BFÖ-blaðið - 01.01.1979, Síða 2
Mér fannst að það þyrfti endilega að
gefa fólki tækifæri á að skýra frá já-
kvæðum viðbrögðum ökumanna, hinu er
alltaf frekar haldið á lofti sem miður
f er.
Hins vegar verð ég að viðurkenna, að
undirtektir hlustenda minna í útvarpinu
urðu ekki þær, sem ég hafði vænst, þátt-
takan varð ekki nógu góð. Ég held, satt
að segja, að margir hafi misskilið þetta
dálítið og tekið full bókstaflega.
Aðalatriðið var auðvitað að hamra á
þessu hugtaki um tillitssemina, og nota
nýja aðferð til þess.
Við fengum 562 ábendingar og höfum nú
sent öllum þeim bifreiðaeigendum
límmerki í afturrúður bifreiða sinna,
sem á stendur "Tillitssemi 1978" og
vonumst við að sjálfsögðu til þess, að
þeir setji það í bílana og leggi þannig
sjálfir áherslu á þennan boðskap í
umferðinni."
ÞÚ minnist á útvarpið. Þið eruð einmitt
nýbyrjuð að senda frá ykkur ábendingar
í nýstárlegu formi. Hvað er um það að
segja?
" í sjálfu sér er það alls ekki nýtt
út af fyrir sig, að útvarpið komi á
framfæri ábendingum um umferðarmál,
það hafa þeir gert. í áraráðir með glöðu
geði, þegar leitað hefur verið til
þeirra.
Það sem er nýtt við þetta núna er það,
að nú hafa verið lesnar inn á "band"
nokkrir tugir ábendinga og þær innramm-
aðar með tónlist og eru um fjölmarga
þætti umferðarmála, ekki tíma- eða stað'
bundnar nema að takmörkuðu leyti.
Þessu verður svo útvarpað í hléum
eftir smekk og vilja þula og tækni-
manna og á því að koma fólki á óvart
hverju sinni. Ég vona að hlustendur
taki þessu vel og er raunar viss um,
að svo er."
NÚ er von á nýrri umferðarmerkjareglu-
gerð með vorinu, hvað er að frétta af
þeim málum?
"Ekkert annað en það, að við erum nú
að kanna alla hugsanlega möguleika
á kynningu þessarar reglugerðar og þeim
nýmælum, sem í henni eru. Til þess
þurfum við fjármagn, sem nú er alls
ekki til staðar eins og flestir vita,
en verðum að vona að úr rætist, því
þetta er stórt mál hjá okkur."
Eru fjármálin alltaf söm við sig?
"Já blessaður vertu, fastir liðir eins
og venjulega. Það verður gaman að
lifa þegar stjórnvöld hafa komið auga
á þá staðreynd, að það fjármagn, sem
lagt er í svona fyrirbyggjandi starf
skilar sér margfalt til baka.
"Sjá dagar koma" sagði skáldið, ég
trúi ekki, að framhald þessa vinsæla
ljóðs geti átt hér við "ár og aldir
líða."
ÞAlTTTAICEKlbU'R O G
STARFSMENN f
LoiCA-ICEP-pm r -U/EEMIS-
Axsnc f -KEyiOAvíic
1\. OlCTíÍBE.^. 72>
*