Elding


Elding - 14.04.1901, Blaðsíða 2

Elding - 14.04.1901, Blaðsíða 2
66 ELDING. setur ritdómarinn upp flísaleitargler- augu, sem eru svo gjörð, að allir gallar á ritsmíðinni sjást í tífaldri stækkun gegnum þau, en kostir all- ir sýnast minni að sama skapi; og meður því^að ritdómarinn er sjaldan mikið að rýna eptir þeim þegar svona stendur á, þá fer optast svo, að hann sjer fáa eða enga. í Þjóðúlf ritar einliver, sem kall- ar sig Kolskegg, og er auðsjeð að það er maður eptir hjai'ta ritsjórans. Hann minnist fyrst á kristnitökurit- gjörð próf. Finns, og þá um leið auðvitað á ágreining þeirra, hans og rektor Ólsens; er hann sýnilega ó- fær til að gjörast dómari þeirra á milli — það lái jeg honum ekki —, en samt þarf haDn endilega að gefa það í skyn, að rektor muni hafa ijettara fyrir sjer. Og hvers vegna er nú hr. Kolskeggur heldur á því? Nú, honum þykir ekki taka því að segja frá þvi, enda þarf þess ekki; þeir, sem kunnugir eru blaðamensku og ritdómaragagnrýni hjer, faranærri um það: E»að er náttúrlega af þvi, að rektor er persónulegur vinur rit- stjóra Þjóðólfs og Kolsk. líklega kunningi beggja. — JÞá les hann Guðm. Friðjónssyni textann fyrir Arna i Urðarbási. Sannast að segja er kvæði það stórgallað og með því lang-ljelegasta, sem sjezt hefur frá hendi þess rithöfundar, en sanngjarn ritdómari mundi samt hafa getað fundið eitthvað nýtilegt í því, og ekki hefði það átt illa við í sam- bandi við þann harða dóm, sem kvæði þetta fær, að nokkru leyti með rjettu, að geta þess, að flest þau kvæði önnur, sem sjezt hafa eftir Guðrn., eru vel kveðin, sum enda ágætlega, og það skemmst á að minnast eitt alveg nýiegaíSunn- anfara. Eu nú er Guðm. komiun í pólitiskan fjandaflokk Þjóðólfs, og þarf því að fá refsingu. Da liegt der Hund begraben! Hins vegar finnur þessi Kolsk., sem er svo glögg- skyggn á gallana hjá Guðm., enga ástæðu til að víta söguómyndina, sem er næst á undan kvæðinu, eina hina mestu afmán, sem sjezt hefur í íslenzkum skáldskaparbókmentum síðan Símon hætti að gefa út „Smá- muni“ sína. Hvers vegna segir hann ekki höfundi hennar til syndanna? Og jeg veit ekki; liklega af þvi að honum þykir enginn slægur í þess- um Eggert Levi, sem enginn veit bvora megin er í pólitikinni, og lík- legt er líka að stæði á sarna hvoru megin væri, ef hann er öðrum gáf- um gæddur að sama skapi og skáld- skapargáfunni. t ísafold er ritdómurinn með lauk- rjettu marki ritstjórnarinnar í öllum skilningi; þeir eru vinir vina sinna, ritstjórarnir, og syngja þeim lof i ísafold í tíma og ótima; þá sjaldan eitthvað finnst i fari þeirra — vin- anna meina jeg— - sem ekki erugóð tök á að hrósa, þá er breidd yfir það blæja kærleikans og þagað yf- ir því í ísafold. En þetta kemur sjaldan fyrir, því að vinirnir eru landsins mestu ágætismenn og með- al þeirra eru afburðamenn í öllum greinum vísindanna og listanna. Okk- ar mestu málfræðiugar, öll okkar helztu skáld, allir okkar helztu og skörpustu lögfræðingar, herra bisk- upinn og allir blessaðir prestarnir — nemajeg veit ekki umsjeraHall- dór á Presthólum — allt eru þetta vinir Isafoldar og sannur sómi og úrval þjóðarinuar. Og — hjálpi mjer sá sem vanur er - jegvar rjettbú- inn að gleyma „audaus mönnunum miklu“ í Vesturheimi og öllum agent- unum úr vinahópum! Hins vegar er ísafold hörð og sárbeitt óvinunx, enda er lítil uppbygging að þeim eða sómi fyrir landið; þeir eru vísindafúskarar, eins og. t. d. rektor Ólsen, eða leirskáld, eins og Ben. Gröndal og Hannes Ilafstein1) og eins og Giíðm. Eriðj. var til skamms tima, og allir eru þeir apturhalds- menn í pólitíkinni, illgjarnir eða vit- lausir eða hvorttveggja. (Erh.) Ríkastur maður í heimi. Andrew var ekki nema 11 ára þegar heimili hans fókk að kenna á umskiftum þeim, sem urðu á öllum iðnaði um þessar mundir. Handiðn- in varð að víkja sæti fyrir vélaiðn- inni, og gufuaflið ruddi sér til rúms hvervetna. Gamli Carnegie varð að selja vefstólana sína og svipast urn eftir annari atvinnu, Það var 1848. Hjónin kusu þá að leita vestur urn haf til að fitja upp á einhverri nýrri iðn; þau gátu ekki sætt sig við að 1) Þess vegna gat ísafold ekki verið þekkt fyrir að taka íslandsljóð Hann- esar, þótt Þjóðviljinn væri svo „takt- laus“ að prenta þau, blað, sem annars er og hefur lengi verið hennar átrúnaðargoð og hún haft gaman af að prénta upp dálkunúm saxnan. fara að skifta um atvinnu heima.. Þau stigu þá á skipsfjöl með báð- um sonum sínum og héldu til Pitts- burg í Pennsylvaníu. Gamli Carne- gie fékk þar atvinnu í baðmullar- vefsmiðju, og Andrew varð spólu- drengur með 4 ki-. 50 au. í laun á viku. Hann varð að vinna frá því í birtingu á morgnana og til sólar- lags, og fékk tæpan stundarfrest til miðdegisverðar. Það leið ekki á löngu áður einn af kunningjum föður hans veitti þessum röska og ötula dreng eftir- tekt og setti hauu til að kyuda undir gufukatlinum og hafa eftirlit með vinnuvólinni. Það var hörku- vinna fyrir 13 ára gamlan dreng,. en staðan var um leið ábyrgðar- mikil, og traustið, sem honum var sýnt, vakti hjá honum kapp og. lönguu til að brjótast áfam. Ari síðar fókk hann atvinnu sem hrað- skeyta-boð. Það var eins og að koma úr mýrkvastofu út í dagsbirt- una. A hraðskeytastöðinni voi'u bæði blöð og bækur og í'itfæri. Pilturinn sá það fljótt, að það var engin frágangssök að koma á stöð- ina einni stuudu fyr á morgDauax svo hann gæti stolist lil að læra hraðskeytalistina. Einkum lagði hann sig eftir að nota eyrað við hraðskeytamóttökuna. Eftir nokkurn tíma var hann orðin svo leikinn í þeirri list, að hann var tekinn á skrifstofuna og fékk 90 kr. á mán- uði. Hann þóttist nú hafa himin höndum tekið. Einu góðan veðurdag fékk hann til- boð frá hraðskeyta-umsjónarmauuin- um við Pensylvaniu-jái'nbrautiua um atvinuu við járubrautar-ritsímann; manuinum hatði fundist til um af- greiðslunna hjá þessurn skýra 16- ára pilti. í þeirri vist var Carnegie í 13 ár; þegar hann fór úr henni,. var hann kominn í stöðu manusins sjálfs, sem hafði komið honum á framfæri. Drög þau, sem nú skal greiua, láu til þess að liann vék frá þessari álitlegu stöðu um stuudar sakir. Eyrirrennari hans var orðinn afgreiðslumaður við herstjórnardeild- ina í Washington; um þessar muud- ir vauhagaði stjórniua um manu til að standa fyrir járnbrautar- og hraðskeytamálum rneðan borgara- stríðið stóð yfir, og Mr. Scott, gamli hollvinur hans, vílaði ekki fyrir sér að fela Carnegie þann starfa á hend- ur, þó hánu væri ekki nema 24 ára

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.