Elding


Elding - 03.02.1901, Síða 3

Elding - 03.02.1901, Síða 3
ELDING. 23 manna annara. Arfleiðsluskráin er mjög stutt og þess efnis, að eftir- látnum eigum hans, er nema nokkr- um þúsundum króna, skuli skift á milli systkyna kans. Yið arfleiðslu- skrána hefur Andrée hnýtt þessari merkilegu klausu: „Arfleiðsluskráin, sem ég skrifa í dag, verður líklega síðasta skjalið, sem ég skrifa í lífinu, og her því að standa í gildi. Eg skrifa það kvöldinu áður en ég legg á stað í ferð, sem ég býst við að stofni mér í voðalegri hættur, en nokkru sinni hafa farið sögur af áður. Dað er grunur minn, að ég komistaldrei lífs af ur þessari glæfraför11. Svona var honum hughægt er hann lagði á stað! Störmál í Berlín. Nokkru fyrir jólin voru geysimiklar málarannsókn- ir í Berlín, sem margir hátt settir menn voru við riðnir. Auðkýfingur nokkur, Sternberg að nafni, var ákærður fyrir að hafa haft samræði við stúlkubörn fyrir innan fermingu, og átti honum að hafa haldist þetta uppi lengi. Málið er þó enn víðtækara. Ýmsir hátt settir embættismenn eru þar á ofan ákærðir fyrir að hafa hilmtyfir með þessu og þegið mútur af hon- um til að sporna við rannsókninni eða snúa vitnaframburðinum honum í vil. Hafa sumir af þeim þegar játað á sig hrotið, en aðrir neitað, og er enn ekki séð fyrir endann á, hve margir muni komast i það. Vitn- in, sem leidd hafa verið, eru eitt- hvað uin hálft annað hundrað, mest kornungar stúlkur um og yfir ferm- ingaraldur, en litlar reiður var að henda á framburði þeirra, því þær háru sitt í hvert skiftið og þykir hersýnilegt, að fé sé borið í vitnin í stórum stýl. Sternberg er pen- ingamiðill og á eitthvað um 18 mill. ríkismarka. Hefur það sannast að vinir hans og fylgifiskar hafa ausið út peningunum á báða hóga meðan rannsóknin stóð yfir. Rannsóknar- dómstóllinn hefur haft allar klær f frammi t.il að komast fyrir um málið og hefur meira að segja eitt af vitn- unum verið kostað frá Ameríku til Berlínar til að bera vitni í mál- inu. Dómur var enn eigi kveðinn upp yfir Sternherg, er síðast til fréttist, en líklegt þykir að hann sleppi ekki að þessu sinni, þó hon- um hafi lengi tekist að skjóta sér undan refsingu. Hvað sem sjálfu aðalmálinu líður, er það víst, að út af því rísa nákvæmar rannsóknir um framferði ýmsra embættismanna, sem hingað til hafa átt laga og réttar að gæta í höfuðstaðnum. Bœjarfréttir verða að bíða nœsta blaðs sökum rúmleysis. ii iiitaDii* Eins og undanfarin ár eru miklar birgðir af alls konar sjófötum, svo sem: Kápur, stuttar og síðar, Buxur, bæði með og utan svuntu, Svuntur, sem hafa reynst mjög vel, Ermar og sjóhattar, með mjög vægu verði gegn peningaborgun út í hönd hjá 6. liimsen. 8 lagi hans voru komnir með heilu og höldnu niður af kastalamúrnum, tóku þeir stefnuna upp á við fram með fjöllunum, er gengu niður að ánni sunnanvert við bæinn, og héldu í áttina hurt frá herbúðum hertogans. Þegar dagur rann, voru þeir komnir í þrönga dæld efst uppi á hæð nokkurri, hér um bil 1000 fetum ofar en draginn, sem Steineek stóð á. Alla leið þangað höfðu þeir gengið í gegn um þétt- vaxinn greniskóg, er þakti hæðadrögin, en hér endaði stigurinn í dálítlu rjóðri, og í áttina til Steineck var eins og göng að sjá í myrkviðinum eða öllu heldur eins og skóglendisræmu, þar sem trén voru smávaxnari og gisnari. Alt í einu tók Wilhelm að spígspora fram og aftur um rjóðrið, og Pétur starði á hann með undrun. Hann aðgætti jarðveginn mjög nákvæm- lega, og brátt varð fyrir honum dálítil mosatá efst uppi i dældinni. Hann staðnæmdist og reif skjótlega dálítið af mosanum upp með höndun- um. Mosinn spratt upp úr mjúku, röku mólendi, og hér um bil feti neðar kom Wilhelm niður á högna steina, sem virtust endur fyrir löngu hafa verið bræddir saman með steinlími. Hann lagð- ist þar niður endilangur og lagði eyrað við steinana, spratt síðan upp von bráðar og hélt í beina stefnu frá steinunum niður eftir dældinni og yfir hrygg, sem skildi á milli dældarinnar og 5 ekki af að velta þessu fyrir sér eftir að búið var að loka borgarhliðunum. Hann var að ytri ásýnduin hinn álitlegasti; hann var hár og þrekvaxinn og vel limaður, dökkur á brún og brá og svipurinn einkar geðs- legur fljótt á að líta. Það var engin ástæða til að efast um, að hann bæri í brjósti sér fölskva- lausa ást til meyjarinnar. Hvorki efaði húu það sjálf, né heldur Itúdolf greifi eðajtona hans, og hefði hún tekið hann fram yfir þennan bann- setta Ernst von Stalberg, þá hefði hann vafalaust gert sér far um að verða henni góður eigin- maður. Þegar hún í síðasta sinni hafði gefið honum afsvar með hógværð og stillingu, en þó með svo berum orðum, að ekki var um að villast, og tárin komu fram í augun á henni um leið, varð hann alveg irá sér. Honum fanst eins og blóðið yrði að eitri í æðum hans, og svik og vélræði tóku að búa um sig í hjarta hans. Eftir að hann var skilinn við Hildu, gekk hann í rúmar fimm klukkustundir fram og aftur með virkisgörðunum og lét sem hann væri að gæta að varðinönnunum og skoða viðbúnaðinn Hann átti lengi tal við marga af varðmönnunum eftir að búið var að leysa þá af verðinum, en lengst þó við einn þeirra. Þessi maður hét Pétur Uhlmann. Hann var ekki þaðan úr grend-

x

Elding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.