Vestri - 07.05.1904, Qupperneq 2
io6
\ ESTRI.
27. BL.
Nansens, (sbr. >ísaf.< 12. des. s. 1.), »að
það sje að fara alveg öfuga leið að af-
nema hvaladrápið, þvi þeir sem skyn
beri á mái það oy um það hugsi, sjeu
allir á þeirri skoðun ð siíkt sje fjarri
sanni. Fiskimenn fengust ckki tii að
rökræða mál þelta, það væri orðið að
trúaratriði fyrir þá o. s. frv.« Að þetta
sje þannig' sjest ljóslega á því að þessi
smalaskoðun á hvölunum er naumast til
hjer á landi annarsstaðar en þar, sem
hinir norsku síidveiðamenu hafa haft
stöðvar sínar, hefir hún flutt með þeim
frá Noregi og náð að festa rætur hjá
þeim, sem eltki hafa hugsað málið ræki-
lega, er og nokkur afsökun þó svo hafi
©rðið, því niesta síldar vi/ku vora höfum
vjer til skamms tíma haft frá Norðmönn-
um, svo það er eðlilegt að menn hali
tekið hvað með öðru, sem þeir kenndu,
þegar enginn sjálfstæð þekking var til
að hreinsa burt öfgarnar, en nú er í sann-
leika kominn lími til að iara að taka
mál þetta frá skynsamlegri hlið.
Næstu óvinir fiskanna eru fuglarnir.
Þeir keppa á móti oss að því leyti, að
þeir eta fæðu og hrogn fiskjarins, og
sumir þeirra munu enda taka drjúgan
toll af ungviðinu, jafnvel þó það sje kom-
ið vel á legg. Við þessu er að vísu
örðugt að gera, en þó mætti eyða þeim
meira en gert er og af mörgum hinum
verstu ránfuglunum hefir landið engar
tekjur, sem teljandi eru. Mættu þeir því
missa sig.
Ennfremur eru spiliandi veiðarfæri
brúkuð. Tel jeg til þeirra allar botn-
vörpur, sem raska friði fisivanna á smærra
eða stærra svæði og myrða ótal fiska,
sem engum verða að neinum notum. Vjer
stöndum því þar á rjetti vorum er vjer
höfum ýmigust á þeim, og þar er allur
almenningur á einu bandi eins og vera
ber; maður getur tæplega gert ofmikið
úr tjóni því er þesskonar veiðarfæri valda
fiskiveicum vorum, og fullyrða má að
það er að eins auðvaldið, sem við heldur
áhöldum þessum, en ekki sú skoðun að
þau sjeu ósaknæm, vjer eigum því að
vinna það, sem oss er unnt til að hamla
notkun þeirra og yhrgangi mannanna,
sem nota þau. Þarf löggjafrrvaldið að
herða, sern frekast verndarlögin gegn
botnverpingum, og uni leið styrkja strand-
gæzluna að miklum mun; mætti vel til
þess hafa smærri skip en nú gerist, væru
þau að eins hraðskreið, en ef duga skal
mættu þau eigi vera færri en 3 - 4. Með-
an strandvörnin er ónóg koma lögin ekki
að tilætluðum notum.
Þá á jeg að eins eptir að minnast
á einn óvin fiskiveiða vorra. Hann er
athuga- og þekkingarleysi þeirra, sem
veiðina stunda. Óvinur þessi vinnur
meira tjón en margur hyggur, og sjer-
lega er það lítið, sem vjer gerum til að
vernda atvinnu þessa. Ekki hugsum
vjer um það hvort heppilegt væri að
friða stöku staði fyrir allri veiði á vissum
tíma. Ejcki hugsum vjer um að aðstoða
útklakningu fiskanna eða vernda hann
á neinn hátt fyrir óvinum oínum. Ekki
hugsum vjer um að leita oss neinna upp-
lýsinga með rannsóknum eða af reyrzlu
annara þjóða. Ekki reynum vjei að
stunda atvinnu vora með atferli hugsandi
manna, og ekki minnist jeg þess að hafa
heyrt að nokkur Islendingur hafi fundið
upp neitt til bóta fiskiveiðunum, áhald,
aðferð eða nokkuð annað? Það lítur
því miður helzt út iyrir að vjer hugsum
bókstaflega ekki neitt annao en að reyua
með meiri eða minni dugnaði, að uppausa
brunn þann er vjer þó trúum að ekki
verði uppausinn. Samþykktirnar sumar
sem vjer höíum búið til, eru svo óum-
ræðilega barnalegar, að manni verður
helzt fyrir að halda að þær sjeu til orðn-
ar á einhverju dvergalandi skynseminn-
ar, þar sem vizka manna væri á hundr-
aðfallt lægra stigi en hjer, þar sem alls
ekkert væri hugsað, en atvik og hend-
ing rjeðu öllum gerðum. Vjer hugsum
lítið um að færa oss í nyt upplýsingar
þó þær berist oss í hendur, jeg sje t. d.
engin deili til að sjómenn hafi lesið hina
góðu ritgerð um: »síld og síldarveiði,*
eptir Arna Thorsteinsson, sem út var
gefin 1883 af hinu íslenzka bókmennta-
fjelagi og auk þess sjerprentuð; það eru
heldur ekki nema rúm 20 ár síðan rit-
gerð þessi kom út, svo engan ætti að
undra slíkt, þar sem vjer erum að minnsta
kosti 1000 ár á eptir tímanum í þeirri
atvinnu er nefnd ritgerð leiðbeinirj í!
Alveg þetta sama framtaks- og hugsua-
arleysi virðist að eiga sjer stað, hvar sem
til fiskiveiða vorra er litið, vjer notum að
mestu óbreytt hin sömu áhöld og for-
feður vorir fyrir hundruðum ára, og þeg-
ar vjer tökum á oss rögg með að breyta
til þá komumst vjer sjaldan lengra en
að taka upp áhöld þau sem aðrar þjóðir
eru að leggja á hylluna. Svona má
ekki þetta lengur vera.
Vjer verðum að fara að hugsa með
alvöru mál vort. Vjer verðum að leita
oss upplýsinga þeirra, sem kostur er á
í öllu því, er oss má að gagni verða.
Vjer þurfum að fá að vita hvað oss ber
að gera til verndar, viðhalds og tímgun-
ar fiskinum, og vjer verðuni að gera það.
Vjer þurfum að vanda vöru vora eptir
beztu föngum svo hún geti iuttsjerrúm
á mörkuðum heimsins. Vjer sjómennirn-
ir þurfum að taka. höndum saman og
vinna með f jelagsskap, verk þau er ein-
staklingunum eru ofvaxin; vjer megum
ekki lengur standa í stað því síður ganga
aptur á bak.
Jeg hefi hjer að eins bent á þá óvini
fiskiveiðanna, sem vjer allir þekkjum, þá
sem skynsemin leiðir ótvírætt fyrir augu
vor, engar nýjar hugmyndir hefi jeg flutt
einungis reynt að skýra í hverju sje fólg-
in samkeppni sú, er vjer frá þessum hlið-
um mætum; jeg hefi leitast við að sýna
mönnum fram á að vert væri að gera
eitthvað til að vernda og bæta atvinnu
þá, er svo margir af oss stunda. Jeg
legg mesta áherzlu áalgerða friðun land-
helginnar með því líka að það er það,
sem vjer bezt getum framkvæmt, og
miklar líkur eru til að f jöldi fiska hryggni
þar og kleki upp ungviði sínu í fyrstu,
þó má ekki taka orð mín svo, að jeg
ætlist til að aldrei sjeu lögð veiðarfæri
í sjó innan landhelgi. en jeg vil að vjer
fáum að vita með vissu hvar eru beztu
og vanalegustu hryggningarstaðir fisk-
anna, og svo að þeir sjeu friðaðir eptir
þörfum, friðaðir fyrir öllum hinum um-
getnu óvinum, því hver getur sagt nú,
n3ma hin beztu hryggninga-grunn sjeu
einmitt í kringum selskerin eða á öðrum
ámóta aðgengilegum stað?
Að endingu vil jeg, aðvjerhugsum
mál vort rækilega og leitum oss þekk-
ingar, vil að vjer höldum traustri hönd
á því, sem í sannleika er vort. Jeg vil
ekki að vjer sjeum lengur öllum slóðum
armari við rekstur atvinnu þessarar, og
látum aðrar þjóðir hafa til gamans hjá-
rænuskap vorn og framtaksleysi. Jeg
óska af heilum hug, að vjer innan skamms
stöndum aðskotadýrunum jafnfætis hjer
á vorri eigin lóð.
Er tii of mikils mælst?
>Gimbill eplir götu rann.<
Það er í almælutn haft að fram hafi
farið undirskriptasmölun hjer i bænum í
því skyni að hafa áhrif á hvernig stjórn
væntanlegs Islands-bankaútibús yrði skip-
að hjer í bæ. Með því að mjer hefir
verið sagt, — af þeim sem listann sáu
og undirskrifuðu — að smalinn hafi haft
þá aðferð, að telja þeim trú um þá f jar-
stæðu, að bæði jeg og aðrir, sem ekki
stóðu á listanum, »væru með og ætl-
uðu að skrifa undir síðar< — auðsjáan-
lega í því skyni að narra aðra til að
skrifa nöfn sín hugsunarlaust í því trausti
að þessi eða hinn væri með — þá lýsi
jeg því hjer með yfir að jeg var alls
ekkert við það laumuspil riðinn, sá aldrei
listann, og átti víst aldrei að sjá hann
eða vita af honum.
Með því mjer er sagt, að allt >safn-
ið« hafi verið lagt á hylluna— þeim fáu
hræðum sem undirskrifuðu, flestum að
fornspurðu — og aldrei verið sent skal
jeg láta vera að taka efnið í gegn, —
en auðvitað var tilgangurinn lfkur og
meðulin — jeg hefði gengið að öllu leyti
fram hjá þessu, ef nafn mitt og fleiri,
sem hafa neilað að þeir vissu af makki
þessu, hefði elcki verið notað öðrum til
ginningar — en slíkan lubbaskap get
jeg ekki látið óátalinn.
Ritstjóri >Vestra.<
Mislingar
hafa nú einnig komið á hvalveiðastöðinni
Langeyri í Álptafirði, hefir einn Norð-
maður fengið veikina, hjeraðslæknirinn
á ísafirði var sóttnr þangað núna í vik-
unni. Gerði hann þegar ráðstafanir til
að veikin yrði sóttkvíuð. Enn hefir ekki
heyrst að hún hafi breiðst út, enda er
svo stutt um liðið síðan sóttkvíað var.