Vestri


Vestri - 28.11.1903, Blaðsíða 1

Vestri - 28.11.1903, Blaðsíða 1
a III. árg. ÍSAFIRÐI, 28. NÓVEMBER 1903. Nr. 4. Frjettirfrá útlöndum, —>o<--- Danmörk. Þingið var sett 5. f. m. Á fjárlagafrumvarpi, sem fjármálaráð- herrann lagði fyrir þingiö voru tekjurn- ar áætlaðar 761 /2 milj. kr. en útgjöldin 774/5 milj. kr. tekjuhallinn var um iJ/3 milj. og þykir Dönum það góður búskap- ur; undanfarin ár hefir tekjuhallinn ver- ið margfallt meiri. Seðlafölsun allmikil varð nýlega upp- vís i Kaupmannahöfn. Voru það 10 kr. seðlar »Nationalbankans,« sem stældir voru og var stælingin mjög lík og hag- le8'a gerð. — Seðlafalsararnir hjetu Brasch og Nielsen og hafði Brasch teiknað þá en Nielsen prentað. Eptir að seðlaföls- unarinnar varð vart var lögreglan fyrst í vanda stödd að finna bófana, en tengda- faðir Brasch kom loks upp um þá, með því að brúka peninga þessa gengdar- laust í >fylliríi.< Höfðu þeir þá prentað seðla upp á 21 þús. kr. og voru búnir að koma út um 5 þúsund af þeim. Frakkland. Frakkar og Englend- ingar hafa nú um nokkurn tíma verið að semja um að láta skera úr deilumál- utn, er upp kunni að koma á milli þeirra, með gerðardómi. Hafa þeir nú komið sjer saman um að öll deilumál lagalegs eðlis skuli lögð undir gerðardóminn í Haag. Utanríkisráðherra Englands og sendiherra Frakka hafa undirskrifað samn- inginn.T' Sýnist þetta benda glögglega í þá áttina að deilumál ríkja á milli verði með tímanum afgerð á annan betri og skynsamari hátt en hingað til þegar þeim hefir verið skotið undir dóm hervaldsins morðvjelanna. ítalakonungur drotning hans og Leo- pold Belgíukonungur komu nýlega til Parísar. Viðtökurnar voru viðhc.fnar- miklar, einkum hafði Loubet forseti gert sig mjúkan við konung Itala. Ungur maður í París myrti nýlega leikmær frá konunglega leikhúsinu í Buk- é’rest. Fyrst varð hann skotinil í fríð- leik hennar en fjekk hryggbrot, og skaut svo stúlkuna í ástar örvinglun. 11. f- m. afhjúpuðu Frakkar mynd Vercingetorix, fornkempunnar með miklu hátíðahaldi og viðhöfn. Spánn. Samkomulagið milli alþýð- unnar og kaþólsku klerkanna er þar óð- um að versna, enda hafa klerkar lengi farið illa með vald sitt og notað sjer auð- sveipni lýðsins. Eru nú farnar að heyr- ast æði háreystar raddir um aðskilnað ríkis og kirkju og einkum vilja menn losna við afskipti kaþólsku kirkjunnar at kennslumálefnum og fylgja í því dæmi Frakka. Það bera ekki allir eins gott traust til kaþólsku kirkjunnar að því er viðvíkur uppfræðingu æskulýðsins eins og Reykvíkingar. Lögreglan í Madríd hefir orðið upp- ; vís að því að hafa hylmt yfir glæpi með bófum og ræningjum og þegið mútur fyrir. Hefir sem von er verið tekið mjög hart á þvi í blöðunum og þykir stjórn- i in dauf til framkvæmda að láta rannsaka það mál til hlýtar. Búar una illa yfirráðum Englend- i inga. Hafa þeir sett á stofn tvær ný- lendur í Mexiko í Ameríku og flytja þang- að í stórhópum, í septembermánuði síð- astliðnum fluttu þangað um 500 þúsund Búar. Land það sem þeir hafa valið sjer er einkar gott til búpeningsræktun- ar, enda vilja nýlendumenn geta hald- ið búnaðarháttum og siðum ættlandsins svo sem unnt er. Finnar eru nú enn sem fyrri rekn- ir úr landi hver af öðrum, ef þeir verða grunaðir um nokkra þjóðrækni, og em- bættismenn sviptir embættum eptir geð- þótta landstjóra án nokkurra saka. Ameríka. Afarmikil vatnsflóð hafa gengið um Norður-Ameríku í haust. í bænum Paterson flutu 50 hús á burtu og verksmiðjur allar urðu að hætta vinnu og urðu 10 þúsund manna atvinnulausir. Víða annarsstaðar ollu vatnsflóðin stór- skemdum. Öll umferð varð víða alveg teppt og járnbrautir og brýr flæddar upp, fjenaður drukknaði, og árnar flóðu langt upp fyrir allan farveg og sópuðu með sjer öllu sem fyrir varð. Það er ekki alsælan í Ameríku fremur en annarsstaðar. Radium og önnur geisliefni. (»Kringsjaa<). ~»o« — Margur ljósglampinn verður að eins til að gjöra myrkrið enn svartara og til að sýna, hve niðdimm nóttin er og hversu árangurslaust það er fyrir mannlegt auga að stara inn í hana. En einmitt slíRir glampar vekja grunsemdir. í þessu niða- myrkri, sem nú er helmingi svartara en áður en leiptrinu brá fyrir, eygja innri augu vor tífaldan eða jafnvel hund,rað- faldan heim mögulegleika. Líkt var því varið m,eð uppgötvun »katode<-geislanna og X-geislanna sem með þessi leiptur. Þessar uppgötyanir opnuðu oss snöggvast útsýn yfir ókunn- an heim; en að vörmu spori vorum vjer enn á ný staddir í myrkrinu, — og þaði var nú margfalt svartara en fyr. Þær umturnuðu í einni svipan hugmyndum vorum um gagnsæi hlutanna og eðii geisla fyrirbrigða yfirleitt. Skoðanir þær. um þetta efni, sem vjer höfðum varið miklum tíma og erfiðismunum til að smíða oss, liðuðust nú heldur en ekki í sund- ur. En engin alvarleg hætta var þó á ferðum. Bæði >katode<-geislarnir og X-geislarnir reyndust háðir alþekktri afl- uppsprettu, og sambandið milli orsaka og afleiðinga, sem er máttarstoð og lífs- megin eðlisfræðinnar, raskaðist ekki að neinu leyti. Nú virðist hættan ískyggilegri. Síð ustu fimm ára rannsóknir á geisliefnum — eða >radió aktívum« efnum, sem svo eru nefnd — hata leitt ýmislegt í ljós, er virðistnæsta örðugtað samrýma gruud- vallarlögmáli eðlisfræðinnar: »Ekk<rt getur orðið af engu, og ekkert verður að engu.< Að hugmyndin urn vjel, er hreyfist at sjálfsdáðum (»perpetuum mo- bile<), sje fjarstæða, er meginatriðið í trúarjátningu eðlisfræðinganna. Þessari neitunar setning, sem hingað til hefir verið talin óyggjandi, hafa nú rannsókn- ir geisliefnanna telft í svo mikla tvísýnu, að frekari sannanir verða að minnsta kosti að koma fram fyrir gildi hennar, ef hún á að halda virðing sinni óskertri. En eðlisfræðingarnir gömlu bregðast henni ekki. Þeir berjast hraustlega fyr- ir henni — og vafalaust halda þeir velli. En samt sem áður hljóta þeir eiginleg- leikar, er leiptur geisliefnanna þafa til að bera, að vekja þessa spurningu: Eru þær nógu yfirgripsmiklar grundvallar- setningar eðlisfræði vonrat? Eða eru þessi leiptur samnefn;ari eitihvers af því marga og mikla, sem til er milli himins og jarðar? Má vera, að efinp verði fylli- lega bældur niður, en að hann hefir kom- ið upp, það hlýtuf maður þó allt af, að hafa á tilfinningunni. * * * Rjett eptir að Rjantgen hafði látið uppgötvun sína á X-geislunum koma fyr- ir almennings sjónir las eðlisfræðin ur- inn Henri Becquerel upp ritgjörð eptir sig í vísindafjelaginu í Parísarborg um nýja tegund geisla, er legði af vissum samböadum við trumefni það, er uran nefnist, Þesssir uran-geislar —. eða Becquerel-geislar, er nú kallast höfðu ýmsa sömu eiginlegleika sem X-geisl- arnir. Þannig smugu þeir málma og aðra ógagnsæa hluti og af fermdu rat- magnaða líkami. En það yaf þó undar- legast við geisla þessa að þá virtist leggja út úr efninu sjálfu án þess að það tæki nokkrum breytingum við franpleiðsluna.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.