Vestri


Vestri - 28.11.1903, Blaðsíða 2

Vestri - 28.11.1903, Blaðsíða 2
14 VESTRÍ. 4- BL. Jafnvel eptir að úranið hafði verið geyrat 8 mánuði í svarta myrkri varð ekki annað sjeð, en að framleiðslumagn þess væri jafnt og áður. Tveim árum síðar var á tveim stöð- um saintímis gjörð sú uppgötvun, — á Þýzkalandi af G. C. Schmidt og í París af hjónunum Curie—, að frumefnið >tór< og sambönd þessi hefir líka eiginlegleika til að bera. Þessa svonefndu tórgeisla lagði líka af efnunum sjálfum, án þess að þau áður hefðu sætt beinum ljósáhrif- um. Hjer gat því ekki verið að ræða um fostórvökva eða því um líkt. Við nánari athuganir kom það í ljós, að ýms náttúrleg úransambönd, t. d. úranit voru langtum auðugri að geislum en sjálfur frummálmurinnn. Nú kom hjónunum Curie til hugar, að geislunarhæfilegleik- inn væri að líkindum ekki fólginn í úr- aninu sjálfu, heldur hlyti eitthvert nýtt, alls endis óþekkt frumefr.i er væri gætt þessum hæfilegleika, að vera í þeim úr- ansamböndum, er fyrir koma í náttúr- unni. Þetta nýja frumefni leituðust þau nú við að leysa úr sambandinu. Uran- itmoli úr Jóakimsdal var nú leyst upp í sýrum og skilið í brennisteinsvatni. Málm- arnir úran og tór hjeldust í uppleysing- unni, en í dreggjunum fannst auk kop- ars, blýs, bismuts, arsens og antimons, óþekkt efni, er hafði mjög mikið geisla- magn. Með ýmsum efnafræðislegum brögðum heppnaðist loks að na öllum þessum málmum úr dreggjunum nema dálitlu af bismút. Og það sem þá var eptir, hafði 400 sinnum meira geislamagn en úranmálmurinn sjálfur. Hjónin þótt- ust því hafa fundið nýtt frumefni, að lík- indum skylt bismút, og þetta nýjafrum- efni kölluðu þau polonium. En með ljós- brotarannsóknum haia menn siðar kom- ist að þeirri niðurstöðu, að frum#fni þetta, sem þau lijeldu að væri, muni ekki vera sjálfstætt efni. hitgeislaband þess inni- heldur engar sjerkennilegar línur. Apt- ur á móti er þetta eigi fullsannað um annað frumefni, er þau hjón hafa sömu- leiðis fundið í úraniti. Það er hið svo nefnda radium (af radius = geisli), sem svo mikið er rætt og ritað um um þess- ar mundir. Það finnst saman við bari- um og hefir sömu aðaleiginlegleika sem það í efnafræðislegu tilliti. í radiums- litgeislabandinu þykjast menn þo hafa fundið línu, sem er ekki til í geislabandi baríums, og þessi lína verður því greini- legri sem radium samsetningin er ríkari að geislum. Flestum efnafræðingum kemur þó víst saman um að radium sje ekki sjálfstætt frumefni. Að óyggjandi niðurstöðu eru menn ekki enn komnir. (Framh ) Frjettir úr ýmsum áttum. —>o>--- Prestkosning hefir nýlega faríð fram i Gaulverjarbæ- arprestakalli; kosningu hlaut síra Einar Pálsson á Hálsi í Fnjóskadal með 78 at- kvæðum gegn einu. Lausn frá prestskap hefir síra Gísli Kjartansson í Mýrdals- þingum sótt um sakir vanheilsu. Útflutningur á lifandi fje til Englands var all mikill í haust helzt af Norðurlandi og gekk mjög vel. Höld mjög góð á fjenu en eins og kunnugt er hefir það opt viljað týna tölunni á leiðinni. Má sjálfsagt þakka það bætt- um útbúnaði skipanna og nákværoni með hirðingu og fóðrun fjenaðarins á leið- inni. ____ Fjárkláðalækningarnar. Myklested dýralæknir og menn þeir er hann hefir verið að kenna kláðalækn- ingar hafa nú byrjað að starfa að út- rýmingu fjárkláðans í Norður og Austur- landi. 113 böðunarpottar úr kopar komu frá Noregi með síðustu ferð >Egils< í haust, til þess að kæfa maurinn í. Að norðan. Fskileysi hefir verið óvanalega mik- ið á Eyjafirði í haust og síldarafli eng- inn. Hafa bátaútgerðarmenn nú jafnvel ekki fisk til matar Kaupmenn hafa gengið hart eptir skuldum, og telja menn það venju að þeir gangi harðast eptir skuldunum í harðærum. Eptir miðjan f. m. setti niður allmikinn snjó víða í Þing- eyjarsýslu og í útsveitum Eyjafjarðar- sýslu þó varð snjórinn ekki mjög mikill í Svarfaðardal. í Skagafirði og Ilúnavatns sýslu kom lítill sem enginn snjór, þess- ari snjókomu tylgdi og allmikið frost. í þessu áfalli tóku allir sauðfje sitt í hús, en almennt var'því þó beitt, enda var jörð víðast græn undir snjónum, því frost voru lítil í haust. Með byrjun þ. m. brá til suðvestan áttar og hefir verið marahláka síðustu dagana og nú orðið snjólaust í byggðum. (>Stefnir< 7. nóv.) Maóur vard úti. Friðrik bóndi á Húsum í Bíldudal varð úti sunnudaginn 15. þ. m. Var sendur með brjef frá Bíldudal og vest- ur á Patreksfjörð, og fannst daginn ept- ir látinn skammt frá húsunum á Geirs- eyri. Hefir að líkindum orðið bráðkvadd- ur eða fljótlega veikur, því veður var ekki mjög hart. Friðrik sálugi var gipt- ur maður og lætur eptir sig konu og börn. Mannslát. Páll Friðriksson, (Símonarsonar) áBildu- dal er nýlega látinn; ungur maður og efnilegur. Úr bæaum og grenndinni. -->Ö<— Nýgipt eru hjer í bænum Páll Jósúason sjóm. og Arnfríður Þorkelsdóttir. Nýtt leikfjelag hefir nú verið stofnað hjer í bænum til þess að skemmta bæjarbúum í vetur. Ætlar það að bera niður á Skugasveini og kvað vera farið að undirbúa æfing- ar. í ráði er að það taki svo >Dreng- urinn minn,< sem hefir gert svo ágæta >lukku« í R.vík og eitthvað fleira. Samtíningur. Ilagfræðingunum telst svo til að á mínútu hverri fæðist 70 börn á jörðinni, en deyi aptur á móti 63 menn. Grafari einn í Hollandi hjelt nýlega 70 ára afmæli sitt og gat þá hrósað sjer af því að hann hefði grafið 80,000 manna. Hár vex mikiu meir í birtu en myrkri, einkum hefir sólskinið áhrif á hárvöxtinn. Því hefir verið veitt eptir- tekt, að á mönnum sem sitja stöðugt á skrifstofum, vex hár og skegg mikið meira á þeirri hliðinni, sem að gluggan- um snýr. Svefngras. I nokkrum hjeruðum í Mexiko vex gras sem hefir svefnverkundi áhrif á dýr. Ef hestar jeta það sofna þeir venjulega rjett strax standandi, en kýr og kindur leggjast áður en þær sofna. Það hefir opt komið fyrir að ferðamenn hafi áð hestum sinum þar sem gras þetta vex. Sje grasið svo þjett að hesturinn fái tíma til að jeta inikið af grusinu sofnar hann, og hafa ferðamenn í slíkum tilfellum opt átt ervitt með að vekja hesta sína. Dýrin vakna aptur sjálf að nokkrum tíma liðnum og grasið virðist að öðru leyti ekki hata nein slæm áhrif á þau. Spurningar og svör. Hvar fást fallegastir, bezt smíðaðir og ódýrastir skór? Hjá Jóhannesi Jenssyni á ísafirði. Hvar íást bezt smíðuð stígvel og ódýrust ? Hjá Jóhannesi Jenssgni. Hvar cr bezt að kaupa skó og stíg- vjel úr allskonar fínum skinnum? Hjá Jóhannesi Jenssgni. Hvar fást laglegust, haldbezt, bezt smíðuð og ódýrust vaðstígvjel? Hjá Jóhannesi Jenssgni. Hvar fær maður fljótast og beztgert gert við skóna sína? Hjá Jóhannesi Jenssgni. Hvar fær n.aður beztan vaðstígvela- áburð ? Hjá Jóhannesi Jenssgni. Hvar fær maður ódýrastar og bezt- ar reimar, ágæta slcósvertu og sjálí- blankandi svertu? Það þarf ekki að því að spyrja. Allt er til skósmíðis heyrir tæst hvergi eins gott og ódýrt og: Hjá Jóhannesi Jenssgni. Ágæt hæg jörð fæst til ábúðar í næstkomandi fardögum með mjög góð- um skilmálum — Lysthafendur snúi sjer sem fyrst til Þorvaldar Jónssonar próf. á ísafirði.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.