Elding


Elding - 16.06.1901, Side 2

Elding - 16.06.1901, Side 2
110 ELDINGr. rétta stefnu þegar á unga aldri, að vekja og glæða alt það í sál- areðli barnsins, er lyfti huganum upp á við og knýji það ósjálfrátt til að stefna hærra. Þetta hefur hingað til verið undanfelt með öllu í skólum vorum, eða að minsta kosti látið sitja á hakanum, og það er eitt af aðal meinum al- þýðufræðslunnar. Að vorri hyggju er öll alþýðufræðsla á rangri braut, sem ekki stefnir fyrst og fremst að þessu takmarki. (Meira). Höfuðstaóurinn. (Ágrip af sögu Reykjavíkur). Stiftsbókasafnið hafði eflst til muna á þessum árum og átti það í kring um 1850 eitthvað um 6000 bindi. Þó urðu minni not að því en skyldi sðkum húsnæðisleysis. Það var stöðugt geymt á kirkjuloftinu og var aðgangurinn að því alt annað en greiður. Árin 1847-8 þegar kirkj- an var bygð um, var það alt rifið upp, flutt upp í lærða skólann og hlaðið þar i dyngju í alþingissalnum meðan kirkjan var undir aðgerð og síðan flutt niður á kirkjuloft aftur. Við flutninga þessa raskaðist safnið allmikið og þótti surnum ekki var- lega um gengið, og upp úr flutninga- braskinu munu sumir af velgjörða- mönnum safnsins erlendis hafa farið að trénast upp á að senda því bæk- ur. Á sumurn þeirra heyrðist jafn- vel, að þeir vissu ekki hvort safnið væri til eða ekki, því frá hálfu iieyk- víkinga var því litill sómi sýndur og engin skýrsla birtist um hag þess eða ástand. Bókasafnið lifði ein- göngu á gjöfum og höfðu margir orðið til að styrkja það ríkmann- lega. Af íslendingum eða íslenzk- um félögum voru það sérstaklega Bókmentafélagið, Jón Sigurðsson, Dr. Seheving og Smith konsúll, sem höfðu gefið því rausnarlegar gjafir, en af útlendingum voru það sérstak- lega Svíar og Þjóðverjar, sem höfðu tekið trygð við það. 1850 var fyrst skipaður bókavörður við það, en það var Jón Árnason, og má telja að safnið hafi fyrst komist í röð og reglu undir stjórn hans, enda jókst það nú óðura og komst áður langt leið í allmikinn blóma, þótt húsnæð- isleysið stæði því enn fyrir þrifum þar til alþingishúsið var reist. Árið 1862 átti safnið 8000 bindi. Skömmu eftir 1860 var lagður fyrsti grundvöllurinn undir Forn- gripasafnið. Yar það upphaf þess, að kand. Helgi Sigurðsson á Jörfa gaf íslandi 1863 til ævarandi eignar 15 forngripi til þess að það væri sem fyrsti vísir til innlends gripa- safns undir yfirumsjón stiftsyfirvald- anna. Stiftsyfirvöldin tóku við gjöf- inni og var þeim Jóni Árnasyni og Sigurði Guðmundssyni málara falið á hendur að hafa umsjón með þeim. Safnið auðgaðist von bráðar að ýms- um fornum munum og átti meðal annara Jón Sigurðsson alþingismað- ur frá Gautlöndum mikinn þátt í að útvega því ýmsa góða gripi norðan úr Þingeyjarsýslu. í október mán- uði 1863 skoraði Haldór skólakenn- ari Eriðriksson á almenning i blað- inu „Þjóðólfi“ að auka safnið og skjóta saman fé með árlegu tillagi til að reisa því hús. Gerði hann helst ráð fyrir að húsið yrði reist um það bil sem ísland eða öllu held- ur Reykjavik héldi 1000 ára minn- ingarhátíð sina. Húsbyggingin fórst nú fyrir en aftur á móti bættust safn- inu stöðugt nýjir gripir og var þeim fyrst framan af hrúgað saman uppi á kirkjuloftinu hjá Stifstbókasafninu. Um líkt leyti var fyrst stofnað til sjúkrahúss í Iteykjavik. Nokkrir embættismenn og kaupmenn áttu fund með sér 1863 til að mynda samtök í því skyni, og voru síðan haldnar tombólur, lotteri o. fl. til að afla peninga, auk þess sem margir lögðu fram fé sumpart eitt skifti fyr- ir öll og sumpart árlegt tillag. Út- lendingar urðu einnig til að styrkja þetta fyrirtæki; þannig lagði t. d. enskur maður nokkur af göfugum ættum, Herman Bicknell, ríflega upp- hæð til fyrirtækisins. Á þessum árum var einnig komið föstu skipulagi á barnaskólann i Reykjavík. 1859.keyptu þeir Knudt- zon stórkaupmaður og Carl Siemsen verzlunarhús Bjerings og gáfu Reykjavíkurkaupstað íbúðarhúsið til barnaskólahúss. Með tilsk. 12. des. 1860 var ákveðið að setja á stofn fastan barnaskóla er skyldi taka til starfa næsta haust. Yar nú skipað- ur yfirkennari, er skyldi annaðhvort hafa lokið prófi á kennaraskóla í Danmörku eða hafa rétt til að tak- ast á hendur prestsembættí á íslandi. Launin voru 500 rd. um árið, leigu- laus bústaður og ókeypis eldiviður. Þessi starfi var fyrst veittur Helga Einarssyni Helgesen. Fyrsta árið'1 voru í skólanum í kriugjum 60 börn. (Frh.). ískyggileg atvinnugrein, I stórbæjunum í Bandaríkjunum er skjalafölsun eitt af algengustu laga- brotunum. Menn bindast þar föst- um samtökum til að reka þá atvinnu- grein í stórum stýl. Að baki fölsunarfélögunum stend- ur venjulega einhver auðkýfingur, sem leggur frain starfsféð, útvegar skjöl þau, er falsa skal og kernur sér í samband við tréskurðarraenn og litprentara. Þá kemur næst mað- ur, sem hefur á hendi aðalstarfið: fölsunina. Hann verður að vera snillingur í höndunum og listamað- ur á sina vísu; hann þarf að geta stælt til fullnustu alla gerð og liti á þeim skjölum, sem hann hefur milli handa, því þetta raskast oft í meðferðinni hjá honum og er um að gera að koma þvi öllu í samt lag aftur án þess að nokkur vegsum- merki sjáist. Þá kemur „miðillinn11. Hann er milligöngumaður milli fals- arans og auðkýfingsins annarsvegar og meðhjálparanna hins vegar. Hann einn þekkir meðlimina, en þeir eru að jafnaði ókunnugir hver öðrum innbyrðis. Loks er einn eða fleiri „handhaíar“, sem ganga í bankana með skjölin og hefja peningana.. Stundum eru líka enn þá fleiri í tígi með þeim, og eru þeir nefndir „skugg- ar“. Þeir hafa það starf á hendi að elta „handhafana" og sjá um að þeir leysi starf sitt samvizkusamlega áf hendi án þess snuða félagsbræður sína. „Skuggana“ þekkir enginn nema „miðillinn“. Fölsunin er venjulega í því inni- falin að breyta upphæðum á víxlum eða öðrum skjölum, sem auðkýfing- urinn leggur fram. Tölurnar eða bókstafirnir er leyst upp i ýmsum vökvum; síðan er strokið yfir með litum til að koma pappírnum í samt, lag aftur, og loks er einhver upp- hæð af handa hófi sett í stað hinn- ar fyrri. Erlendis er það algengt í bönkum að gata töluna á pappirinn í stað þess að skrifa hana; en fals- ararnir sjá einnig ráð við því. Þeir pressa pappírsleðju í götin og draga siðan yfir með heitu járni og er þá mjög erfitt að sjá nokkra breytingu-

x

Elding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elding
https://timarit.is/publication/231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.