Alþýðublaðið - 05.09.1964, Blaðsíða 7
ÞÓRARINSSON
hinna vinnandi manna gerði þá
sterkari, og sanngjarn hlutur af af
rakstri vinnu þeirra yrði ekki frá
þeim tekinn, ef þeir stæðu saman.
Júlíus gerðist því einn af stofn-
endum Verkalýðsfélags Hellis-
sands 15. júlí 1922, og í stjórn
þess félagsskapar sat hann svo
að segja ó'ilitið frá stofndegi til
dauðadags eða 40 ár. Hygg ég að
það muni vera einsdæmi í sögu
verkalýðshreyfingarinnar, að sami
maður hafi setið í stjórn verka-
lýðsfélags svo lengi. Ef til vill
sýnir þessi staðreynd betur en
flest annað, þvílíks álits Júlíus
naut meðal samferðamanna. Verka
menn á Hellissandi vissu, að þar
sem Jú’íus fór, var sannur fulltrúi
þeirra á ferð, maður sem vaxinn
var úr þeirra eigin jarðvegi og
þekkti kjör þeirra, þarfir og ósk-
ir út og inn, og maður sem aldrei
myndi níðast á þvi, sem honum
væri til trúað.
Allt brambolt og bumbusláttur í
starfi var Júlíusi víðs fjarri, en
rólegar yfirveganir og rökréttar á-
lyktanir voru nær hans skaphöfn.
Júlíus gegndi að sjálfsögðu
mörgum fleiri trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína og samfélag en að
sitja í stjórn verkalýðsfélagsins.
Hann átti um lengri eða skemmri
tíma sæti í mörgum nefndum og
trúnaðarstöðum fyrir sveitarfélag
Júlíus Þórarinsson
sitt, meðal annars, skólanefnd,
skattanefnd og hreppsnefnd og um
tíma var hann oddviti hrepps-
Framh. á bls. 9.
Afgreiðslufólk
Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í
eina kjötverzlun okkar. Nánari upplýsingar
í skrifstofunni.
Sláturfélag Suðurlands.
Stúlka
vön fatapressun, óskast strax.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Efnalaugin Giæsir
Laufásvegi 17.
JOHANN B. GUÐNASON
Akranesi - Minningarorö
Ráðskonu
vantar í tvær til fjórar vikur.
í DAG verður til moldar borinn
frá Akranesskirkju, Jóhann B.
Guðnason, fyrrverandi byggingar-
fulltrúi. Hann andaðist 29. ágúst
sl. eftir margra ára vanheilsu og
sjúkdómsstríð.
Jóhann var fæddur 12. maí
1894, að Kolviðarhóli, en þar
bjuggu foreldrar hans, Guðni
Þorbergsson og Margrét Jónsdótt-
ir, ég var Guðni gestgjafi þar.—
Á fyrsta aldursári var Jóhann tek-
inn í fóstur af föðurforeldrum sín-
um, Jóhönnu Guðnadóttur og Þor-
bergi Helgasyni, er bjuggu að
Arnarstöðum í Hraungerðishreppi,
og var þar til 11 ára aldurs. Flutti
hann þá með foreldrum sínum að
Leirá i Leirársveit, er Guðni fað-
ir hans keypti þá jörð. Á Leirá
var Jóhann í 9 ár, en fór tvítug-
ur að aldri til Reykjavíkur og
lærði húsasmíði hjá Einari Ein-
arssyni húsasmíðameistara.
Jóhann B. Guðmundsson
Árið 1921 fluttist Jóhann til
Akraness og átti hér heima til
dauðadags.
Jóhann var mikill félagsmaður
og lét mikið til sín taka á því
sviði á meðan heilsan leyfði. Hann
var einn af stofnendum Iðnaðar-
mannafélags Akraness og for-
maður þess í 13 ár. Á tuttugu ára
afmæli félagsins árið 1951, var
Jóhann gerður að heiðursfélaga
þess. Jóhann var einnig fulltrúi
félagsins á fjölmörgum Iðnþingum.
Þegar Iðnþing íslendinga var háð
hér á Akranesi árið 1951, var Jó-
hann sæmdur heiðursmerki Lands
sambands Iðnaðarmanna úr silfri,
og var þá eini Akurnesingurinn,
sem sá haiður hafði hlotnazt. Sýn-
ir þetta vel hvers álits hann naut
í hópi iðnaðarmanna. Eg hygg að
á engan sé hallað, þó sagt sé, að
Jóhann hafi starfað mest og bezt
af öllum, sem þar lögðu hönd á
plóginn.
Iðnaðarmannafélagið var ekki
Framh. á bls. 9.
UIII*llllHilliliiliiiiiiiiiiiiiniiiniiiimiiiiiinmimiiiiiniiiiiiiiiliiiii»<*i,*ii>iiiiiiiiiiiiiii,iniiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiimiiiniiiiiiiiiníHiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiu
ÝNING AL-
REÐS FLÓKA
Það ætti að vera óþarft hin-
um fáu listdómendum dagblaða
borgarinnar, að þegja um þær
myndir sem hanga á veggjum
Bogasaiar Þjóðminjasafnsins
þessa dagana.
Þeir eru margir sem bíða
með óþreyju eftir hverri nýrri
sýningu frá Alfreð Flóka Nils-
en, enda hefur hann fyrir löngu
sýnt og sannað að hann er
verður athygli í myndum sín-
um.
Sú sýning, sem nú stendur
yfir, er sú þriðja sem hann
heldur í Bogasalnum, en auk
þess hefur Alfreð Flóki sýnt í
Galleri 13 í Kaupmannahöfn og
tekið þátt í samsýningu i Banda
ríkjunum.
Sumir vilja telja Alfreð
Flóka furðufugl í íslenzkri
myndlist og máske hafa þeir
skoðendur eitthvað til síns
máls. En þess verður að gæta,
að þrátt fyrir að Alfreð Flóki
hafi stundum tekið að sér hlut
verk trúðsins, tel ég að það
hlutvei-k risti ekki djúpt, enda
sýna myndir hans ekki trúðs-
hátt einan saman.
í myndum sínum hefur Al-
freð Flóki leitazt við að segja
meiningu sína á nútíð og for-
tíð, jafnvel framtíð og oft á tíð
um tekizt það dável. Þó væri
rangt að kalla hann byltingar-
sinnaðan listamann í fyllstu
merkingu þess orðs, cn til þess
Framh. á bls. 9.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli IlllIIIIIIIIIIIIIUHIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM»111II 1111***1 III*llll1* I MIII 11,111 llllllIII 1*111
1111111111111,1111^*
Rafmagnsveiíur ríkisins.
Jarðborunardeild. — Símí 17400.
Verksmiöjan Sparta
er flutt að SKIPHOLTI 35.
Símar 16554 og 20087.
ALMENNATRYGGINGAR í GULL-
BRINGU- OG KJÓSARSÝSLU
Útborgun bóta almannatrygginganna í Gullbringu- og Kjós
arsýslu fer fram sem hér segir:
Þriðjudaginn 8. sept. kl. 2—4 í Kjalarneshreppi
Miðvikudaginn 9. sept kl. 2 — 5 í Mosfellshreppi
Miðvikudaginn 16. sept kl. 1—5 í Seltjamarneshr.
Föstudaginn 18. sept. kl. 9—12 í Grindavik
Föstudaginn 18. sept. kl. 2—5 í Njarðvik
Föstudaginn 18. sept. kl. 2—5 í Gerðahreppi
Mánudaginn 21. sept. kl. 2—5 í Miðneshreppi.
Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venjulega.
Athygli skal sérstaklega vakin á því, að fyrirframgreiðsl-
ur upp í þinggjöld ársins 1964 eru fallnar í gjalddaga og
verða innheimtar um leið.
Sýslumaðurinn í GuIIbringu- ag Kjósarsýslu.
Sléttur galv. vír
2/2 itint.
HVERFISGATA 4-6
ALÞVÐUBLAÐIÐ - 5. sept. 1964 |