Alþýðublaðið - 04.10.1964, Qupperneq 1
STARF ÆSKUNNAR QMET-
ANLEQT FYRIR FLOKKINN
Þing SSÍ sett í
Reykjavík í gær
Reykjavík, 3. okt. — GO.
ÞING Sjómannasambands . ís-
lands var sett í Iðnó í dag að við-
stöddum 28 þingfuíltrimm, cn 29
fulltrúar höfðu verið kjörnir til
setu á þingipu, flrá Reykjjavík,
Akranesi, Keflavik, Grindavík og
Hafnarfirði. Einn fuUtrúi var ekki
viðstaddur setninguna. Auk hinna
kjörnu fulltrúa v-oiu mættir 3
stjórnarmenn sjómannafclaga, en
þeir éiga seturétt, en ekki atkvæð
isrétt.
Eftir að Jón Sigurðsson, for-
maður sambandsins, hafði ávarpað
þingið' nokkrum orðum voru kjör
brcf öll samþykkt einróma og
gengið til kosninga embættis-
manna þingsins. Þeir voru ailir
kjömir með samhljóða atkvæðum
og eru þessir: Björn Guðmundsson
frá Sjómannafélagi Reykjavikur
er 1. þingforseti, en Ólafur Ólafs-
Framhald á síðu 6.
44. árg. — Sunnudagur 4. október 1964 — 226. tbl.
þýðuflokknum og stjórn hans. Síð |
an raktj hann stofnun Sambands j
ungra jafnaðarmanna, stjórnmál-
baráttuna fyrr og síðar og þátt
unghreyfingarinnar í henni. Hann
sagði, að unga fólkið og samtök
þess hefðu haft mjög þýðingar-
miklu hlutverki að gegna, svo
þýðingarmiklu, að starf þess hefði
á ýmsan hátt haft afgerandi þýð-
ingu fyrir flokkinn. „Við höfum
jafnan verið fáliðaðir á Alþingi“,
sagði Guðmundur, „en þó hefur
| barátta og málflutningur flokks
! okkar borið mikinn og góðan á-
vöxt í íslenzku þjóðlífi. Andstæð-
ingar okkar hafa stig af stigi lát-
ið undan, þegar þeir hafa séð, að
málflutningur okkar átti hljóm-
grunn með þjóðinni og andstaða
var þeim hættuleg og líkleg til
fylgistaps. Áhrif Alþýðuflokks-
ins hafa þannig veríð og eru enn í
dag miklu meiri og ríkari með
Framhald á síðu 6.
sagði Guðmundur í.
Guðmundsson við setn-
ingu 20. þings SUJ
20. Þing Sambands ungra jafn-
aðarmanna var sett í félagsheimil
inu Bjargi á Akureyri í gær kl. 11
fyrir hádégi. Formaður SUJ Sig-
urður Guðmundsson setti þingið
með ræðu. Þá tók til máls utan-
ríkisráðherra Guðmundur í Guð-
Næðingurinn feykir haustlaufunum í hrúgur, sem safnast fyrir
gangstéttunum og einnig á götunum. Það hefur verið haustlegt
liöfuðborginni okkar að undanförnu, þótt vcðrið hafi verið þungbúið
og lítið farið fyrir hauststillunum. Myndin er tekin af J. V,
mundsson, varaformaður Alþýðu-
flokksins og fluttj hann snjalla
ræðu.
í upphafi máls síns flutti Guð-
mundur í. Guðmundsson þinginu
kveðjur og árnaðaróskir frá Al-
MMHHHHMMMmWMMMM
Allir fórusi
með frönsku
flugvélinni
PARÍS, 3. október. (NTB-R.).
Flak frönsku áætlunarflugvél-
ariunar, sem hvarf í gær á leið
frá París til Máritaníu, er fundið
í Sierra Nevada-f jöllum á Suður-
Spáni, sagði formælandi franskra
yfirvalda í dag.
Formælandi lögreglunnar í
Granada segir, að enginn hafi
komizt lífs af úr flugslysinu.
Í París er sagt, að hugsanlegt
sé, að í vélinni hafi verið innan
við 80 manns. Fyrri fregnir herma
að í vélinni hafi verið 73 farþeg-
ar og sjö manna áhöfn.
Fjögurra manna fjölskylda mun
hafa hætt við að fara á síðustu
stundu.
Meðal farþega í vélinni voru 20
börn, þar af fimm ungbörn.
í morgun hermdu ffegnir, að 20
manns hefði verið bjargað úr flaki
flugvéiarinnar, en þær stöfuðu af
misskiiningi.
Flugvélar og skip höfðu hafið
umfangsraikla leit að flakinu á
Miðjarðarhafi.
Sokolov -hjónum
vísað úr landi
Neiv York, 3. okt. (NTB-R).
Rússnesku Sokolov-hjónin, sem
staðin hafa verið að njósnum í
Bandaríkjunum, voru liandtekin á
ný skömmu eftir að þeim hafði
verið sleppt úr haldi í gær, og
verður visað úr landi eins fljótt og
unnt er, að því er tilkynnt var í
New York í gær.
Njósnaréttarhöldin gegn hjón-
unum vorn látin niður falla að
beiðni bandarisku stjórnarinnar í
gær og kom þessi ákvörðun mjög
á óvart. Áreiðanlegar heimildir
hermdu, að réttarhöldin mundu
valda alvarlegum erfiðleikum fyr-
ir bandarískar gagnnjósnir í fram
tíðinni.
Réttarhöldin gegn Sokolov-hjón
unum hófust á mánudaginri, og
var sagt áður en þau hófust, að
þetta yrðu ef til vill stórkostleg-
ustu njósnaréttarhöldin um
margra ára skeið. Ef hin ákærðu
hefðu verið fundin sek, kynnu þau
að hafa verið dæmd til dauða.
Dómarinn í málinu, John Dool-
ing, sagði í réttarsalnum í gær:
— Þessum réttarhöldum verður
ekki haldið áfram, því að sam-
kvæmt stjórnarskrá okkar eiga hin
ákærðu kröfu á opinberum réttar
höldum til að kynnast ákærunni á
hendur þeim og sjá vitni sækjand-
ans. Með tilliti til öryggis þjóðár-
innar er þetta ekki hægt sagði
dómarinn.
Rvík, 3. okt. — OTJ.
RÚMLEGA 200 úipum frá
Belgjagerðinni hf. var skipað
um borð í Dronning Alexandr-
ine í morguu, cn Drottningin
flytur þær til Færeyja.
Það eru nú liðin ein fimm ár
frá því, að Bclgjagerðin byrj-
aði að flytja út, og nú er svo
komið, að hún fær ekki annað
allri eftirspurn. Þau lönd sem
aðallega er flutt til, eru Dan-
mörk, Svíþjóð og England. Það
er dálítið kyndugt, að á sama !
tíma og menn hér eyða þús-
undum króna í að skreppa : inn
kaupaferðir til London, og
kaupa þar m. a. úlpur og aðr-
ar yfirhafnir skuli Lundúna-
mæður, og Lundúnaunglingar,
kaupa íslenzkar gæruskinnsúlp
ur I stórum stil. T. d. voru í
fyrra fluttar út úlpur fyrir S
milljónir króna.