Alþýðublaðið - 04.10.1964, Síða 2
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Arnl Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar:
M800-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
■verfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald
kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Dansskóli Heióars Ástvaldssonar. jf
Afhending skírteina
Lækkun kosnhngaaldurs
UNGIR jafnaðarmenn halda nú þing á Akur-
eyri. Þingið sitja rúmlega 90 fulltrúar frá 14 félög-
:um ungra jafnaðarmanna víðsvegar um land. Einn
erlendur gestur situr þingið, Sven Hulterström,
iritari Norðurlandaráðs ungra jafnaðarmanna, og
er sérstök ástæða til að bjóða hann velkominn.
Eitt þeirra mála, sem ungir jafnaðarmenn hafa
fekið upp og barizt fyrir, er lækkun kosningaald-
urs úr 21 ári miður í 18 ár. Hér á landi settu ungir
j afnaðarmenn þessa hugmynd fyrstir fram, en nú
hafa nær öll æskulýðssamtök annarra stjórnmála-
flokka lýst sig fylgjandi lækkun kosningaaldurs.
Þeirri skoðun vex nú mjög fylgi í grannlönd-
um okkar, að breyttar þjóðfélagsaðstæður geri það
að verkum, að unga fólkið eigi fyrr að fá að hafa
!hönd í bagga um stjórn lands síns. Þetta er að-
eins eðlileg afleiðing aukinnar menntunar og al-
mennrar velsældar. i
Ungir jafnaðarmenn á íslandi urðu fyrstir til
þess að halda því fram, að æskan verðskuldaði
þetta traust. Æskan sýnir líka, að hún treystir
jafnaðarstefnunni, því starf æskulýðssamtakanna
hefur sjaldan verið blómlegra en nú.
Það er mikil grózka í starfi ungra jafnaðar-
manna um þessar mundir. Um það vitnar bezt hið
fjölmenna þing þeirra á Akureyri. Alþýðublaðið
árnar þingfulltrúum heilla í starfi og vonar að
þingið megi bera ríkulegan ávöxt í þágu jafnaðar-
stefnunnar á íslandi.
HLEYPIDÖMAR
! LESENDUR dagblaðsins Vísis gætu haldið, að
engu væri líkara en flokkar jafnaðarmanna á
JÚprðurlöndum væru í dauðateygjunum. Ekki er þó
ihægt að leyna þeirri staðreynd, að jafnaðarmenn
skiþa nú ríkisstjórn í Noregi, Svíþjóð og Dan-
eiörku.
Norskir jafnaðarmenn töpuðu að 'vísu nokkru
atkvæðamagni í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosn-
ingum, en hafa ber það í huga, að kjörsókn var.
tmjög léleg og bitnar slíkt að sjálfsögðu mest á
stærsta flokknum.
Það eru furðulegir hleypidómar hjá ritstjóra
Vísis, að Norðmenn séu að hverfa frá fylgi við
jafnaðarstefnuna. Slíkar fullyrðingar byggjast
fremur á óskhyggju en skynsemi. Öllum er enn í
fersku minni bvernig hægri mönnum í Noregi
fókst að halda um stjómartaumana í fyrra sumar.
Ekki er líklegt að slíkt ævintýri verði endurtekið
í bráð.
Jafnaðarstefnan á traustu og öruggu fylgi að
fagna á Norðurlöndum, sem og í ýmsum af hinum
aiýfrjálsu ríkjiun, sem bafna kommúnisma og kapí-
talisma sem löngu úreltum öfgastefnum.
Reykjavík.
Skírteini verða afhent í Brautarholti 4
mánudaginn 5. okt. og þriðjudaginn 6. okt.
frá kl. 3—8 e.h. báða dagana. Kennsla
hefst miðvikudaginn 7. okt.
Kópavogur.
Skírteini verða afhent í Félagsheimilinu,
efri salnum, sunnudaginn 4. okt. frá kl. 3—
7 e.h. Kennsla hefst miðvikudaginn 8. okt.
Hafnarfjörður.
Kennsla fer fram í Góðtemplarahúsinu og
er fyrsti tíminn föstudaginn 9. okt. Böm
4—8 ára mæta kl. 4. Hjón byrjendur kL
8,30 og hjón framhald kl. 10. Skírteini af-
hent við innganginn.
Kefiavík.
Skírteini verða afhent í Ungmennafélagshúsinu mánudaginn 5. október frá
kl. 3—7 e. h. Kennsla hefst þriðjudaginn 6. október.
BURSTAFELL
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
SELUR MEÐAL ANNARS:
Baðkör Koparpípur Skiptilykla Pensla
Handlaugar Glerullarhólka Rörtengur Sparslspaða
Salerni Gierull í metratali Kranatengur Sandpappír
Eldhúsvaska Einangrunarplast Slaghamra Slípisteina
Skolvaska Hitamæla Klaufhamra Dúkahnffa
Skápa í baðherbergri Þrýstimæla Meitia Strákústa
Biöndunartæki Tengikrana Járnbora Kalkkústa
Miðstöðvardælur Hamp Demantsbora Kústsköft
Renniloka Röráburð Griptengur Einangrunarbönd
Ofnkrana, 3/8”, 1/2”, 3/4” Ofnafestingar Járnsagarboga Gluggaiamir
Ílníónhné Handlaugarfestingar Sagarblöð Gluggakrækjur
Slöngukraíia Saum, sv. og galv. Tommustokka Stormjárn
BURSTAFELL
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
; ’• '•;, . . • ■,v ,•.- . •
Réttarholtsvegi 3. — Sími 4-16-40.
2 4- okt. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ