BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Síða 6

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Síða 6
skóginn og meðfram ánni en sért þú einn af þeim sem hyggur á lengri skoðunarferðir þá þlasa við skemmtilegustu viðfangsefni til allra átta. í fyrsta áfanga mætti aka yfir brúna sem er á Ytri-Rangá rétt norðaustan við skóginn. Þar undir hjöllunum má einfald- lega leggja bílnum og rölta upp í skógar- leifarnar sem bera ágæt nöfn eins og Heima- skógur og Myrkviður. Þarna fyrir sunnan er gamla túnið í Næfurholti sem fór að hluta undir hraun í Heklugosi þannig að flytja varð bæinn. Ekki ráðlegg ég óvönum að halda áfram yfir hóla og hæðir í átt til Heklu því hún er miklu Qær en hún virðist. Að sögn heimamanna tæki það vanan mann svona 14 klukku- stundir að fara þessa leið fram og til baka þ.e.a.s. ef viðkomandi færi alla leið á Heklu- tind. Fyrir þá sem hyggja á fjallaklifur er vænlegra að aka í átt til Landmannalauga, beygja inn á Dómadalsleið, halda á bílnum eins nærri og þeir komast og arka síðan á tind- inn úr norðri. Ég veit um menn sem voru 5 tíma að fara upp og aftur til baka þessa leið. Þegar fólk spyr mig hvað helst sé að skoða á svæðinu þá bendi ég gjarnan á að auðnin allt um kring sé athygli verð. Ekki vekur hún yfir- leitt mikinn áhuga íslendinga. Þeir vilja skoða ár, fossa, f]öll og skóga og gjarnan skreppa í sund í leiðinni. Þessu fólki má benda á að aka inn fyrir Búrfell, síðan vestur yfir Þjórsá, skoða þjóðveldisbæinn og skreppa upp að Háafossi. Það sem gerir svo gæfumuninn er ágæt sundlaug sem þarna er. Þá er haldið sömu leið til baka og fjölskyldan yfirleitt orðin mett af náttúruskoðun í bili, enda vegurinn á þessari leið ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir. Raunar veit ég af fenginni reynslu að börnin í hópnum eru ánægðust með það að vera bara um kyrrt í skóginum og una sér þar við leiki í bráðskemmtilegum leiktækjum sem áhuga- samt fólk úr hópi bindindismanna hefur kom- ið fyrir á svæðinu. Lokaorð mín til ferðafólks verða þessi: Ég vona að þið unið ykkur vel í Drætti (Galta- lækjarskógi). Auðvitað er langbest að þið farið ykkar eigin leiðir í náttúruskoðun en látið ekki endilega leiða ykkur nákvæmlega í för næsta gests á undan eins og svo víða tíðkast í útlandinu. Megi dvölin í skóginum verða ykk- ur sem ánægjulegust. Árni Helgason: Leiðarlýsing um Snæfellsnes -fyrri hluti Mig langar, lesandi góður, að fara með þér í ferð vestur á Snæfellsnes. Við hefjum ferðina í Borgarnesi og höldum vestur Mýrar. Ekki er ástæða til að örvænta þó að vegurinn sé ekki upp á það besta. Brátt er komið að Hítará, sýslumörkum Mýrasýslu og Hnappadals- sýslu. Undir brúnni er falinn foss sem heitir Brúarfoss. Þar á vinstri hönd er gamalt veiði- hús, fallegt og vel við haldið, sem Jóhannes á Borg byggði. Við erum komin í Kolbeinsstaða- hrepp. A hægri hönd gnæfir Fagraskógarfjall en á vinstri hönd blasir við Eldborg, prýði hreppsins. Þeir sem þangað ætla er bent á að aka Snorrastaðabraut, en seinasta spölinn að fjallinu verður að fara gangandi. Hraun eru mörg og stór í hreppnum. Kolbeinsstaður er forn kirkjustaður og þar hvíla ýmsir merkis- menn. Þar hjá liggur vegur upp litríkan Hnappadalinn og áfram um Heydal til Skógarstrandar snjólétt og mikið farin á vet- urna. Þar er Gullborgarhraun en fyrir um 30 árum fundust þar merkir hellar með dropa- steinum. Þangað þarf leiðsögn frá Mýrdal eða Heggstöðum. í Hnappadal er Hlíðarvatn á hægri hönd. Þar var reist vatnahótel á sjö- unda áratugnum en starfsemin stóð stutt. Frá Kolbeinsstöðum liggur þjóðvegurinn áfram vestur að Haffjarðará og á hægri hönd eru veiðihús sem Thor Jensen og synir hans létu byggja um 1930. Við Haffjarðará tekur við Eyjahreppur og þar er margt athyglisvert að sjá. Ef ekinn er Gerðubergsvegur er komið að Rauðamel sem er forn kirkjustaður með sérstakt útsýni. Nokkru innar eru hinar frægu Rauðamelsölkeldur. Áfram er ekið og á vinstri hönd er brátt komið að Rauðkollsstöð- um þar sem Þórður dannebrogsmaður bjó en hann var þekktur fyrir framfarir í landbún- aði. Stuttu vestar er vegur til vinstri sem ligg- ur að Skógarnesi, þar sem lengi var verslun og komu strandferðarskip þar við allt fram á þriðja áratug þessarar aldar. í Miklaholts- 6

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.