Elding


Elding - 03.02.1901, Síða 2

Elding - 03.02.1901, Síða 2
ELDING . Bjarni Sæmundsson cand. mag.: Hafið. Þórh. Bjarnarson: Hvað má gera til að prýða Keykjavík? Einar Benediktsson: Siðalög og réttur. Dr. J. Jónassen: Líkamshitinn. Haldór Jónsson : Ferð erlendis. Þórh. Bjarnarson: Páfinn á vorum dögum. Eiríkur Briem: Sólkerfið. Jón Jakobsson bókavörður: Mælska. 1897— 98. Guðm. Björnsson: Um berkla. Yilhjálmur Jónsson cand phil.: Um skáldskap Hannesar Hafsteins. Jón ólafsson : Um verzlunarfrelsi og verndartolla. Indriði Einarsson : Um nokkrar breytingar á landshögum. Bjarni Jónsson cand. mag.: Verði ljós. Hjálmar Sigurðsson kennari: Um ljósaskiftin miklu. 1898— 99. MyDdir sögul. og landfræðil. með skýringum. Ólafía Jóhannsdóttir: Frægust kona þessarar aldar. Guðm. Björnsson: Áfengi. Guðm. Magnússon prentari: Um sjónleiki. Jón Olafsson: Dýrasegulmagn og dáleiðsla. Friðrik Friðriksson stud. theol.: Færeyjar og Færeyingar. Magnús Magnússon B. A.: Há- skólalíf í Cambridge. Dr. Jón Dorkelsson yngri: Ymis- legt úr sögu íslands. Myndir sögul. og landfræðil. með skýringum. J 899—1900. Helgi Pétursson cand. mag.: Um náttúrufræði. Þórh. Bjarnarson: Landið helga. Sig. Pétursson verkfræðingur: Um neyzluvatn og fráræzlu. Jón Jakobsson : Um EgyptalaDd. Þórh. Bjarnarson: Staðamál og Staða-Árni. Sig. Sigurðsson búfr.: Sveitalíf í Danmörku og Noregi. Viihjálmur Jónsson: Vilhjálmur keisari H. Einar Helgason garðyrkjumaður: ísland að blása upp. Sig. Thoroddsen: Um vegi. Aðsóknin að fyrirlestrunum var náttúrlega mest framan af, meðan nýjabrumið var á. Fyrsta árið komu að jafnaði 200 manns á kvöldi, og annað árið í kring um 150. Síðari árin komu færri. Þó getur varla leikið neinn vafi á því, að slíkir fyrirlestrar yrðu vel sóttir framvegis, ef nefndinni tækist að fá góða menn til að ! halda þá. Væri það ef til vill bezt að fá eina 3 menn til að halda fleiri fyrirlestra hvern um eitthvert takmarkað efni, en það er svo sem sjálfsagt, að til þess þyrfti nefndin að hafa eitthvert fé milli handa. Tekjurnar af fyrirlestrunum hafa hingað til gengið í kostnað (húsaleigu, aug- lýsingar, skuggamyndavél og skuggamyndir). Utan úr heimi. Nýjársnótt í Höfn. Á nýjársnótt var svo að segja hvert mannsbarn á kreiki í Höfn. Strætin voru troðfull af fólki og ysinn, hávaðinn og gaura- gangurinn svo mikill, aðkeyrðifram úr öllu hófi. Elugeldaskotin dundu við í sífellu og púðurkerlingarnar fuðruðu í hverju spori, og um morg- uninn óðu menn pappírsumbúðirnar í hrönnum á helztu torgunum og strætunum. Lögregluliðið skifti sér ekki af neiuu, enda var gauragang- urinn svo mikill, að ekki var hægt við neitt að ráða. Lát. Á nýjársdag andaðist rithöf- undurinn dr. Sophus Schandorph. Hafði fengið slag í marzmánuði í fyrra og aldrei náð sér til fulls eft- ir það. Hann var einn með helstu skáldum Dana, og hafði haft tölu- verð kynni af íslendingum í Höfn. Hann var hverjum manni kátari og skemtilegri í umgengni. Húa-ófriðnum heldur áfram enn, og eru Englendingar nú aftur farnir að senda lið suður til að skakka leikinn. I Englandi fer sá fiokknr- inn, sem fyrir hvern mun æskir frið- ar, dagvaxandi, og nokkur af helztu blöðunum eru farin að fylla hann. Segja þau að stjórnin hafi í haust kallað Roberts og liðið heim aftur aðeins til að blekkja menn og afla sér atkvæða við kosningar þær, sem þá fóru í hönd, og gengu henni í vil af því hún lét svo borginmann- lega yfir leikslokunum við Búa. Þeg- ar íioberts kom heim aftur, sótti hann fund Victoriu drotningar og gerði hún hann að jarli og gafhon- um sokkabandsorðuna fyrir fram- göngu sína. Kínaófriðurinn. Stórveldin eru stöðugt að þinga um friðarkostina við Kínverja, og strandar samkomu- lagið aðallega á því, að stórveldin heimta hörðum refsingum beitt við svo marga af æðstu höfðingjum Kín- verja, en þeir eru tregir til. Eru. sumir þessara höfðingja af keisara- ættinni eða nátengdir henni. Uppreistartilraun. Eregnir hafa borist um það, að Mílan, sem einu sinni var Búlgarakonungur, hafi samið pjesa, er skorar á Búlgaralýð að gera uppreist á móti syni hans og ráðaneytinu, og brjóta af sér yfirráð þeirra. Gef'ur hann þar í skyn, að Nikita, furstinn i Monte- negro, og Bússakeisari hafi stjórn- ina í vasanum og muni ætla sér að undiroka Búlgara að fullu og öllu. 100,000 eintök af pjesa þessum hafa verið send til Búlgaríu, en stjórninni hefur tekist að stemma stigu fyrir útbreiðslu ritsins. Heimskautsfór. Til Gautaborgar í Svíþjóð kom nýlega maður nokkur frá Vesturheimi, Evelyn B. Bald- win að nafni. Hann er í undirbún- ingi með nýja heimskautsför og kom til Svíþjóðar til að tala sig saman við ættingja Andrées um eftirgrensl- anir viðvikjandi afdrifum hans. — Þessi maður er 35 ára og hafði tekið þátt í Peary-förinni 1893—94, og einnig viljað komast ineð Audrée, en ekki fengið. Hann er búinn að kaupa sér skip til fararinnar, er heitir „America“, og kostaði 30þús. doll. Ætlar hann að taka 30manns með og leggja upp frá Eranz Jósefs landi. Eerðina kostar auðmaður nokkur í New-York, William Ziegler að nafni. Þessi auðmaður hefur altaf haft lánið og lukkuna með sér í öllu, sem hann hefur ráðist í, og býst við að svo fari enn. Hann býðst til að leggja fram 2 mill. dollara, en krefst aftur á móti að Baldwin reisi stjörnufánann (merki Bandaríkjanna) á norðurheimskaut- inu. Geri hann það ekki, er svo um samið með þeim, að Baldkín komi ekki framar fyrir augu hans. Arfleiðsluskrá Andrées heimskauts- fara. Arfleiðsluskrá Andrées var nýlega opnuð og lesin í viðurvist beggja systkyna hans og nokkurra

x

Elding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.