Vestri


Vestri - 07.11.1902, Blaðsíða 1

Vestri - 07.11.1902, Blaðsíða 1
II. árg. adr. Reykjavík. Árgangamótin. —o Þci heíir nú blaðið »Vestri« lokið iyrsta áfanga sínum, með góðri lukku. Við það tækifæri þykir honum eiga vel við að líta stuttlega yfir farinn veg um leið og hann leggur af stað í næsta á- fanga. Hann minnist þess með þakklæti og hlýjum hug, að margir hafa tekið hon- um með velvild, stutt hann og hlynnt að honum. Og þakkar hann þeim öll- um hjartanlega fyrir viðtökurnar. Hann þakkar útsölumönnum sínum fyrir hve annt þeir hafa látið sjer um útbreiðslu hans, og kaupendunum hve vel þeir hata tekið á móti honum, alveg óreyndum og óþekktum. Ennfremur þakkar hann inni- lega öllum þei.m, sem hafa stutt hann með því að senda honum ritgerðir og annað sem hefir orðið til þess að gera hann fjölskrúðugri og færari um að standa í stöðu sinni, sem alþýðlegt biað. Sömu- leiðis þakkar hann öllum þeim, sem háfa veitt honum atvinnu, með auglýsingum og aukið þannig búsæld hans og efna- hag. Að vísu hefir »Vestrk einnig hitt fyrir menn, sem hata reynt að velta steinum í g'ötu hans og gera honum örð- ugt fyrir. En þessi »grettistök« hafa alls ekki hept för hans eða gert honum nokkurn skaða. E>au hafa þvert á móti orðið til að færa mönnum heim sanninn um að hann lætur engann kúga sig og hikar ekki \ið að berjast fyrir sann- færingu sinni við hvern sem hann á. Enginn, sem segir hreinann og hik- lausann sannleikanti án tillit til afls, auðs, eða manngreinarálits, getur komist lijá því að eignast óvini og óvildarmenn, en slíkar óvinsældir telur »Vestri« sjer einmitt gæfu. 'ófir höfuð hefir »Vestri« fengiðmjög góðar viðtökur og meiri útbreiðslu en blöð geta buist við á fyrsta ári. i lann hefir fengið álitlega kaupendaviðbót nú við áramótin og hefir fulla ástæðu til að ætla að vinsældirnar og útbreiðslan auk- ist en ekki þverri, eptir þeim röddum, sem hann hefir fengið frá útsölumönn- um sínum og kaupendum. Hann legg- ur því af stað til næsta áfangastaðar með beztu vonum, og treystir því að geta unnið fyrir sjer sjálfur. Hann hefir enga ÍSAFIRÐI, 7. NÓVEMBER 1902. ástæðu tilað trúa því, sem sum blöðin halda fram, að blöð geti ekki borið' sig hjer á landi, án meðlags, enda hefir hann hvorki eignir eða auðuga að- stendendur á að lifa. Eptir næsta þing getum vjer gert ráð fyrir að stjórnarskrárbarátta vor verði leidd til lykta með heppilegum árangri, fyrst um sinn. IÞá munu vekjast upp ýms stórmál til eflingar atvinnuvegum landsmanna og annarar hagsældar þeirra. »Vestri« mun ekki draga sig í hlje með að taka þátt í umræðum um öll þau mál, er hann álítur þjóðina að nokkru varði, fremur en undanfarið. Nú um tíma hef- ið verið eins og almennt hlje á umræð- unum. Stjórnarskrárbaráttan var* svo löng og hörð, að það er eins og menn verði að láta »slá úr lófum< eptir þann róður. Útgefandi »Vestra« mun kosta kapps um að gera blaðið svo úr garði, að það geti orðið svo þjóðlegt og skemmtilegt sem tök er á, og leitast við að geðjast óskum og vilja kaupendanna í því efni eptir því sem hægt er. Hann treystir þvi, að menn dæmi blaðið eptir efni þess og innihaldi, og vonar að það rýri ekk- ert álit blaðsins, þótt útgefandinn hafi ekki notið hinnar svo kölluðu »háu ment- unar< eða lært margar »skólaþulur« ut- an að. Honum dylst það auðvitað ekki að það er vandaverk að gefa út gott blað, og að útgáfu blaðsins sje enn þá mikið ábótavant, en hann hyggur að van- inn gefi listina í því sem öðru og á- lítur sjer því óhætt að lota því, að »Vestri« skuli heldur taka framförum og batna með aldrinum; þeir sem hafa les- ið fyrsta árgang geta bezt sagt um hvort þeir gera sig ánægða með það. Sjerstaklega vonar »Vestri« eptir að njóta stuðnings og góðrar hylli hjer vest- anlands. Síðustu árin hata ávallt verið gefin út tvö blöð hjer vestra. Þessi eldri blöðh ata nú bæði hrökklast úr hjer- aðinu. hn aptur á móti risu hjer upp tvö ný f löð á Vesturlandi í fyrra haust. Annað þeirra flýði svo suður í surnar, svo nú er »Vestri« orðinn einn eptir. A Austurlandi eru gefin út 3 blöð og í Norð- urlandi 2, en samt sem áður hefir »Vestri« þar góða útbreiðslu, ntiklu betri að sinu leyti en hjer vestanlands. Útget. væntir þess að allir góðir Vestfirðing- ar verði nú til að styðja þetta eina blað sem eptir er, svo þeir geti verið vissir um að það ekki þurfi að hrökklast burtu eða hrölckva upp af. Vesturlander ekki svo óbyggileg eða fátækt, að því sje vorkunn á að ala eitt blað svo það ekki Nr. 1. þurfi að svelta — hvorki andlega nje lík- amlega. »Vestri< mun aptur á móti vinna að heill og stunda gagn Vestfirð- ingafjórðungs, sem síns eigin heimilis, jafnframt því sem hann óskar að vinna að heill og framförum þjóðarinnar og landsins í heild sinni.' Að svo mæltu leggur »Vestri< af stað til næsta áfangastaðar og vonar að njóta jafnmikillar velvildar, gestrisni og stuðnings á þeirri leið, sem að undan- förnu. Hafandi í huga að reyna að gera sig maklegan hylli góðra manna, með því að vinna eptir mætti að gagni og hagsæld þjóðarinnar, og berjast lyrir sigri þess, sem hann hyggur be zt og rjettast. Úr dul arheimi lífsins og sáinanna. Uppgötvanir Dr. Loebs og Dr. Mattews’s. (Eptir »Kririgsjaa«). (Eiamh.) —O—• IV. Hvernig myndast lifandi verur? Eins og spurningin um uppleysing efnanna, sem þó virðist s\ o ofur einföld, var örðugust úrlausnar tyrir efnafræðingana, þannig var og spurningin um upphaf og fræ- kveyking lífsins efst á baugi hjá líffræð- ingunum. Úr öllum þeim ótölulega grúa af eggjum, er kvikna í líkama kvenn- dýrsins, og þeim aragrúa af sáðsellum sem koma frá líkama karldýrsins, renn- ur eitt einasta egg og ein einasta sáð- sella saman í eina sellu, sem er svo ör- lítil að hún ekki sjest með berum aug- um, og frá henni hafa allir lífigæddir lík- amar uppruna sinn. Frjófgist eggin ekki af sáðsellum karldýrsins, skorpna þau og deyja. Allar ráðgátur lífsins, vaxtarins og arfgengisins- liggja því fólgnar i þessari agnarögn lifandi efnis, svo lítilli, að eðli- leg augu fá ekki eygt hana. Með sáð- sellunni og egginu hlýtur því allt það að flytjast, sem hver einstök vera ljær af- kvæmi sínu. Utanaðkomandi öfl virð- ast hjer að hafa minni þýðingu. Eptir að sellurnar eru runnar saman, er svo að sjá sem hvorki faðirinn nje móðirin, hafi sjerstök áhrif á þær, að minnsta kosti ekki raeira en hænan á eggin, sem hún liggur á. Uað stendur á sama þótt skipt sje um hænur, — og þýðing þess atrið is hafa þeir menn gleymt að taka tillit til, sem tala svo mjög um áhrif á fóstrið meðan á meðgöngutímanum stendur. En áður en Dr. Loeb komst að hinni undraverðu niðurstöðu sinni í þessu efni, hafði engan órað fyrir því, að egg gæti vaxið og þróast, án þess að nokkrar

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.