. Hann lá milli Akureyjar og lands, en var nú rofinn af sjávargangi fyrir löngasíð- an og stóð ekki upp úr nema um fjöru. Af hólma þessum dró verzl- unarstaðurinn nafn. Höfnin eða skipa- lagið hafði þá verið á víkinni, sem er innilukt milii Eyðis á Seltjarnar- nesi, Akureyjar og lands að innan- verðu. Hefur þar varla getað verið tryggilegt skipalægi í vestanáttum, enda var nú búið að flytja það á þann stað, sem nú er höfnin í Reykja- vík. (Frh.). Ur bænum. Skarlatsóttin breiðist óðum út i Reykjavík. I jólavikunni hafa bæði börn og fullorðnir sýkst á nokkrum stöðum í bænum, þar á meðal hjá bæjarfógeta og Haldóri Jónssyni bankagjaldkera. Eramfarafélagshúsið er orðið fult af sjúklingum, og er því eigi hægt lengur að einangra sjúklingana nema heima í sjálfum í- búðarhúsunum. Úr þessu er líklegt að sóttin breiðist víðar út um bæ- inn, þrátt fyrir allar ráðstafanir og varúðarreglur. Sjónleikar. í jólavikunni hefur „Leikfélag Reykjavíkur11 leikið nýj- an leik eftir þýzkan höfund, Her- mann Sudermann. Leikurinn heitir „Heimkoman11, og er bæði að efni til og meðferð höf. á því einkar til- Jtomumikill, enda hefur hann verið leikinn víðsvegar um lönd og hver- vetna þótt mikið til hans koma. Hér hefur hann verið prýðisvel sótt- ur það sem af er. Aldamótagildi. Laugardagskvöldið 29. des. hélt Stúdentafélagið alda- mótasumbl í sal þeim er „Glymjandi“ nefnist, í „Báru“-búð við Tjörnina. Yoru þar saman komnir ýrnsir af meðlimum félagsins bæði eldri og yngri. Var fyrst snætt, en þar næst drukkið kappsamlega full hinnar liðnu aldar í dýrum veigum, Að öðru leyti skemtu menn sér með söng og ræðuhöldum. Var meðal annars sungið nýtt gamankvæði eftir Einar Benediktsson, er nefnist „Skarlatsvís- ur“. Aldamótahátíðarinnar verður ítar- lega minst síðar. Rithöfundar og bókáútgefendur, er óska þess að nýrra rita sé getið í blaðinu, verða að senda þau til rit- stjórans. Eendin til manna út um lan.ci. t>ar sem fleiri menn í sveit eða kaupstað ætla sér að gjörast áskrifendur að blaðinu, væri heppilegast að einn tæki að sér pöntun blaðsins fyrir alla, og fær hann þá 20% af andvirðinu í ómakslaun. mörg ár þjáðist ég af taugaveikl- Jjf un, höfuðsvima og hjartslætti, var ég orðinn svo veikur, að ég lá í rúminu samfleytt 22 vikur. Ég leitaði ýmsra ráða, sem komu mér að litlum notum. Ég reyndi Kína og Brama, sem ekkert bættu mig. Ég fékk mér því eftir læknis ráði nokkur glös af I. Paul Liebes Malt- extrakt með kína og járni, sem kaupm. Björn Kristjánsson íReykja- vík selur og brúkaði þau í röð. Upp úr því fór mér dagbatnandi. Ég vil því ráða mönnum til að nota þetta lyf sem þjást af líkri veiklun og þjáð hefur mig. Móakoti i Reykjavík 29 des. 1900. Jóhannes Sigurðsson. r s < 1 < < < < ! » PáMltoizar i og margar fleiri tegundir kranza | fást fyrir lágt verð hjá frú | Steinunni Breim Lækjarg. 6. ■ í t * Dömukjóla, telpukjóla og drengjaföt saumar frú Steinunn Briem Lækjarg. 6. Allt eftir nýjustu tízku. 1 1 • Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónsson, oaud. phil. Fé! agsprentsmið.j an.

x

Elding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.