Alþýðublaðið - 04.10.1964, Qupperneq 9
>
góður knattspyrnumaður, verð-
ur að leggja hart að sér, því
enginn vaknar einn morguninn
íullskapaður knattspyrnumað-
(ur, án þess að æfa og æfa vel,
mörg ár. Menn verða að fórna
einhverju, sleppa sveitaböllun-
um, en ég er ekki í vafa að
menn fá erfiðið margborgað,
bæði á vellinum og utan.
— Þú hefur reynsluna?
, — Þetta er fimmtánda árið,
sem ég tek þátt í íslandsmeist-
aramótinu og það segi ég alveg
eins og er, að ég sé ekki eftir
þeim tíma, sem farið hefur í
íþróttirnar, né þeim peningum,
sem ég hef eytt, því ég tel mig
hafa fengið þá greidda til baka
í ógleymanlegum ferðum heima
og erlendis. Maður hefur kom
ið svo víða, til Bandaríkjanna,
.Rússlands, allra Norðurland-
anna, Frakklands, Belgiu, Hol-
lands, Englands, Skotlands, ír-
Jands og guð má vita hvað, en
,til þess hefði ég aldrei fengið
tækifæri, ef ég hefði ekki stúnd
.áð knattspyrnu og sennilega
hefði ég aldrei komið út fyrir
landsteinana.
Þetta hefur vitanlega kostað
mig bæði tíma og peninga,
beint og óbeint, en það er bara
hlutur, sem maður getur alls
ekki séð eftir. Mér finnst ekki
hægt að meta þetta til fjár og
þegar maður hættir, á maður
góðar endurminningar, um góða
félaga og skemmtilegar stund-
ir. Svo á ég allar blaðaúrklipp-
ur um þá knattspyrnuleiki, sem
ég hef tekið þátt í, síðan ég
byrjaði að spila.
— Þú ert nú ekki hættur í
markinu?
— Ég veit ekki, ég hef verið
latur við æfingar í sumar. Mað-
ur er búinn að spila svo lengi
og hefur aldrei fengið frí í
markinu, enginn verið til að
leysa af. Ég hafði ákveðið að
hætta í haust, en ég þori ekki
að segja neitt ákveðið um það,
maður veit ekki hvort tekst að
standast freistinguna, þegar fer
að vora aftur.
— Hvenær byrjið þið að æfa?
— Venjulega eftir áramótin,
seinnipartinn í janúar. Við höf-
um sérstaklega góða aðstöðu
hérna, við höfum nefnilega
Langasandinn, en hann er al-
veg eins og gras og ekki festir
á honum snjó.
— Og leikið þið þar?
— Þar getum við náð
fullri vallarstærð. Það hefur
verið okkur ómetanlegt að hafa
Langasandinn, og var sérstak-
lega hérna á árunum, áður en
við fengum nýja völlinn. Þar
er nú komin góð aðstaða, en
vantar ennþá hús fyrir bún-
ingsherbergi og böð, en það
stendur til bóta.
Miðað við sambærileg bæjar
félög stöndum við vel að vígi
Framliald á síðu 13.
Texti: Ragnar Lár. — Ljósm.: Jóh. Vilberg.
Ungbdrndfatnaður
Verð frá kr. 32,00
Verð frá kr. 18,00
Verð frá kr. 22,00
Verð frá kr. 35,00
Verð frá kr. 52,00
UNGBARNABOLIR ...........
UNGBARNATREYJUR,
BLEYJUR, TVÍOFNAR .....
BLEYJUBUXUR .............
SOKKABUXUR .............
PEYSUR í ÚRVALI.........
TVÍSKIPTIR ÚTIGALLAR
MEÍ) HETTU .............. Verð frá kr. 475,00
Ný sending af þýzkum og enskum ungbarna-
fatnaði til sængurgjafa.
t f Laugavegi 70
$0/ Sími 14625
Framleiðendur
athugið:
Önnumst sölu og dreifingu innlendra
framleiðsluvara.
Sími 18560
Verzlanasambandið h.f.
Skipholti 37.
Berklavörn Reykjavík
Eins og að undanförnu, verður kaffisala i Breiðfirðinga-
búð á Berklavarnadaginn, í dag, sunnudagjnn 4. október
frá kl. 3 til kl. 6 e. h.
Þær konur, sem hugsa sér að gefa kökur, vinsamlega
hringi í síma 20343, Fríða Helgadóttir; eða 32044, Laufey
Þórðardóttir; eða þá á skrifstofu S.Í.B.S., sími 22150.
NEFNDIN.
SKOLATÖSKUR
STÍLABÆKUR
KÚLUPENNAR
LITIR
ALBUM
SPIL
DÚKKULÍSUR
LITABÆKUR
Blöð, innlend og erlend — Tízkublöð
★
íslenzkar og erlendar bækur.
T*T
O l< H L. A
A N
w_<1 1__X X,—X X X 4
Laugavegi 47. — Sími 16031.
ALÞÝBUBLAÐIÐ — 4. okt. 1964 9