Alþýðublaðið - 04.01.1964, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.01.1964, Qupperneq 7
„Maður verður að eta gengið aftur“ HANN er fæddur að Skálum á Langanesi, en fluttist níu ára a'ð aldri til Vestmannaeyja. Oft var þröngt í búi hjá verkamannafjöl- skyldum á árunum fyrir stríð, í Vestmannaeyjum sem víðar á landinu. Fljótlega var sjórinn sá vettvangur sem hann lagði fyrir sig og ungur tók hann þátt í bar- áttunni fyrir hinu daglega brauði. Það var ekki mikið um lausa aura heima í þá daga. Þá gerðum við strákarnir talsvert af því að stela lifur. Það þótti sjálfsögð bar- átta. Við áttum ekki fyrir skóla- toókunum. Á stríðsárunum sigldi ég á Skaft íelling, sigldum ljóslausir til og irá Englandi. Við komumst ekki í hann krappan svo orð sé á gerandi. Tvisvar vorum við lýstir upp, en >ég held að þeim hafi ekki fundizt taka því að eyða skotum á svona iitinn bát. Einu sinni var þó skotið í gegn- um séglið. Svo skutu þeir niður hát, sem var okkur samskipa frá Engiandi, og fórst öll áhöfnin. Þegar ég var tvítugur fór ég í Sjómannaskólann og lauk prófi þaðan. Síðan var ég á togurum og pað var á Halamiðum, árið 1949 sem ég tók málarabakteríuna, við •að sjá ísrek á sjónum. Ég náði ein hversstaðar i vatnsliti og mólaði þetta ísrek. Ég á þá mynd ein- hversstaðar ennþá. Síðan hafði ég með mér olíuliti á sjóinn og mál- aði jafnframt störfunum um borð. — Já, þetta kom yfir mig eins og hland úr fötu og ég málaði á þenn an hátt til ársins 1956, þá hætti ég ó sjónum, fór í land og tók til við að byggja mér þak yfir höfuð- ið. Ég fékk vinnu sem lögreglu- þjónn í Hafnarfirði og þar hef ég búið síðan. Konan mín er þaðan. Sólveig Erlendsdóttir. Mér finnst betra að vinna óskylda vinnu, til lífsframfæris, og geta svo málað eins og mig langar tií, og án þess að þurfa að hafa sölu í huga. Vaktavinnan við lögreglustöð- ina fellur mér líka vel í geð, enda er ég vanur vaktavinnu frá sjón- um. Á danska akademíið fór ég svo 1956, og var þar einn vetur. Sumarið eftir ferðaðist ég um Ítalíu og var mjög hrifinn af verk- Spjallað við Svein Björnsson ,málara um gömlu meistaranna. Sérstak- lega er mér minnisstæð mynd eft- j ir Cimabue lærisvein Giottos, en sú mynd heitir Græni Kristur og er í Galleria Uffizi í Flórenz. Frá Ítalíu fór ég svo til Dan- merkur þar sem ég fékk leigða vinnustofu úti á landinu og vann þar til hausts. Þegar ég kom hing- að heim um haustið, hélt ég sýn- ingu, og fékk slæma dóma, eins og ég hef nær undantekningarlaust fengið siðan, hér heima. Það er eitthvað bogið við listagagnrýni á íslandi, þar er klíkuskapurinn allsráðandi, og vissir menn ráða ríkjum. Þessir menn hafa útilokað þá málara, sem þeim líkar ekki, frá sýningum og nefndum sem vinna að listkynningum og sýn- ingum erlendis. Eins og flestir. vita eru tvö mynd listarfélög starfandi hér á landi, en þar fá eingöngu meðlimir ann- ars þeirra að kjósa í nefndir í sam- bandi við sýningar o. fl. •Ég gekk í Myndlistarfélagið í hitteðfyrra, og sé ekkert athuga- vert við það, þrátt fyrir að sumir hafi verið að telja mér frá að vera meðlimur þess. Aðalatriðið er að maður máli eins og mann lang- ar til —verkin eiga að tala. Þegar ég sýndi þær sömu mynd- ir í Danmörku og ég hafði sýnt hér og fengið slæma dóma fyrir, brá svo við að þar var þeim hrós- að, og þarf ekki að efa að dönsk blöð hafa fullt eins færa menn til listgagnrýni og hérlend blöð. Annars held ég að sumir málar- ar okkar séu komnir í strand, staðnaðir og gera lítið annað en endurtaka sjálfa sig. Ég held að geometríska myndin sé að líða undir lok, en í staðinn kemur fantasían, eða skáldskap- urinn. Það sama er að segja um ís- lerzka rithöfunda, þeir eru hættir að semja skáldverk, en í þess stað tekriir til við að endursegja æfi- sögu eldra fólks. Þama finnst mér þróunin stefna í ranga átt. Þó eru i á þessu máli undantekningar og | finnst mér Indriði G. Þorsteins- : son þeirra virðingarverðust. En máski er þetta bókaútgef- endunum að kenna, þar ræður gróðasjónarmiðið ríkjum og rit- Sveinn Björnsson: Verkin eiga aff tala. Þessa mynd málaffi Sveinn, er Iiann kom frá Skálholtshátíffinni. höfundar eru neyddir til að sþrifa eins og útgefandinn vill. Já, ég sá huldufólk, þegar ég var strákur á Skálum. Síðan hef ég orðið var við svipuð ólirif við Kleifarvatn, en ekki séð, heldur fundið nærveru einhverra huldra vætta. Bezt kann ég við að mála úti í náttúrunni, þó svo ég noti ekki þau mótív í myndirnar sem í kringum mig eru. Nú mála ég helzt stórar myndir. Ég hef fengið að mála í Iðnskólan- um í Hafnarfirði. Þessar myndir seljast ekki, enda gerir það ekkert til, þær eru ekki gerðar með það fyrir augum. Stundum lief ég málað sjávar- myndir staddur í helli í Krísuvík- urhrauni. Við megum ekki fjarlægjast náttúruna og síst mega listamenn án áhrifa hennar vera. Þeir geta sótt til hennar hugmyndir þó svo þeir kópíeri hana ekki á léreftið. Maður vevður að geta gengið aft ur. Eins og Kiljan gerir til dæm- is. Það þýðir ekki að menn setji ofan. Menn mega ekki staðna. — Kjarval hefur aldrei sagt skilið við náttúruna, enda er liann alltaf frjór og nýr. Aðrir endurtaka sjálfa sig. Þetta eru molar. af því sem j Sveinn sagði okkur er hann leit inn ó ritstjórn Alþýðublaðsins j annan nýársdag. ! Hann hafði meðfcrðis listdóma úr Berlingske Tidende, og er ekki úr vegi að birta þá og gefa lesendum tækifæri til að sjá hvað ! listgagnrýnendur eins þekktasta dagblaðs á Norðurlöndum hafa að segja um list hans. Jan Zibrandtsen í Berlingske Tidende þ. 2. 12. 63: ÍSLENZKUR HÆFII-EIKAMAÐUR: Sveinn Björnsson og þrir ungir danskir málarar sýna á Char- sýníngu þessari verður mað- ur fyrir mestum áhrifum af mál- verkum Sveins Björnssonar. Þau þrungin persónuleika mólar- ans. Hann segir kynjasögur af hínum furðulegu áhrifum náttúr- unnar í hinu fagra heimalandi sínu. Fyrir hans tilstilli veitist okkur það að fá að koma á álfa- fund, sem haldinn er við útþan- inn köngulóarvef. Það er málaii, sem hefur skapað bláu veruna með gullna dýrðarbauginn. Þegar mað- ur virðir fyrir sér landslagsmynd- ina, „Fyrsti snjórinn”, skilst manni, að þarna er á ferð ungur málari, sem eys af reynslu sinn* sem listamaður. Hann hefur lært af list Kjarvals. í gegnum snjóinii ljóma hinir rúbinrauði og bláu lit-1 ir klettamyndananna með logandl' þrótti. Sá maður ,sem hefur skap- að „Rauðan fisk” og Bláan fisk”, er maður draumsins, maður, sem hlotið hefur ósvikið litaskyn í vöggugjöf”. Kai Flor í Berlingske Tidende þann 25. nóv. 63: „Athyglisverðasta hæfileika sýn- ir íslendingurinn Sveinn Björns- son, sem sýnir þarna nokkrar risa andlitsmyndir, „Flöskusalann”, ei» andlit hans er mólað með næstum krítargráum litum og grófum dráttum, og „Gamlan mann”, en. vfir honum hvilir næstum liörku- legur blær vegna hins kraftarlega vaxtar og hins stríða -og næstum yfirlætislega yfirskeggs. Málarinn býr óumdeilanlega yf- ir ríku litaskyni, þótt litir hans kunni ao virðast helzt til óskýrir. Hinar mörgu táknþrungnu mynd- ir lians, t. d. „Álfaskip” og „Álfá- fundur og köngulóarvefur”, draga þó úr frumleik listar hans," og virðast þær helzt til greinflega vitna um áhríf írá list Carl-Ííeri- nings. Fram yfir slíkar myndir tekur maður „Dumbungsdag á hafinu”, en sú mynd ber vott um þekkingu. íslenöingsins á sjómennskþnni, skipinu, sem rikir á myndfletirium, umvafið dökkum litum, aðeins upp* lvst af einstökum glórauðum ;íita- ieplum“. R. SMSBSTÖiíM Ssstúni 4 - Sími 16-2-27 Bíllinn er smnrffur fljótt or vet BeUum allar togranðir aJt smoroliib. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4. januar 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.