BFÖ-blaðið - 01.01.1979, Side 3

BFÖ-blaðið - 01.01.1979, Side 3
HÆFNISAKSTRAR - lokakeppni i luton, englandi AÐDRAGANDI GENERAL MOTORS Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum BFÖ-félaga, sem litið hefur í BFÖ blaðið, að s.l. sumar stóð félagið fyrir lo hæfnisaksturskeppnum víða um land. Alls urðu keppendur loo talsins. Engin aldurstakmörk voru í keppnunum, aðeins að ökumenn hefðu gildandi öku- leyfi og bifreiðar þeirra væru í skoð- unarhæfu ástandi. Þeir, sem voru á aldrinum 18-25 ára höfðu þó einir rétt á þátttöku í loka- keppni, þar sem 1. og 2. sætið tryggðu einnar viku ferð til Englands til þátttöku í norrænni hæfnisaksturskeppni svipað þeim, er hér fóru fram. Til að skera úr um, hverjir færu til Englands var haldin lokakeppni í Reykjavík 21. október, en þangað var stefnt þeim tveimur keppendum á hverjum hinna lo staða um landið, sem best höfðu staðið sig og voru á aldrinum 18-25 ára. Alls mættu 15 vaskir sveinar til leiks. Félagið hafði fengið lánaöa skólalóð Álftamýrarskólans og véladeild SÍS lánaði félaginu bifreið af tegundinni Vauxhall Chevette, framleidda af General Motors - GM - í Englandi, sem m.a. stóðu að áðurnefndri keppni, eins og síðar kemur fram. Þannig kepptu allir á sama bílnum, sem óneytanlega er réttlátast í slíkum keppnum. Eknar voru 3 umferðir og að þeim loknum kom í ljós, að Einar Guðmundsson úr Reykjavík var sigurvegari og Guðmund- ur Salómonsson frá Húsavík var í 2. sæti. Þeir Einar og Guð- mundur héldu síðan þann 12. nóveraber til London til hinnar norrænu keppni. Uppihald þeirra var í boði Bindindisfélaga ökumanna í Noregi og Svíþjóð, en Ábyrgð hf. greiddi fargjöldin. í London var boðið upp á mjög fjöl- breytta dagskrá auk keppninnar sjálf- ar. Vauxhall verksmiðjurnar voru skoðaðar en þar vinna undir sama þaki um 6.000 manns við framleiðslu á hinum ýmsu tegundum Vauxhall bifreiða, stórra og smárra. Sést þar best hversu gífulegrar skipu- lagninar og eftirlits er þörf í fram- leiðslu sem þessari, þar sem þúsundir ólíkra hluta eru í einu á færibandinu og eins gott að skipulagið standist, svo ekki fari allt úrskeiðis. Einnig var skoðað tilraunasvæði Vauxhall verksmiðjanna, þar sem nýjar tegundir bíla eru prófaðar og reynslu- keyrðar. Kom m.a. fram, að einnar mílu ákstur á þessxom reynslubrautum jáfngildir lo mílna akstri á vegum úti. Þarna mátti sjá bíla af öllum stærðum allt frá minnstu fólksbílum upp í stærstu vörubíla, aka á brautum, sem sérstaklega eru lagðar til að reyna þolrifin í bílunum. Keppnin, sem þeir félagar fóru til þátttöku í var einmitt haldin á æfinga og tilraunasvæði Vauxhall, sem er í Luton, um 1 1/2 klst. akstur frá London. General Motors, framleiðendur Vauxhall bíla stóðu að hluta til að keppni þessari sem farið hefur fram undanfarin ár að tilstuðlan Bindindis félaga ökumanna í Svíþjóð og Noregi og var þetta í fyrsta skipti, sem BFÖ sendi fulltrúa. KEPPNIN SJALF Keppnin var í grundvallaraðriðum hin sama og hér heima í sumar, þ.e. ekið var í gegnum þrautir á sléttu plani á sem skemmstum tíma og án þess að gera villur í þrautunum. Þrautirnar voru þó í ýmsum atriðum ólíkar því, sem hér var heima og öllu erfiðari. Hver keppandi ók tvær umferðir og notaðir voru Vauxhall Chevette bílar.

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.