BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 2
eru það taldar góðar „heimtur" ef 40% félagsgjalda koma inn þegar félög senda út gíróseðla. Þessi staðreynd sýnir þeim er í forystunni standa, aðfélagar BFÖ eru ánægðir og eru tilbúnir að styðja við bakið á þeim er standa fyrir hinu daglega starfi. Þetta er og hefur verið ómetanleg hvatning í gegnum árin og það er von þeirra er nú standa í forystu, að þeim muni takast að leiða starfið í framtíðinni á þann veg, að félagarnir verði fúsir til að sýna stuðning sinn í verki er gíróseðlarnir með félagsgjöldunum berast inn um lúguna. Með kærri BFÖ kveðju, Ritnefnd. Úr umferðinni ... Óneitanlega dettur manni ýmislegt í hug, þegar maður fer að hugsa um ástand umferðarmála hér, og spyr sjálfan sig m.a.: Eru íslendingar eitthvað öðruvísi en annað fólk? Svarið verður nei. En ég held að skipulag og stjórnun umferðarmála hér sé í ýmsu ábótavant. Stjórnendur umferðarmála virðast ekki hafa fylgst með og eru á eftir tímanum. Það þarf að aðhæfa reglur og umferðarmannvirki að breyttum þörfum umferðarinnar. Reglurog fyrirkomulag sem gilti fyrir 20-30 árum hafa lítið 'breyst, ef undan er skilin hægribreytingin árið 1968. Nýlega var Sætún tengt inn á Skúlagötu á milli Frakkastígs og Vatnstígs. Þarna var gerð hindrun á hægri akrein Skúlagötu og henni beint inn á vinstri akrein og á því umferð af Sætúni greiðar aðgang vestur Skúlagötu. Hindrunin var gerð með eyjum. En því miður tókst ekki betur til en svo, að umferðaróhöppum stórfjölgaði á þessu svæði. En til þess hefði ekki þurft að koma, ef þessi umferðarmannvirki hefðu verið sett upp með þarfir umferðarinnar í huga. Að lauslega athuguðu máli mætti ætla aðkomast hefði mátt hjá flestum þessara umferðaróhappa, ef vinstri beygja hefði verið bönnuð af vinstri akrein Skúlagötu upp Vatnsstíg og sömuleiðis vinstribeygja bönnuð af Vatnsstíg inn í Skúlagötu, og setja hindrun milli gagnstefnu akreina á miðju götunnar lengra til vesturs. Ennfremur hefði þurft að aðskilja samstefnu akreinar lengra til vesturs en nú er gert. Annað dæmi mjög einfalt skal nefnt. En það eru gatnamót Laugarnesvegar og Kleppsvegar. Þarna er leyfð vinstri beygja af Laugarnesvegi inn í Kleppsveg, sem er fjögurra akreina gata, með tiltölulega hraða umferð. En þarna sést illa til umferðar sem kemur á vinstri hönd þegar farið er af Laugarnesvegi. Eðlilegast væri að banna vinstri beygju af Laugarnesvegi. Hér að framan hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi af handahófi, af tiltölulega nýgerðum gatnamótum. Hvernig er þá ástandið á öðrum gatnamótum borgarinnar?. Endurskipuleggja umferðaryfirvöld ekki umferðina á götum sem hafa mikla umferð? Ef til vill einhversstaðar. En hvað hefur gengið á áður? Tökum Skúlagötuna vestan Skúlatorgs sem dæmi. Þar eru tíð umferðaróhöpp og slys. Hvað hefur veriðgert þar til úrbóta? Ekkert, aðeins þyngt á umferðinni og öryggis- leysið skapað, á annars tiltölulega hreinum akreinum, með tengingu Sætúnsins. Draga mætti mjög verulega úr slysatíðni á Skúlagötunni, ef allar vinstri beygjur yrðu bannaðar inn á lóðir og lendur. Einnig að vinstri beygjur yrðu bannaðar inn í Barónsstíg og Ingólfsstræti, til viðbótar áðurnefndu. Að sjálfsögðu yrðu allar vinstri beygjur bannaðar úr hliðargötum og lóðum inn á götuna. Jafnframt þyrfti að banna allan akstur af Ingólfsstræti inn á götuna. Víða í borginni eru götu hafðar of þröngar, svo og mörg gatnamót o.s.frv. Allt skapar þetta aukna slysahættu. Það er ekki eðlilegt að bifreið sem beygja þarf til hægri, þurfi að fara yfir á akreinar mótkomandi umferðar til að ná beygju. Ótal önnur dæmi mætti nefna, en það verður ekki gert hér. Rétt er að minna á að umferðaryfirvöld stuðla óbeinlínis að auknum slysum og óhöppum með athafnaleysi sínu. Má í því sambandi m.a. benda á óþrifnað á götum og vanrækt viðhald yfirborðsmerkingar gatna. Ýmsar leiðir eru til að vekja umferðaryfirvöld. En eitt er víst, að útbótum yrði hraðað, ef opinverir aðilar yrðu gerðir bótaskyldir vegna þeirra tjóna og slysa, sem rekja mætti til rangrar hönnunnar og gerðar umferðarmann- virkja og vanrækts viðhalds. Gamalt orðtak segir: „Eftir höfðinu dansa limirnir" Sést þetta ekki best á umferðinni, má ekki ætla að hún spegli fyrirmyndina? V.H. Grein þessi var skrifuð á síðasta ári, átti að koma í desemberblaði en komst ekki vegna plássleysis. Ritnefnd. A

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.