Alþýðublaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 14
Ja, þessi lijónabönd nú ð ðögum. Ég hitti ungan vin minn og hann var að flýta sér heim til að búa til matinn. — Er konan veik, spurði ég. — Nei, en hún er orðin svöng, svaraði hann... Borgarbókasafnið. AOalsafniB Þingholtsstrætl 29a, símt 12308. — Útlánsdeildin opin alla virka daga kl. 2-10, laugar- daga kl. 1-4. Lesstofan opin virka daga kl. 10-10. Laugardaga kl. 10- 4. Lokað sunnudaga. ÚtibúiO Hólmgarðl 34. Opið kl. 5-7 alla virka daga nema laugar- nema laugardaga. Útibúið Hofsvallagötu 16. Opið kl. 5-7 alla virka daga nema laug ardaga. Lista6afn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðviku- dögum kl. 1.30 - 3.30. Óháði söfnuðurinn . Spiluð verð ur félagsvist í Kirkjubæ, laugar daginn 3. þ.m. kl. 8.30 Fjölmennið og takið með ykkur gesti. „Svífur að haustið og svalviðrið gnýr“. Síld veiðist ennþá, en þorskurinn flýr. Skattarnir aukast, og verðbólgan vex. Vandlátir nota hið útlenda kex. Brátt senda Danirnir handritin heim, þá höldum við svolítið fagnaðar-geim. KANKVÍS. HVER ER MAÐURINN! Á ÞESSUM stað gefst lesendum Dagstund- ar framvegis tækifæri til þess að reyna hæfni sína í „mannþekkingu“. Svarið er að finna hverju sinni einhvers staðar ó næstu blaðsíðu. UR VISNABOKINNI Unga fólkið iðkar dans unun þetta vekur. Alveg upp að mitti manns menntun þessi tekur. Magnús Einarsson, Aumt er að vera eins og svín eða þorstlát belja — og vilja feginn fyrir vín frelsið aftur selja. Skagfirzkur hagyrðingur, I Niðri á sandl Nástrandar nepja er blandin hita. Hvort að landar þrífast þar það má fjandinn vita. Káinn, Hann er plága ölltrni á eignast fáa vini, bogið strá með bælda þrá, brot af háu kynL Guðmundur E. Geirdal. Sunnudagur 4. október 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir og útdráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9.20 Morguntónleikar. — (10.10 Veðurfregnir). 11.00 Messa í hátíðarsal Sjómannaskólans. Prestur; Séra Arngrímur Jónsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson. 12.15 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttjr, veðurfregrt- ír og tilkynningar. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Sunnudagskonsert frá útvarpinu Miinchen. b) Frá Alþjóðakeppni Elísabetar Belgíu- drottningar í píanóleik. 15.30 Sunnudagslögin. 16.15 Skátadagur j Reykjavík: Dagskrá til kynn- ingar á skátalífinu í starfi og leik, Stella Gísladóttir og Örn Arason sjá um dagskrána. — (16.30 Veðurfregnir). 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir). 18.30 „Þess bera menn sár“: Gömlu lögin sungin og leikin. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir, 19.30 Fréttir. 20.00 Ástarsöngvar úr öllum áttum í útsetningu Arne Dörumsgaard. Ýmsir söngvarar syngja. 20.20 „Við fjallavötnin fagurblá“: Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum talar um helztu vötn á Auðkúluheiði. 20.40 „Einmitt fyrir yður“: Hljómsveit Eric Bobinson leikur vinsæl hljómsveitarlög. 21.00 Með æskufjöri: Andrés Indriðason og Ragnheiður Heiðreks- dóttir sjá um þáttinn. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (valin af Heiðari Ástvaldssyni dans- kennara). 23.30 Dagskrárlok. MESSUR Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10 f. h. — Séra Magnús Rúnólfsson prédikar. — Heimilisprosturinn, Neskirkja, Barnasamkoma kl. 10 f. h. — Séra Frank M. Halldórsson, Messa kl. 2. e. h. — Séra Bjarni Jónsson víxlubiskup. Grensásprestakall, Breiðagerðisskóli, Sunnudagaskóli kl. 10.30 f. h. Messa kl. 2 e. h. — Felix Ólafsson. Ásprestakall. Barnaguðsþjónusta í Laugarás bíói kl. 10 f. h. — Almenn guðs- þjónusta kl. 11 e. h. sama dag. — Séra Grímur Grímsson, Fríkirkjan í Reykjavík. Messa kl. 2. — Séra Þorsteinn Björnsson. Háteigsprestakall. Messa í hátíðarsal Sjómanna- skólans kl. 11 f. li. — Séra Arn- grímur Jónsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. (athugið breytt an messutíma). — Barnaguðsþjón usta kl. 10.15 f. h. — Séra Garðar Svavarsson. Hallgrímskirkja. Barnasamkoma kl. 10. — Messa kl. 11. Ræðuefni: Hjúkrunarskort ur. Séra Jakob Jónsson. — Messa og altarisganga kl. 5. Séra Sigur- jón Þ. Árnson, Fríkirkjan i Hafnarfirði. Messa kl. 2 e. h. — Séra Krist- inn Stefánsson. Skátadagur Framhald á 14. síðu verða útsýnis- og merkjaturnar, og keppt í ýmiskonar skátaíþróttum. Á sýningunni verður sérstök upp- lýsingadeild, þar sem fólk getur leitað upplýsinga um starfsemi skátafélaganna í Reykjavík og ann- að viðvíkjandi sjálfu skátastarf- inu. Tvö stór hlið verða reist, svipuð þeim, sem tíðkast á skáta- mótum. Þá verður almennur skátavarð- eldur á svæðinu kl. 4.15. Setning Skátadagsins 1964 fer fram á sér- stöku hátíðarsvæði, sem er á miðju sýningarsvæðinu. Áætlað er, að sýningin standi yfir til kl. 5.30. Sérstök dagskrá verður í Ríkis- útvarpinu í tilefni daglsins og hefst hún kl. 3.45. Dagskráin stend ur yfir í 85 mín. og samanstendur hún einkum af söng, gamanþátt- um og viðtölum. Það er Skátasamband Reykja- víkur, sem gengst fyrir Skáta- deginum 1964, og er þetta eitt af fyrstu verkefnum sambands- ins, en það var stofnað sl. vor. Skátasambandið vill færa þeim fjölmörgu aðilum, er aðstoðað hafa skátana við undirbúning dagsins bestu þakkir. Berklavörn Reykjavík. Munið kaffisöluna í Breiðfirðingabúð á berklavarnardaginn, sirnnud. 4. október. Vinsamlega tilkynnið kökugjafir í síma 20383, 32044 og 22150. Sunnan stinningskaldi og skúrir. í gæv var suð- læg átt um land allt, rigning sunnanlands, en skúr- jr austanland. í Reykjavík. var sunnan kaldi, þoku móða, hiti 10 stig. \ Var nú dragsúgur í skráargatinu, sagði Sigga systir, þegar kellingin kvartaði yfir því, að ann að augað í sér væri bólg ið... 4. okt. 1964 - ALÞÝ^UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.