Alþýðublaðið - 04.10.1964, Síða 11
. •
■ ■ ,
i
mm
mm&mm
&— : ; ' lÍilfe,.
’ %mP9k
tSEJJw
.11
■■
-•• • • -.5»
'X*Vv?Æ5*5*v<öw.j,v't».®?í/ v •.•',•• '
glSÍlltp
KíiaSSSsSÆÉiSM -:::SS
JiÉÉÍÉÉÍiÉ
—SSfCSS’T*-*
Hverjir sigra i frjálsum íþróttum í Tokyo?
Bandaríkjamenn verða sigur-
sæ//Y / spretthlaupunum
HVERJIR sigra í Tokyo? Hvaða
þjóð lilýtur flest verðlaun? Hvaða
þjóð fær flest stig í hinni óopin-
beru stigakenni Olympíuleikj-
anna? íþróttaunnendur um heim
allan ræða þessar spurningar af
kappi þessa dagana og ekki eru all
ir á eitt sáttir í spádómum sínum.
íþróttasíða Alþýðublaðsns hefur
komið með sína spádóma, þegar
framundan eru Olympíuleikar
eða Evrópumeistaramót og við
ætlum ekki að bregða út af van-
anum í þetta sinn, þó að höfuð-
verkur sé töluverður í sambandi
við spádómana. í dag munum við
: ræða og spá pm
i spretthlaupum og millivegalengd
um.
★ 100 m. hlaup.
Ekki er minnsti vafi á því, að
Bandaríkjamenn munu koma
j mest við sögu í spretthlaupunum,
100, 200 og 400 m. eins og á fyrri
Olympíuleikum. Sá, sem flestir
spá þó sigri í 100 m. hlaupi, Bob
Hayes, USA er ekki fremstur á
heimsskránni, enda hlaupa Banda
ríkjamenn mest 100 yds, hann er
einn af 10, sém hlaupið hafa á
10,2 sek. Það er mikið úrval á
heimsskránni, Eesteves, Venezu-
ela er þar beztur með 10 sek. rétt
ar, og sex hafa hlaupið á 10,1 sek,
svo segja verður, að mai-gir koma
til greina. Fáir trúa á tíma Vene-
zuelamannsins, en ýmsir álíta, að
lágvaxni Japaninn Iijima, sem
hlaupið hefur á 10,1 sek. geti
komið á óvart. Ekki má heldur
gleyma Figuerola frá Kúbu og
heimsmethafanum Jérome frá
Kanada, sem þó hefur
þann slæma veikleika að vera
mjög taugaóstyrkur. Roberts frá
Trinidad er einnig líklegur verð-
launahafi, en hann hefur hlaupið
á 10,1 sek. Ekki er líklegt, að Ev-
rópubúar komi mikið við sögu í
100 m., nú er enginn Hary eða
Radford.
Spá í 100 m. hlaupi: Hayes, USA
Jerome, Kanada, Iijima, Japan.
/
★ 200 m. hlaup.
Baráttan er ekki eins hörð á
toppnum í 200 m. eins og 100 m.
Henry Carr USA er þar langbezt-
ur með 20,2 sek. í 220 yds., sem
Peter Snell, Nýja-Sjálandi.
samsvarar 20,1 sek. í 200 m. Á
síðara úrtökumóti Bandaríkja-
manna varð Carr þó aðeins þriðji.
Næsti maður, Drayton, USA er
með 20.4 og auk hans hafa Ott-
olina, Ítalíu, Róberts, Trinidad og
Hayes, sem ekki hleypur 200 m. á
leikunum fengið 20,4 sek. Þriðji
maður Bandaríkjanna er Stebbins
sem hlaupið hefur á 20,5 sek. Trú
legt er að þessir berjist um verð-
launin, en Herrera, Venezuela gæti
blandað sér í það stríð, en hann
hefur hlaupið á 20,5 sek. Spá:
Carr, USA, Drayton, USA RobertS',
Trinidad.
★ 400 m. hlaup.
Þó að' Mike Larrabee hafi jafn-
að heimsmetið í 400 m. fyrir nokkr
um vikum, og hlaupið á 44,9 sek.
er alls ekki víst, að hann sigri í
400 m. Larrabee var í keppnis-
ferð í Evrópu í sumar og hann
tapaði þar fyrir evrópskum 400 m.
hlaupurum, eins og t. d. pólska
hlauparanum Badenski, sem hlaup
íð hefur á 45,7 sek. og hinum harð
skeytta brezka hlaupara Brigth-
well, sem á bezt 46,0 sek. Auk
Larrabee hlaupa Cassell og Ulis
Williams fyrir USA, en þeir hafa
náð bezt 45,9 sek. Líklegastir í
verðlaunasæti, auk áðurnefndra,
eru Trousil, Tékkóslóvakíu, 45,7
bezt, Bernhard, Trinidad, 45,7 og
Mottley, Trinidad sem á bezt 45,8
sek. Spá: Williams, USA, Larra-
bee, USA, Mottley, Trinidad.
* 800 m. hlaup.
Flestir sérfræðingar hafa óbif-
anlega trú á Ný-Sjálendingnum
Peter Snell. Þó að hann sé aðeins
20. á afrekaskránni í 800 m.
Ulis Williams, USA
hlaupi. Snell er geysisterkur hlaup
ari og keppnismaður með afbrigð
um. Hann er heimsmethafi 1:44,3
og hefur lýst því yfir, að hann
muni sigra öðru sinni, en það
verður ekki auðvelt. Bandaríkja-
mennirnir Groth 1.45,7 mín., Sie-
bert 1.46,8 mín. og Farrell 1.47,5
min. ásamt ýmsum fleiri góðum
hlaupurum verða harðir keppi-
nautar. Hver veit nema George
Kerr, sem margir höfðu trú á
fyrir Rómarleikana, sigri nú?
Landi hans Myton er einnig frá-
bær hlaupari, 1.47,5 mín. og ekki
má gleyma hinum lágvaxna en
knáa Japana Morimoto, 1.47,4 mín.
Rússanum, Bulysihew 1.46,9, Bret
anum Boulter 1.47,5 og ýmsum
fleiri. Spá: Snell, Nýja-Sjá-
landi, Groth, USA, Kerr Jamaica.
★ U500 m. hlaup.
Við höfum mikla trú á banda-
risku 1500 m. hlaupurunum Bur-
leson 3.38,1 mín. og Tom Ol Hara
3.38,8, en ekki er líklegt að hinn
17 ára gamli Ryun geti blandað
sér í stríðið um verðlaunin að
þessu sinni, hann ætti aftur á
móti geta orðið góður í Mexico
1968 að öllu forfallalausu. Ekki
má gleyma Snell og hinum snjöllu
evrópsku hlaupurum Baran, Pól-
landi 3.39,8, sem setti Evrópumet
í míluhlaupi í sumar og Bretanum
Henry Carr, USA.
Simpson, 3.39,1. Heyrzt hefur að
Jazy muni leggja aðaláherzluna á
5000 m. hlaupið. — Spá: Burleson
USA, Snell, Nýja-Sjálandi, Simp-
son, Englandi.
Dyrol Burleson, USA.
i
BELTI og BELTAHLUTIR
Berco belti og beltahlutir á allar beltavélar
i
Höfum á lager og pöntum til skjótrar afgreiðslu hin viðurkenndu BERCO
belti og beltahluti, svo sem
KEÐJUR, SKO, RULLUR, DRIFHJÓL, FRAMHJÓL OG FLEIRA.
BERCO
belti og beltahlutir er viður-
kennd úrvalsvara, sem hefur
sannað ágæti sitt við íslenzk-
ar 'aðstæður imdanfarin 4 ár.
EINKAUMBOÐ
á íslandi fyrir
Bertoni & Colti verksmiðjurnar
Almenna verzlunarfélagið h/f
Laugavegi 168. Símar 10199 & 10101.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 4. okt. 1964 ^