Vestri - 29.04.1905, Blaðsíða 2
102
V E S T R I.
26. tbt
fram í júnímánuði, og gjalddagi
sje 31. oktober, svo hægt sje að
lúka hreppsreikningum við nýár,
er þetta líklega einhver veruleg-
asta breytingin, en ekki getum
vjer sjeð að gjaldendum sje hægra
að greiða útsvör sín um annan
tíma árs enn að haustinu og þá
eins vel í oktoberlok eins og í
árslok.
Að öðru leyti hefir nerndin gert
ýmsar smábreytingar og lagfær-
ingar, en aðal-starf hennar hefir
verið í því fólgið að safna sveitar-
stjórnarlögunum í eina heild, en
láta þau halda sjer í öllu veru-
legu. Enda virtist varla ástæða
til annars, þar sem aldrei hefir
heyrzt nein óánægja með þau í
neinu verulegu. Vjer sjáum ekki
ástæðu til að telja upp allar þessar
smábreytingar nefndarinnar enda
tæki það allt of mikið rúm.
í stað gjalds þess til amtsjafn-
aðarsjóðanna sem hingað til hefir
verið jafnað niður á sýslufjelögin
leggur nefndin til að komi fast-
ákveðið árgjald, er renni í lands-
sjóð, eptir því sem hjer segir:
Kr.
Vestur-Skaptafellssýsla . 460
Vestm annaeyjasýsla ... 100
Rangárvallasýsla. . . . 1300
Arnessýsla..................1500
Gullbringusýsla . . . . 550
Kjósarsýsla..................44°
Borgarfjarðarsýsla . . . 650
Mýrasýsla................420
Snæfellsn.- og Hn.dalss. . 570
Dalasýsla....................4^°
Austur-Barðastrandarsýsla 230
V estur-Barðastrandarsýsla 290
Vestur-ísafjarðarsýsla . . 320
Norður-ísafjarðarsýsla. . 450
Strandasýsla................ 260
Húnavatnssýsla..............1140
Skagafjarðarsýsla . . . 1160
Eyjafjarðarsýsla . . . . 1250
Suður-Þingeyjarsýsla . . 850
Norður-Þingeyjarsýsla . . 380
Norður-Múlasýsla . . . 950
Suður-Múlasýsla .... 960
Austur-Skaptafelssýsla. . 310
Tillögu þessa segist nefndin þó
gera að eins til bráðabyrgða, til
að bæta það upp er aðrar tillögur
hennar íþyngja landssjóði, þar
til skattalöggjöf landsins yrði
endurskoðuð, er hún væntir bráð-
l^ga.________________
Frá íitlöndum
< u tngar verulegar nýjungar.
Eriðarhorfurnar allt af að vænka
aó sögn en þó ekkert afgert
með það mál.
Rússakeisari mjög hætt kom-
11 1 nýlega. Ilerforingar nokkr-
ír áttu að ganga fyrir keisara
og biðu hans í biðsalnum. Þótti
] , inn þt írra eitthvað grun-
s.Jinlegur og var hann þegar
V , l - um, og fundust þá
i 2 sprengikúlur. Hafði
tilgangur hans verið að þjóta á
þ< im inn í annað líf í fylgd með
keisara e; fiann hefði fengið að
koma inn tíl hans.
Áskorun
uiu samskot handa sjúklingun-
um í holdsveikraspítalanum.
Holdsveikin er þungbærari en
nokkur annar sjúkdómur.
Holdsveikir menn eru aumkun-
arverðari en nokkrir aðrir sjúkl-
ingar.
Þeir eiga ágætt áthvarf, þar
sem er holdsveikraspítalinn í
Laugarnesi.
Þar er þeim veitt nákvæm
hjúkrun, dregið úr þjáningum
þeirra, sár þeirra, hirt.
Þar er þeim látin í tje stöð-
ug læknishjálp, og reyndar við
þá allar nýjar lækningaraðferðir,
sem einhver von er um, að geti
læknað höfuðsjúkdóm þeirra,
holdsveikina.
Þar eru' þeir aldrei móðgaðir
eða hryggðir, eins og opt vill
verða í heimahúsum, af því að
fólk óttast og forðast þá.
Þar þurfa þeir sjálfir ekki að
óttast, að þeir með veiki sinni
verði ástvinum sínum eða öðrum
að meini.
En þar með er ekki sagt, að
spítalanum sje í engu áfátt, að
þ'ir mætti ekkert betur fara.
Mjer, fyrir mitt leyti, virðist
mestur bagd að því, að rúm sjúkl-
inganna eru ekki svo góð sem
skyldi — það eru járn rúm, frem-
ur veik; botninn fjaðralaus og
harður, í hverju rúmi eru tvær
þangdýnur (undirdýnur) og 1 eða
2 svæflar; þessar þangdýnur end-
ast illa, verða fljótt harðar og
hnúskóttar.
Þegar spítalinn var settur k
fót, varð auðvitað að fara sem
sparlegast með það f je, sem þing-
ið veitti til útbúnaðar.
Þessi rúm voru þá keypt,
af því að þau eru miklu ódýr-
ari en vanaleg góð sjúkrahúsrúm.
Þeim hefir auðvitað verið haldið
við, og eru því nú lík því sem
þau voru í fyrstu. Þess vegna
má ekki vænta, þess að þing og
stjórn sjái sjer fært að ónýta
þau og iáta spítalanum í tje önnur
dýrari og betri rúm.
Ný, góð isjúkrahúsrúm í allan
spítalann — 60 að tölu — mundu
kosta um 2000 krónur.
Það er altítt í öðrum ‘löndum,
að sjúkrahúsum berast miklar
gjafir. Sjúkir menn eru jafnan
hjálparþurfar, og öllum góðum
n-iönnum er Ijúft að rjetta þeim
hjálparhönd öðrum fremur.
Nú er jeg sannfærð um, að
brjóstgæði og hjálpfýsi eiga jafn
djúpar rætur í hugum, manna
hjer á landi sem í öðrum lönd-
um.
Og þess vegna sný jeg mjer
til íslenzkrar alþýðu í þeirri von
og vissu, að hver maður muni
með ljúfu geði vilji leggja lítinn
skerf til þess að gleðja mestu
aumingja þjóðarinnar, auka þæg-
indi þeirra, lina þrautir þeirra.
jeg bið ekki um mikið.
Jeg bið engan um meira en
10 aura, en jeg bið alla um 10
aura. Til þess að fá 2000 kr.
þarf 10 aura frá 20000 manns,
fjórða hluta þjóðarinnar.
Jeg, hef hugsað mjer að koma
samskotum af stað á þann hátt,
er hjer segir.
jeg sendi beiðni tii 12 eða 16
kunninga minna hjer í Reykjavík-
urbæ, bið hvern þeirra um 10
aura, bið hvern þeirra að senda
samskonar beiðni til 4 kunninga
sinna, og svo koll af kolli. Með
þessum hætti kvíslast samskota-
beiðnin í allar áttir, út um allt
land.
Skeytin má auðvitað orða á
ýmsan hátt; hver getur farið
eptir sínum hugþótta, en efnið
ætti að vera þetta:
Gerðu gott verk.
Sendu mjer 10 aura handa
sjúklingunum í Lauganesi. Sendu
4 kunningum þínuin samskonar
skeyti og þetta. Sendu þá 40
aura, sem þjer berast, til:
Fröken Harriet Kjær.
Holdsveikraspítalanum við Rvík.
I.augarnesi í aprílm. 1905.
Harriet Kjœr.
Húsmóðir við lioldsveikraspítalann.
Óyndis-úrræði.
Jeg vildi jeg væri kominn langt,
langt burtu, inn í afdjúpan dal,
fjarri skarkala heimsins, íjarri götu-
rykinu og kaupstaöar-slúðrinu; fjarri
starfseminni og gleðinni. þar sem
ekkert glepti fyiir mjer, svo jeg
gæti sökkt mjer niður í að láta
mjer — Jeiöast; fjarri henni
sem jeg eitt sinn unni heit-
ast af öllu í heimi hjer, eri sein
nú hefir brugðist vonum minum
og tekið um ieið frá mjer alla lífs-
löngun, svo mjer finnst jeg geta
tileinkað mjer tilfinningar gamal-
mennisins á grafarbakkanum, s'em
búinn er að kveðja lífið og á að
eins eptir að flytja hjeðan.
Helzti bústaður, fyrirslíkanmann
sem mig, væri Þórisdalur. — Þar
Þyrfti jeg ekki að óttast átroðning,
af einum eða neinum, en það er
verst, að það er úi póstleið. Því
póstinn vil jeg fyrir aila muni fá,
annars entust mjer ekki leiðindin
nema fyrsta mánuðinn. Já, jeg
þarf að fá póstinn, svo jeg geti
vitað um hvað gerist í heiminum;
öfundað þá sero eiga gott og harm-
að með þeim sem bágt eiga, —
helzt vildi jeg geta tekið að mjer
allan harm heimsins. — Jeg þarf
líka að hafa eitthvað til að lifa af
og það er ómögulegt annað, en
jeg gæti fengið nóg að gera, því
verkahringur sá sem jeg ætla að
taka mjer fyrir hendur sýnist œr-
inn, og um hann hefir enn þá ekki
myndast nein samkeppni.
Jeg byrja með því, að jeg set
auglýsingu í öll íslenzku blöðin —:
jeg býst ekki við að geta annað
meiru -— að jeg taki að mjer alla
sorg og mœðu innanlands með
mjög rýmiieguin kjörum. Menn
þurfa ekki annað en senda mjer
sorgarfregnina í umslagi — með
sorgarrönd, — en auðvitað verður
borgun að fylgja. Jeg tek að mjer
að gráta yfir framliðnum ekki á
gröfum þeirra, það gœti orðið til
þess að minna aðra á sorgina —
heldur langt fram 'í óbyggðum af-
dal, — þar sem jeg er engum til
leiðinda. Hugsið ykkur, hvílík
þœgindi það eru fyiir börnin, að
geta fengið annan „til að vera í
sorg “ eptir foreldra sína. Þágeta
þau haft óbundinn hugann við að
hirða reiturnar og eyða þeim. Eða
skyldi það ekki vera mun þœgi
legra fyrir það hjónanna, sein eptir
lifit', að geta farið strax að hugsa
um stjúpa eða stjúpu handa börn-
um sínum, en geta fengið annan
fyrir hundsbœtur tii að ganga í sorg
árum saman. — Aðra fjarskyldari
ástvini, er mjer ]jett að taka að
mjer að gráta.
Ef einhver hefir orðið fyrir heit-
rofi, itf þeim er hann elskar, skal
jeg syrgja fyrir hann, fyrir alls
ekki neitt, svo hann þegar geti
farið að hugsa um að fá sjer í
skarðið. Það veit enginn hvar
skórinn kreppir, nema sá sem ber
hann, og jeg veit bezt sjálfur, hve
vel það hefði komið sjer, ef ein
hver hefði boðið mjer slík boð.—
Jeg sje að jeg verð að gera það
fyrir ekki neitt, svo menn almennt
geti notað það, því einhleypt fólk
hefir sjaldan mikinn afgang frá
daglegum þörfum.
Menn geta reitt sig á, að verk
I' : á verði fljótt, vel og samvizku-
samlega af hendi leyst. Föt mín
verða dekkri en dauðinn sjálfur og
með því, að augu mín eru sífljót-
andi í vatni get jeg grátið brenn-
heitum saknaðartárum í það óend-
anlega.
Jeg treysti því, að þingið láti
þetta þarfa mannkœrleikaverk mitt
ekki stranda á því, að það neiti
að veita fje til að leggja veg upp
í Þórisdal og láta póst ganga þang-
að, enda tel jeg víst, að sorgar-
flutningur verði svo miki]], að burð-
argjaldið taki langt upp í kostn-
aðinn.
Vestarr.
„Dýpra og dýpra“
sökkva valtýsku málg'ög'nin sjer
sí og- æ ofan í skamma-austur-
inn og illindin. Herða nú jafn-
vel hríðina svo moldausturinn
hefir aldrei verið meiri. Tilgang-
urinn er eflaust sá að reyna að
gera þingmála fundina í vor
óhreina og fá þá til að ausa
aur með sjer. Ekki hafaþauþó
neitt nýtt að segja, heldur er
það gamla sagan upp aptur og
aptur, að tyrst ráðherrann haíi
ekki verið valinn úr þeirra flokki,
sje ekkert nýtt er hann aðhafist,
og sjálfsagt að umhverfa því
öllu og rangfæra. Þau taka ekk-
ert tillit til þesg þótt áburður
þeirra sje marg hrakinn í augum
allra er hafa fylgst með umræð-
um um málin, heldur endur taka
hann með rólegu blygðunarleysi,