Alþýðublaðið - 04.01.1964, Blaðsíða 9
haldið því fram, að einmitt þessi
böð hafi dregið þor og kraft úr
Napoleoni. Wellington, andstæð-
ingur hans í Waterloo orustunni
mun hins vegar hafa farið í kalt
styrkjandi bað á hvetrjum degi. Ef
til vill má rekja það til þessara
siða þeirra hvernig orustan við
Waterloo fór. Má þá segja að
Napoleon hafi tapað Waterloo or-
ustunni í baðherbergi sínu.
Árið 1838 er talið að baðker hafi
verið 3237 í Frakklandi en all-
miklu færri í Englandi- í Englandi
þegar árið 1765
komið fyrir baðkerum fyrir heit og
köld böð á geðveikrahæli einu og
áttu böðin að róa vitfirrta sjúkl-
inga.
Sú var tíðin að menn voru varað
ir við því að þvo sér of oft. Slíkt
var talið leiða til þess að húðin
yrði hættulega tilfinninganæm og
vðkvæm fyrir hita og kulda. Þrátt
fyrir þetta skrifar enskur læknir
árið 1801, að „fjöldi manna og
kvenna í Lundúnaborg, sem þvoi
sér reglulega um hendur og andlit
að þvo líkama sinn
svo árum skipti.“ Furðufugl nokk-
ur, Cobbet að nafni, setti fram þá
skoðun í riti 1829, sem þá þótti
býsna undarleg, nefnilega að ást-
in yrði ekki langvinn, ef hjónin
ekki tækju sér bað, að minnst kosti
öðru hverju. Hann hvatti þess
vegna unga menn til að kíkja bak
við eyrun á unnustum sínum og
sjá hvort hreinlætið væri ekki í
lagi.
Einn náungi setti fram þá kenn-
ingu, að allur líkamsþvottur væri
til einskis. Menn skyldu aðeins
gæta þess að svitna reglulcga, því
svitinn sæi um að halda líkaman-
um hreinum.
bað í Elysée höllinni í París eitt
sinn þegar liún brá sér yfir sund-
ið. Það var. sérstaklega byggt
handa Napoleoni. Hann fór í sjóð-
andi heitt bað á hverjum einasta
degi. Sagnfræðingur einn hefur
Þrátt fyrir svona fullyrðingar
varð sigurganga baðkersins ekki
stöðvuð, og brátt var farið að
telja það ómissandi, ef menn á
annað borð vlldu einhverja rækt
við þrifnað leggja-
í baðherberginu hafa banaráð
verið brugguð. Þar hafa verið lögð
á ráðin um byltingar á öllum öld-
um. Það að Marat myrtur í bað-
keri sínu ef undantekning frá '
reglunni um að baðherbergið sé
yfirleitt friðsælasta herbergi
heimilisins. (Kirsten Stenbæk).
Dularfulli
Kanadamaöurinn
FYRIR ári kom út ævisaga Sir
Williams Stephensons, Kanada-
manns af íslenzkum ættum, sem
lifað hefur stórbrotnara og ævin-
týraríkara lífi en nokkur annar
maður af íslenzku bergi brotinn
fyrr og síðar. Það er nokkuð á
huldu hvert var foreldri hans,
hvort faðir hans var íslendingur
eða móðir hans, eða hvort hann
ólst upp hjá skozkri fjölskyldu,
eða hann ólst upp hjá íslenzkri
fjölskyldu eftir að faðir hans dó.
Eftir að ævisaga Sir Williams kom
út, en hann er enn á lífi og í fullu
fjöri, birtist grein um hann í vest-
ur-íslenzku tímariti, þar sem bent
var á, að hann væri af ísienzku
bergi brotinn í aðra ættina. ísa-
foldarprentsmiðja ákvað að fá út-
gáfurétt að bókinni og fékk Her-
stein Pálsson til að þýða hana.
Jafnframt var gerð tilraun til að
hafa samband við Sir William, en
hann lifir í einangrun, ef til vill
vegna starf síns Sem yfirmaður
leyniþjónustu Breta á styrjaldar-
árunum vestanhafs, svarar ekki
bréfum, virðist engan áhuga hafa
á íslenzku ætterni sínu og gefur
ekki neinar upplýsingar. Undar-
legur maður samkvæmt íslenzku
eðli og íslenzkum sjónarmiðum.
En nú er bókin komin út á íslenzku
og í lienni er fullyrt, að móðir Sir
Williams hafi verið íslenzk, en fað-
irinn skozkur, að hann hafi alizt
upp hjá íslenzkum hjónum og að
hann svari ekki bréfum.
Þessi ævisaga lýsir skapföstum
manni, hetju á styrjaldarárunum
fyrri, liugrakks flugmanns á fyrstu
árum stríðsflugmanna, enda skaut
hann niður margar flugvélar Þjóð-
verja. Þá sýnir sagan, að hann
hefur verið gæddur vísindalegum
rannsóknargáfum á háu stigi, og
er einn hinn fyrsti, sem finnur upp
teleprinter og mynda og skeyta-
sendingar. Hann stofnaði fyrir-
tæki í Bretlandi og Kanada og varð
margfaldur milljóneri.— og loks
var hann gerður að ýfirmanni
leyniþjónustu Breta vestanhafs á
styrjaldarárunum síðari. Nánar
er ekki liægt að rekja sögu þessa
einkennilega manns. Hann naut
mikils framá og vai'ð góðvinur
Churchills og Roosevelts. Gáfur
hans og hugrekki er óumdeilan-
legt. Gaman hefði verið af því að
fá nánari upplýsingar um hina ís-
lenzku grein ættar hans, en það
hefur enn ekki tekizt Á einni
myndinni er ekki annað að sjá, en
að þar sé Eiríkur skipherra
Kristófersson lifandi kominn.
VSV
Skólabuxur
Ódýru Teteran drengjabuxurnar
eru komnar aftur.
Verð:
Nr. 6—10 kr. 398.— Nr. 11—14 kr. 435.—
Miklatorgi.
Verkamenn óskast
Almenna byggingarfélagið h.f.
Borgartúni 7 — Sími 17490.
HÖFUM FLUTT
Endurskoðunarskrifstofu okkar að FLÓKAGÖTU 65 1.
hæð. Sími 17903.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
Ragnar Á. Magnússon,
Lög-giltir eridurskoðendur.
Hafnarfjörður
Höfum flutt lækningarstofur okk’ar á Strandgötu 8.
(Sparisjóðshúsið) gengið inn frá Linnetsstig.
Ólafur Einarsson, héraðslæknir, viðtalstími kl. 1—3. Laug
ardaga kl. 11—12.
Jósep Ólafsson, Sérgrein: Lyflækningar, viðtalstími mánu
daga, fimmtudaga, föstudaga kl. 1—2,30, þríðjudaga og
miðvikudaga kl. 4,30—5,30. Viðtal í sérgrein eftir sam-
komulagi. Sími 51828. Heimasími 51820.
Kristján Jóhannsson, viðtalstími kl. 1,30—3, laug.vrdaga
kl. 10—11. Sími 51756. Heimasími 50056.
Geymið auglýsinguna.
Samkeppni um merki
í samræmi við samþykkt síðasta landsþings Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga hefur stjórn sambandsins ákveðið að
gangast fyrir samkeppni um merki fyrir sambandið. Er
hér með gefinn kostur á að senda tillögur að slíku merki,
og væri æskilegl að það sé að einhverju leyti táknrænt
fyrir sambandið eða starfsemi þess.
Uppdrættir skulu vera 12 x 18 cm. að stærð eða svo,
límdir á karton 14 x 21 cm. að stærð, og skulu þeir send-
ast til skrifstofu sambandsins að Laugavegi 105, Reykja-
vík, póstliólf 1079, fyrir 1. febrúar 1964.
Umslag skal einkenna með orðinu MERKI. Nafn höfund-
ar fylgi í sérstöku umslagi, vandlega lokuðu.
Tíu þúsund króna verðlaun verða yeitt fyrir það merki,
sem valið verður.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ -4. janúar 1964 9