Elding

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Elding - 24.03.1901, Qupperneq 1

Elding - 24.03.1901, Qupperneq 1
Blaðið ketnur út, á hverjum sunnud. Kost- ar innanl. 3 kr. (75 au. ársfjórö.), erlend. 4 kr. ELDING Pöntun á blaðinu er innanlands bundin við minst éinn ársfj., er- lendis við árg. Borgun fyrirfram utan Rvlk. 1901. REYKJAVÍK, SUNNUDAGINN 24. MARZ. 14. tbl. Til minnis. Landsbökamfn opið hvern virkan dag 12—2. á md., mvd. og ld. 12—3. La7id8skjalasafn (í Þ inghúsinu) l>d., fmtd. og ld. 12—1. Forngripasafn (í Bankahúsinu) mvd. og ld. 11—12. Náttúncsafn (i Doktorshúsinu). sd. 2—3. Landsbankinn. Opinn hv. virkan dag 11—2 Bankastjórn við 12—1. ■Ökeypis lœkning á spítalanum þd. og fsd 11—1. Ókeypis augnlœkning á spítalanum 1. og 3. þd. hvers mánaðar 11—1. ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveinssonar 1. og 3. md. hvers mánaðar 11—1 Bœjarstjórnarfundir 1. og 3. fmtd. hvers mán- | aðar kl. 5 síðd. Söfnunarsjóður (í barnaskólanum) l.mánudag hvers mánaðar 5—6 síðd. Alþýðuháskólar í Danmörku.1 i. „Alþýðumentnrí‘ er eitt af þeim einbunnarorðum, sem allar sið- aðar þjóðir á vorum dögum hafa skráð á merki sitt. Hvað svo sem menn að öðru leyti kann að greina á um, þá eru allir á eitt sáttir um, að velferð þjóðanna sé ekki sízt komin undir mentun og uppfræðslu alþýðunnar. Hitt aft- ur á móti er enn óútkljáð, hvert fyrirkomulag eða hver tilhögun sé heppilegust á skólum þeim, er stefna að þessu takmarki. Að því er til þess kemur hafa Danir hallast að sérstakri og einkenni- legri aðferð, og margra ára reynsla ar búin að sýna, að aðferð þeirra er einhver hin heillavænlegasta, em enn hefur fram komið. Al- þýðukennarar og "uppcldisfræðing- ar víðs vegar úr heimi hafa veitt þessari fræðslu- og menningarað- ferð eftirtekt og kynt sér hana all rækilega, og ber þeim flest- um saman um, að hún hafi að ) .klu leyti náð takmarki sínu og borið hinn blessunarríkasta ávöxt. t tð væri því ekki úr vegi, að vér íslendingar einnig reyndum í stuttu máli að gera oss grein fyr- ir pessari skólahreyfingu og menn- ingarstefnu, ef ske kynni að vér mættum eitthvað græða á því. Sá, sem fyrstur átti hugmyndina 1) Áður langt um liður birtist vænt- anloga i „Eimreiðinni11 ýtarleg ritgerð um petta efni frá minni hendi. Ritstj. um alþýðuháskólana í Danmörku, var N. F. S. Grundtvíq, („Gamli Grundtvíg11, 1783- -1872), ritsnill- ingur og skáld og einn með hin- um fremstu og stórbrotnustu and- ans hetjum á þessari öld. Það var komið fram yfir 1830 áður en dönsku þjóðinni sjálfri var veitt nokkur hlutdeild í stjórn landsins. Einveldið hafði um langan aldur — yfir hálfa aðra öld — blómgast og dafnað og haldið þjóðinni í niðurlægingu og afskiftaleysi um hag landsins og skoðað landsmenn eins og ómynd- ug börn. Með hreyfingum þeim, sem á fyrra hluta 19. aldarinnar gengu yfir Evrópu, barst einnig frelsisgusturinn yfir Danmörku og vakti sjálfsmeðvitundina hjá þjóð- inni og kröfur um hlutdeild í al- mennum málefnum. Von bráðar voru ráðgjafarþing sett á stofn og nú voru menn af öllum stétt- um kallaðir til að ræða málefni þjóðarinnar, þar á meðal bændur og alþýðumenn. En það var langt frá því, að alþýðan væri undirþað starf búin eða því vaxin, að taka sjálfstæðan þátt í löggjöf lands- ins. Mentunin, sem hún fékk, var sára lítil og gekk alls ekki í þá átt, að gera menn hæfa til sjálfstæðrar hugsunar. Hún gekk eiginlega mest út á það, að benna mönnum að bera djúpa og ótak- markaða lotningu fyrir embættis- valdinu og latínulærdómnum. Það var þetta, sem Grundtvíg vildi kippa í lag með skólastefnu sinni. Hann vildi láta alla alþýðufræðslu stefna að því takmarki, að ala upp sjálfstæða, sterka, hreinhjart- aða og þrekmikla kynslóð, sem væri sér fyllilega meðvitandi gildis síns, skildi sína köllun og væri fús á að gegna þjóðfélagsskyld- um sínuin með kostgæfni, alvöru og samvizkusemi. Og hann var á þeirri skoðun, að til þess þyrfti alveg að umsteypa hið venjulega skólafyrirkomulag. Það var einkum tvent, sem hneykslaði Grundtvíg við alþýðu- fræðsluna: utanaðnámið', tilraunin til að Yroða ýmsum fræðum inn i óþroskaðarj barnssálir,", áðurJJ en þær eru færar um að melta þau, og hinn oþj'oðlegi grundvöllur, sem skólarnir bygðu á. Danir höfðu frá alda öðli verið gjarnir á að byggja alla fræðslu sína á latneskum og þýzkum grundvelli. Þetta fanst Grundtvíg misskiln- ingur. Hann vildi byggja fræðsl- una á norrænum grundvelli, vildi láta hin fornnorrænu fræði og sögu og bókmentir sjálfrar þjóðar- innar liggja til grundvallar fyrir fræðslunni. Hann vildi láta upp- eldið renna af rótum sjálfs þjóð- lífsins. En ekki nóg með það. Hann áleit, að hið þurra og and- lausa utanaðnám væri til niður- dreps og bölvunar, af því það megnaði ekki að snerta eða gagn- taka hug og hjarta æskulýðsins, og án þess áleit hann alt uppeldi lítilsvirði og alla fræðslu ófull- nægjandi og gagnslausa. Hann vildi þvi sem mest mátti verða nema úr gildi bókagrúskið og lexíustautið í skólunum. Hið lif- andi orð á vörunum hefur í sér fólginn þúsund sinnum meiri kraft til að gagntaka hug og hjarta, en nokkur bók. Hann vildi láta kenna með ræðum og fyrirlestrum, leggja fyrst og fremst áherzluna á að vekja og glæða tilfinningar hjart- ans og áhuga sálarinnar, róta upp í hinum innra manni, sem er svo hætt við að dotta yfir bók- unum. Hann vildi ekki lofa værð- inni að komast að, heldur vekja til lífs sjálfstæðar hugsanir, og til þess vildi hann brúka hið lifandi orð á vörunum, sem er þess megn- ugra en nokkuð annað að smjúga inst inn í hjartaræturnar, ef því er réttilega beitt. Bæbur skyldu aðeins notaðar til stuðnings og hliðsjónar. Enu fremur vildi hann byggja fræðsluna á föstum kristi- legum grundvelli, því sá grund- völlur er einn þess megnugur að gefa siðferðislífinu festu og al- vöru. Fyrir lcraft liins lifandi orðs að vekja œskulyðinn til með- vitundar um og skilnings á sín- um liáleita guðdbmlega uppruna og sínu háleita guðdómlega tak- marki, styrkja vilja- og siðferðis- þrekið og glæða þjóðernistilfinn-

x

Elding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.