Vestri - 31.12.1903, Blaðsíða 1
.TCZVn.rlljjjBM
III. árg. '
Fundir í st. N A N N A
Jtí 52 verða fyrst um sinn haldnar á
þpiðjudagskvöld kl. 8’/,•
• «£j*» 4CB> ◄JSSStv 40BCP ► ◄»*► •
Þökk fjrir áriö 1903!
Gleðilegt ár 1904!
—»o<—
Á þessum síðustu augnablíkum hins
hverfandi árs sem er að stíga seinast.a
fótmálið inn í fortíðina, vill »Vestri« nota
tímann til þesS að þakka öllum styrktar-
mönnum sínum, útsölumönnum, lesendum
og landsmönnum yfir höfuð tyrir samver-
una og samvinnuna á hinu útliðna ári.
Liðna árið hefir að mörgu leyti ekki
verið sem gleðilegast eða glæsilegast
fyrir land vort. Einkum höfum vjer á
því mátt kenna á óblíðu náttúrunnar.
Veturinn í fyrra vetur var fremur harð-
ur og heyfrekur hjá sveitabóndanum og
vorið í kaldara lagi, en allt bjargaðist
Þó. En sumarið hefir verið afar óblítt
all víða og munu því flestar sveitir vera
ílla undirbúnar að mæta hörðum vetri.
I fám orðum má því segja að árið hafi
heldur verið harðinda ár fyrir landbún-
aðinn, þótt landshlutar hafi orðið misjafnt
úti í því efni.
Til sjávarins hefir árið heldur ekki
verið neitt gæða ár, sízt hjer Vestan-
lands. Fiskverð hefir þó verið ágætt og
hefir það mikið hjálpað og þilskipaafli í
meðallagi. Báta aflinn hefir aptur á
móti verið í rýrara íagi einkum í haust.
Og af ýmsum höppum sjávarins svo sem
síld og smokk, hafa menn alveg farið
varhluta.
Erá pólitísku sjónarmiði hefir ár þetta
verið stórmerkilegt ár, þar sem á því
hefir verið samþykkt til íullnaðar af þingi
og stjorn, stjórnarskrárbreyting eða stjórn-
arbot, sem auk margs annars tryggir
landinu innlenda stjórn.-- Leggur stjórn-
artaumana í höndurnar á tslending sem
biisettur er í landinu sjáltu og alþingi
Islendinga.
I þetta sæti hefir nú þegar verið
valmn maður sem þjóðin ber hið bezta
traust til og byggir svo miklar vonir á
og þrátt fynr allann flokkaríg Qg blaða-
deilur hefir skipun þessa æðsta embætt-
is verið svo vel tekið, að öll blöðin, er
vjer höfum he^rt á það minnast — ag
undanteknu að eins einni blaðnefnu —
hafa tekið þessu með glöðu geði og
fögrum framtíðarvonum: Forsöngvarnir
og fólkið hefir svarað skipun stjórnar-
innar með: »Amen.< Og það er eins
og manni finnist að einmitt á kvöldi þessa
ÍSAFIRÐI, 31. DESEMBER 1903.
liðna árs sjeu raddirnar að samþýðast
og kraptarnir að verða samtaka í því
»að elska, bgggja og treysla á landið.<
Þegar vjer því höfum þannig hringt
árið út með hjartaslögumjtyrir velferð
fósturlandsins, getur hugur sannarlega
fylgt máli er vjer óskum hver öðrum:
Gleðilegt árl
þegar Skinfaxi þeytist fyrsta skeið árs-
ins frá austri til vesturs í fyrra málið.
Yjer berum sjálf sagt allir þá ósk í
brjósti að árið 1904 beri sem mesta og
bezta blessun í skauti sínu tyrir þjóð vora
og land. Kvöldkyrðin og aptanskinið
sem á kvöldi liðna ársins ríkti víðast inn
an hins pólitízka sjóndeildarhrings, virð-
ist boða gott veður að morgni eða gott
ár í vændum.
Snemma á þessu ári á ný stjórnar-
skipun að komast i tramkvæmd og taka
til starfa. Til þess að þessi nýja stjórn-
arskipun verði oss að sem fullkomnust-
um notum, þarf stjórn og þjóð að vera
samtaka í því að koma henni sem bezt
fyrir og hafa hennar sem mest r.ot. Eins
og duglegri þjóð er lítt mögulegt að
taka framförum undir einvaldri, vondri
og daufri stjórn, eins er líka duglegri
stjórn ómögulegt að koma miklu til leið-
ar hjá ósamvinnuþýðri. hugsunarlausri og
sofandi þjóð. Þar sem mikið er að gera
eins og hjá oss þurfa allir að vaka og
vinna. Það er því mikið undir þjóðinni
komið hve langt hún kemst á braut fram-
fara og frama á komandi áti.
Eitt af því er margir byggja miklar
vonir á er það, að á hinu upprennandi
ári eigum vjer von á öfiugri peninga-
stofnun inn í landið, hlutafjelagsbankan-
um, sem jafnframt hinum eldri peninga
lindum lands vors, er alls ekki hafa get-
að fullnægt allra þörfum, mun geta orð-
ið örugg afls uppspretta til framfara og
betri líðunar ef rjett er áhaldið. Auður-
inn er afl þeirra hluta sem gera skal, og
sje því aflinu beitt á rjetta lund fær það
miklu áorkað.
Guð gefi landi voru friðsamt, far-
sælt, frjóvsamt og gott ár!
----------------
Þegnskylduvinnan og „Norðurland.“
Eptir Kr. Guðlaugsson.
— »0<— [Framh.]
Allra fráleitast, segir »Nld.<, »þó
það tilgangs atriðið að rækta landið og
bæta á þennan hátt.< Hitt segir það
hggi í augum uppi, að þetta sje vegur-
inn til að tefja fyrir því að landið verði
ræktað og bætt. Sem ástæðu færir blað-
ið það til, að við það fáist að miklu leyti
Nr. 9
nauðugir menn, sem ekki kunni til þess
og ekki ætli að snerta á þess konar verk-
um nokkru sinni framar á æfi sinni.
Eptir þessum bókum verður þetta
veslings land þá víst seint ræktað og
bætt, og sjálfsagt miðar því þá árlega
fremur aptur á bak en áfram f því tilliti.
En hverjir eru það sem árlega eru að
rækta það og bæta? Hverjir eru það
t. d. sem vinna að vegunum? Kunna
þeir allir vegavinnu, og hugsa þeir sjer
allir að gera hana ad lífsstarfi sínu? —
Jeg held síður en svo. — Það er víst
flestum kunnugt, að meiri samtíning er
naumast hægt að hugsa sjer, en það lið,
sem að vegunum vinnur. Þar eru ung-
ir og gamlir, vitrir ögfáfróðir, húsbænd-
ur og vinnumenn, þurrabúðarmenn og
lausamenn, já, meira að segja þar eru:
skóarar og bókbindarar, söðlasmiðir og
snikkarar, skáld og organistar og hver
veit hvað og hvað. Og lætur nokkur
sjer detta í hug, að þessi lýður sje f
vegavinnunni af því hann hafi sjerstaka
kunnáttu í henni, eða ætli að gera hana
að lífsstarfi sínu? — Nei, jeg held ekki,
enda væri óðs manns æði að ætlast til
þess. Hver einstakur maður hefir tvær
hendur til að vinna með og skilning til
að hagnýta stjórn annara og það má
nægja. Það eru verkstjórarnir sem eiga
að leggja til þekkinguna og stýra vinnu-
kraptinum. Þannig er því og varið með
þegnskylduvinnuna. En vitanlega er
tilgangur hennar ekki einungis að atkasta
miklu, heldur og að kenna verkið, og
hlýtur það nokkuð að draga úr vöxtum
þess, en eigi að síður getur landið þó
fengið það borgað, því sú kennsla er þó
óneitanlega líka spor í áttina til þess að það
verði ræktað og bætt. Þingsályktunar-
tillagan tekur það fram, að þeir sem
vinnunni stjórni geti kennt hana vel, og
stjórni eptir föstum og ákveðnum regl-
um, enda er það líka aðal atriðið til þess
að vel sje unnið, og eitthvað verði ágengt
en ekki hitt, að verkalýðurinn yfirleitt
kunni vinnuna og geri hana að lífsstarfi
sínu.
Sá kvíðbogi sem >Nld.< ber tyfir
því, að menn gegni vinnunni nauðugir
og í vondu skapi; held jeg að ekki hafi
við miklar líkur að styðjast. Á tvftugs-
aldrinum eru menn ekki svo mjög að
hugsa um hverja krónuna; hugurinn stefn-
ir þá meira að sjerhverri nýbreytni.
Æskumaðurinn vill kynnast sem flestu
og prófa það, bæði er það eðlishvöt og
svo veit hver skynsamur maður, að hahn
er því færari til að ganga lífsbrautina,
sem hann hefir notið margbreyttari reynslu