BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 3
með 825 stig, og no 4 Mats Ivarsson, Svíþjóð með 834 stig. Höfðu þá fjögur efstu sætin skipst á milli þátttökuþjóð- anna. Fyrst í kvennaflokki varð Ann Gryth frá Svíþjóð með 1260 stig. Guðmund- ur varð í 10 sæti með 981 stig. Keppend- ur voru 19, sextán piltar og þrjár stúlk- ur. Að keppni lokinni var matur á vegum Vaux- hall, þar sem verðlaun voru afhent. Þar næst var ekið til hótelsins. Gengu menn snemma til náða eftir erfiðan en ánægju- legan dag. Fimmtudaginn 15. var farið í ferð til Eastbourne og skoðað aðsetur Ansvar International og þeginn hádegisverður í boði þeirra. Að því loknu var ekið til Brighton og skoðað athyglisvert verslun- arhverfi, sem er mjög gamalt og með þröngum götum. mX •SkJg' f-srd^umki i (- Á árinu 1979 bar hæst "Ökuleikni '79" sem félagið stóð að ásamt Dagblaðinu. Keppt var á 14 stöðum víða um landið. Keppendur urðu alls 123. Þann 15. sept. var svo úrslitakeppni haldin í Reykjavík. Sigurvegari í henni ásamt öðrum manni hrepptu ferð til London vikuna 10.-17. nóvember. Þar var þeim ætlað að keppa í norrænni ökuleikni. Sagt er frá keppninni annars staðar í blaðinu. BFÖ sendi tvo fulltrúa á ráðstefnu í Danmörku s.l. haust. Fjallaði hún um framtíð reiðhjóla með hjálparvél (vél- reiðhjól ) á Norðurlönd\om. Á þessari ráð- stefnu kom meðal annars fram sú nauðsyn að samræma lög og reglur um létt bifhjól, vélreiðhjól og vélhjól á Norðurlöndum. Mun þetta vera fyrsta verkefni sem ný- stofnaðri ungmennadeild BFÖ var fengið í hendur. Um kvöldið var farið að sjá söngleikinn Evita, voru allir mjög ánægðir með leikinn og skemmtu sér mjög vel. Föstudaginn 16. var haldinn fundur með fararstjórum, þar sem rætt var um fram- kvæmd keppninnar og hvernig mætti standa að henni framvegis. Að öðru leiti var frí. Út á flugvöll var mætt um kl. 19. laugar- daginn 17. Var okkur þá-sagt að seinkun yrði á flugi og vélin færi ekki fyrr en um nóttina til íslands. Var því komið til Keflavíkur að áliðinni nótt sunnu- dags. Þar með var lokið ánægjulegri ferð, sem ég tel að hafi tekist mjög vel. Þátt- takendurnir í keppninni þeir Árni Óli Friðriksson og Guðmundur Salomonsson stóðu sig með prýði og voru landi til sóma í hvívetna. Þeir Bertil Örten- strand frá Svíþjóð og Petter Gurske- vik, Noregi stjórnuðu ferð og keppni af miklum myndarbrag. Að lokum vil ég þakka fyrir hönd okkar sem fórum þessa ferð,það tækifæri sem hún veitti okkur. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem gerðu þessa keppni að veruleika með stuðningi á einn eða annan hátt. Brynjar M. Valdimarsson, fararstjóri. Ársþing BFÖ var haldið í nóvember.Nánar er greint frá því í blaðinu. Desember hefur verið viðburðarríkur mán- uður hjá BFÖ. Reykjavíkurdeild BFÖ stóð fyrir prentun jóladagatals fyrir börn,og' prentun almanaks með nokkrum heilræðum fyrir fullorðna. Var þessu dreift i verslunum i jólaumferðinni í Reykjavík. Sambandsstjórn keypti hluta upplagsins og sendi til deilda úti á landi til dreifingar þar. Hér var athyglisvert verk unnið og mætti dreifa enn víðar og í meira magni næsta ár, svo vel var þessu tekið. Vegna mikils kostnaðar ökuleikni'79 og kostnaðar af öðru starfi BFÖ var ákveðið að efna til happdrættis BFÖ. Fjöldi miða var ákveðinn 4400 stk. og verð hvers miða 1000 kr. Vinningar eru 10, að verðmæti samtals 750 þúsund kr. Verður dregið í happdrættinu 15. febrúar.Sendir hafa verið tveir miðar til hvers félaga og er vonast til að sem flestir geti stutt félagið með kaupum á þeim. Ákveðið hefur verið að setja félagaskrá BFÖ í tölvu. Fylgir þessu nokkur stofn- kostnaður, en kostir slíkrar tölvuvæð- ingar eru það stórir, að ekki þótti ástæða að horfa í þann kostnað. Talið er að þetta nýja fyrirkomulag borgi sig upp á 1-2 árum. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN oAusturstrceti 17-101 %eykjavík LAUGARASBÍÓ Sími 32075

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.