Alþýðublaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 5
-w
' -
v;_. '
'
"
III
■
|®Í/I
% ■
" ■ 'v^ ••///;//•/•
iii
UNDARLEGT er til þess að
hugsa,' að í hjarta Lundúnaborg-
ar, fáeina metra frá æðandi um-
ferðinni á Viktoríu-bakkanum,
etendur hlutur, sem augu sjálfs
Mósesar spámanns hljóta oft að
hafa hvílt á. Þetta er Lundúna-
Eteinnálin, eða „Nál Kleópötru”
eins og hún er venjulegast kölluð,
en hún stendur á norðurbakka
árinnar Thames, rétt hjá Water-
loo brúnni. Hún er um það bil
3500 ára gömul og þannig beinn-
hlekkur í nútímanum við tíma
gamla testamentisins.
Hér er um að ræða aðra af
tveimur 180 tonna steinnálum úr
rauðu graníti, sem var tekið við
Aswan u. þ. b. árið 1500 f. Kr.
og fleytt niður ána Níl, á risa-
Á efri myndinni sést nálni á Biscay-flóanum í síorniinum mikla
í okktóber 1877. Á neðri myndinni sést nálin í Egyptalandi.
stórum flekum. Að skipun Tút-
mósesar III. voru þær reistar
framan við hið stórkostlega
musteri sólarinnar í Helíópolia,
menntasetrið, þar sem Móses nam
sinn lærdóm,
Þarna stóðu þær, þar . til í
dögun kristninnar, að Ágústus
Cesar keisari í Róm fyrirskipaði
flutning þeirra frá Helíópólis til
Alexandríu árið 23 f. kr., en þar
hafði Kleopatra dáið 7 árum fyrr.
Þarna stóðu þær svo í fimmtán
aldir til viðbótar á ströndinni
frammi fyrir hinni miklu höll
keisarans, þar til höllin hrundi
og afmáðist. Tíminn leið og annar
drangurinn féll. Hann lá hálf hul-
inn í sandi, sökk smám saman
dýpra og dýpra, þangað tii hætt
var við að hann týndist með öllu.
Árið 1798 steig Napóleon á
land á egypzku ströndinni með
40.000 hermenn. Hann hungraði
þá eftir að sigra allan heiminn
og mætti lítilli mótspyrnu fyrst
í stað, eða þangað til Nelson lá-
varður sigraði flota hans á Abo-
ukir-flóa í mikilli sjóorrustu, sem
háð var í sjónmáli frá nálinni
einu á ströndinni. Sigrinum var
svo fylgt eftir af landher Aber-
crombys hershöfðingja. Þá var
það, sem hugmyndin um flutn-
ing nálarinnar til Bretlands, varð
til. Þar átti hún að vera eins kon-
ar minnismerki um hina sigursælu
baráttu, en þrátt fyrir endur-
teknar tilraunir reyndist ekki
unnt að hnika nálinni nema um
nokkur fet og hætt var við allt
saman.
Þegar Georg IV. var krýndur
árið 1820, bauð Mahomet Ali ein-
valdur Egypta, Bretakonungi
I föllnu nálina að gjöf. Enn fór
sem fyrr. Þrátt fyrir miklar til-
Nál Klieopötru, þar sem hún stendur nú á „Thames Embankment".
raunir næstu ára, tókst ekki að
koma flutningnum til Bi-etlands
í kring. Nú leið nærri hálf öld.
Árið 1867 keypti grískur kaup-
maður landið, þar sem nálin lá
grafin að tveim þriðju í sandin-
um, og hann setti þá úrslita-
kosti, að annað hvort yrði nálin
fjarlægð, eða hann léti höggva
hana upp í byggingarefni. Nú var
það verkefni, að koma nálinni í
burtu, orðið verulega mikilvægt,
enn liðu 10 ár, áður en nálin var
grafin upp og komið fyrir í eins
konar vatnsþéttum járnsívaln-
ing, ritmlega 30 metra löngum,
Þessi óiögulegi farkostur var bú-
inn þilfari, handriðum og íbúð-
um fyrir litla áhöfn, skirður
Kleópatra og síðan hleypt af
stokkunum.
Gufuknúinn dráttarbátur, sem
hét Olga, var leigður til að draga
Kleópötru, og hann lagði úr
höfn með hana í eftirdragi þann
21. september árið 1877. Förinni
var heitið til Bretlands og þessi
för varð hin mesta ævintýraferð,
en um leið slysaferð. Viðkoma
var áætluð í Algeirsborg og Gí-
braltar og fylgst var með ferð-
inni af miklum áhuga. Sagt var
frá hverju smáatriði í brezkum
blöðum.
Þegar skipið var statt á Bis-
cayaflóa þann 14. október skall
á hræðilegt óveður og um mið-
nættið skall ægilegur brotsjór á
hliðinu á Kleópötru og hún
lagðist á hliðina, en kjölfestan
losnaði. í náttmyi'krinu bað
skipstjórinn á Olgu menn að
gefa sig fram til að freista þess
að bjarga áhöfninni á Kleópötru.
Bátur var sjósettur, en hann
brolnaði í spón við skipið, en
sjómennirnir misstu ekki kjark-
I inn, lieldur komu öðrum báti á
I flot og í hann fóru sex menn.
i Þeir héldu nú í áttina til hinnar
| stjórnlausu Kleópötru, en áður
en þeir náðu alla leið, skall brot-
sjór á þeim og bátnum livolfdi,
en mennirir sáust aldrei framar.
Nöfn þessara hugrökku sjó-
manna eru skráð á suðurhlið fót-
stalls nálarinnar, til minningar
um fórn þeirra. Allir mennirnir
létu eftir sig konur og börn og
er minningu þeirra haldið á lofti
í barnaskólanum í Thetford í
Norfolk, þar sem skipsbjallan af
Olgu er varðveitt og notuð dag-
lega enn.
Eftir þennan harmleik, ákvað
skipstjórinn á Olgu að sleppa
Kleópötru og þar sem hann hélt
að mennirnir og- nálin væru
dauðadæmd hélt hann förinni -á
fram til Englands. En Kleó-
patra sökk ekki og lienni var
bjargað af gufuskipinu Pitzma-
urce og skipstjórinn fékk 2000
sterlingspund í fundarlaun.
Steinnálin var nú dregin til
Bretlands, og þegar Kleópötru
var lagt að bryggju Austur-Ind-
ía félagsins fagnaði lienni mik-
Framhald á 13. síðu.
Þeir héldu nú í átt-
ína til hinnar stjórn
lausu Kleopötru, en
áður en þeir náðu
alla leið, skall brot-
sjór á þeitn og bátn
um hvolfdi og menn
irnir sáust aldrei
framar . . .
ELZTA MANNVIRKI LUNDÚNA:
NAL KLEOPOTRU
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. des. 1964 5
1