BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 7
hreppi er mikil og fögur fjallasýn. Hjá Vega- mótum liggur vegur yfir Kerlingarskarð til Stykkishólms. Ef haldið er áfram í vesturátt tekur við Staðarsveit og síðan Breiðuvík. Margir merk- ir staðir eru á þeirri leið. Má þar nefna mikla fjörusanda, Löngufjörur, en þar strandaði hið fræga skip Arctik á stríðsárunum. Á hægri hönd er vegur að Hrísdal, þaðan var gönguleið um grasivaxinn dal framhjá Baulárvalla- vatni og Hraunsfjarðarvatni, en í báðum þess- um vötnum er talsverður fiskur. Margir fara þangað og njóta fegurðar sérstaklega nætur- kyrrðar. Þangað liggur bílslóð af miðju Kerl- ingarskarði. í Staðarsveit er ein fegursta Qallasýn á Snæfellsnesi. Fljótlega er komið að býlinu Ölkeldu sem dregur nafn af ölkeldu sem er í túninu. Þangað koma fjölmargir til að bergja á þessum heilnæma drykk. Prestssetr- ið Staður, eða Staður á Ölkelduhrygg, ber hátt í miðri sveit. Utar í sveitinni undir fjallsrót- um er Lýsuhóll. Þar er heitt vatn sem vermir skóla og félagsheimili. Yst í sveitinni eru Búðir, gamall verslunarstaður og nú veglegt hótel. Holger Clausen hóf þar verslunarrekst- ur árið 1815 og var þar stunduð verslun og útgerð fram á þessa öld. Við ströndina eru sérkennilegir gatklettar og gróðurinn í Búð- arhrauni er rómaður af fegurð. Leiðin að Búð- um er á vinstri hönd, en á hægri er vegur um Fróðárheiði. í Breiðavíkurhreppi er fyrsta býlið Öxl í sérkennilegum halla og laut. Þaðan var Axl- ar-Björn og hans fræga saga. Axlarhyrna lengra út, þaðan er fögur sýn til Snæfellsnes- jökuls og á vinstri hönd Búðarklettur—eins og klettur úr hafinu í miðju Búðarhrauni. Þá taka við Leikskálavellir eins og tilbúnir kapp- vellir. Þar voru leikir fornmanna háðir og allt fram á miðja þessa öld voru haldnar þar úti- hátíðir. Ekið er áfram í vestur og komið að Stapahrauni. Þar ofar er Sönghellir. Þaðan er greiðust leið á jökulinn. Þar var um fjörutíu ára skeið mikið vikurnám og var vikrinum fleytt með vatni í rennum að sjávarströnd. Þá erum við komin að Arnarstapa, fæðingarstað Steingríms Thorsteinssonar. Þar er margt að sjá bæði við höfnina og með því að ganga með ströndinni í vestur átt. Staðurinn á sér langa sögu sem lesa má um í annálum. Verður að eyða þar verulegum tíma. Áfram er haldið vestur og næst eru Hellnar. Þar er marg- breytilegt um að litast. Þar er á ölduhrygg Bárðarlaug Snæfellsáss. Á Hellnum er „Bað- stofan“ við sjó og á flóði má þar sigla á báti, dyr á tveim hliðum. Kirkjan stendur á hóli nálægt kirkjugarði og geymir listaverk meistarans í Gíslabæ, altaristöflu o.fl. sem allir ættu að kynna sér sem um fara. Frá Hellnum vestur og á vinstri hönd fyrst Dagverðará. Hinir frægu Lóndrangar við Svalþúfu og nokkru vestar Malarrif með stærðar vita á vinstri hönd. Af Svalþúfu er svakalegt að horfa niður í sjó á fuglaskerin þar iðandi af lífi að vori til. Undir Jökli eða frá Stapa og vestur eru miklar berjaslóðir og þangað hópast fólk af höfuð- borgarsvæðinu til berja. Lengra vestur liggur vegur niður að Einarslóni sem nú er í eyði og stígur þaðan að Dritvík sem var verstöð áður en nú er þar skipbrotsmannaskýli. Lengra vestur eru Hólahólar. Þar er sjálfgerður leik- völlur í gígarbotni og umhverfis eru grasi grónar brekkur. Þangað koma margir. Vegi þangað var læst fyrir nokkru, en mun fást opnaður fyrir ferðamenn. Hellissandur tekur við næst, Gufuskálar eru á milli þar sem stærsta lóranstöð veraldar var reist og hæstu möstur á íslandi sem menn frá Klettafjöllum Ameríku reistu fyrir tæpum 30 árum. í næsta blaði langar mig að verða þér sam- ferða um norðanvert Nesið. □ 7

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.