Vestri


Vestri - 14.11.1901, Side 3

Vestri - 14.11.1901, Side 3
3- BL. VESTRI. ii ur er til Reykjavikur áttu að fara. Með skipinu var fjöldi farþega, mest sjómenn og kaupatólk að norðan, og áleiðis til útlanda kaupm. R. P. Riis frá Borðeyri. Gufuskipið »Vesta«, skipstjóri Lissner, kom hingað hinn 5. þ. m. Átti það að taka hjer mikið af fiski, lýsi og fleiri vörum frá kaupmönnum, en gat vegna þrengsla ekki tekið nemalítið eittafþeim, enda tók það hjer vörur þær, er »Skál holt* skildi eptir og til Reykjavíkur áttu að fara. Með skipinu voru nokkrir f'arþegar, þar á meðal cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason með heitmey sinni, áleiðis til Reykjavíkur. — Hafði skipið fengið ágætt veður kring um allt land, en tafizt á Sauð- árkrók fram yflr áætlun, vegna þess hvað það tók þar mikið af kjöti. Hjeðan fór »Vesta« aptur hinn 7. þ. m. Gufuskipið »Perwie«, skipstjóri Dam, lagði af stað hjeðan hinn 6. þ. m. fermt flski frá verzlunum Leonh. Tang’s og L. A. Snorrasonar. FÓLKSXAL. Við fólkstal, er framfór 1. þ. m., voru taldir í ísafjarðarkaupstað og á skipum sem á höfninni lágu 1132, þar af voru aðkomumenn 144, og töldust því íbúar kaupstaðarins 9 8 8. Taugavf.tkt er enn á ny farin að gera van við sig hjer í bænum eptir að hafa látið hann vera í friði tæpt ár; lögðust tveir menn í henni ny- lega og liggja nú báöir á spítalan- um HÁTÍð í minningu 50 ára afmælis Good-Templar- reglunnar hjeldu Good-Templar stúkurnar hjer 1 bænuin að kvöldi þess 9. þ. m. Þar voru flutt minni, sungin kvæði og fluttar ræður, og síðan dansað og spiiað f'ram á nótt. Á hátíðinni voru um 300 manns er skemmtu sér ágætlega. Bæjarfullxrúakosning fór fram hjer i bænum hinn 11. þ. m., í stað Skúla Thoroddsens. sem nú er alfluttur hjeðan með búslóð sína. Átti hann eptir að vera rúmt ár í bæjarstjórn af kjörtím- anum og var kosinn í hans stað Bjarni H. Kristjánsson, skipstjóri, með 64 atkv. — Auk hans var í kjöri Sigurður Jónsson, kennari, og fjekk hann 63 atkv. Verður ekki annað sagt, en að atkv. hafl verið jafnt skipt milli þeirra svilanna. Neitað um veitingaleyfi. Söiíi Thorsteinsson gestgjafi sótti um framlengingu á veitingaleyfl sínu næstu 5 ár, en á borgarafundi, sem haldinh var um leið og bæjarfulltrúa kosningin fór fram, var honum synjað um leyfið með 6 9 atkvæðum gegn 5 6. Var fund- urinn ágætlega sóttur eins og sjá má af atkv. fjöldanum, þar sem flestir kjós- endur mættu sem heima voru, þvi margir sjómenn voru komnir í ver og nokkrir fleiri voru fjarverandi, en ekki nema 194 á kjörskrá. Úrslit þessi sýna hvealmenn- ingur er mótfallin áfengissölu, og gefur góðar vonir um, að ekki muni langur tími líða, áður en takist að takmarka hana mjög mikið. Munu þeir, er greiddu at- kvæði með veitingaleyflnu, ekki hafa gert það i því skyni, að viðbaida drykkjuskap, eða af því þeir sjeu á möti því, að fækka vínsölustöðunum, heldur til þess að hjer í bænum væri til staður, þar sem gestir bæjarins gætu fengið gistingu og annan greiða keyptan. En greiðasölu, án þess einnig að hafa vínsölu, segist gest- gjafinn ekki vilja hafa fr&mvegis. TÍÐARFAR hefir verið mjög óstöðugt og votviðrasamt á Vesturlandi í haust, þar cil síðustu dag- ana að það breyttist tii batnaðar. Jörð er að mestu auð og engin frost hafa kornið svo teljandi sje. Afli heflr verið fremur lítill nú um tíma, þó virðist fremur vera að Iifna aptur. Fantabragð læknis. (Þýdd saga.) Nú er þessi skelfilegi tími á enda. En aldrei meðan jeg lifi mun jeg gleyma því er á dagana hefir driflð síðustu tvo mán- uði. Vinkona min, sem jeg ann eins og líí'- inu i brjósti mjer, á að giptast á morguu. Hennar vegna hefl jeg orðið fyrir þeim ó- sköpum, er fast að því drógu mig til dauða. Vjer unnum þeim sem vjer þjáumst fyrir. Það er lögmál iífsins. * * * Jeg er af heldra fólki komin. en ýmisleg atvik, sem jeg nefni ekki hjer, neyddu mig til að vinna fyrir mjer sem hjúkrunarkona. í haust var jeg fengin tii að stunda sjúkling, sem var veikur af mjög alvar- legri taugaveiklun, og þessi sjúklingur var 19 ára gömul stúlka, Leonóra Trefusis að nafni. Húr. var mjög l&gleg stúlka, og fyrir- taks fríð i andliti; í svip hennar Ijómaði æskublóminn og innileg blíða, svo að öil- um hlaut að geðjast að henni. Nú þjáðist hún, eins og áður er sagt, af taugaveiklun, sem orsakaðist af ástar- harrni. Pyrir tveim árum hafði hún trúlofazt ungum og fríðurn herforingja við riddara- liðsherdeild, er send var tii Indlands. Hann hjet Gifford og höfðu þau unn- að hvort öðru frá því þau voru börn. Iunan árs vonaði hann að geta komið apt- ur heim tii Englands að vitja brúðar sinn- ar. En á þeim tima braust út uppreisn í Indlandi. sem aptraði honum frá að fara heim svo fljótt, sem hann upphaflega hafði ætlað. Og litlu síðar fjekk Leonóra þá frjett, að hann hefði fallið í orustu við Indverja; lik hans hafði þö aldrei fundizt, en þessi snögga og óvænta sorgarfregn var meira en Leonóra þoldi og sorgin bugaði hana gersamlega. Eyrst var hún alveg óhuggandi, og svo fjekk hún þennan þunga taugasjúk- dóm, sem útheimti mína hjálp og hjúkrun. Jeg beiddi hana að trúa mjer fyrir hörmum sínum, því jeg hugsaði að það yrði ljettir fyrir hana. Hún sagði mjer allt eins og var, og við töluðum opt saman um kaptein Gifford og ást þá er hún stöðugt bar til hans. »Hann getur ekki verið dáinn, það er ómögulegt, jeg get alls ekki trúað því«, sagði hún stundum við mig. Jeg hristi höfuðið og leitaðist við, með svo mikilli hægð sem mjer var hægt, að sannfæra hana um að hann hlyti að vera dáinn, því jeg vissi að það er ekkert verra til en tálvonir, vonbrigðin hlutu þá að verða miklu þyngri síðar. Smátt og smátt fór Leonóra að hress- ast aptur, það gekk seint, en vel. Og skömmu eptir að hún var orðin frísk, trú- lofaðist hún dr. Hertslet nokkrum, ’einhverj- um bezta lækninum í Harleygötunni; mjer hafði' sízt dottið í hug að það mundi koma fyrir svo bráðlega. Jeg þekkti vel dr. Hertslet, því jeg hafði opt stundað sjúklinga hans; Jeg hafði aldrei ímyndað mjer, að hann hugs- aði til kvonfanga, og þar að auki hjelt jeg að naumast mundi vera ung stúlka er gæti fellt aig við hann.j Hann var hár vexti með einkennileg- an, þurlegan og harðan svip, 35 ára gam- all en leit mikið ellilegar út; andlitið var olíugult á litinn og augun snör og kolsvört, hár hans var einnig svart og mjög snöggt klippt. Hann var skjótlegur og ákveðinn í allri framgöngu, talaði mjög lítið og virt- ist optast vera sokkin niður í djúpar hug- leiðingar. Dr. Hertslet var sjerfræðingur í geð- veiki, og þekkti jeg hann eins og áður er sagt, frá því að jeg hafði hjúkrað nokkr- um af sjúklingum hans, er voru mjög þungt haldnir af geðveiki. Jeg bar mikla virðingu fyrir lærdómi hans, og jeg held að enginn Englendingur hafi kynnt sjer byggingu heilans meðjafn • mikilli nákvæmni og hann; og í öllum framförum og uppfundningum læknislistar- innar fylgdist hann ágætlega með. Stöku sinnum sýndi hann mjer svo mikla einlægni að hann talaði viðmigum sjúklingana, og lærði jeg ’af því margt nýtt. Jeg hafði mikla löngun til að læra allt slíkt, svo jeg hlustaði með nákvæmri eptirtekt á skýringar hans, og lærði af þeim margt,mikilsvert um hina dásamlegu vjel, sem kallast heili mannsins. Jeg bar sanna virðingu fyrir doktor Hertslet, en jeg var samt sem áður ósjálfrátt hálf hrædd við hann. Þegar jeg heyrði að Leonóra væri trúlofuð honum, fylltist jeg hræðslu og kvíða, og jeg harmaði það svo mjög, að jeg gat ekki stilit mig um að segja Leo- nóru hversu illa mjer fjelli í geð þessi trú- lofun hennar. »En hvað mjer lízt illa á það, að þjer ætlið að gipíast dr. Hertslet«, sagði jeg einusinni við hana. »Hann er svo harður, kaldur og óþýður en þjer eruð svo ung og æskuglöð og eigið svo margar vonir; það fer alveg ineð æsku yðar að giptast honum,« (Framh.) F.Thordarson á í s a í i r ð i selur óhnoðadan mör, á 35 aura pundið,

x

Vestri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.