Vestri - 31.12.1903, Blaðsíða 2
34
V E S T R 1
9 BL
og þekkingcir á æskuárunum. Mjer er
næst að halda að máFgÍp-— einkum þeir
sem hafa tilbreytinga lítið líf, eins og t.
d. verzlunarmenn og handiðnarmenn
myndu fremur hlakka til þegnskyldu-
vinnunnar T,en kvíða fyrir henni. Þeir
myndu, hl.ikka til nýbreytninnar, ð vinna
að nýrri vinnu á nýjuin stað í nýjum fje-
lagsskap. Þeir myndu koma viljugir og
í bezta skapi en eklti: »nauðugir og í
versta skapi,« og sannarlega veitirþeim
ekki af tilbreytingunni. Það er ekki til
að víkka sjóndeildarhring manna að vera
alla daga á verkstæðinu eða standa við
býðarborðið. Þess konar atvinna hefir
heldur elcki reynst svo trygg, að það
geti ekki komið sjer vel að hafa leitt
hugann að fleiri verkum og kynnst þeim.
Það er alls ekki óeðlilegt þó mörg-
um virðist, í fljótu bragöi, þegnskyldu-
vinnan þung kvöð í etnalegu tilliti, en
nánara. skoðað held jeg að það atriði
geti þó ekki talisi neitt geigvænlegt og;
það er sannfæring mín, að hjá all flest-
um hafi hún ekki nein veruleg áhrif á
efnahaginn nema í bráðitia. Sannleikur-
, inn er sá, að efnahagur ungra manna
byggist minnst á hinum óhjákvæmilegu
útgjöldum; hann byggist langt um meira
á hugsunarseminni og hvötinni til að afla
sem mest, ávaxta fjeð sem bezt og eyða
sem minjistu til ónauðsynlegra hluta. og
óhjákvæmilegu útgjöldin eru opt sterk-
asta hvötin til að hugsa um efni sín og
gæta þeirra. Það er líka aðgætandi, að
á ,i8—22 ára aldrinum standa menn í
þlórna., líísins og geta því valið um góða
atvinnu, en þurta hins vegar, að öllum
jafnaði mjög Jítið að leggja í kostnað
. fyrir sjálfa , sig eður aðra, og þá sýnist
ekki ósanqgjarnt að ofurlitlu af vmnu-
kraptinum sje varið fósturlandinu til fratn-
fara og sjálfum vinnendunum til uppbygg-
. ingar, þó ekki taki þeir peninga fyrir í
bráð. Þó þegnskylduvinnan sýnist sam-
svara all mikilli peninga upphæð, þá rnun
hún þó,. að jafnaði ekki þurta að nema
meiru, en x/a af árstekjum þegnsins, eða
að eins Via tekjum hans yfir allt þegn-
skyldutímabilið.
Vitanlega er hægt að hugsa sjer
þegnskylduvinnuna þannig framkvæmda
af hálfu hins opinbera, að hún yrði hvorki
landi eða lýð að tilætluðum notum, en
þannig má segja um flest nýmæli. Það
skíptir mjög miklu að þeir sem vinnunni
stjórna, sjeu hæfiiegleikamenn. Þeir
þurfa að vera, ekki einungis verklega,
heldur og bóklega menntaðir menn og
sannir ættjarðarvinir. Þeir mega ekki
einungis láta sjer annt um að kenna vinn-
t una sem unnin er, heldur og að beina
þugsunarhætti vinnendanna á rjetta braut.
, Þeir þurfa að kenna þeim almenna hag-
sýni ,í verkmm, vekja hjá þeim virðingu
fyrir vinnunni, opna augu þeirra fyrir
nytsemi hennar og láta þá skilja að land-
ið þeirra sje ekki verst allra landa. Sjálf-
sagt væri mjög heppilegt að þeir í trí-
tímunum hjeldu við og við hagfræðislega
og verkfræðislega fyrirlestra. Væriþessu
framfyJgt, og gæti hver valið hverja þá,
af hinum tilteknu vinnugreinum er hann
vildi, myndi það fljótt sýna sig að þessi
7 vikna vinnutími gæti verið til talsverð-
ar uppbyggingar. Mönnum myndi fljótt
lærast að hagnýta sjar kosti hans. Menn
myndu fljótt verða varir við, að við vinn-
una hlyti landið aðhlynningu, og sjálfii
tengju vinnendurnir reynslu og þekkingu
sem þróaði hæfilegleika þsirra til að
gegna störfum lífsins. Samvinnan myndi
auka fjelagsanda, kunnugleika og vina-
þsl manna á milli og m rgur myndi í
tr imtíðinni minnast hennar með ánægju.
Og ef allir bændur og liúsfeður hefðu á
18-.22 ára aldrinum unnið að og feng-
ið tilsögn í: t. d. plægingu eða vatns-
veitingum eða framræzlu eða garðyrkju
eða skógrækt; myndi þá ekki fleirum
detta í hug að nota plóginn og hests-
aflið til að sljetta og rækta jörðina, myndi
þá ekki fleirum hugkvæmast að hagnýta
eitthvað af lækjunum, sem ár og síð
streyma niður á láglendið fullir af dýr-
mætu en ónotuðu afli og efni, til að rækta
eitthvað aí engjunum sínum; myndu þá
elcki fleiri reyna að þurka eitthvað af
óþverrakeldunum, sem gera alla grasrækt
ómögulega; myndu þá ekki fleiri afla
sjer ofurlítils af garðmat í staðinn fyrir
að kaupa hann frá útlöndum; og sfðast
en ekki sízt. myndi þá ekki skógurinn,
landsins forni fegursti blómi, en nú
þess tapaði sonur — eiga fleiri vini, sem
reyndu að hlúa að nokkrum hríslum sjer
til ánægju en heimilum sínum og fóstur-
landinu til gagns og fegurðar? — Jii,
jeg þykist viss um það, þvf margra á-
huga og framkvæmd hefir það vakið, að
eins að sjá gagnleg mannvirki, þó aldrei
hafi þeir unnið að þeim nje fengið til-
sögn í að framkvæma þau.
Radium og önnur geisliefni.
(»Kringiflaa«).
—>0« - (Framh)
Próf. Thomson fellst að því leyti á
skoðun frú Curie, sem hann játar að til
muni vera óþekktir geislar, er smjúgi
flesta hlufi. Þ'-ð er meira að segja bein-
línis sannað, að þeir eru til. Mc. Cle-
mann og Burton hafa nýlega sýnt fr,.m
á, að gas, sem ^eymt er í lokaðri gler-
pípu, verður óhæfara en áður til að leiða
rafmagn ef pípunni er stungið niður í
stórt ílát með vatni. Það er varla efa-
mál, að gasið á ósýnilegum geislum það
að þakka, að það getur leitt rafmagn,
og að þessir geislar tálmast að miklu
leyti af vatninu. En það er eingöngu
undir eðlisþyngd hvers málms eða málm-
blendings komið, hversu vel hann er til
þess hæfur að sjúga í sig þessa geisla,
en ekki efnasamsetningu eða eðlisástandi.
Ef þetta lögmál gildir einnigum radíum,
ætti það að vera hjer um bil álíka vel
hæft til að sjúga í sig geislana sem gull
og blý en ekki fremur. Sá hæfilegleiki
væri því ekki næg orsök til ljós-verkana
þeirra, er það hefir. Að radíið taki
engum breytingum við útgeislanina, er
að vísu tullyrt, en ekki nægilega sann-
að. Af tilraunum þeim, er gerðar hafa
verið, getum vjer í raun rjettri ekki á-
iyktað meira en að breytingarnir sjeu
svo hægfara, að maður verði þeirra ekki
var þótt all margir mánuðir líði. Hins
vegar eru komnar fram all miklar líkur
til þess að geisliefnin geti ekki haldið
framleiðsluhæfilegleika sínum nema um
tiltölulega stuttan tíma. Að honum liðn-
um >slokkna« þau, og síðan leggur geisl-
ana af öðrum efnum. Sem dæmi þessa
má nefna tilraunir Becquerels. er hann
skildi baríum úr úran blöndnum geisli-
vökva og varð þess var, að eptir það
lagði geisla að eins af undanlásnum en
ekki af sjálfum vökvanum. Eptir nokk-
urn tíma var það orðið þveröfugt: dreg-gj-
arnar dreifðu engum geislum frá sjer,
en aptur á móti fór vökvinn að geisla.
Rutherford og Soddij hata sýnt, að l<kt
er um tór-blendinga. Þeir greindu al-
menna »geislandi« tór-mold í tvo hluta,
þannig að allt geislamagnið var samein-
að í öðrum hlutanum; hann kölluðu þeir
tórium x, og var hatin hverfandi smár í
samanburði við hinn hlutann. Þetta
tóríum x missti á fám dögum gersamlega
allan geisli-hæfilegleika, en aptur á móti
fór hinn hlutinn að dreifa af sjer geisl-
um. Nýlega hefir próf. Thomson sýnt,
að djúpir brunnar í Cambrigde innihalda
ígeislandit (radio aktivt) gas, ogað þetta
gas verður geislasnautt á fám dögum
eptir að það hefir ærið skilið frávatninu.
Allt þetta bendir til, að radíum trum-
ögnin er ekki stöðug undir öllum kring-
umstæðum. Samkvæmt því hefir próf.
Thomson komið fram með þá skýringu
á framleiðslu þrótt geisliefnanna, er nú
skal greina. Setjum svo, að frumagnir
gass, er vjer getum kallað x, missi stað-
festi sitt, þegar þær hafa hreyfingarþrótt,
sem er t. d. ioo sinnum meiri en meðal-
hreyfingarþróttur frumagnanna eptir þeim
hita, sem í herberginu er. Eptir kenn-
ingu Maxwell Boltzmanns verða ætíð fá-
einar frumagnir í gasinu, er hafa þetta
mik!a hreyfingartáp. Vjer skyldum þá
ætla að þær sundruðust. Ef nú svo og
svo mikið af Becquerelsgeislum leystist
við það úr læðingþ mundi gasið vera
radió-aktívt (geislandi), og það mundi
halda áfram að vera það. þar til
allar frumagnir þess hefðu konnst í það
ástand, er þær misstu staðfesti sitt vegna
gíturlegs hreyfingarmagns, og úr því apt»
ur. Ef þetta hreyfitáp væri ioo sinnum
meira en í meðallagi, mundi það sjált-
sagt nema hundruðum þúsunda ára, áður
en sjá mætti mun á geisli hæfilegleika
gassins. Sje nú svo, að líkt sje um
radíum sem gasið x, að allar frumagnir
þess sjeu ekki sömu eðlisástæðum háðar
og gildi kenning Maxwell Boltzmanns
um greining hreyfingartápsins, þá um-
myndast frumagnir geisliefnisins hægt og
hægt og við þessa ummyndun framleið-
ist hreyfingartáp. Þess gerist eigi þörf að
ákveða glögg takmörk fyrir því, hversu
mikið hreyfitáp frumagnirnar þurla að