BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 12
Félagsstarfið 16. ársþing BFÖ var haldið í maí Þann 19. maí s.l. var haldið 16. ársþing Bindindisfélags ökumanna í Hallarseli, fél- agsheimili templara, í Reykjavík. Þingið sóttu fulltrúar Reykjavíkurdeildar og ísa- fjarðardeildar BFÖ ásamt stjórn félagsins og gestum. í skýrslu fráfarandi stjórnar gerði Brynjar Valdimarsson, forseti BFÖ, ítarlega grein fyr- ir starfi félagsins á s.l. ári. Minntist hann sér- staklega á ökuleiknina, sem skipað hefur fast- an sess í bæjarlífi margra staða víða um land- ið og er komu hennar jafnan beðið með tals- verðri eftirvæntingu. Útgáfa BFÖ blaðsins hefur efist og batnað og færði Brynjar ritnefndinni sérstakar þakk- ir fyrir gott starf. Þá gat Brynjar þess að veru- leg félagafjölgun hefði orðið á s.l. ári, félags- menn í BFÖ eru nú rúmlega tólfhundruð talsins. í reikningum félagsins, sem Kristinn Breið- Qörð, gjaldkeri BFÖ kynnti, kom fram að hagnaður á s.l. ári varð kr. 81.200 og heildar- eignir voru um s.l. áramót kr. 1.041.600. Einar Guðmundsson, framkvæmdastjóri BFÖ gerði því næst grein fyrir starfsáætlun komandi starfsárs. Má þar nefna að félagið hyggst kynna hið svokallaða 0,0 prómill mark, þ.e.a.s. að ekkert áfengismagn megi mælast í blóði ökumanna við akstur. Þá er fyrirhuguð ráðstefna um ölvunarakst- ur n.k. haust. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á þinginu og fjölluðu þær efnislega um eftirtal- in málefni: 1. Áskorun til dómsmálaráðherra um að hann beiti sér fyrir niðurfellingu d. liðar í 22. grein umferðarlaga, sem fjallar um rétt þess sem ekur vinstra megin framúr á gatnamótum, þegar ökutækið á undan beygir til vinstri. 2. Áskorun til dómsmálaráðherra um að hann beiti sér fyrir lögleiðingu hinna svo- kölluðu 0,0 prómill marka við akstur. 12 3. Áskorun til yfirvalda um að herða eftirlit með notkun öryggisbelta og jafnframt að notkun þeirra verði lögleidd í aftursætum. Einnig að hert verði eftirlit með notkun ökuljósa. 4. Áskorun til yfirvalda um að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í þá átt að fækkað hefur lögregluþjónum, sem aftur kann að leiða til lakari löggæslu, t.d. í umferðinni. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Um- ferðarráðs, flutti erindi um starf Umferðar- ráðs að undanförnu og kom þar inná þau málefni, sem mest áhersla hefur verið lögð á. Má þar til nefna eftirfarandi: Mikil áhersla hefur verið lögð á að brýna fyrir landsmönn- um að „bjór er líka áfengi“. Starfandi er nú sérstök nefnd um ökunámið og á Umferðarráð þar aðild að. Stofnun klúbbs ungra ökumanna, „Klúbbur 17“ og er mark- mið hans að gefa ungum ökumönnum tæki- færi á að tjá sig um umferðarmál og upplýsa jafnaldra sína um hætturnar í umferðinni. Klúbburinn starfar undir sérstakri vernd Umferðarráðs. Þá sagði Sigurður að til mikil- la vandræða horfði í umferðareftirliti lögregl- unnar vegna hinnar miklu fækkunar sem orð- ið hefði á íjölda löggæslumanna að undan- förnu. Taldi hann nauðsynlegt að þar yrðu gerðar úrbætur á sem allra fyrst. I lok ársþingsins fór fram stjórnarkjör. í stjórn félagsins voru kosin: Aðalstjórn: Brynj- ar Valdimarsson, forseti, Kristinn Breiðíjörð, Jón S. Halldórsson, Elsa Haraldsdóttir, Björn Kristjánsson, Reynir Sveinsson, Reynir Inga- son, Stefnir Páll Sigurðsson og Haukur ísfeld. Varastjórn: Stefán Friðriksson, Aðalsteinn Gunnarsson og Hákon H. Kristjónsson. í stjórn ungmennadeildar BFÖ voru kosin: Aðalsteinn Gunnarsson, formaður, Karel Matthíasson og Bryndís Óskarsdóttir. S.R.J.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.