Alþýðublaðið - 04.10.1964, Síða 10
EF
Ný Kjarvatsbók
#í 1» SSIi
1 -. ,
i^.^- 1
-*
m
FYRSTA
JÓLABÓKIN
1964
I>að er fyrir löngu sjálfsagður
hlutur að dásama manninn og
snillinginn
ðÓHÁNNES KJARVAL
og drekka í sig list hans. Svo
erum við annað veifið minnt á
það hressilega í erlendum tolöð
um, að á meðal okkar búi einn
af höfuðsnillingum norrænnar
myndlistar. Það fylgir því ekk-
ert sérstakt yfirlæti lengur er
við fullyrðum án hiks, að ís-
land eigi £ dag annan höfuð-
snilling heimslistarinnar,
Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Kyrsta jóiabók Helgafells er að
koma út, ný Kjarvalsbók, prýdd
um 100 myndum þar af 20 lit-
myndasíður, frá ýmsum tím-
um ævi " listamannsins, þessa
stórbrotna og sérstæða lista-
manns og volduga persónuleika,
fæpð í litríkt og töfrum magn-
að mál eins okkar færasta rit-
höfundar, Thors Vilhjálmssqnar,
Höfum nú fyrirliggjandi 15 af
fegurstu málverkum Kjarvals í
eftirprentunum.
HELGAFELL, Unuhúsi,
VEGHÚSASTÍG 7.
rws-Twwm
i«.wc.2L«aá
félag
ora-
Islands
(Framhald af 4. síðn).
málastjómar, að falleinkunn
verði niður felld á barnaprófi.
11. Fundurinn skorar á foreldra
og löggæzlumenn um land allt,
að herða sem mest eftirlit með
útivist barna og unglinga á síð
kvöldum og vinna ötullega að
því, að lög og reglugerðarávæði
þar um verði eigi brotin. Telur
fundurinn, að orsakir afbrota,
agaleysis og margra annarra
meina þjóðfélagsins liggi í því,
hve mál þessi eru tekin lausum
tökum hér á landi.
12. Fundurinn telur ámælisvert,
hve margir skólar á landinu eru
fátæklega, búnir að áhöldum og
tækjum. Sérstaklega bendir
fundurinn á aðstöðumun til
náms og kennslu, sem þetta
skapar nemendum og kennur-
um dreifbýlisins, ofan á allt of
stuttan námstíma árlega. Skor
ar fundurinn á . fræðslumála-
stjóra að láta t. d. námsstjóra
athuga nú þegar ástand skól-
anna í þe,ssum efnum og gera
viðunandi ráðstafanir til úr-
bóta. Fundurinn skorar á
menntamálaráðherra, að boða
alla skólanefndarformenn lands
ins til funda t. d. á Akureyri og
Reykjavík til þess að ræða þann
þátt, er að sveitarfélögum snýr
í sambandi við rekstur skóla,
og verði þeim þá sýndir skólar
búnir nauðsynlegum tækjum
og áhöldum, svo að þeim gef-
ist tækifæri til þess að kynna
sér hvaða kröfur séu almennt
gerðar í þessum efnum.
13. Fundurinn telur, að óeðlilegt
sé og næsta vafasamt að miða
laun skólastjóra við tölu fastra
kennara, og felur stjórninni að
vinna að breytingu i þá átt, að
laun skólastjóra verði miðuð
við tölu nemenda skólans.
14. Fundurinn telur, að réttur
skóla til kennara skuli miðaður
við kennslustundafjölda vik-
unnar en ekki tölu nemenda
en jafnframt verði gefnar út
reglur um það, hvenær skipta
skuli bekkjardeild (þ.e. um há
markstölu nemenda).
15. Fundurinn áréttar fyrri kröf-
ur um, að skólastjóri sé tal-
inn með í tölu kennara, þegar
skólastjórum er skipað niður 1
launaflokka. Ennfremur undir-
strikar fundurinn fyrri kröfur
um að reglum um kennslu
skyldu skólastjóra verði breytt
á þann veg, að lækkuð verði
til muna kennsluskylda skóla-
stjóra, einlcum í stærri skól-
um landsins.
Fundurinn áréttar og endur-
tekur fyrri tillögur félagsins
um:
16. Að námsskrá skyldunámsins
og gagnfræðastigsins verði tek-
in til gaumgæfilegrar athugun
ar hið allra fyrsta.
Að þar til sú endurskoðun
hefur farið fram, verði náms-
kröfur og próf samræmd þann
ig um land allt, að þeir, er ungl
ingaprófi hafa lokið með tilskil
inni lágmarkseinkunn, ákveð-
inni af fræðslustjórn, geti geng
ið hindrunarlaust upp i 3. bekk
gagnfræðaskóla og héraðsskóla.
17. Að landsbyggðinni verði sem
fyrst séð fyrir sálfræðilegri
þjónustu. Meðan sú skipan
kemst ekki á, verði sálfræðing
ar látnir ferðast milli skóla
landsins til athugana og ráð-
legginga.
18. Að unnið sé að því, að upp
verði komið hið bráðasta eigi
færrj en 7 fræðsluskrifstofum
utan Reykjavíkur og yfir þær
settir fræðslustjórar með svip
uðu verksviði og nú gildir um
Reykjavík.
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif>
enda í þessum hverfum:
Högunum
Barónsstíg
Lönguhlíð
Framnesveg
Bræðraborgarstíg
Laufásveg
Afgreiðsla Alþýðuhiaðsins
Sími 14 900.
Duglegir sendisveinar
ÓSKAS-T.
Afgreiðsla Alþýðublaðsins. Sími 14 900.
110 4- okt, 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
WESH&l
v
19. Að endurskoðuð verði ákvæði
um kjör ráðskvenna í heima-
vistarskólum og jafnframt kveð
ið á um starfssvið þeirra og
menntun. Þetta verði gert í
samráði við samtök heimavist-
arskólastjóra og kennara.
20. Fundurinn liarmar alveg sér-
staklega hve seinlega gengur
með afgreiðslu og athugun á
tillögum og ábendingum skóla
manna yfirleitt hjá fræðsluyfir
völdunum og bendir á hversu
seinlega gangi þróun kennslu-
og skólamála í landinu, ef áfram
er haldið á þeirri braut.
Treystir fundur-
inn menntamálaráðherra tU
þess að hlutast til um að breyt
ing verði hér á hið fyrsta.
Fundurinn kaus þriggja manna
nefnd til þess að gera tillögur
um launamál skólastjóra og vera
stjórninni til aðstoðar í samninga
umræðum er varða kjör félags-
manna.
Félagið festi á árinu kaup
á sumarbústað Kjartans Thors í
landi Hagavíkur við Þingvalla-
vatn og rak sumarbúðir þar í sum
ar fyrir skólastjóra og fjölskyld-
ur þeirra. Þarna geta dvalizt 10-
15 manns í senn. Fullskipað var i
Bakkaseji í sumár, og komust
færri að en vildu. Vinnur stjórn
félagsins áfram að lausn sumar
búðamálsins, og mun félagið færa
út kvíarnar, eftir því, sem þörf
krefur.
Samþykkt var að innheimta árs-
gjöld félagsmanna með póstkröfu.
Þá samþykkti fundurinn að efnt
skyldi til skólastjóramóts árið
1966.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa: Hans Jörg
enson Rvík. form., Páll Guð-
mundsson Seltjarnarnesi, gjald-
keri og Vilbergur Júlíusson Silfur
túni, ritari. Varamenn eru: Her-
mann Eiríksson Keflavík og Sig
urbjörn Ketilsson Ytri Njarðvík.
Fundurinn sendi forseta ís-
lands herra Ásgeiri Ásgeirssyni
samúðarkveðjur vegna andláts for
setafrúarinnar Dóru Þórhalldsdótt
ur.
Svarfur sauður
(Framhald af 4. sfSu).
á enda. Hann hafðj verið rit-
stjóri hins opinbera biaðs Borba
einkaritari í utanríkisráðuneyt-
inu, forstjóri áróðursskrifstof
unnar og meðlimur í sendi-
nefnd Júgóslavíu hjá Samen-
uðu þjóðunum. Hann missti
þingsæti sitt í marz árið 1955.
Þegar Djiias var aftur tek-
inn höndum haustið (1956 sner
ist dr. Dedijer enn til varnar
'fyrir hann og skrifaði glæsi-
legt opið bréf til Tito forseta,
þar sem hann hvatti hann til
að gefa Ðjilas frelsi, en án
árangurs.
Dr. Dedijer hefur verið hædd
ur í júgöslavneskum blöðum og
tryggir fylgismenn flokksins
litu á hann sem svikara, en allt
um það fékk hann að lifa ein-
földu og kyrrlátu lífi í Belgrad.
Fyrir nokkrum árum fór liann
til Englands, þar sem hann
kenndi við iiáskólann í- Mancli-
ester og á St. Anthony's Coll-
ege i Oxford.
Hann hefur oft farið í heim-
sókn til Belgrad til þess að
vitja um hruma móður sína.
Undanfarið hefur hann verið
niðursokkinn í rannsóknir á
þeim atburðum, sem leiddu til
morðsins á Franz Ferdinand
erkihertoga í Serajebo fyrir
50 árum. Fyrstu bók sína, sem
fjallar um andspyrnuhreyfing-
una, kallaði hann „Dagbók“.
BA.
Fagra veröld
Framhald af síðu 7.
og General Dynamics Electric
Boat Division smíðuðu í samein-
ingu, var hleypt af stokkunum
lagði forstjóri Reynolds-fyrirtæk
isins áherzlu á nauðsyn alþjóð-
legra samninga um, hvernig skipta
skuli réttindum til hagnýtingar á
Ef ekki yrðu gerðir alþjóðlegir
samningar um hagnýtingu á auð-
legðum hafsbotnsins kynnu að
skapast deilur, sem hafa gætu al-
varlegar afleiðingar.
Tilrunaferðir kafbátsins hefj-
ast innan skamms og ekki er bú-
izt við að hann kafi á 5 km. dýpi
fyrr en í vor.
Fyrir þrem árum sagði prófess
or nokkur við Kaliforníu-háskóla
að næsta áratug mundi fjölda
margt koma mönnum á óvart í
sambandi við rannsóknir á hafs-
dýpinu. „Aluminaut" mun aðstoða
þennan prófessor og starfsbræður
hans við að komast til botns í
vandamálum þeim, er þeir glíma
við. Kafbáturinn er ef til vill fyrsta
skref þróunar, sem bandarískir
vísindamenn fullyrða að leiða
muni til þess einn góðan veður-
dag að .mcnn geti komið á fót
„fiskibúum" neðansjávar, seni
gefa mundu af sér fimm sinnum
meirf „uppskeru" árlega en fisk-
veiðar okkar nú, Sótt málma svo
nemur milljörðum króna frá hafs,-
botni, framleitt rafmagn með hag-
nýtingu kröftugra og djúpra hafs
strauma, barizt gegn fellibyljum
með því að koma á fót neðansjáv-
arstöð, sem getur beint köldu
vatnsmagni upp á yfirborðið, flutt
farma og farþega í geysistórum
kafbátum og tekið sér frí í neðan
sjávarbæjum.
Fé það, sem varið hefur verið
til smíði „Aluminaut" getur vel
orðið ein mikilvægasta fjárfesting,
sem lagt hefur verið út í á þessai'i
öld og haft miklu jákvæðari ár-
angur fyrir mannkynið en hin gíf
urlega kostnaðarsama könnun
geimsins.