Alþýðublaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 4
Pennavinir óskast
Blaðinu hafa borizt meðfylgjandi
bréf:
Kæri ritstjóri!
Við fáum bréf frá fólki víðs veg-
ar að úr heiminum, sem langar til
að éignast bréfavini á íslandi.
Allir lesendur blaðs yðar, sem
hafa áhuga á að eignast bréfavini
einhvers staðar í heiminum, eru
beðnir að senda okkur upplýsingar
um aldur, kyn, áhugamál, tóm-
stundaiðju, hve marga pennavini
þeir vilja eignast og hvar.
Go't væri, ef þeir, sem áhuga
hafa, sendu fimm alþjóðafrímerki
með umslaginu.
Viiduð þér gjöra svo vel og birta
þetta bréf í blaði yðar.
Vðar Santos Ohhabra, —
alþjóðlegur ritari (International
Secretary), People To People
12-h, Sector 21-A; Post Box 54,
Friíndship League,
Chandigarh, — Indlandi
(INDIA).
• He> ra ritstjóri Alþýðublaðsins.
Þar eð ég er öryrki og fæ ör-
ýrkja tyrk (flogaveiki) reyni ég að
vinna mér aftur stöðu i þjóðfélag-
inu rr eð því að safna notuðum frí-
merk um og eftir 5 ára starf er
ætlurin að ég geri upp reikning-
ana, — og þá er hugmyndin að ég
reyni að hafa samband við öryrkja
í ölli m skandinavísku löndunum
og vK hjálpumst að til sjálfsbjarg-
ar.
Mif langar til að biðja yður að
koma því á framfæri við fólk,
hvort það vildi safna notuðum frí-
— Bretinn Arthur Ries er 65
ára g imall og er sagður með
þraut. eigustu mönnum veraldar.
Hann hefur barizt við það síðustu
17 árin að ná bílprófi, tekið 1000
tíma, reynt 10 sinnum við prófið,
en alltaf fallið.
Hann var búinn að kaupa sér
bil, — en seldi hann aftur, þegar
hann sá, hvernig gekk.
En hann er svo sem ekki af
baki dottinn. Enn er hann í bíl-
tímum og vonast auðvitað fastlega
til að ná prófinu í ellefta skiptið,
en hann hefur ráunar alltaf haft
góðar vonir síðustu 15 árin.
Konan hans segist ekkert skilja
í honum, en verða að játa, að hún
dáist að þrautseigju hans.
— Hvers vegna ókuð þér á þenn-
an mann, spurði lögregluþjónninn.
— Eg ók ekki á hann. Eg
stanzaði til að hleypa honum yfir
. götuna, en hann varð svo- hissa, að
hann féll í öngvit.
merkum og senda mér. Mér þætti
ákaflega vænt um, ef undirtekt-
irnar yrðu góðar, — en sú hefur
orðið raunin á með hin Norður-
löndin.
Með fyrirfram þakklæti.
Yðar einlægur,
Ole Hansen,
Helsingborgade 2,1.
Köbenhavn, Ö,
DANMARK.
Kæru herrar.
Ég er 16 ára norskur strákur, en
bý nú í Ameríku. Mig langar til að
fá bréfasamband við íslenzka
stelpu eða strák. Ég get auðvitað
skrifað norsku, en líka ensku og
frönsku. Ég hef mestan áhuga á
frímerkjum, iþróttum og „Bítlun-
um“ eins og þið segið á íslenzku.
Ef þér gætuð á einhvern hátt
útvegað mér bréfavin á íslandi,
væri ég mjög glaöur.
Þúsund þakkir fyrir hjálpina.
James P. Sites,
5814 Ogden Court,
Washington, D.C., 20016,
U.S.A.
Ali Baba veit allt
um teppi, - Allah
sérum afganginn
PERSNESKUR teppahnýtir situr
undir þaki gamals rauðmálaðs
bóndabæjar á Norður-Sjálandi.
Hann er kominn beint að sunnan
frá markaðstorgum Ispahans. Nú
slær hann vefinn í Danmörku. —
Persinn heitir því konunglega
nafni Ali Baba. Hann hefur aldrei
komið út fyrir landamæri írans
fyrr en nú og talar aðeins tungu
þjóðar sinnar.
Ali Baba kann hvorki að lesa
eða skrifa, — en hann kann að
búa til teppi. Hann hefur líka
æfinguna, því að allt frá sex ára
aldri hefur hann fengizt við þá
iðju. Nú er hann 32 ára. Hann á
þrjá bræður, og allir eru þeir
teppagerðarmenn eins og hann.
Ali Baba kom auðvitað með kon
una sína með sér til Danmerkur.
Hún heitir Asieh.
— Danmörk er gott land, segir
Ali Baba. Ég vildi bara vera nær
stórborginni. Ég vildi líka óska, að
bræður mínir væru hérna líka, en
einn þeirra, sem gjarnan vildi
koma, er ekki giftur ennþá, — og
ég vildi ekki, að hann kæmi hing-
að konulaus.
— Ali Baba tók sig upp frá íran
vegna þess, að þau hjónin eiga
engin börn, — en hann vonast til,
að danskir læknar geti eitthvað
gert til þess, að þau njóti þeirrar
blessunar að eignast erfingja.
— Allah veit einn, hvað fram-
Sömu frumstæðu áhöldin hafa
verið notuff við teppagerð í íran
öldum saman.
Það tekur ár að ljúka teppinu, sem hann er með í \'efstólnum.
AIi Baba með dýrindis teppi, — með myndum sagnakónga og
mikUla keisara, sem margir hverjir tjölduðu hallir sínar með þessum
djrgripiun.
tíðin ber í skauti sínu, segir Ali
Baba.
Asieh, konan hans, segir, að
maginn á henni sé orðinn að vatni,
— en það ku vera persneskt orða-
tiltæki, sem táknar, að fólk sé mjög
eftirvæntingarfúllt og upptendrað.
Blaðamenn hafa að sjálfsögðu
mikinn áhuga á að kynnast þessum
langtaðkomnu hjónum, en það er
hægara sagt en gert, því að þau
tala aðeins tungumál þjóðar sinn-
ar, eins og fyrr er frá skýrt, og það
er ekki margt um persneskumæl-
andi fólk í Danmörku.
En Berlingske Aftenavis varð sér
úti um túlk — og bað hann að
spyrja frúna, hvernig henni geðj-
aðist að því að ganga blæjulaus.
En túlkurinn fékkst ekki til þess
að: l|ggja þeésS 1 sþúrningu fyrir
konuna. Hann ságði, að það væri
viðmóta dónaskápur.og að spyrja
dánskar frúr. livernig þær mundu
kunna við sig buxnalausar. Og nú
þegar ég er loks búin að fá hana
ofan af því að ganga með slör fyr-
ir andlitinu, — ætla ég ekki að
fara að valda henni áhyggjum að
nýju, sagði túlkurinn.
Asieh hefur meðferðis mikinn
dýrgrip, sem utanaðkomandi fá að
horfa á, — en enginn vantrúaður
fær að snerta. Það er lítill átta-
viti, sem prestur nokkur gaf henni
skömmu áður en hún yfirgaf
Isphahan. Út frá nálinni er lítil
rauð ör, sem bendir í átt til Mekka,
svo að hjónin geta séð, í hvaða átt
þau eiga að snúa sér, þegar þau
biðja í útlegðihni'.
Frúin, sem útlendingarnir búa
hjá, er í mestu vandræðum með
að elda ofan í hjónin. Fyrst I stað
borðuðu þau aðeins egg og græn-
meti og drukku mikla mjólk, —
en þau vildu ekki borða dýrin
þarna vegna þess að þeim væri
ekki slátrað á viðeigandi hátt eins
og trú þeirra býður.
En eitthvað kjöt urðu þau að fá,
segir frúin, svo að ég gerði samn-
ing við nágranna minn um að þau
fengju hjá honum hænsni. sem þau
síðan fengju að slátra að eigin vild.
Ali Baba var ágætlega ánægður
með þá ráðstöfun þar til hann kom
í hænsnahúsið. Þá sagði hann altt
í einu:
— Nei, það er ekki minn starfi
að snúa hænsni úr liálsliönum, og
fór leiðar sinnar.
Nú kaupir frúin steikta kjúkl-
inga í verzlun handa þeim, —
hjónin snæða með beztu lyst, þótt
Ali Baba viti fullvel, hvar hún
fær kjúklingana, minnist hann ekk
ert á það við konuna sína.1
Brátt munu hjónin leggja upp i
ferðalag um Danmörku til að
kynna persnesk teppi. Ali Baba
veit allt um teppi, — Allah sér
um afganginn.
— Geturðu ekki hætt að geispa
sagði eiginkonan gremjulega við
eiginmanninn.
—■ Ástin mín, sagði hann og
geispaði ógurlega, — þú veizt, áð
maður og kona em eitt, og mér
leiðist alltaf einvera.
4 5. sept.,1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ