Elding - 24.03.1901, Qupperneq 3
ELDING.
55
ar varðskipið var komið fyrir
Roykjanos.
„Barden“, kvalveiðaskip Ellevsens
á Elateyri, kom hingað 21. marz og
fór aftur samdægurs með verkafólk
vestur á Ouundarfjörð. Með því
kom Jón Arnason prentari frá
Kristjaníu eftir 1 ‘/2 árs dvöl þar.
Elogið hefur sú fregn hingað, að
barón Boilleau á Hvitárvöllum muni
vera að hugsa um að koma af stað
einhverju stórkostlegu fiskiveiða- eða
jafnvel „trawlara“-félagi með 9000
punda sterling höfuðstól — ásamt
væntanlegum nýjum og ekki óskemti-
legum hlunnindum, sem hljóða þann-
ig: Elota þessum leyfist endurgjalds-
laust að fiska eftir velþóknun í
landhelgi á svo og svo stóru og fiski-
sælu svæði, sem alþingi vinsamleg-
ast útnefni! — Svo langt kemst
mannsandinn!
Zöllner & Vídalín kvað nú vera
að segja sundur með sér. Óskandi
að Vídalín hætti samt ekki lirossa-
kaupum síuum hór á landi.
Heiðurssamsæti héldu ýmsir borg-
arar bæjarins Helga kaupm. Helga-
syni í gær, í minningu þess að 25
ár eru liðin síðan Rvík fékk hornin.
Nýkominn er til bæjarins íslend-
ingur frá Noregi, Guðmundur Ara-
son, ættaður af Skipaskaga. Hann
hefur fengist við munntóhaksgjörð í
Noregi, og er trúlegt að hann komi
til að „spila ekki svo litla rullu“
hér í bænum, þar sem hann mun
hafa í hyggju að setja upp verk-
stæði hér í iðn sinni.
„Swift“, skipstjóri Hjalti Jónsson,
kom inu á föstudaginn með 19 þús.
af fiski. Það hefur fengið að minsta
kosti 10 þús. meira, en nokkurt
hinna.
Bæjarstjórnarfundur (21. marz).
1. Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður
sendi bæjarstjórninni bréf til hans
frá raflýsingarfélagi í Kiel ásamt
ýmsum spurningum, sem félagið
óskar svars upp á, ef það ætti að
hugsa til að taka að sér eða senda
mann til að rannsaka mögulegleik-
ana að koma upp raflýsingu hér í
bænum. Málinu vísað til nefndar-
innar í raflýsingarmálinu. 2. Leik-
félag Reykjavíkur sækir um 150 kr.
styrk úr bæjarsjóði, sem er skilyrði
fyrir því að ánefndur styrkur úr
landssjóði fáist útborgaður. Bæjar-
stjórniu veitti styrkinn með þeirri
athugasemd, að leikfélagið setji sig
ekki úr færi að taka upp íslenzka
sjónleiki. 3. Ákveðið að byggja
Dorbirni Einnssyni frá Víðinesi býlið
Klepp eins og núverandi ábúandi
hefur haft það, en að undanskildum
veiðiréttinum fyrir landinu. Eftir-
gjald sama og verið hefur og bygg-
ist býlið til 5 ára, en þannig að
leiguliða er lofað bygging áfram án
gjaldhækkunar í önnur 5 ár, efhann
æskir þess og hefur staðið í góðum skil-
um,viljibæjarstj.byggjajörðinaáfram.
4. Eramfarafélagið fer þess á leit,
að bæjarstjórnin láti stækka þvotta-
húsið í Laugunum og gera við
þvottalaugina. Veganefndinni falið
að athuga nauðsynina á stækkun
hússins og ef til kemur að útvega
áætlun um fyrirkomulag og kostnað
við verkið. 5. Málinu um leigu á
veiðiréttinum fyrir Kleppslandi var
vísað til nefndarinnar aftur til frek-
ari athugunar og undirbúnings. 6.
J. Jónassen landlæknir skýrði frá,
að hann vildi selja Oddi Gíslasyni
málaflutningsmanni 169 □ faðma úr
Útsuðurvelli fyrir 3 kr. (jjj faðminn.
Bæjarstjórnin vildi eigi nota for-
kaupsrétt. 7. Beiðni frá ábúandan-
um á Laugarnesi um veg út úrtún-
inu og skurð vísað til veganefudar
til athugunar.
24
Við hefðum viljað gefa mikið fyrir vatnið sem
þú ferð svo ósparlega með“.
Við þessi háðsyrði fór Pétur að bölva og á-
horfendurnir að hlægja. Vatnið sté á nýjan leik
og hann fór aftur að glíma við það í örvænt-
ingu sinni. Hann setti lófana enn þá einu sinni
fyrir pípuna og bað sér vægðar, en hermaður-
inn ýtti þeim frá moð vopni síuu. Fram undir
20 sinnum sté vatnið honum í varir og hann
grynti á þvi jafnótt með ausunni, þangað til
haun var orðinn svo þreyttur þ höndunum að
ausan féll úr þeirn og sökk til botus. Hann
barðist með höndunum á móti dauðanum, sem
nálgaðist hægt og hægt, eins og von Osterode
hafði gert, en lengur og með meiri ákefð. En
brátt tók audlitið, sem vissi upp, að hreyfast til
og frá og taka dýfur. Vatnið ólgaði umhverfis
það og ömurleg hljóð heyrðust úr ámunni. Loks
þögnuðu þau og vatnsbólurnar hjöðnuðu, og eft-
ir því sem Ernst von Stalberg sagði konu sinni
löngu síðar, þegar þessi hryllilega sjón var far-
in dálítið að fyrnast, var nú ekki annað að sjá
en slótt vatnið, sem rann út af börmunum, og
manushöfuð á miðju yfirborðinu, sein riðaði
hægt fram og aftur.
21
spilla því, hafði tekið gúlsopa sinn úr ausunni,
fleygði hann henni frá sér, gerði krossmark fyr-
ir sór, leit upp til himins og kallaði með hárri
raustu:
„Herra, miskuna þú mér, því ég er syndari
og verðskulda ekki að lifa!“
Rödd hans bergmálaði undarlega í ámunni,
en þetta voru hin síðustu skilmerkilegu orð, er
þeir heyrðu frá vörum hans. Hann fórnaði
höndunum, hallaði sér upp að ámubarminum og
beið þannig dauða síns.
En þegar Pótur Uhlmann heyrði vatnið streyma
úr pípunni og fann það vaxa að íótum sér og
stíga þumlung eftir þumlung upp að knjám,
varð hann eins og hamslaus af skelfingu. Hann
gat ekki trúað því, að hann ætti að drukna þarna
í ámunni, þar sem þurr og harður völlurinn var
alt umhverfis hann í fárra þumlunga fjarlægð,
og bliður, heitur blær lék um kollinn á honum.
Það gat ekki átt sór stað. Hann hafði áður
synt yfir fijót og sogast niður í hringiður og
verið nærri þvi di'uknaður hvað eftir annað. En
þessu var háttað á alt annan veg. Hann stóð
á fosturn grundvelli — en fæturnir voru hneptir
svo hörðum fjötrum, að hann gat ekki hreyft þá.
Hendurnar voru lausar og hatm gat gripið í
ámubarmana — en hann gat ekki hafið höfuðið
einu feti framar en svo, að nasiruar voru stöðugt