Elding


Elding - 14.04.1901, Blaðsíða 3

Elding - 14.04.1901, Blaðsíða 3
ELDING. 67 gamall. Afskifti hans af þessum starfa nrðu þó ekki langgæð. Hon- um runnu svo til rifja aðfarirnar í stríðinu, að hann sagði af sér em- bættinu þegar árið var úti og fór heim aftur. Skömmu síðar komst hann af til- viljun í kynni við mann nokkurn, Woodruff að nafni, sem hafði fundið upp svefnvagninn; hann var ekki lengi að gera sér grein fyrir fram- tíðargildi þessarar hugmyndar, og gekk þegar í stað í félag við manninn. Þar með var hann komiun inu á þá braut, sem síðar leiddi hann til fjár og frama. I fyrstunni hafði hanu ekki miklu úr að spila, en það kom brátt í ljós að hann hafði rekist þarna á sannar- lega fóþúfu. Um sama leyti fundust steinolíuuppspretturnar í Pennsyl- vaníu; Carnegie var ekki iengi að slá sér saman við 2 menn aðra til að freista hamingjunnar. Þeir keyptu jörð fyrir 140 þús. kr. til að leitast fyrir um olíuuppsprett- ur. Það fór hvorki betur né verr en svo, að þeir á einu ári stungu 8,600,000 kr. í vasann í skærum skildingum. Slíkt má heita lán í lagi! Carnegie hélt sér nú við olíuna og járnbrautarvagnana þangað til hann var kominu um þrítugt. I umsjónarstarfi sínu við Pennsyl- vaníu-járnbrautina hafði Carnegie veitt því eftirtekt, að menn voru farnir að gera tilraunir til að nota járn í staðinn fyrir tré við brúar- byggingar. Það datt í hann, að hér mundi vera um hugmynd að ræða, sem ætti framtíð fyrir höndutn; hann réðist því óðar í að koma þessu á framfæri. Með 2 af vinum sínum herjaði hann út bankalán og stofn- aði. verksmiðju til að byggja járn- brýr. Lánið elti hann nú eins og endraDær. Honum var falið á hend- ur að smíða 100 metra langa járn- brú yfir Ohiofljótið. Hann þóttist nú ekki lengur mega vera í vist hjá öðrum, og sagði af sér umsjónar- starfinu til þess að geta gefið sig allan við brúarsmíðinu. 1868 skrapp hann yfir til Eng- lands og sá á þerrri ferð að meun voru þar farnir að reyna .stál í járn- brautarteina í staðinu fyrir járn. Pittsburg, þar sem Carnegie átti heima, liggur miðlendis innan um auðugustu járu- og kolanáinurnar í heiminum; að nokkrum tíma liðnum voru allar beztu námurnar í höndum Carnegies. þegar fram liðu stundir keypti hann einnig beztu námurnar við Efravatn og lagði sérstaka járnbraut milli námanna og járn- smíðastöðvanna. Carnegie hefur ætíð lialdið því fram, að verksmiðju- eigandiun þurfi að eiga sjálfur alt, sem hann þart á að halda við iðn sína. Þetta hefur verið frumregla hans frá fyrstu byrjun; hann var líka fyrir löngu orðinn nokkurs kon- ar einvaldur í iðnaðargrein sinni, stálvörusmíðinni. Nú er hann þá loks búinn að af- sala sér eignarréttinum og yfirráð- unum yfir öllum þessum stórfyrir- tækjum og selja þau geysistóru hlutaféJagi í hendur. Það sem eftir er æfinnar ætlar hann að gefa sig allan við því starfi að koma eigum sínum svo fyrir, að þær geri sem mest gagn í almeunings þarfir. Að hann á gróðaárum sínum hafi ekki eingöngu hugsað um að hauga saman peningum, ber Carnegie-stofn- unin í Pitssburg ljósastan vott um. Það er geysistór skrautbygging með 2 háreistum turnum, sem hann hef- ur gefið bæ sínum, og er í henni stórt bókasafn, fjölskrúðugt gripa- safn, fagurt listasafn og stór söng- salur. Til þessarar einu byggingar varði hann 26 mill. kr., og nýlega bætti haun við gjöfina 4 mill. í pen- ingum. Pæðingarstað sínum á Skot- landi gaf hann bókasafn, sem kost- aði 150 þús. kr. Og ekki alls fyrir löngu gaf haun Midlandsliáskóla í Birmingham 1 mill. kr. til þess að gera kensluna sem bezta og full- komnasta að verða má. Annars hefur Carnegie enga sér- lega tröllatrú á tramtíðargengi Breta. „Ekkert land getur til lengdar hýst íleira fólk, en það getur alið á sín- um eigiu afurðum11 er skoðun hans. Hann er helst á því, að Englend- ingar megi til að fara að lifa á ný- lendum sínum, þegar þeir séu búnir að tæma kola- og málmnámur sínar, að þoir „fari á sveitiua11. Hann ræður þeim til að íhuga þetta vel og vaudlega. Carnegie hefur þannig sinar eigin skoðauir; hann er ópennalatur mað- ur og ritar töluvert í ýras tímarit. Meðan ófriðúrinn um Kúba og Eilippseyjar stóð yfir, barðist hann ötullega gegn ofríkis- og ásælnis- stei’nuuui hjá Bandarikjamönuum. Hann hefur að mörgu leyti haldið fast við æskudrauma sína og æsku. hugsjónir og er lýðstjórnarsinni af heilum hug. Hann er sannur Skoti bæði til orðs og æðis, blátt áfram í lifnaðarháttum og stálhraustur. Að einu leytinu er hann þó ólíkur lönd- um sínum: hann er alveg laus við alt djúpsett og dapurlegt trúarvingl. Það getur vel átt við við hann, sem skáldið Walt Whitman segir um skepnurnar: „Þær liggja ekki and- vaka og gráta syndir sínar“. Hann heíur aldrei haft neitt að segja af sjúkdómum og andstreymi. Meðan móðir hans var á lífi, hugsaði hann ekki til að kvongast; hann gerði það fyrst fyrir 4 árum. Alt hefur leikið í lyndi fyrir honum. Það er þessvegna eðlilegt, að hann líti létt- um og vonglöðum augum á lífið og heiminn. Hann hefur sterka trú á framtíðarþroska og framtíðargengi mannkynsins. Hann hefur alla sína daga verið vinnuvargur. Nú liggur fýrir honum sjálfkosið starf, sem ef. til vill verð- ur honum erviðara en alt strit hans til að afla sér auðæfanua. En það er ekki að sjá sem miljónirnar of- þyngi honum; hanu er orðinn vanur að velta þeim í höndunum án þess að láta sér bregða. Og ekki eru lífskröfurnar stórar hjá honum. Hann hefur aldrei verið tóbaksmað- ur og þykir ekliert gott í staupinu, þó hann að vísu sé enginn bindindis- postuli. Mesta skemtun hefur hann af að ferðast og skoða sig um. Hann var um tíma fremur uppstökk- ur og ör 1 lund, en það kvað hafa lagast með aldrinum. Hann hefur gaman af að spjalla við menn, sem liafa lag á að vekja hjá honum nýj- ar hugmyndir; sjálfur hefur hann þá aftur á inóti djúpa lífsreynslu og margvíslega þekkingu að miðla öðr- um af. Hann er mikið gefmn fyrir að spjalla um fyrirtæki sín og fram- kvæmdir, og það er houum satt að segja ekki láandi. Það er nokkuð, sem vert er um að tala. Oi’ bænum og grendinni. Fyrir bæjarþingsréttinum. 11. þ. m. var kveðinn upp dómur í málinu: Siy. Thoroddsen yeyn W. Ó. Breiðjjörð út af, 2 greinum í blaðinu „Reyk- víking“, liinni fyrri í 5. tbl. X. árg. (1. maí f. á.) með íýrirsögn „Umtalið á götunum um nýju fulltrúana11, en

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.