Alþýðublaðið - 04.10.1964, Síða 8
EINS og lesendur blaðsins hafa
eflaust veitt athygli, eru frétta-
•klausur frá Akranesi oftast ein-
kenndar með stöfunum Hdan.
:Ekki veit ég hversu margir vita
■að eigandi þessa einkennis er
iHelgi Daníeisson, sá landskunni
Iknattspyrnumaður.
i
I Þegar ég átti leið um Akra-
ines s.l. mánudag leít ég inn til
Helga, þar sem hann var á vakt
í lögregluvarðstofunni, en hann
hefur gegnt lögreglustarfi á
Skaganum frá því í maí í vor
Helgi hafði tekið áf sér ein-
kennishúfuna og farið úr jakk-
anum, enda var hlýtt í stof-
’unni, og kveikt sér í pípu.
— Ykkur gekk vel í leikn-
|um gegn KR í gær, Helgi.
i — Já, leikar stóðu eitt núll
.f hálfleik, og snemma í seinni
^hálfleik skoruðum við annað
'mark, en þá gerðu KR-ingar
eitt mark og eru svo alveg við
að skora mínútu seinna, en þá
bjargaði bakvörðurinn hjá okk-
ur á línu, upp í þverslána og
Þaðan langt út á völl.
Við bættum tveimur við og
fjórða markið kom á síðustu
imínútu leiksins.
— Hver setti mörkin ykkar?
— Eyleifur setti tvö og Björn
Lárusson tvo.
— Hvar var Rikki?
— Ríkharður spilaði haff, en
fór út af fljótlega í fyrri hálf-
leik, meiddist, en Þórður Jóns
son bróðir hans kom inn á.
Þórður fór á vinstri kantinn,
en við settum vinstri kant-
mannmn sem haff, en hann hef
ur aldrei spilað þá stöðu áður
Hann heitir Guðjón Guðmunds
son, nýliði, mjög skemmtilegur
spilari og hefur góða knattmeð
ferð.
Ekki er ég í nokkrum vafa
um það, og ég get sagt það hvar
sem er, að Akranesliðið er lang
bezta liðið í fyrstu deild.
— Jæja?
— Já —. Einu leikirnir, sem
við töpuðum, voru á móti Fram
og móti Keflvíkingum hér upp
á Akranesi og ef við hefðum
átt að vinna nokkra leiki, þá
eru það leikirnir, sem við átt-
um að vinna. En við töpuðum
fyrir Keflvíkingum í Keflavík
og það var leikur, sem við átt-
um að taoa, eini leikurinn sem
við áttum að tapa í sumar en
í hinum höfðum við haft yfir-
burði.
— Það er ánægjulegt að tvö
efstu liðin skuli vera utanbæj-
arlið, eins og sagt er?
— Já. og í þessum leik í
gær unnum við annað, sem við
höfum h=!dið undanfarin ár, en
Eyleifur varð markahæstur í
fyrstu deild, og það kallast vel
af sér vikið hjá 17 ára gömlum
nýliða. Skúli varð hæstur í
fyrra og Ingvar Elíasson árið
fyrir hitteðfyrra,
— Hvað .skoraði Eyleifur
mörg mörk?
— Hann skoraði 10 mörk.
hafði skorað 8 fyrir þennan
leik. Þróttari var hæstur fyrir
m
MAÐUR VERÐUR AÐ FÖRNA
EN FÆR ÞAÐ MARGFÁLT BOI
þennan leik, Haukur Þorvalds-
son held ég hann heiti.
Leikurinn í gær var skemmti
legur, Björn Lárusson var sent-
ir. Eyleifur og Skúli innherjar,
Donni á hægri kantinum og
Guðjón Guðmundsson á vinstrl
kantinum, við vorum sem sagt
með fjóra unga menn í fram-
línunni. Svo var Kristinn sent-
ir haff, Ríkharður hliðarhaff og
Sveinn Teitsson, en Jón Leós-
son var ekki með, hann var
meiddur. Bakverðir voru Pétur
Jóhannesson og Bogi.
Þetta var svolítil uppreisn
æru okkar og þegar bezti kost-
urinn er ekki fyrir hendi, þá
tel ég að þetta hafi verið sá
næstbezti, að Keflavík skyldi
vinna og við vera í öðru sæti.
— Akureyri hefði þurft að
verða í þriðja sæti.
— A þeim fimmtán árum,
sem liðin eru síðan Akranes-
liðið komst upp af botninum,
en þar var það oftast ásamt
Víkingi og Akureyri, þá hefur
liðið tvisvar sinnum lent í
þriðja sæti, en annars alltaf í
fyrsta og öðru sæti, öll árin.
Sex sinnum íslandsmeistari, sjö
sinnum í öðru sæti og tvisvar
í þriðja sæti.
Þetta. tel ég mjög snyrtilega
frammistöðu hjá ekki stærra
bæjarfélagi, en nú er alltaf ver
ið að tala um að við séum að
dala, nú séum við að verða bún-
ir að vera, en alltaf spjörum
við okkur. Og síðan Akranes-
liðið varð íslandsmeistarar í
fyrsta sinn, hefur liðið verið
endurnýjað að mestu leyti og
þeir einu, sem eftir eru og þá
léku með, voru þeir Ríkharður,
Donnj og Sveinn.
— Það er þá nóg af mann-
skap?
— Okkur hefur alltaf tekizt
að ná í nýja menn.
— Er Guðjón Finnbogason
þjálfari hjá ykkur?
— Já, Guðjón er þjálfari og
okkur líkar mjög vel við hann.
Hann er sérstaklega samvizku-
samur og duglegur og sérlega
þæg.'legur í umgengni. Ég held
við eigum ekki völ á betri
manni.
— Þú ert þá ekki hræddur
um liðið?
— Nei, ég held að okkur tak-
ist án efa að fylla þau skörð,
sem myndazt, en ég tel að óviða
sé jafn almennur áhugi fyrir
knattspyrnu og hér á Akranesi.
Hér á árunum var verið að
gutla í mörgum íþróttagrein-
um, en árangur varð lélegúr.
Svo var far>ð út í það að snúa
sér eingöngu að knattspyrn-
unni. Um bær ráðstafanir eru
að siálfsögðu skiptar skoðanir,
en bærinn var ekki það stór að
hann þvldi sð mennirnir skiptu
sér á milli íþróttagrejna.
Hér var svo ekki hugsað né
talað um annað en knattspyrnu,
eins og maður segir, en þá náð-
ist árangur.
Nú tel ég hins vegar, að svo
góður grundvöllur hafi verið
lagður að þessari íþrótt, auk
þess sem bærinn hefur stækk-
að að mun og fólkinu fjölgað
eftir því, að ekkert ætti að vera
því til fyrirstöðu að lyfta undir
aðrar íþróttagreinar.
En sá, sem ætlar sér að verða
g 4. okt. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ