Elding


Elding - 19.05.1901, Side 4

Elding - 19.05.1901, Side 4
92 ELDING. rakaraiða framan af æfinni. Nathan Read, amerískur maður, fann upp járnbrautarlestar-gufuketilinn í þeirri mynd, sem liann nú er í. Hann las fyrst guðfræði við Hanvard-káskóla, síðan læknisfræði, og varð loks lyf- sali; en af eyrðarieysi fór hann að gefa sig að járnvöruiðnaði og smíð- aði fyrst fram eftir akkeri og akkeris- keðjur, og .loks — þegar fylling tímans var komin — fann hann upp gufuketilinn. Maður sá, sem fyrstur fann upp gufvagninn, hafði fyrst fram eftir ofan af fyrir sér með því að stinga upp kálgarða og rífa upp illgresi, en varð seinna kolamokari við gufuvél. A endanum fann hann upp gufuvagninn. öl ugil. i. Eg særi þig, völva, við sólbjarta nótt, við sumarsins himin, með ljósálfamyndum, við lækinn, sem fram hjá þér fossar svo ótt, við fannirnar uppi’ undir tindum; við skýin, sem hátt upp við beltin sig belta, við björgin, sem niður frá egginni velta, við gilið þitt svipþunga, svarta — Eg særi þig, völva, kom fram, kom fram, kom fram undir nóttina hlýja og bjarta! seiðkona, spákona, margfróða kvinna, sé andi þinn goðborinn, fræði þín forn, kom fram úr gröf þinni stundarkorn til eldgömlu átthaga þinna. Eg hræðist þig ekki, þótt hrukkótt sé enni, og hika’ ekki vitund, þótt augu þín brenni. Eg veit þú ert ung, eins og eldgömlu fræðin sem endalaust líf fyrir sálunum mála, já, ern í lund, eins og eddukvæðin, með alvöru-ró, eins og Laxdæla' og Njála. Eg særi þig —- varpaðu draugslegri dys, úr dimmustu fylgsnunum rís þú á fætur! Hát grjótið úr dys þinni fjúka sem fis, kom fram undir skuggsýni miðsumarsnætur! X>ig dreymir það varla hve útsýnið er af einkennum ríkt, sem að blasir við þér, eg segi’ ekki fagurt, en fjötrandi, hrífandi frumlegt og hljótt undir náttskýjum svífandi. — TJm þvílíka nótt ætti völvan að vaka. Yakna — eg særi þig! Þú getur farið i gröf þína bráðum til baka. X>ú sérð ekki hraunanna hrjóstugu röst — sem hrannir á sjó í dansi léttum með flakandi skikkjur og faldaköst þar fljótlega yrðu að klettum. X>ú sérð ekki nátt-tröllin há — eða hvað? — sem horfa sem lifandi niður um bygð, með útlit, sem vildu þau stökkva af stað, en standa þó kyr — af heimkynnis-trygð! 1>Ú sérð ekki hnúkinn sinn há-kamb ýfa sem hana, er býr sig til að gala, á meðan hér draumverur dökkbrýndar svífa frá dimmum og löngum undirgöngum, í heimsóknarferðir — og halda til dala. — Um þvílíka nótt ætti völvan að vaka. Eg kem eins og Vegtamur, völva, til þín, eg voga mér langt upp í hamragilið; stíg þú af grafbeð við gljúfraþilið, því gestrisni — hana á eg skilið. Mæl mér af ríkdóm’ þíns auðuga anda, opna mér djúpsæjar forspár sem standa, mæltu mér sannleikans óskeikul orð um ættland mitt, kyn mitt og landa. Eg særi þig, völva, kom fram á minn fund sem fornöldin sjálf, með dulspekis-hreim, með svip þinn og eðli frá ómunastund, með anda, svo djúpann sem stjarnanna geim, og lestu mér spakmæli, ráddu mér rúnir og ráðgátur þýddu, sem fræðandi móðir á framtíðarlandsins bláfjalla-brúnir mér bentu, og leið mig á réttar slóðir. Við allar verur, illar og góðar — þyl örlög lands míns og þjóðar! Um þvílíka nótt ætti völvan að vaka — Hún vakir — hún kemur, hún gröf sína sprengir. Eg heyri ’ana steina frá höfði sér taka, eg heyri, að upp gegnum svörð hún sér þrengir. Nú hljóðnar þytur í hlíðanna víði og himininn döknar, hinn skýmildi, blíði. Hún kemur, hún talar — eg knéfell og hlýði. Eg særi þig, völva, þú svipþunga norn, iermingarkort Giftingakort — Lukkuóskakort mjög stórt úrval, og f'ín eftir ný- ustu tízku Ijftjrthe-ljrúðarkranz með tilheyrandi Bouqvetum, Dán- ar-Bouqveter og Líkkransar 24 tegundir, allskonar blóm til að binda í kranza 40—50 tegundir alt ódýrt og fallegt Eæst ætíð á yt HgsT Nýtt skilvindusmjör fæst í Kirkjustrœti 4, verzlun G. Einarss. jjvergi í bxnum fást fallegri eða betri karlmanna- og drengjaföt en í hinni nýopnuðu verzlun í Hafnarstræti 8. Sama verzlun hefur einnig miklar birgðir af ágætum vindlum og als- konar tóbaki frá hinni alþektu verk- sraiðju C. W. Obels í Álaborg. Hús til SÖlll stór og smá, með góðum borg- unarskilmálum. Ritstj. vísar á. Kaupendur „Eldingar'' sem skifta um bústað, gjöri svo vel og kunngjöri það á afgreiðslustofunni, Laufásveg 6. _______________ Matjurtagarður óskast til kaups nú þegar. Ritstjóri vísar á. ______________(g. M-).______ VatnSStígvél, sem passa ná- lega hverjum manni, fást þessa dagana með afföllum hjá Vilh. Kr. Jakobssyni. Dllglegur piltur óskar at- vinnu yfir sumartímann, talar nýju málin og er vel að sér í mörgu öðru. Ritstj. vísar á. Undravél Edisons GRAFOFONINN fæst i Þingholtsstrœti 16. Fugla-egg allskonar nv kaupir Einar Gunn- arsson, Laufásveg 6. Ritstjóri og ábyrgðarmaðu|r: Jón Jónsson, cand. phil. Félagsprentsmiðjau.

x

Elding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.