Vestri


Vestri - 08.07.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 08.07.1905, Blaðsíða 1
~<-'&Wð (5¥&&*» Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. IV. arg. ISAFJÖRÐUR, 8. JÚLÍ 1905. Np. 36. Þingfrjettir. Þingsetning og forsetakosningar. »Um leið og jeg óska yður heilla og gengis tilþess að koma fram lagafrumvörpum þeim öll- um, er þjer hafið borið upp, á þessum og síðasla rikisráðsfundi, vil jeg biðja ijður bera ísleíid- ingum hjartfólgna kveðju mína, og heillaósk til hins fgrsta þings, er ráðherra íslands mœlir á alþingi. Hin nýja skipan hefir í för með sjer mikla breytingu á allri stöðu alþingis, og leggur því á herðar aukna ábyrgð, nú er málsmeðferð ríkisþingsins hefir ekki lengur nein áhrif á ákvörð- un 'mína um það, hvorl raö- herraskipti eigi að verða á Is- landi, eins og þegar er frarn komið við ráðaneytisskiptin í byrjun þessa árs. Það er ósk mín, að alþingi skilji þessa nýju ábyrgð sína, og að það,. ásamt yður, í ein- drœgni og gœtni vinni að ka.,- sœld íslands.« Þetta ljet konungur bóka, i gerðabók ríkisráðsins, las ráðh. það upp við þingsetninguna, og liggur staðfest eptirrit af því við skjalasafn þingsins. Forseti í sameinuðu þingi: Eiríkur Brietn, vara-forseti: Lárus H. Bjarnason. Skrifarar í sam. þingi: Hannes Þorst., Guðm. Björnss. Upp í efri deild fóru: Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Stefánsson. Forseti efri deildar: Ju 1. Havsteen. Forseti neðri deildar: Magnús Stephensen. -----.—ooog&soo^— Loptskeyta-tilraunirnar í Keykjavík. Móttökustöð sú, sem Marconi- fjelagið hefir sett upp í Reykja- vík, náði í fyrstu hraðskeytin frá útlöndum 26. f. m. og aðra hrað- skeytasendingu þ. 28. s. m. — Eitthvert ólag var á móttöku- stöðunni að sögn, enda engin skeyti tekin þ. 27., en svo tókst að koma því í lag aptur. Fregn- irnar voru að engu nein stórtíð- indi. Valtýsku blöðin urðu svo hrifin yfir þessu, sem teikn hefði skeð \iN*v < 1 ti 1 sölu. °t J Hjá Islandsk Handels & Fiskeri kompagni fást eptirfylgjandi skip keypt: 1 - - wj Ee. á Regist. tons 11 ve- Bygging-arefni Sann- S0> Ul Nafn skipsinsj Sigling lengd breidd dýpt miðsk. nær byggt sýnt verð >-^> jj n Kr. 1. Arney Kútter 04.5 19.0 9.6 59 1872 Eik 8000 2. Bjarney — 59.7 16-5 8.5 43 ? Eik 6000 5. Drangey — B2.t 18.! 8-7 53 1885 Eik 8500 W 4. Engey 65.6 17.9 9.4 57 1871 Eik 11000 1 5. Flatey Skonnert 52.4 14-4 6.2 32 1875 Eik, í'ura 5000 P 6. Qrímsey Kútter 70.8 18-6 9.5 61 1885 Eik 9000 B- 7. Hvanney ' — 63.6 17.5 8-5 50 1883 Eik £000 tj 8. Jómsey — 61.7 18-6 9-8 60 1884 Eik 10000 9. Kiðey — 74.5 19.4 9.7 78 1878 Eik 12000 a3. 10. Langey — 56.a 16.4 8.a 43 1873 Eik 7500 11. Málmey — 63.0 18.6 9s 52 1881 Eik 8500 Skipunum hefir verið vel við haldið frá því þau voru keypt og nú síðustu árin, i903/o5> haia þau hvert af öðru fengið grandgæfa viðgerð (frá 2000—5000 kr. hvert skip) og þá allt tekið burt, sem nokkuð þótti athugavert við, hátt og lágt, og nýtt sett í staðii r.l Skipum þessum er því nú hægt að halda út í fleiri ár, án nokkurs viðgerðarkostnaðar, og það mun ýkjulaust mega fullyrða að þau sjeu í lang fremsta flokki af íslenzkum íiskiskipum, hvað gæði og allan i^tbúnað snertir. — Skipin ganga til fiskiveiða frá Patreks firði ^og má þar sjá þau af og til í sumar, en að loknum fiskiveiðum, í ágúst lok, fást þau til kaups, og verða til sýnis á Patreksfirði og í Flatey, frá september byrjun. — Af því fjelagið hefir í hyggju að hætta þilskipaútveginum fást skipin með vægara verði og betri skilmálum en nokkursstaðar annarsstaðar er hægt að fá jafn góð og vel útbúin skip fyrir. Frekari upplýsingar hjá undirrituðum aðal-erindreka fjelagsins hjer á landi. Patreksfirði 1. maí 1905. &iefrwr tM. (>' lufssoTb. á sól og tungli. >Fjallkonan« telur þ. 29. mesta merkisdag í sögu þjóðarinnar, því þá birtust skeytin fyrst i ?>Fj.kon.< — Þótti henni það meiru um vert, enn þegar skeytin komu fyrst til landsins. Þessar tilraunir eru svo stuttar að ekkert ábyggilegt er á þeim að græða, og hræddir eru menn um, að skeytin hati verið ærið lengi á lsiðinni (2—3 dagar hafi gengið í að koma þeim?) Sje svo, ef það ærinn galli á þráð- lausu loptskeytunurii. Ny gipt eru hjer í bænum verzlunarmaður Finnbjörn Hermannsson og ung- frú Elízabet Jóelsdóttir. Þingmálafunda-samþykktirnar. Valtýsku blöðin eru nú um þessar mundir alveg útsteytt með þingmálafunda-gerðir. — Reynd- ar spara þau talsvert rúm við það að þau taka nærfellt eingöngu þær einar samþykktir, sem á móti stjórninni ganga, eusleppahinum. Úr því þau leggja sig svo eptir að birta þingmálafunda-gerðir, ættu þau auðvitað að birta þær allar án hlutdrægni. Það hefir mátt sjá það á öllu að valt. bl. hafa ætlað sjer aðleggja mikið upp' úr þingmálafunda- samþykktunum, til þess hafa allir refar verið skornir, síðan snemma í vetur. Látlaus rógur og blekk- ingar, kostnaðargrýla og aðrar illvættir, fóru hamförum um landið. Tillögum til samþykkta á þing- málafundunum var dreift út, og þegar til %fundarhaldanna kom, var smalað og safnað af áhuga og kappi, og öll brögð höfð í frammi til þess að bægja öðrum enn Valtýingum frá að sækja fundina. Aptur á móti hefir heimastjórn- arflokkurinn ekkert gert til undir- búnings þingmálafundunum, og lítt hirt að hnekkja þessum lát- lausa óhemjugangi Valtýva, nema hvað einstaka blekkingarfargani hefir verið andmælt. En hvernig hafa svo þingmála- fundirnir farið? Svona upp og niður, en allflestir hafa verið með því markinu brenndir að þeir hafa verið fremur illa sóttir, og sumstaðar alls ekki nema af öðr- um flokknum, Valtýingum, sem stafar af smalaraennskunni, og þar sem þannig er ástatt að mættir eru að eins nokkrir ofstopamenn úr öðrum flokknum, er ekki að f urða þótt hinar útsendu tillögur flokksforingjanna fái byr. En hvaða sönnun er slíkt fyrir vilja þjóðarinnar? — Þjóðarvilji verður í þessu tilfelli ekki byggð- ur á öðru enn meirihluta allra atkvæðisbærra manna í landinu, og sá þjóðarvilji þarf helzt að koma í ljós óþvingaður, en ekki kúgaður af ofstækisfullum flokks- smölum. Það er því ekkert nema blekkingartilraun af blöðum Val- týinga, að halda því fram, að vilji þjóðarinnar gangi í öfuga átt við gerðir stjórnarinnar. Eða hvað halda menn að hafi verið hægt að smala mörgum atkvæðum með þessum vanþókn- unar tillögum Valtýinga á gerðum stjórnarinnar? Vjer höfum ekki talið það saman en erum vissir um, að það er ekki tuttugasti hluti allra kjósenda. Og þar við bætist, að nálægt jafnmargir kjósendur hafa tjáð sig gerðum stjórnarinnar alveg samþykka. Svo mikið er líka alveg víst, að ef þjóðin væri yfirleitt sár- óánægð yfir gerðum stjórnar- innar, hefði það komið öðruvísi í. ljós, enn með >klíku«-fundum innan andstæðingaflokksins. Þá hefðu menn sannarlega sótt betur þingmálafundina enn raun hefir verið á. Það væri sannarlega heppilegra fyrirmálgögn Valtýinga að geyma sjer allt gasprið, um að þeir hafi fylgi þjóðarinnar, þangað til þeir fá tækiíæri til að .sýna það með

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.